Færslur: Sauðfjárbændur

Aðalmeðferð í „örsláturmálinu“
Í dag var í Héraðsdómi Norðurlands vestra aðalmeðferð í máli gegn Sveini Margeirssyni þar sem hann er ákærður fyrir brot á lögum um slátrun og sláturafurðir. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra kærði Svein fyrir sölu og dreifingu á fersku lambakjöti, haustið 2018, af gripum sem slátrað hafi verið utan löggilts sláturhúss.
23.09.2020 - 18:20
Heilbrigðisskoða kjöt í gegnum netið
Dýralæknar sinna heilbrigðisskoðun á kjöti í gegnum netið í nýju tilraunaverkefni um heimaslátrun. Í verkefninu er leitað leiða til að bændur geti selt og markaðssett kjöt sem þeir slátra heima.
Myndskeið
Afurðaverð: „Við lifum ekki á loftinu“
Sláturtíð er að hefjast en enn eiga þrjár afurðastöðvar af sjö eftir að gefa út verð. Útgefin verð eru þó nokkuð undir viðmiði Landssamtaka sauðfjárbænda.
„Kindurnar þola alveg vont veður“
Sauðfjárbændur í Svalbarðshreppi áttu ekki kost á að flýta göngum vegna vonskuveðurs sem spáð er í dag. Sigurður Þór Guðmundsson, sauðfjárbóndi á Holti í Svalbarðshreppi, segist hafa þá trú að féð komi sér í skjól og bíði af sér veðrið, eina áhyggjuefnið sé hvort snjór fylgi veðrinu.
03.09.2020 - 08:22
Bændur óttast um fé á fjalli ef spáin rætist
Sauðfjárbændur á norðanverðu landinu, sem eiga fé á hálendi, ætla að flýta göngum og þeir sem þegar eru komnir á fjall reyna að ná fé sínu niður sem fyrst. Á morgun spáir vonskuveðri á stærstum hluta landsins.
02.09.2020 - 13:19
Sauðfjárbændur í Miðfirði fá aðgöngumiða í réttir
Áður en réttað verður í Miðfjarðarrétt á laugardaginn fá bændur afhenta miða sem gefa rétt til þátttöku í réttarstörfum. Þá verður fé rekið í réttina í þrennu lagi til að lágmarka fjölda.
31.08.2020 - 16:25
„Tveggja kinda reglan“ í gildi í göngum og réttum
Göngur og réttir verða með óvenjulegu sniði í haust vegna COVID-19 faraldursins. Oft er mannmargt í réttum en í ár þarf að gæta sérstaklega vel að sóttvörnum. Á Facebook-síðu Landsambands sauðfjárbænda er fólk hvatt til að muna „tveggja kinda regluna,“ það er að hafa alltaf tvo metra, sem jafngildir um tveimur kindum, sín á milli.
19.08.2020 - 14:35
Myndskeið
Fé beitt á 25.000 ferkílómetra af gróðursnauðu landi
Sauðfé er beitt á um 25 þúsund ferkílómetra land sem er í slæmu ásigkomulagi, gróður lítill sem enginn og landrof mikið. Þetta má lesa úr kortavefsjá sem opnuð var í dag. Kindum er því beitt á gróðursnautt landssvæði á stærð við fjórðung landsins. 
Bændur hýstu fé vegna veðurs
Bændur á Norðausturlandi þurftu sumir að hýsa fé í nótt vegna veðurs. Einn þeirra segir veðrið þó ekki svo slæmt og lítið annað að gera en að bíða það af sér. Fé er enn á gjöf þar sem gras er lítið farið að spretta eftir erfiðan vetur og það gengur hratt á heybirgðir.
05.06.2020 - 10:48
Stefna að tilraunum í heimaslátrun með haustinu
Stefnt er að því að hefja tilraunir með heimaslátrun í haust. Taka á sýni úr lömbum sem verður slátrað heima og kanna gæði kjötsins. Bóndi segir að heimaslátrun auki verðmætasköpun og ýti jafnvel undir nýsköpun.
Greina afkomu sauðfjárbænda
Landbúnaðarháskólinn á að greina afkomu sauðfjárbænda og koma með tillögur að leiðum til að bæta hana. Þetta er meðal nýmæla í samningi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins við skólann sem undirritaður var á föstudag. Starfsmenn skólans eiga líka að greina tækifæri til aukinnar ylræktar og leiðir til að styrkja sérstöðu íslenskra búvara á markaði.
