Færslur: Samtök skíðasvæða á Íslandi
Fögnuðu tíuþúsundasta gestinum með flugeldum og gjöfum
Tíuþúsundasti gestur skíðasvæðisins í Tindastóli, skíðasvæði Skagfirðinga var hylltur um helgina. Var viðkomandi leystur út með gjöfum auk þess sem staðarhaldarar sprengdu flugelda við tilefnið.
19.04.2021 - 16:00
Svíður að skella í lás aðra páskana í röð
Skíðasvæðin á Íslandi eru lokuð frá og með deginum í dag, 25. mars og næstu þrjár vikur þar á eftir. Forstöðumenn skíðasvæða svíður að þurfa að skella í lás aðra páskana í röð en segja sigur í glímunni við kórónuveiruna þó mikilvægari.
25.03.2021 - 12:02
Fleiri mega skíða frá og með deginum í dag
Reglum um sóttvarnaaðgerðir á skíðasvæðum hefur verið breytt og nú mega fleiri vera á skíðasvæðum landsins eða helmingur af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Þá er veitingasala heimil á skíðasvæðum. Þetta kemur fram í reglum sem sóttvarnalæknir, Samtök skíðasvæða og Samband íslenskra sveitarfélaga sendu frá sér í morgun.
19.02.2021 - 09:58