Færslur: Sante

Stór helgi fyrir áfengisnetverslanir
Þrátt fyrir að Alþingi hafi ekki fyrir þinglok leyft íslenskum netverslunum að selja áfengi blómstra viðskiptin sem aldrei fyrr. Meðeigandi í Santewines segir að veltan um helgina slagi í tuttugu milljónir, og að lögreglan sé á meðal viðskiptavina.
17.06.2022 - 20:38
Vilja svör um lögmæti vefverslunar með áfengi
Félag atvinnurekenda hefur sent fjármála- og efnahagsráðuneytinu erindi, þar sem farið er fram á skýr svör ráðuneytisins um lögmæti vefverslunar með áfengi. Innan vébanda FA eru aðilar sem hafa hug á að hasla sér völl á þessum markaði.
12.08.2021 - 15:13
Arnar kærir forstjóra ÁTVR 
Arnar Sigurðsson, eigandi Santewines, hefur lagt fram kæru á hendur Ívari Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir.
21.07.2021 - 16:13
Krefst afsökunarbeiðni frá forstjóra ÁTVR
Arnar Sigurðsson, eigandi Santee hf og Santewines, hefur sent Ívari Arndal, forstjóra ÁTVR, bréf þar sem þess er krafist að kærur ÁTVR til lögreglu á hendur Sante séu tafarlaust dregnar til baka og afsökunarbeiðni birt með heilsíðuauglýsingum í Morgunblaðinu, Viðskiptablaðinu og Fréttablaðinu ásamt vefborðum sem birtir séu í eina viku á vefsíðum mbl.is og Vísis.is.
19.07.2021 - 14:22
ÁTVR kærir netverslun fyrir skattsvik
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur lagt fram kæru á hendur netversluninni Sante SAS fyrir meint skattsvik.
16.07.2021 - 07:14