Færslur: Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra

Albertína F. Elíasdóttir nýr framkvæmdastjóri SSNE
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Hún tekur við starfinu af Eyþóri Björnssyni sem hefur verið ráðinn í starf forstjóra Norðurorku.