Færslur: Sauðárkrókur

Frímann fær áfall yfir „djúpu“ á Sauðárkróki
Þrír vaskir Sauðkrækingar tóku vel á móti aðkomumanninum Frímanni og sungu fyrir hann lag sveiflukóngsins Geirmundar Valtýssonar, Nú er ég léttur, sem er eitt einkennislaga bæjarins. Frímann kynntist líka og smakkaði djúpsteika pylsu með frönskum kartöflum, eða „djúpu“ eins og hún er kölluð á Króknum og varð ekki um sel.
30.08.2020 - 13:30
Olíutankar fluttir frá Sauðárkróki á Vestfirði
Búið er að fjarlægja olíutanka Olíudreifingar, sem staðsettir hafa verið á Sauðárkróki. Þeir verða nú fluttir með norska flutningaskipinu Rotsund á Vestfirði þar sem þeirra bíður annað hlutverk.
14.08.2020 - 15:46
Viðtal
Fjölgun í Skagafirði: „Ætlum að gera þetta að okkar“
Hvergi á landinu fjölgar fólki hlutfallslega meira en á Norðurlandi vestra. Frá í desember hafa bæst við tæplega hundrað íbúar. Sumir eiga engar rætur svæðinu aðrir eru að snúa heim eftir áralanga dvöl í höfuðborginni. Fjölskylda sem elti atvinnutækifæri á Sauðárkrók segist komin til að vera. 
19.07.2020 - 19:34
Kemur alls ekki til greina að hætta við flutning
Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að hætta við flutning brunavarnasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þrátt fyrir aðvaranir um að flutningurinn veiki starfsemina.
Hvalir gera sig heimakomna í höfninni á Sauðárkróki
Hrefnur og hnúfubakar hafa síðustu daga gert sig heimakomna í höfninni á Sauðárkróki. Hafnarvörður gantast með að rukka þurfi skepnurnar fyrir hafnarstæði.
12.07.2020 - 11:41
Myndskeið
Lagfæringar á sjóvörnum kosta um 300 milljónir
Það kostar allt að 300 milljónir að gera við sjóvarnargarða á Sauðárkróki sem skemmdust í óveðrinu í desember. Hækka þarf garðana töluvert til að þeir standist breytt veðurfar og sjólag.
Myndskeið
„Djöfullegur dagur“ og allt á floti á Sauðárkróki
Færð á vegum spilltist víða á Vestfjörðum og Norðurlandi í dag vegna veðurs og fjallvegir eru margir hverjir lokaðir. Hættuástandi vegna snjóflóða var lýst yfir í Súðavíkurhlíð og Ólafsfjarðarmúla og rafmagnslaust var fram yfir hádegi frá Kelduhverfi austur á Þórshöfn vegna bilunar í tengibúnaði við Laxárvirkjun. Sjávarstaða var há og á norðanverðu landinu flæddi víða yfir hafnarsvæði.
10.02.2020 - 19:15
Sauðárkrókur kominn með rafmagn
Rafmagn er komið á að nýju á Sauðárkróki og í Skagafirði sem og Hvammstanga. Enn er rafmagnslaust í Blöndudal og Svartárdal og víðar.
16.12.2019 - 05:58
Vilja endurvekja starfsemi Atlantic Leather
Viðræður um að endurvekja starfsemi fyrirtækisins Atlantic Leather á Sauðárkróki eru langt komnar. Gangi áætlanir eftir tekst að bjarga helmingi þeirra starfa sem töpuðust þegar fyrirtækið fór í þrot.
22.11.2019 - 11:56
Vilja ná samningum málefni fatlaðra
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur lýst sig reiðubúið til að endurnýja samning við öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra um samstarf um þjónustu við fatlað fólk á öllu svæðinu. Samstarfið hefur verið í uppnámi eftir að sveitarstjórn Húnaþings vestra sagði sig upp samningnum.
30.09.2019 - 11:32
Ætla að reisa menningarhús á Sauðárkróki
Reisa á menningarhús á Sauðárkróki sem viðbygging við Safnahús Skagfirðinga. Um helgina undirrituðu Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, viljayfirlýsingu um áframhaldandi samstarf um fjármögnun og undirbúning menningarhússins.
09.05.2018 - 16:01
Játa óafsakanleg mistök og segja af sér
Formaður og varaformaður knattspyrnudeildar Tindastóls hafa sagt af sér í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar um fyrrverandi starfsmann félagsins sem tvívegis var kærður fyrir kynferðisbrot. Í yfirlýsingu frá mönnunum, Bergmanni Guðmundssyni og Guðjóni Erni Jóhannssyni, segja þeir að við ráðningu mannsins í barna- og unglingastarf félagsins þeim hafi orðið á mikil og óafsakanleg mistök sem sennilega verði aldrei hægt að bæta fyrir.
27.02.2018 - 10:30