Færslur: Sauðfjárbændur

Reka féð langan veg í afrétt
Myndi óska þess að vera kind og fá að vera á fjalli í rólegheitum segir ungur smali í Eyjafirði. Flestir bændur reka fé sitt í úthaga en líklega fæstir bændur jafn langt og þeir á Höfða í Grýtubakkahreppi.
30.06.2022 - 17:00
Segja forsendur fyrir sauðfjárbúskap brostnar
Forsendur eru brostnar fyrir sauðfjárbúskap hér á landi, verði ekki breyting á starfsumhverfi bænda. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Byggðastofnunar. Kynslóðaskipti í röðum sauðfjárbænda eru fátíð, rekstrarafkoma hefur verið neikvæð um nokkurra ára skeið og líkur eru á að fjölmargir hætti búskap á næstu misserum. Sauðfjárbóndi segir að grípa þurfi til aðgerða strax, það kosti minna en að þurfa að byggja greinina upp frá grunni síðar.
Dýralæknir staðfestir að lambið á Refsmýri var skotið
Dýralæknir hefur staðfest að lambið sem drepið var við bæinn Refsmýri í Fellum um helgina hafi verið skotið áður en það var flegið. Hann hefur skilað skýrslu til lögreglunnar.
08.06.2022 - 12:00
Sauðfjár- og kúabúum fækkað mest síðustu ár
Búum í landbúnaðargreinum fækkaði um 375 á landinu frá 2008 til 2020. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands.
Alvarleg staða hjá bændum vegna hækkunar á áburðarverði
Dæmi eru um að sauðfjárbændur beri engan innfluttan áburð á tún sín nú í vor, vegna mikillar hækkunar á áburðarverði. Það fer svo eftir sprettunni hversu mörgum lömbum þeir slátra í haust.
01.06.2022 - 14:12
Sjónvarpsfrétt
Stanslaus viðvera í fjárhúsunum
Sauðfjárbændur landsins eru nú vaktir og sofnir yfir sauðburði en venjan er að hann standi frá lokum apríl fram í júní. Stanslaus viðvera er í fjárhúsunum og þykir sumum bændum nóg um.
02.05.2022 - 19:20
„Örsláturhús eru framtíðin“
Aðeins þrjú lögbýli eru með rekstrarleyfi fyrir svokölluð örsláturhús hér á landi en leyfi fyrir þeim var fyrst veitt í vor. Bændur einna þessara býla bjóða nú öðrum bændum ókeypis ráðgjöf við að koma sé upp aðstöðu og segja framtíðina vera í örslátrun. 
16.03.2022 - 15:23
Sjónvarpsfrétt
Segir vel mögulegt að útrýma riðu á tíu árum
Sauðfjárbóndi sem rannsakað hefur riðu ásamt hópi sérfræðinga segir vel mögulegt að útrýma sjúkdómnum hér á landi á tíu árum. Ráðunautur í sauðfjárrækt segir ræktunarstarf vopn sem nýta mætti betur í baráttunni gegn riðu.
14.10.2021 - 13:07
Sjónvarpsfrétt
„Við búum í sveit, það er það sem bjargar okkur“
Hópsmit sem kom upp í grunnskólanum á Hofsósi í síðustu viku setur smalamennsku og réttir um helgina í uppnám. Fjölskylda sem nú er heima í einangrun með þúsund fjár á fjalli segir hundfúlt að missa af göngum þetta árið.
17.09.2021 - 10:59
Sjónvarpsfrétt
„Það bara vantar meira fjármagn og mannskap“
Héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra tekur undir gagnrýni bónda sem neyðist nú til að farga allri sinni hjörð eftir riðusmit. Hann segir að með meiri mannskap mætti hugsanlega koma í veg fyrir slíkt.
Sjónvarpsfrétt
„Alltaf með það á herðunum að þetta myndi koma"
Bóndi í Skagafirði sem neyðist nú til að farga um fimmtán hundruðum fjár segir tími til komin að hugsa meðhöndlun á riðuveiki upp á nýtt. Auka ætti sýnatöku til að fyrirbyggja sársaukafullar aðgerðir eins og niðurskurð.
12.09.2021 - 21:10
Gangnamenn fá nýjan skúr með diskóljósum og krapvél
Gangnamenn í Vatnsdal hafa komið upp þrjátíu herbergja sannkallaðri lúxusaðstöðu á Grímstunguheiði. Fjallskilastjóri segir mikinn mun að fá eigið herbergi og þurfa ekki lengur að liggja til fóta hjá drukknum bónda.
10.09.2021 - 13:00
Bændur í Skaftárhreppi forða búfénaði undan hlaupinu
Bændur sem búa í Skaftárhreppi búa sig nú undir hið versta. Þau segja hlaupin úr eystri katli Skaftár jafnan hafa haft mikið meiri áhrif á búskapinn og nú fylgist þau grannt með vatnsmagnsmælingum.
