Færslur: Samveldisleikarnir

Hvað eru þessir Samveldisleikar eiginlega?
Þessa dagana standa yfir Samveldisleikarnir (e. Commonwealth Games) í Birmingham á Englandi. Leikarnir hófust 28. júlí og standa yfir til 8. ágúst. Margt af besta íþróttafólki heims keppir á leikunum, sem fá heilmikla umfjöllun víða um heim. Dagskrá sjónvarpsstöðva í Bretlandi, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Indlandi, Suður-Afríku, Brúnei, Singapore og Malasíu miðast að miklu leyti við dagskrá Samveldisleikanna þessa dagana. En hvað í ósköpunum eru þessir Samveldisleikar?
05.08.2022 - 11:14