Færslur: Samtök iðnaðarins

Ný frumvarpsdrög geti dregið úr byggingu íbúða
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir hætt við að það dragi úr byggingu húsnæðis verði drög að nýju frumvarpi að lögum. Lögin heimili sveitarfélögum að krefjast þess að fjórðungur þess íbúðarhúsnæðis sem byggt er, verði á hagstæðu verði.
Landbúnaðarfyrirtæki segja sig úr Samtökum iðnaðarins
Nokkur fyrirtæki í landbúnaði, þar á meðal Mjólkursamsalan, hafa sagt sig úr Samtökum iðnaðarins. Mjólkursamsalan hyggst ganga í Samtök fyrirtækja í landbúnaði líkt og fleiri landbúnaðarfyrirtæki. 
Myndskeið
Rúmlega átta þúsund íbúðir í byggingu
Þriðjungi fleiri íbúðir eru í byggingu nú en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtaka iðnaðarins. Hún var kynnt á fundi um húsnæðismál á Grand Hótel í dag.
Virðist sjá fyrir endann á hækkun fasteignaverðs
Nú virðist sjá fyrir endann á þeim miklu verðhækkunum sem einkennt hafa íbúðamarkaðinn á Íslandi nánast frá upphafi heimsfaraldurs snemma árs 2020. Árshækkun á verði íbúða hefur þó ekki verið meiri frá árinu 2006.
Sjónvarpsfrétt
Full endurgreiðsla virðisaukaskatts hættir
Ekki er hægt að fá fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði eftir mánaðamótin. Endurgreiðslur í ár eru margfalt minni en í fyrra þegar þær námu nærri ellefu milljörðum.
„Nú höfum við sterkt bakland í hagsmunabaráttunni“
Félag pípulagningameistara hefur gengið til liðs við Samtök iðnaðarins. Þar með eru öll meistarafélög iðngreina í bygginga- og mannvirkjaiðnaði sameinuð í eitt félag.
Sjónvarpsfrétt
Ekki víst að meiri byggingakostnaður þýði dýrari íbúðir
Þó svo að mikil hækkun hafi orðið á byggingaefnum er ekki sjálfgefið að það leiði til hækkunar á íbúðaverði. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbanka telur að íbúðaverð hafi náð einhvers konar þolmörkum og að það hægi á verðhækkunum á íbúðum.  
Ekki brugðist við hættumerkjum á húsnæðismarkaði
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að ekki hafi verið brugðist við hættumerkjum síðustu ára á húsnæðismarkaði.
Ætla að efla og fjölga starfsnámsstækifærum í iðnnámi
Með nýstofnaðri Nemastofu atvinnulífsins á að tvöfalda fjölda þeirra fyrirtækja og iðnmeistara sem taka til sín nema. Framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins telst til að hér á landi vanti þúsundir iðnmenntaðra.
05.04.2022 - 23:07
Sjónvarpsfrétt
Jafnvel ekki neitt svigrúm til launahækkana segir SI
Lítið ef nokkurt svigrúm er til launahækkana, segir formaður Samtaka iðnaðarins. Verðbólga og stríðið í Úkraínu valdi óstöðugleika í efnahagsmálum. 
10.03.2022 - 22:22
Viðtal
Tækifæri glatist vegna skorts á raforku
Tækifæri í nýsköpun hafa glatast vegna raforkuskorts, segir fulltrúi í starfshópi á vegum umhverfisráðherra. Ekki hafi verið lagt mat á hversu mikið tekjutap þetta er fyrir þjóðarbúið. „Þannig að við erum að verða af ákveðinni verðmætasköpun um allt landið,“ segir Sigríður. 
08.03.2022 - 22:56
Framkvæma fyrir 125 milljarða í ár
Stærstu opinberu verkkaupar landsins ætla að verja 125 milljörðum króna í innviðaframkvæmdir í ár en þeir kynntu fyrirætlanir sínar á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag.
Sjónvarpsfrétt
Skerðingin hefur mikil áhrif á gagnaverin
Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerða raforkuafhendingu til stórnotenda hefur mikil áhrif á rekstur gagnavera. Nokkur þeirra hafa þegar þurft að skerða þjónustu vegna þessa.
07.12.2021 - 22:00
Ekki færri íbúðir í byggingu í fjögur og hálft ár
Ekki hafa færri íbúðir verið í byggingu á höfuðborgarsvæðinu síðan í febrúar 2017. Haldi þessi þróun áfram mun íbúðaverð halda áfram að hækka. Þetta segir hagfræðingur Samtaka iðnaðarins sem segir ástæðuna fyrst og fremst lóðaskort.
