Færslur: SASS

Vestmannaeyjabær áfram í SASS
Bæjarráð Vestmannaeyja telur að sveitarfélagið þurfi ekki að svo stöddu að segja sig úr SASS, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Þetta er bókað í fundargerð ráðsins í gær. Fyrir réttu ári fól ráðið bæjarstjóra Vestmannaeyja að gera hagkvæmniathugun á aðild að samtökunum og mögulegri úrsögn með það fyrir augum að efla atvinnuþróun og nýsköpun í héraði.
02.03.2016 - 17:36
„Bíðum eftir lokasvari SASS“
„Við bíðum eftir lokasvari frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Berist það ekki, segir sig sjálft að við leitum til annarra um samstarf í atvinnuþróun á Suðurlandi“, segir Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar. Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri SASS segir að fyrirspurn Byggðastofnunar hafi verið svarað í janúar og verði fullsvarað þegar samningsdrög liggi fyrir.
15.02.2016 - 18:47
Allir fimm höfnuðu starfslokasamningi SASS
Allir fimm starfsmenn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga höfnuðu starfslokasamningi sem samtökin buðu þeim skömmu fyrir jól. Formaður samtakanna segir að þau hafi þegar sagt upp starfsmönnum, en viðræður standi við aðra aðila um að taka við hluta af ráðningarsamningum hinna.
30.12.2015 - 09:55