Færslur: Samtök um kvennaathvarf

Myndskeið
Björk styrkir þjónustu við börn í Kvennaathvarfinu
Björk heldur ferna tónleika hér á næstu vikum, þá fyrstu í kvöld, í beinni útsendingu. Þetta verða fyrstu tónleikar Bjarkar á Íslandi í þrjú ár. Hluti ágóðans af tónleikunum rennur til Samtaka um kvennaathvarf. Peningarnir verða nýttir til að efla þjónustu við börn sem dvelja í athvarfinu en þau eru yfirleitt ellefu á degi hverjum.
Sjónvarpsfrétt
„Þetta skiptir mjög miklu máli“
Fyrstu íbúar flytja inn í nýtt áfangaheimili Kvennaathvarfsins í næstu viku. Þar geta konur búið með börn sín í allt að ár eftir að dvöl þeirra í athvarfinu lýkur og þegar hafa fimm íbúðir verið leigðar út. Dæmi eru um að konur búi með nokkur börn í litlum herbergjum athvarfsins mánuðum saman.  
Kvennaathvarfið byggir nýtt hús
Kvennaathvarfið stefnir að því að byggja nýtt húsnæði í Reykjavík. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir að þótt þörfin fyrir nýtt húsnæði sé brýn sé alltaf pláss fyrir þær fjölskyldur sem þurfa.
Tuttugu konur og börn dvalið kvennaathvarfi á Akureyri
Stjórn samtaka um kvennaathvarf hefur ákveðið að framlengja tilraunaverkefni með kvennaathvarf á Akureyri út árið 2021. Frá því athvarfið opnaði um mitt síðasta ár hafa 20 konur og börn dvalið í húsinu í rúmlega 400 daga.
110 börn dvöldu í Kvennaathvarfinu í fyrra
138 konur og 110 börn dvöldu í Kvennaathvarfinu á árinu 2020 um lengri eða skemmri tíma. Lengd dvalarinnar var allt frá einum degi upp í 174 daga. Konur frá löndum utan EES svæðisins eru líklegri til að snúa aftur heim til ofbeldismanna en íslenskar konur.
Hlýhugur almennings til Kvennaathvarfsins skipti sköpum
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir aðsókn í Kvennaathvarfið hafa verið mikla það sem af er ári og að fjárstuðningur til samtakanna hafi margfaldast. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tilkynningar um kynferðisbrot sveiflast með samkomutakmörkunum.
Fræðsluefni skortir fyrir konur sem flytja til Íslands
Konur af erlendu bergi brotnar, sem búsettar eru á Íslandi, skortir upplýsingar um réttindi sín. Gerendur í ofbeldi gegn þeim nýta sér jafnvel þekkingarskort þeirra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Samtaka um kvennaathvarf.
Gamall draumur rætist um kvennaathvarf á Akureyri
Nýtt kvennaathvarf verður opnað á Akureyri þann 28. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Samtök um kvennaathvarf og Bjarmahlíð sendu frá sér í dag. Athvarfið er ætlað konum og börnum sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis.