Færslur: sauðfjárrækt

Þetta helst
Riðusjúkdómar í mönnum og dýrum
Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður, er fyrirsögn fréttaskýringar í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Nú hefur verið staðfest að nærri 130 íslenskar kindur beri ákveðnar arfgerðir, eru þannig gerðar í genunum, að þær eru líklega verndaðar gegn riðu. Nú á að rækta íslenskan sauðfjárstofn sem er ónæmur gagnvart riðu og gera það hratt. Í Þetta helst er skoðað hvað er fram undan í riðufrírri sauðfjárrækt, skoða tengsl - eða ekki tengsl - riðu í sauðfé og svo riðu í mönnum.
12.07.2022 - 08:02
Segja forsendur fyrir sauðfjárbúskap brostnar
Forsendur eru brostnar fyrir sauðfjárbúskap hér á landi, verði ekki breyting á starfsumhverfi bænda. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Byggðastofnunar. Kynslóðaskipti í röðum sauðfjárbænda eru fátíð, rekstrarafkoma hefur verið neikvæð um nokkurra ára skeið og líkur eru á að fjölmargir hætti búskap á næstu misserum. Sauðfjárbóndi segir að grípa þurfi til aðgerða strax, það kosti minna en að þurfa að byggja greinina upp frá grunni síðar.
Sauðfjár- og kúabúum fækkað mest síðustu ár
Búum í landbúnaðargreinum fækkaði um 375 á landinu frá 2008 til 2020. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands.
Rúmlega 1.230.000 skepnur í bústofni Íslendinga
Bústofn Íslendinga samanstóð um áramót af um það bil 1.236.267 skepnum. Bændablaðið greinir frá þessu. Þótt gefin sé upp nákvæm tala er ekki þar með sagt að hún segi rétt til um fjölda búfjár í landinu, segir í blaðinu, því talning á hrossum hefur verið í ólestri í mörg ár og er enn.
12.05.2022 - 06:36
Sláturlömbum fækkar en dilkarnir þyngjast
Á sama tíma og framleiðsla lambakjöts heldur áfram að dragast saman hér á landi heldur meðalfallþungi dilka áfram að aukast og hefur aldrei verið meiri en nú. Morgunblaðið greinir frá þessu. Um 465.000 lömb voru leidd til slátrunar í haust, segir í frétt blaðsins, um 20.000 færri en á liðnu ári og liðlega 95.000 færri en árið 2017, samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun.
11.11.2021 - 06:16
Sjónvarpsfrétt
Segir vel mögulegt að útrýma riðu á tíu árum
Sauðfjárbóndi sem rannsakað hefur riðu ásamt hópi sérfræðinga segir vel mögulegt að útrýma sjúkdómnum hér á landi á tíu árum. Ráðunautur í sauðfjárrækt segir ræktunarstarf vopn sem nýta mætti betur í baráttunni gegn riðu.
14.10.2021 - 13:07
Leggur til víðtækan niðurskurð í Skaga- og Húnahólfi
Halldór Runólfsson, fyrr­verandi yfirdýralæknir og skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, leggur til í grein sem hann ritar í Bændablaðinu, að ráðist verði í niðurskurð á sauðfé á öllum bæjum sem eru með sauðfé í Húna- og Skagahólfi.
23.09.2021 - 18:21
Sjónvarpsfrétt
„Alltaf með það á herðunum að þetta myndi koma"
Bóndi í Skagafirði sem neyðist nú til að farga um fimmtán hundruðum fjár segir tími til komin að hugsa meðhöndlun á riðuveiki upp á nýtt. Auka ætti sýnatöku til að fyrirbyggja sársaukafullar aðgerðir eins og niðurskurð.
12.09.2021 - 21:10
Sjónvarpsfréttir
Íslenska lambið fer víða en mismikið fæst fyrir
Þriðjungur íslensks lambakjöts er fluttur úr landi, þar á meðal til Bretlands, Rússlands og Ghana. Kjötið er selt fyrir töluvert lægra verð en það er selt á innanlands. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic Lamb segir að uppistaðan í útflutningnum sé kjöt sem Íslendingar kæri sig síður um.
23.06.2021 - 19:23
Sauðfé ekki verið færra á Íslandi í 160 ár
Sauðfé hefur ekki verið færra á Íslandi í 160 ár. Frá þessu er greint í Bændablaðinu. Þar kemur fram að samkvæmt tölum Mælaborðs landbúnaðarins hafi 400.724 sauðkindur verið á vetrarfóðrum árið 2020 og hafði þá fækkað um ríflega 15.000, eða 3,6 prósent, frá árinu áður.
29.04.2021 - 03:55
Sjónvarpsfrétt
Upplifa virðingarleysi ráðamanna eftir niðurskurð
Bændur í Skagafirði sem neyddust til að farga öllu sínu fé eftir riðusmit upplifa virðingarleysi af hálfu stjórnvalda. Þeir hafa nú beðið í um fjóra mánuði eftir bótum en með því brjóta stjórnvöld eigin reglugerð.
19.03.2021 - 10:33
Viðtal
Segir umsögn Matvælasjóðs lýsa fádæma fordómum
Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, segir umsögn frá Matvælasjóði sem fylgdi höfnun styrkumsóknar er varðaði geitfjárafurðir lýsa fádæma fordómum.
