Færslur: Samtök iðnaðarins

Telja þörf á enn frekari lækkun stýrivaxta
Samtök iðnaðarins telja að samdrátturinn í efnahagslífinu verði meiri en spá Seðlabankans gerir ráð fyrir. Stýrivaxtalækkun bankans í morgun er skref í rétta átt en þörf er á enn frekari lækkun að sögn samtakanna.
Viðtal
Markaðsátak til varnar innlendum fyrirtækjum og störfum
Sameiginlegt kynningarátak stjórnvalda og atvinnulífs undir yfirskriftinni „Íslenskt - gjörið svo vel“ hófst um helgina. Yfir 160 milljónum króna er varið í átakið, sem ætlað er að hvetja til viðskipta við innlend fyrirtæki og skapa þannig viðspyrnu í atvinnulífinu.
Rjómasósur og nautafillet víkja fyrir kjöti í karrí
Sala á íslenskri matvöru hefur ekki aukist í kórónuveirufaraldrinum heldur breyst, segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna. „Veitingastaðavöðvarnir fara síður. Fólk er meira í því að borða sígilda íslenska kjötsúpu og kjöt í karrí eins og í gamla daga,“ segir Gunnar. Þá seljist minna af rjóma en meira af venjulegri mjólk. Stjórnvöld og atvinnulíf ætla að ráðast í sameiginlegt kynningarátak í því skyni að auka sölu á íslenskum vörum og þjónustu.
SI vill meiri áherslu á nýsköpun í fjárfestingarátakinu
Alþingi ræðir í dag tillögu fjármálaráðherra um 15 milljarða framkvæmdaátak á þessu ári til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu vegna kórónuveirufaraldursins. Stærsti hluti þess verður í samgöngumannvirkjum en einnig fara tveir milljarðar í viðhald og endurbætur fasteigna. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins vill að ríkið fjárfesti fyrir meira en gert er ráð fyrir og kallar eftir frekari aðgerðum í byggingariðnaði.
Með hægri fót á bensíninu en vinstri á bremsunni
Landsframleiðslan vex hægt og þannig verður það áfram á næstu árum og misserum ef ekkert verður að gert. Þetta sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 
13.02.2020 - 09:20
Landspítali í fyrsta sinn á Útboðsþingi
Framkvæmdir að verðmæti um 132 milljarða króna eru kynntar á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins sem fram fer á Grand Hótel Reykjavík í dag. Fulltrúar tíu opinberra stofnana og fyrirtækja kynna áætlaðar framkvæmdir á árinu.
23.01.2020 - 14:50
Milljarðar í húfi í máli gegn borginni
Tíu verktakar ætla í samvinnu við Samtök iðnaðarins að stefna Reykjavíkurborg vegna gjalda sem borgin innheimtir vegna nýframkvæmda. Lögmaður þeirra segir milljarða í húfi. 
09.10.2019 - 09:19
Viðtal
Telur gagnaverin ýta undir verðmætasköpun
Fleiri nýta sér þjónustu gagnavera en þeir sem grafa eftir bitcoin. Þetta segir sviðstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Hún segir að mikilvægt sé að umræðan um gagnaver sé sett í samhengi. Eftirspurn eftir hýsingu og vinnslu gagna eigi eftir að aukast gífurlega í framtíðinni.
Viðtal
„Verkföll eru tjón“
Enginn í Húsi atvinnulífsins né atvinnurekendur telja að síðasti föstudagur hafi verið gleðidagur, að mati Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Samtaka iðnaðarins. Þann dag lögðu þernur á hótelum niður störf og fagnaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, samstöðunni og lýsti gleði yfir því að verkfallið hafi verið samþykkt í atkvæðagreiðslu.
10.03.2019 - 12:08
Guðrún ein í framboði til formanns SI
Guðrún Hafsteinsdóttir, núverandi formaður Samtaka iðnaðarins, gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku í samtökunum. Hún er eini frambjóðandinn til formanns á aðalfundi SI sem haldinn verður 7. mars.
08.02.2019 - 16:49
Framboð á íbúðum eykst en uppsöfnuð þörf mikil
Framboð á húsnæði eykst talsvert og eftirspurnin vex hægar í seinni tíð, segja Samtök iðnaðarins. Hins vegar hafi enn ekki verið unnið á uppsafnaðri húsnæðisþörf í landinu. Félag viðskipta- og hagfræðinga skipuleggur viðburð undir formerkjunum „Er fasteignamarkaðurinn í jafnvægi?" í dag og bjóða Samtökum iðnaðarins að taka til máls.
16.10.2018 - 12:31
Fyrstu íbúðir tilbúnar í 102 Reykjavík
Fyrstu íbúðir í Vatnsmýri eru tilbúnar til sölu. Áttahundruð íbúðir rísa þar næstu ár. 2000 íbúðir vantar á ári til að anna eftir spurn eða 45 þúsund til 2040. Íbúðum í byggingu hefur fjölgað samkvæmt tölum Samtaka iðnaðarins en mun fleiri vantar til að halda í við fjölgun íbúa. 
17.04.2018 - 19:52
Byggja þarf 2000 íbúðir á ári
45 þúsund íbúðir vantar á næstu 20 árum til að anna eftirspurn, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Byggja þarf 2.000 íbúðir á ári til að anna eftirspurn að mati Samtaka iðnaðarins. Miðað við fjölgun íbúa í fyrra og fjölgun íbúða bítast um sex manns um hverja nýja íbúð. Samtökin gagnrýna flækjustigið hjá hinu opinbera og vilja húsnæðismál undir eitt ráðuneyti í stað fjögurra nú. 
17.04.2018 - 12:31