05.09.2021 - 20:11
„Áframhaldandi lág laun eða launaleysi í greininni“
Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda lýsir yfir miklum vonbrigðum með nýjar verðskrár fyrir sauðfjárafurðir. Hún segir verðin viðhalda lágum launum eða jafnvel launaleysi sauðfjárbænda. Landsmeðaltal fyrir dilka hækkar um 4,9 prósent.
Nautgripabú bætast við loftslagsvænan landbúnað
Um þessar mundir auglýsa Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Skógræktin og Landgræðslan eftir fimmtán nautgripabúum til að taka þátt í verkefninu „Loftslagsvænum landbúnaði“.
Myndskeið
Frjósöm ær á Ingjaldsstöðum bar sex heilbrigðum lömbum
Kind á bænum á Ingjaldsstöðum í Þingeyjarsveit kom eigendum sínum heldur betur á óvart á dögunum þegar hún bar sex lömbum. Öll lömbin lifðu og eru hin sprækustu. Mjög sjaldgæft er að kindur verði sexlembdar.
Ullarþversögn: Skortur en stór hluti verðlaus
Á meðan íslenskur lopi nýtur fádæma vinsælda og framleiðsla á handprjónabandi til útflutnings hefur stóraukist  er annars flokks ull af tvílitu nær verðlaus. Sauðfjárbændur vona að markaður fyrir ullina fari að glæðast. 
14.05.2021 - 08:07
 · Innlent · Landbúnaður · viðskipti · Sauðfjárbændur · Ull · Ístex · lopi
Þurrkar og kuldi há sprettu verulega
Þurrt og kalt vor tefur sprettu á Suður- og Vesturlandi. Sauðfjárbóndi segir bændur þurfa að vera með nýbornar ærnar á fullri gjöf út maí. Grænmetisbændur eru tvístigandi. 
Fólk grípur í prjónana á krepputímum og sleppir ekki
Eftirspurn eftir íslenskum lopa hefur margfaldast í heimsfaraldrinum og Ístex hefur líklega aldrei framleitt meira af handprjónabandi. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir ólíklegt að eftirspurnin minnki aftur þegar faraldrinum lýkur. Innanlands hefur verið skortur á lopa mánuðum saman en framkvæmdastjóri Handprjónasambands Íslands bindur vonir við að fá á næstu dögum dokkur af litum sem ekki hafa sést lengi. 
08.05.2021 - 18:32
Myndskeið
Óttast að þurfa að skera bústofninn vegna eldgoss
„Ég er búin að hafa áhyggjur frá fyrsta kvöldi, ég óska þess heitast að þetta heitasta helvíti hætti strax í dag,“ segir Grétar Jónsson, formaður fjáreigendafélagsins í Grindavík sem óttast að flúormengun frá eldgosinu spilli beitarhögunum í sumar og að hann þurfi að skera bústofninn. 
Sjónvarpsfrétt
Upplifa virðingarleysi ráðamanna eftir niðurskurð
Bændur í Skagafirði sem neyddust til að farga öllu sínu fé eftir riðusmit upplifa virðingarleysi af hálfu stjórnvalda. Þeir hafa nú beðið í um fjóra mánuði eftir bótum en með því brjóta stjórnvöld eigin reglugerð.
19.03.2021 - 10:33
Sjónvarpsfrétt
Sveiflukónginn rak í rogastans þegar lömb birtust óvænt
Bændum á Geirmundarstöðum í Skagafirði brá heldur betur í gær þegar ær sem átti að rýja tók upp á því að bera tveimur lömbum. Bóndinn segir ómögulegt að vita hvað fór úrskeiðis en hefur einn grunaðan.
16.03.2021 - 22:02
Riðuveiki á bæ í Húnaþingi vestra
Riðuveiki hefur greinst í kind á bænum Vatnshóli í Húnaþingi vestra. Á bænum eru ríflega 920 fjár. Riða greindist síðast á Vatnshóli árið 1999.
Góð útkoma úr tilraunaverkefni um heimaslátrun
Tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjár í síðustu sláturtíð er talið hafa tekist vel. Markmiðið með verkefninu var að finna leiðir til að auðvelda sauðfjárbændum heimaslátrun og markaðssetja eigið lambakjöt.
26.02.2021 - 14:43
Hafa greint um fjögur þúsund sýni úr Tröllaskagahólfi
Matvælastofnun hefur tekið 3.947 sýni úr Tröllaskagahólfi frá því að fyrsta tilfelli riðu kom upp í hólfinu um miðjan október. Þannig hafa 170 sýni verið tekin úr kindum sem felldar voru í tengslum við flutninga frá sýktum búum, 1.449 sýni eru úr sláturfé og 2.328 sýni úr fé sem skorið var niður. Frá því að fyrsta tilfellið var greint hefur riða greinst á fjórum öðrum bæjum.