Færslur: Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Ósamið um yfirtöku sveitarfélaga á rekstri skilavega
Nokkur sveitarfélög og Vegagerðin eiga enn ósamið um svokallaða skilavegi sem eru ákveðnir stofnvegir í þéttbýli. Árið 2007 var ákveðið með lagasetningu að sveitarfélög tækju við þeim vegum sem yrðu þá ekki lengur í umsjón Vegagerðarinnar heldur sveitarfélaganna.
70% vilja skoða sameiningu á höfuðborgarsvæðinu
Sjö af hverjum tíu íbúum á höfuðborgarsvæðinu telja að sameina megi sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og flestir þeirra vilja að þau sameinist í eitt sveitarfélag. Mesta fylgið við sameininguna er í Reykjavík og minnst í Mosfellsbæ. Þetta kemur fram í könnun sem Fréttablaðið lét gera meðal íbúa á svæðinu og birt er í blaðinu í dag.
Hinir efnameiri komist hjá takmörkunum
Vegagerðin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru ekki farin að huga að því hvernig nota á heimildir til að takmarka bílaumferð þegar loftmengun er mikil. Viðskiptaráð Íslands óttast að breytingarnar leiði til þess að hinir efnameiri bæti við sig bíl til að komast hjá takmörkunum.
Eykur lífsgæði segja bæjarstjórarnir
Bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu eru afar ánægðir með samgöngusamkomulagið sem skrifað var undir í gær. Fjármálaráðherra segir 120 milljarða króna kostnað ekki háan miðað við hvað hann dreifist á langan tíma og í ljósi þess að það hafi í raun verið framkvæmdastopp í samgöngum á svæðinu í alltof mörg ár. 
Ákvörðun um Borgarlínu vísað til bæjarstjórnar
Ákvörðun um þátttöku Seltjarnarnesbæjar samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um Borgarlínu og undirbúningsvinnu við framtíðaruppbyggingu samgöngumannvirkja var vísað til bæjarstjórnar á fundi bæjarráðs í morgun.
Fréttaskýring
Er vandinn sem finnska leiðin á að leysa til?
Ráðgert er að þúsundir íbúða af ýmsum stærðum og gerðum rísi í sveitarfélögunum umhverfis höfuðborgarsvæðið á næstu árum. Forsvarsmenn Árborgar, Voga, Akraness, Grindavíkur, Ölfuss og Reykjanesbæjar eru tilbúnir að skoða finnsku leiðina með félagsmálaráðherra. Svæðisskipulagsstjóri samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varar við mikilli uppbyggingu, markaðurinn geti snöggkólnað.