Færslur: Sauðárkrókur

Landinn
„Hefurðu séð illa greiddan Skagfirðing?“
Það er ýmislegt sem Skagfirðingar geta stært sig af. Þeir eiga frábært körfuboltalið, fleiri hesta en hægt er að telja og svo eru það allar hárgreiðslustofurnar!
Sjónvarpsfrétt
Kúreki með gullbarka slær í gegn á Króknum
Fjórtán ára stuðningsmaður körfuboltaliðs Tindastóls á Sauðárkróki hefur slegið rækilega í gegn á leikjum liðsins í vetur. Með röddina og kúrekahattinn að vopni er hann kominn í hóp bestu vallarþula landsins.
13.05.2022 - 06:38
Landinn
„Láttu okkur keyra eins langt og hægt er“
Íþróttahús landsins eru gjarnan full af tilfinningaríku fólki. Það á ekki síst við á vorin þegar úrslitakeppnir í hinum ýmsu greinum fara á fullt. Í mörgum tilfellum er þetta tilfinningaríka fólk um langan veg komið eins og til dæmis í tilfelli Njarðvíkinga og Tindastólsmanna sem mættust í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta.
Sjónvarpsfrétt
Lokað eftir 103 ára verslunarsögu
Hinni aldargömlu verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki verður senn lokað. Verslunin er sú síðasta sinnar tegundar á landinu og menningarsögulegt verðmæti um verslunarhætti fyrri tíma.
28.03.2022 - 12:00
Landinn
Læra að halda hestamannamót
„Þetta er bara mjög gott, og góð lífsreynsla upp á komandi tíma því ef maður ætlar að vera eitthvað í hestum þá er sjálfboðavinna svo ótrúlega stór hluti af hestamennskunni," segir Ingiberg Daði Kjartansson, nemandi á hestabraut í Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra á Sauðárkróki.
Sjónvarpsfrétt
Tindastóll orðið öflugt skíðasvæði
Á skíðasvæði Tindastóls hefur verið mikil uppbygging síðustu ár. Aurskriða féll þar í sumar og olli talsverðu raski en kom ekki í veg fyrir að svæðið væri opnað um miðjan nóvember.
15.12.2021 - 08:59
Sjónvarpsfrétt
Silfrastaðakirkja á bílastæði á Sauðárkróki
Hin sérstæða áttstrenda Silfrastaðakirkja stendur nú á bílaplani á Sauðárkróki þar sem unnið er að viðgerðum. Smiður sem vinnur að endurbótunum segir það sérstakt að fá hús flutt að trésmíðaverkstæðinu.
13.12.2021 - 13:21
Öllum 70 kílómetra hraðamerkjum stolið
Allar 70 kílómetra hraðamerkingar við Sauðárkrók hurfu um helgina. Þangað til ný umferðarmerki berast Vegagerðinni er erfitt fyrir ökumenn að átta sig á hámarkshraða.
02.12.2021 - 18:32
Lögreglumenn smitaðir á Sauðárkróki
Fjórir lögreglumenn á Sauðárkróki eru í sóttkví eftir að einn mætti smitaður af COVID-19 í vinnuna. Heil vakt er því frá vinnu, segir Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Hann vonast til þess að þetta hafi sem minnst áhrif eða röskun á fámennan vinnustaðinn og segir að málið verði leyst innanhúss.  
Aðgerðum hætt á Sauðárkróki - eðlilegt rennsli í Sauðá
Búið er að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki sem gripið var til fyrr í dag vegna gruns um krapastíflu í Sauðá. Eftir skoðun þar tilbærra sérfræðinga, þegar veður gekk niður, kom í ljós að rennsli er orðið eðlilegt að nýju.
Krapastífla í Sauðá - fólk haldi sig fjarri
Lögreglan á Norðurlandi vestra setti rétt í þessu áríðandi tilkynningu á Fésbókarsíðu sína þess efnis að Sauðá væri hætt að renna og ástæðan er talin sú að krapastífla hafi myndast í henni.
28.09.2021 - 15:03
Aurskriða féll á skíðasvæðinu í Tindastól
Aurskriða féll á skíðasvæðinu í Tindastól í gærkvöldi og tók í sundur háspennulínu sem liggur upp í Einhyrning, sem er kennileiti á svæðinu.
30.06.2021 - 10:12
Hitinn í tæp 20 stig á Norðurlandi
Nú er nærri 20 stiga hiti í Eyjafirði og tæpar 19 gráður á Sauðárkróki. Mikil umskipti hafa orðið í veðrinu eftir kulda síðustu vikur.