23.02.2020 - 14:24
Tvö brot á varnarlínum til rannsóknar hjá lögreglu
Matvælastofnun hefur óskað eftir að lögreglan rannsaki meintan flutning fjögurra lambhrúta frá Vestfjörðum til Norðurlands eystra. Ekki er heimilt að flytja sauðfé yfir varnarlínur nema í sérstökum undantekningartilfellum. Til þess þarf að fá leyfi Matvælastofnunar. Sambærilegt mál er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Landvernd: „Hvernig gat kerfið klikkað svona?“
Ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt var til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í morgun. Fulltrúar frá Landvernd sem komu fyrir nefndina vilja að hún láti rannsaka sérstaklega af hverju Landgræðslunni var gert að votta landnotkun sumra sauðfjárbænda sem sjálfbæra þrátt fyrir að það væri þvert á faglega úttekt stofnunarinnar.
05.11.2019 - 14:40
Fallþungi nánast sá sami og í fyrra
Framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segir að gott ástand dilka þetta haustið falli í skuggann af lágu afurðaverði. Sláturtíð stendur nú sem hæst en fallþungi er nánast sá sami og í fyrra. Búið er að slátra um helmingi dilka á yfirstandandi tíð en hátt í 580 þúsundum fjár verður slátrað á landinu þetta árið.
08.10.2019 - 17:05
Útlit fyrir minni sumarslátrun en í fyrra
Minna verður hægt að slátra af lömbum í sumarslátrun en til stóð. Þrátt fyrir það segjast sláturleyfishafar ná að mæta þeim skorti sem skapast hefur á kjötmarkaði. Bændur segja varla borga sig að slátra núna miðað við það verð sem sé í boði.
16.08.2019 - 12:49
Myndskeið
Stjórnvöld stýri sveiflum á lambakjötsmarkaði
Sauðfjárbændur vilja að stjórnvöld búi til verkfæri til sveiflujöfnunar á mörkuðum með lambakjöt. Afar erfitt sé fyrir bændur að bregðast við skorti með skömmum fyrirvara. 
29.07.2019 - 22:16
Ekki vilji til að hlusta á fagfólkið
Landgræðslustjóri segir að landið sé enn að tapa jarðvegi og því miður sé ekki hlustað á fagmenn. Hann segir að nóg sé til af grasi. Hægt væri að vera með miklu stærri fjárstofn ef beitt væri á láglendi.
20.06.2019 - 17:32
Bændur segja Norðlenska brjóta samninga
Þingeyskir sauðfjárbændur saka Norðlenska um að brjóta viðskiptasamninga með því að greiða ekki sambærilegt verð fyrir afurðir og aðrar afurðastöðvar. Þeir vilja fá sérstaka uppbót vegna slátrunar í haust.
15.03.2019 - 09:20
Sauðfjárbændur fá 5,2 milljarða frá ríkinu
Sauðfjárbændur fá 5,2 milljarða króna í greiðslur frá ríkinu á þessu ári samkvæmt samningi. Í samkomulagi um endurskoðun hans fyrir helgi er ekki viðbótarfé frá ríkinu. Tæplega 3000 sauðfjárbú eru í landinu og tæplega hálf milljón sauðfjár. 
15.01.2019 - 12:29
Sauðfjárbændum auðveldað að hætta
Sauðfjárbændur geta dregið úr framleiðslu án þess að missa stuðning eða greiðslur frá ríkinu samkvæmt samkomulagi sem stjórnvöld og Bændasamtökin hafa gert um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar.
15.01.2019 - 08:07
Aðstoða bændur að hætta sauðfjárrækt
Bændasamtökin og stjórnvöld skrifuðu undir samkomulag um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar í dag. Með endurskoðuninni er stefnt að því að auka jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á markaði með sauðfjárafurðir auk þess sem bændur verða aðstoðaðir við að draga úr framleiðslu sinni.
11.01.2019 - 20:30
Bændur á Norðurlandi bregðast við veðurspá
Sauðfjárbændur á Norðurlandi, sem eiga eftir að fara aðrar göngur, ætla að flýta smölun þar sem útlit er fyrir vont veður til fjalla þegar líður á vikuna. Göngum var frestað á nokkrum svæðum um helgina vegna veðurs.
17.09.2018 - 13:36
Viðtal
„Enginn fullgildur gangnamaður án talstöðvar“
Vanir gangnamenn, rösk ungmenni og kyrrsetufólk að sunnan. Svona var hópurinn sem gekksuður hlíðar Hólafjalls, innst í Eyjafirði, um liðna helgi, samansettur. Það er tekið að hausta og þá þurfa sauðfjárbændur að safna liði og sækja fé sitt á fjall. Spegilinn fór í göngur og ræddi göngur á Eyjafjarðarsvæðinu við Birgi H. Arason, fjallskilastjóra Eyjafjarðarsveitar. Hlýða má á umfjöllunina í spilaranum hér fyrir ofan.
14.09.2018 - 19:27
  •