Færslur: Samtökin 78

Morgunútvarpið
Andstaða virðist aukast gegn hinsegin fólki í Evrópu
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að aukning sé á andstöðu gagnvart sýnileika hinsegin fólks víða í Evrópu. Hún var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar fram kom að transfólk finni sérstaklega fyrir mótbyr.
Viðtal
Hondúrsk systir í haldi mannræningja í 12 daga
Þorbjörg Þorvaldsdóttir hefur gegnt stöðu formanns Samtakanna '78 síðan árið 2019. Þorbjörg hefur komið víða við og starfar í dag sem íslenskukennari í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Á menntaskólaárunum fór Þorbjörg sem skiptinemi til Hondúras og þar kom hún út úr skápnum, þrátt fyrir hætturnar sem steðja að hinsegin fólki í landinu.
Mun fleiri leita til ráðgjafaþjónustu Samtakanna '78
Meiri aðsókn var í ráðgjafaþjónustu Samtakanna '78 á síðasta ári en nokkru sinni fyrr, að því er fram kemur í ársskýrslu samtakanna sem kynnt var á aðalfundi þeirra í dag. Skjólstæðingum fjölgaði um 47 prósent milli ára og viðtölum 23 prósent.
07.03.2021 - 21:39
„Uppsagnirnar eru algjör varúðarráðstöfun“ 
Öllum fjórum starfsmönnum Samtakanna ‘78 hefur verið sagt upp. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að uppsagnirnar séu algjör varúðarráðstöfun. Samningar samtakanna við forsætisráðuneytið og Reykjavíkurborg renna út um áramótin og Daníel segir að ráðist hafi verið í uppsagnirnar í því skyni að baktryggja félagið gegn því að skulda starfsfólki laun eftir áramót ef til þess kæmi að nýir samningar næðust ekki.  
30.09.2020 - 19:21
Enginn vildi hlusta á „kynvillingatónlist“
„Ég ætlaði að svipta mig lífi ég var svo langt leiddur,“ segir söngvaskáldið Hörður Torfason sem mætti hatri og útskúfun þegar hann kom út úr skápnum snemma á áttunda áratugnum. Hörður er mikill baráttumaður sem stofnaði Samtökin 78 og leiddi búsáhaldabyltinguna 2009. Hann er nýorðinn 75 ára og er að gefa út nýja söngva- og ljóðabók.
Verða fyrir líkamsárásum vegna kynhneigðar
Hinsegin ungmenni hafa mátt þola líkamsárásir í skólanum vegna kynhneigðar sinnar og þriðjungur þeirra upplifir óöryggi. Þörf er á öflugri hinsegin fræðslu í skólum landsins, segir fræðslustýra Samtakanna 78.
Íslensk hinsegin ungmenni upplifa óöryggi í skóla
Könnun á vegum Samtakanna 78, sem snýr að upplifun hinsegin ungmenna í grunn- og framhaldsskólum hér á landi, sýnir að hluti þátttakenda upplifir óöryggi í skólanum vegna kynhneigðar, kyntjáningar eða kyns.
14.08.2020 - 13:56
„Get ímyndað mér að ég fengi möguleikana karl og karl“
Stofnanir og fyrirtæki hafa sex mánuði til að verða við kröfum laga um kynrænt sjálfræði sem nú eru orðin eins árs. Þar á meðal eru kvaðir um að bjóða upp á hlutlausa kynskráningu. Samtökin 78 og Trans Ísland hafa ráðist í átak til að leiðbeina fyrirtækjum. Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Ugla Stefanía ræddu átakið á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
Viðtal
Ekki búin að þurrka út homma og lesbíur
„Við erum ekki búin útrýma orðunum hommi og lesbía,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna '78. „Hins vegar er það rétt að við notum orðið hinsegin mikið, sem veldur því að við notum homma og lesbíur minna,“ bætir hún við.
05.11.2019 - 13:55
Myndskeið
Samtökin '78 heiðra Guðrúnu Ögmundsdóttur
Stjórn Samtakanna '78 hefur ákveðið að sæma Guðrúnu Ögmundsdóttur heiðursmerki fyrir baráttu hennar fyrir réttindum hinsegin fólks. Sérstaklega sé hún þekkt í hinsegin samfélaginu sem talskona staðfestrar samvistar en það hafi ekki verið auðvelt að koma slíku máli í gegn.