26.05.2021 - 13:35
Landinn
Heimsfaraldur með heljartök á leikfélagi
„Ég var að horfa á sjónvarpsþáttinn Veröld sem var og þar var meðal annars verið að fjalla um óskalög sjómanna, þannig fékk ég þessa hugmynd að taka vinsæl dægurlög, sjómannalög, og semja í kringum þau verk," segir Pétur Guðjónsson leikstjóri og höfundur. Úr þessari hugmynd hans varð leikritið „Á frívaktinni“ sem til stóð að frumsýna um síðustu helgi hjá leikfélagi Sauðárkróks.
12.05.2021 - 17:02
Allir nemendur Árskóla komnir með sitt eigið snjalltæki
Árskóli á Sauðárkróki varð á dögunum fyrsti stóri skólinn á Íslandi þar sem allir nemendur hafa sitt eigið snjalltæki til umráða. Nemendur eru 340 og tæpur áratugur er síðan skólinn hóf að fjárfesta í spjaldtölvum.
Myndskeið
Ungur Sauðkrækingur með tugi milljóna spilana á Spotify
Nítján ára lítt þekktur Sauðkrækingur hefur á skömmum tíma komist á stall með Sigurrós og Björk á tónlistarveitunni Spotify. Vinsælustu lög hans hafa fengið tugi milljóna spilana en þau eru öll tekin upp í kjallaranum heima hjá honum.
17.11.2020 - 21:16
„Setja okkur í stórhættu með aksturslagi sínu“
Tuttugu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur undanfarna þrjá daga í nágrenni vinnusvæðis við Héraðsvatnabrú. Þar af hafa átta misst ökuréttindi. Verktakinn á svæðinu segir ökumenn sýna starfsmönnum litla virðingu.
29.10.2020 - 15:15
Segir göng milli Fljóta og Siglufjarðar ekki geta beðið
Byggðarráð Skagafjarðar skorar á samgönguráðherra að tryggja að undirbúningi jarðganga á milli Fljóta og Siglufjarðar verði lokið sem fyrst. Lögreglustjóri á Norðurlandi vestra og varaformaður byggðarráðs segir framkvæmdina ekki þola lengri bið.
29.10.2020 - 11:51
Frímann fær áfall yfir „djúpu“ á Sauðárkróki
Þrír vaskir Sauðkrækingar tóku vel á móti aðkomumanninum Frímanni og sungu fyrir hann lag sveiflukóngsins Geirmundar Valtýssonar, Nú er ég léttur, sem er eitt einkennislaga bæjarins. Frímann kynntist líka og smakkaði djúpsteika pylsu með frönskum kartöflum, eða „djúpu“ eins og hún er kölluð á Króknum og varð ekki um sel.
30.08.2020 - 13:30
Olíutankar fluttir frá Sauðárkróki á Vestfirði
Búið er að fjarlægja olíutanka Olíudreifingar, sem staðsettir hafa verið á Sauðárkróki. Þeir verða nú fluttir með norska flutningaskipinu Rotsund á Vestfirði þar sem þeirra bíður annað hlutverk.
14.08.2020 - 15:46
Viðtal
Fjölgun í Skagafirði: „Ætlum að gera þetta að okkar“
Hvergi á landinu fjölgar fólki hlutfallslega meira en á Norðurlandi vestra. Frá í desember hafa bæst við tæplega hundrað íbúar. Sumir eiga engar rætur svæðinu aðrir eru að snúa heim eftir áralanga dvöl í höfuðborginni. Fjölskylda sem elti atvinnutækifæri á Sauðárkrók segist komin til að vera. 
19.07.2020 - 19:34
Kemur alls ekki til greina að hætta við flutning
Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að hætta við flutning brunavarnasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þrátt fyrir aðvaranir um að flutningurinn veiki starfsemina.
Hvalir gera sig heimakomna í höfninni á Sauðárkróki
Hrefnur og hnúfubakar hafa síðustu daga gert sig heimakomna í höfninni á Sauðárkróki. Hafnarvörður gantast með að rukka þurfi skepnurnar fyrir hafnarstæði.
12.07.2020 - 11:41
Myndskeið
Lagfæringar á sjóvörnum kosta um 300 milljónir
Það kostar allt að 300 milljónir að gera við sjóvarnargarða á Sauðárkróki sem skemmdust í óveðrinu í desember. Hækka þarf garðana töluvert til að þeir standist breytt veðurfar og sjólag.
Myndskeið
„Djöfullegur dagur“ og allt á floti á Sauðárkróki
Færð á vegum spilltist víða á Vestfjörðum og Norðurlandi í dag vegna veðurs og fjallvegir eru margir hverjir lokaðir. Hættuástandi vegna snjóflóða var lýst yfir í Súðavíkurhlíð og Ólafsfjarðarmúla og rafmagnslaust var fram yfir hádegi frá Kelduhverfi austur á Þórshöfn vegna bilunar í tengibúnaði við Laxárvirkjun. Sjávarstaða var há og á norðanverðu landinu flæddi víða yfir hafnarsvæði.
10.02.2020 - 19:15