Færslur: Sauðburður

Ekki talið að kuldakastið hafi mikil áhrif á sauðburð
Almennt er ekki talið að kuldakastið, sem nú gengur yfir stóran hluta landsins, hafi mikil áhrif á sauðburð. Spáð er hlýindum um helgina og þá geta bændur létt af álagi í fjárhúsum og hleypt út ám og lömbum. Jörð kemur vel undan vetri og því er ágæt beit fyrir lambféð.
13.05.2022 - 14:04
Sjónvarpsfrétt
Stanslaus viðvera í fjárhúsunum
Sauðfjárbændur landsins eru nú vaktir og sofnir yfir sauðburði en venjan er að hann standi frá lokum apríl fram í júní. Stanslaus viðvera er í fjárhúsunum og þykir sumum bændum nóg um.
02.05.2022 - 19:20
Horfur góðar fyrir sauðburð í ár
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir vonast eftir góðu sauðburðarvori. Gróandinn í apríl gefi fulla ástæðu til bjartsýni.
30.04.2022 - 17:06
„Þetta verða mestu dekurlömb Íslands“
Mæðgunum á Dalatanga, Marzibil Erlendsdóttur og Aðalheiði Elfríð Heiðarsdóttur, brá heldur betur í brún þegar þegar þær komu í fjárhúsin í morgun. Ein af þeim kindum á bænum, sem á að vera geld, var borin tveimur lömbum úti í hlöðu.
17.01.2022 - 14:03
Myndskeið
Frjósöm ær á Ingjaldsstöðum bar sex heilbrigðum lömbum
Kind á bænum á Ingjaldsstöðum í Þingeyjarsveit kom eigendum sínum heldur betur á óvart á dögunum þegar hún bar sex lömbum. Öll lömbin lifðu og eru hin sprækustu. Mjög sjaldgæft er að kindur verði sexlembdar.
Myndskeið
Endalausar frostnætur og lambær enn á fullri gjöf
Lítil sem engin spretta hefur verið í kuldatíð á Norður- og Austurlandi síðustu vikur og gróður er um þremur vikum seinna á ferðinni en venjulega. Skepnur sem jafnan eru komnar á beit eru enn á fullri gjöf og lítið bólar á korni sem sáð var í apríl.
Lömbin hans Geirmundar fá nöfn — „Síminn stoppaði ekki“
Tónlistarmaðurinn og sauðfjárbóndinn Geirmundur Valtýsson er búinn að gefa lömbunum tveimur sem komu óvænt í heiminn í síðustu viku nöfn. Í frétt sjónvarpsins um málið óskaði Geirmundur eftir ábendingum frá þjóðinni og svörin létu ekki á sér standa.
22.03.2021 - 14:40
Sjónvarpsfrétt
Sveiflukónginn rak í rogastans þegar lömb birtust óvænt
Bændum á Geirmundarstöðum í Skagafirði brá heldur betur í gær þegar ær sem átti að rýja tók upp á því að bera tveimur lömbum. Bóndinn segir ómögulegt að vita hvað fór úrskeiðis en hefur einn grunaðan.
16.03.2021 - 22:02