Færslur: Santa Clarita Diet

Úthverfamamman sem uppvakningur
Uppvakningaformið hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu ár, bæði í bíómyndum og sjónvarpi. Er um að ræða sögur sem byggðar eru í kringum staðlað form uppvakningaflokksins, en sögurnar eru síðan ýmist settar inn í drama eða kómedíu, stórar eða litlar sögur, epískar heimsendasögur eða sagan jafnvel smættuð niður í óþægilega uppákomu í úthverfi.