22.09.2019 - 18:04
25 flóttamenn væntanlegir til landsins
Tuttugu og fimm flóttamenn frá Úganda, Rúanda, Kongó, Súdan og Simbabve koma til landsins 12. september og setjast að í Garðabæ og Seltjarnarnesi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi sveitarfélög taka á móti kvótaflóttamönnum. Fyrirhugað er að Mosfellsbær taki einnig á móti hluta hópsins, sem verður þá í annað sinn sem sveitarfélagið gerir það.
Hugsanlegt að Prep-meðferð ýti undir kæruleysi
Hvergi í Evrópu greinast hlutfallslega fleiri tilfelli sárasóttar en á Íslandi. Samkynhneigðir karlmenn eru í meirihluta þeirra sem greinast. Sóttvarnalæknir telur homma hugsanlega vera orðna værukærari eftir að  fyrirbyggjandi meðferð við HIV fór að bjóðast hér. 
15.07.2019 - 21:23
Trans fólk þori að sækja sér aðstoð
„Nú er treyst því að fólk viti hvað sé því fyrir bestu, að það viti hvað og hvernig það er,“ segir Valgerður Hirst Baldurs. Vallý, eins og hán er kallað, skilgreinir sig sem kynsegin, eða utan kynjatvíhyggjunnar. Það er að segja, hvorki sem karl eða konu. Hán segir að með nýju lögunum sé sjálfsákvörðunar- og skilgreiningarvald fólks sett í þeirra eigin hendur.
19.06.2019 - 21:30
Myndskeið
Fær nýja nafnið ekki viðurkennt í skólanum
Nýr þáttur af Hinseginleikanum er nú aðgengilegur á vef RÚV. Að þessu sinni fjallar þátturinn um trans fólk.
15.03.2018 - 17:53
Nýir þættir um hinsegin fólk hefja göngu sína
Ný þáttaröð um ungt hinsegin fólk er frumsýnd í dag á vef RÚV. Í þessum fyrsta þætti af sex, er fjallað um samkynhneigð og staðalmyndir.
08.03.2018 - 20:00
Intersex fólk er „lagað“ með skurðaðgerðum
Orðið intersex nær yfir þá einstaklinga sem fæðast með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni. Þrír erlendir sérfræðingar, sem hafa reynslu af réttindamálum intersex fólks í Evrópu, töluðu á málþingi á laugardaginn undir yfirskriftinni Mannréttindi intersex fólks: Ný nálgun til framtíðar.
19.02.2018 - 16:40
Deildar meiningar en ekki sammála gagnrýni
María Helga Guðmundsdóttir, núverandi stjórnarmaður í Samtökunum '78 segir að vissulega séu deildar meiningar um ýmislegt í starfi samtakanna og hafi komið í ljós að undanförnu með ýmsum hætti. Núverandi stjórn er ekki sammála þeirri skoðun að stjórn félagsins hafi gleymt málefnum homma og lesbía, þau mál séu vissulega á borði samtakanna og spili stóra rullu.
28.08.2016 - 18:44
Kurr í aðdraganda aðalfundar Samtakanna '78
Grundvallarágreiningur hefur komið upp á yfirborðið innan Samtakanna '78 í aðdraganda endurtekins aðalfundar, þar sem umsókn BDSM Ísland um hagsmunaaðild verður tekin til atkvæðagreiðslu. Þetta er mat tveggja félagsmanna í samtökunum. Frestur til að skila inn framboði til stjórnar rennur út í dag.
28.08.2016 - 17:22
Aldrei talað um kynlíf lesbía
Sterkar vísbendingar eru um að hinsegin ungmenni fái ekki kynfræðslu við sitt hæfi í grunnskólum borgarinnar. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Sólveig Rós Másdóttir, stjórnmálafræðingur, vann í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur og Skóla- og frístundasvið borgarinnar.
12.04.2016 - 17:52