Færslur: Sauðárkrókur

Myndskeið
Lagfæringar á sjóvörnum kosta um 300 milljónir
Það kostar allt að 300 milljónir að gera við sjóvarnargarða á Sauðárkróki sem skemmdust í óveðrinu í desember. Hækka þarf garðana töluvert til að þeir standist breytt veðurfar og sjólag.
Myndskeið
„Djöfullegur dagur“ og allt á floti á Sauðárkróki
Færð á vegum spilltist víða á Vestfjörðum og Norðurlandi í dag vegna veðurs og fjallvegir eru margir hverjir lokaðir. Hættuástandi vegna snjóflóða var lýst yfir í Súðavíkurhlíð og Ólafsfjarðarmúla og rafmagnslaust var fram yfir hádegi frá Kelduhverfi austur á Þórshöfn vegna bilunar í tengibúnaði við Laxárvirkjun. Sjávarstaða var há og á norðanverðu landinu flæddi víða yfir hafnarsvæði.
10.02.2020 - 19:15
Sauðárkrókur kominn með rafmagn
Rafmagn er komið á að nýju á Sauðárkróki og í Skagafirði sem og Hvammstanga. Enn er rafmagnslaust í Blöndudal og Svartárdal og víðar.
16.12.2019 - 05:58
Vilja endurvekja starfsemi Atlantic Leather
Viðræður um að endurvekja starfsemi fyrirtækisins Atlantic Leather á Sauðárkróki eru langt komnar. Gangi áætlanir eftir tekst að bjarga helmingi þeirra starfa sem töpuðust þegar fyrirtækið fór í þrot.
22.11.2019 - 11:56
Vilja ná samningum málefni fatlaðra
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur lýst sig reiðubúið til að endurnýja samning við öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra um samstarf um þjónustu við fatlað fólk á öllu svæðinu. Samstarfið hefur verið í uppnámi eftir að sveitarstjórn Húnaþings vestra sagði sig upp samningnum.
30.09.2019 - 11:32
Ætla að reisa menningarhús á Sauðárkróki
Reisa á menningarhús á Sauðárkróki sem viðbygging við Safnahús Skagfirðinga. Um helgina undirrituðu Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, viljayfirlýsingu um áframhaldandi samstarf um fjármögnun og undirbúning menningarhússins.
09.05.2018 - 16:01
Játa óafsakanleg mistök og segja af sér
Formaður og varaformaður knattspyrnudeildar Tindastóls hafa sagt af sér í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar um fyrrverandi starfsmann félagsins sem tvívegis var kærður fyrir kynferðisbrot. Í yfirlýsingu frá mönnunum, Bergmanni Guðmundssyni og Guðjóni Erni Jóhannssyni, segja þeir að við ráðningu mannsins í barna- og unglingastarf félagsins þeim hafi orðið á mikil og óafsakanleg mistök sem sennilega verði aldrei hægt að bæta fyrir.
27.02.2018 - 10:30