02.03.2021 - 09:15
Meðalþyngd sláturlamba meiri en nokkru sinni
Íslensk lömb komu vel nærð af fjalli ef marka má tölur frá sláturhúsum landins, því fallþungi dilka hefur aldrei verið meiri en í haust. Var meðaldilkurinn 16,89 kíló, 370 grömmum þyngri en í fyrra og 120 grömmum þyngri en fyrri meðaldilkur, sem féll til árið 2016.
12.11.2020 - 05:18
Segir að rannsaka beri innflutning kjöts og mjólkurvara
„Svona mál á auðvitað að fara beint til lögreglu. Þetta er lögreglumál og saksóknara,“ sagði Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra um innflutning á kjöti og mjólkurvörum. Hann var í viðtali í morgunútvarpi Rásar tvö í morgun.
Grunur um riðuveiki í Skagafirði
Matvælastofnun segir sterkan grun uppi um að riðuveiki hafi komið upp á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði. Því hefur bráðabirgðabann verið sett á allan flutning sauð- og geitfjár innan Tröllaskagahólfs uns greining hefur verið staðfest.
Myndskeið
Fé beitt á 25.000 ferkílómetra af gróðursnauðu landi
Sauðfé er beitt á um 25 þúsund ferkílómetra land sem er í slæmu ásigkomulagi, gróður lítill sem enginn og landrof mikið. Þetta má lesa úr kortavefsjá sem opnuð var í dag. Kindum er því beitt á gróðursnautt landssvæði á stærð við fjórðung landsins. 
Tvö brot á varnarlínum til rannsóknar hjá lögreglu
Matvælastofnun hefur óskað eftir að lögreglan rannsaki meintan flutning fjögurra lambhrúta frá Vestfjörðum til Norðurlands eystra. Ekki er heimilt að flytja sauðfé yfir varnarlínur nema í sérstökum undantekningartilfellum. Til þess þarf að fá leyfi Matvælastofnunar. Sambærilegt mál er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Landvernd: „Hvernig gat kerfið klikkað svona?“
Ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt var til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í morgun. Fulltrúar frá Landvernd sem komu fyrir nefndina vilja að hún láti rannsaka sérstaklega af hverju Landgræðslunni var gert að votta landnotkun sumra sauðfjárbænda sem sjálfbæra þrátt fyrir að það væri þvert á faglega úttekt stofnunarinnar.
05.11.2019 - 14:40
Garnaveiki í kind á Tröllaskaga
Garnaveiki hefur verið staðfest á sauðfjárbúi á Tröllaskaga, á Brúnastöðum í Fljótum. Veikin uppgötvaðist við smölun um síðustu helgi. Síðast kom veikin upp á svæðinu fyrir ellefu árum.
20.09.2019 - 22:37
Stýring á landnýtingu við sauðfjárrækt í molum
Hörðum orðum er farið um landnýtingu sauðfjárræktar hér á landi í nýju riti sem prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands hefur gefið út. Þar segir að gæðastýring við landnýtingu hafi farið verulega út af sporinu, reglur hafi ítrekað verið færðar í öfuga átt og náttúran fái alls ekki að njóta vafans. Framkvæmdin sé „grænþvottur" á hluta af framleiðslu sauðfjárafurða.
13.06.2019 - 22:07
Aðstoða bændur að hætta sauðfjárrækt
Bændasamtökin og stjórnvöld skrifuðu undir samkomulag um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar í dag. Með endurskoðuninni er stefnt að því að auka jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á markaði með sauðfjárafurðir auk þess sem bændur verða aðstoðaðir við að draga úr framleiðslu sinni.
11.01.2019 - 20:30
Viðhalda stofni íslensku forystukindarinnar
Vaxandi áhugi er hjá sauðfjárbændum á að rækta íslenskt forystufé. Bændur telja mikilvægt að viðhalda þessum stofni kinda sem er einstakur á heimsvísu.
07.01.2018 - 19:01
„Þá verður alltaf einhver óánægður“
Mikil gagnrýni hefur komið frá sauðfjárbændum á það hvernig greiðslum ríkisins vegna vanda í sauðfjárrækt er úthlutað. Talsmaður bænda í Þingeyjarsýslu segir aldrei hægt að gera svo öllum líki. Aðstæður bænda geti verið gerólíkar milli búa.
03.01.2018 - 18:20
Krefjast þess að Norðlenska hækki afurðaverðið
Fjöldi sauðfjárbænda á Norður- og Austurlandi krefst þess að Norðlenska hækki þegar í stað verð fyrir afurðir í nýliðinni sláturtíð. Bændurnir segja að forsendur, sem fyrirtækið gaf fyrir lækkun, standist ekki. Afleiðingarnar séu grafalvarlegar fyrir fjölda bænda og fjölskyldur þeirra.
07.11.2017 - 13:21
Greiða 13% álag til sauðfjárbænda
Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH á Hvammstanga greiða 13 prósenta viðbótarálag til sauðfjárfjárbænda. Álagið verður greitt á hvert kíló dilkakjöts og kemur til viðbótar við það verð sem tilkynnt var um í upphafi sláturtíðar í haust. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag.
30.09.2017 - 08:31