Gæti haft mikil áhrif á kjör heimila og fyrirtækja
Miklar hækkanir á byggingavörumarkaði auka hættuna á því að verðbólga hækki enn frekar og að Seðlabankinn bregðist við með hækkun stýrivaxta. Slík hækkun kæmi afar illa við fyrirtæki og heimili á versta mögulega tíma að mati aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins.
Segja stóran hluta innviða í ólagi og úrbóta þörf
Samtök Iðnaðarins krefjast þess að stjórnvöld bregðist tafarlaust við bágu ástandi vegakerfisins. Í nýrri skýrslu hagsmunasamtakanna um fjárfestingu í innviðum segir að heilt yfir sé illa komið fyrir innviðum landsins og þörf á 420 milljarða fjárfestingu til að koma þeim í viðunandi horf. Covid-innspýtingapakkar dugi ekki til.
17.02.2021 - 11:56
Hyggjast bjóða út verk að verðmæti 139 milljarða
Áætlað er að varið verði 139 milljörðum til ýmissa framkvæmda af hálfu hins opinbera á árinu 2021. Þetta kom fram á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins (SI) í gær þar sem ellefu fulltrúar kynntu þau verk sem fara eiga í útboð á árinu. Reykjavíkurborg, Vegagerðin og Framkvæmdasýsla ríkisins boða viðamestu framkvæmdirnar á árinu.
Spegillinn
Hætta á að kröfur minnki verði farið að ráðum OECD
Skýrsla OECD, Efnahags og framfarastofnunarinnar, á regluverki ferðaþjónustu og byggingaiðnaðar hér á landi, sem kynnt var í vikunni, hefur vakið blendin viðbrögð hjá Samtökum iðnaðarins. Í skýrslunni er lagt til að endurskoða í heild sinni löggjöf um löggiltar starfsgreinar.
12.11.2020 - 15:32
Starfsfólki fækkar í öllum greinum iðnaðar
Starfsfólki hefur fækkað í öllum greinum iðnaðar frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Sú fækkun starfa sem orðið hefur undanfarna mánuði er alfarið bundin við einkageirann og á sama tíma hefur opinberum störfum fjölgað. Brýnt er að skapa störf í einkageiranum til að komast út úr því ástandi á vinnumarkaði og þeirri niðursveiflu sem nú ríkir. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins.
Morgunútvarpið
Samtök iðnaðarins vilja skapa sextíu þúsund ný störf
Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins, segir menntakerfið þurfa að laga sig að breytingum á íslensku atvinnulífi næstu ára. Hann leggur áherslu á að byggja nýjan tækniskóla. Árni var á línunni í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun.
22.09.2020 - 11:12
Útlánsvextir til fyrirtækja magna niðursveifluna
Niðursveiflan í hagkerfinu hefur magnast með því að útlánsvextir til fyrirtækja hafa ekki lækkað í takt við meginvexti Seðlabankans.
Telja þörf á enn frekari lækkun stýrivaxta
Samtök iðnaðarins telja að samdrátturinn í efnahagslífinu verði meiri en spá Seðlabankans gerir ráð fyrir. Stýrivaxtalækkun bankans í morgun er skref í rétta átt en þörf er á enn frekari lækkun að sögn samtakanna.
Viðtal
Markaðsátak til varnar innlendum fyrirtækjum og störfum
Sameiginlegt kynningarátak stjórnvalda og atvinnulífs undir yfirskriftinni „Íslenskt - gjörið svo vel“ hófst um helgina. Yfir 160 milljónum króna er varið í átakið, sem ætlað er að hvetja til viðskipta við innlend fyrirtæki og skapa þannig viðspyrnu í atvinnulífinu.
Rjómasósur og nautafillet víkja fyrir kjöti í karrí
Sala á íslenskri matvöru hefur ekki aukist í kórónuveirufaraldrinum heldur breyst, segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna. „Veitingastaðavöðvarnir fara síður. Fólk er meira í því að borða sígilda íslenska kjötsúpu og kjöt í karrí eins og í gamla daga,“ segir Gunnar. Þá seljist minna af rjóma en meira af venjulegri mjólk. Stjórnvöld og atvinnulíf ætla að ráðast í sameiginlegt kynningarátak í því skyni að auka sölu á íslenskum vörum og þjónustu.
SI vill meiri áherslu á nýsköpun í fjárfestingarátakinu
Alþingi ræðir í dag tillögu fjármálaráðherra um 15 milljarða framkvæmdaátak á þessu ári til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu vegna kórónuveirufaraldursins. Stærsti hluti þess verður í samgöngumannvirkjum en einnig fara tveir milljarðar í viðhald og endurbætur fasteigna. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins vill að ríkið fjárfesti fyrir meira en gert er ráð fyrir og kallar eftir frekari aðgerðum í byggingariðnaði.

Mest lesið