Færslur: Samtök Ferðaþjónustunnar

Teikn á lofti um að gosið laði að sér erlenda ferðamenn
„Fjöldi þeirra sem komið hafa til Íslands frá útlöndum í mars er svipaður og mánuðina á undan þó að upp á síðkastið hafi orðið vart við örlitla fjölgun,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við fréttastofu. Tölfræði um mars liggi þó ekki endanlega fyrir.
Fleiri ferðaþjónustufyrirtæki muni heltast úr lestinni
Gistinóttum útlendinga á hótelum hér á landi fækkaði um 98% í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra og fimm þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll miðað við 167 þúsund í sama mánuði í fyrra. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að búast megi við því að fleiri ferðaþjónustufyrirtæki hætti starfsemi á næstunni.
Fyrstu gjalddögum Ferðaábyrgðasjóðs frestað
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveðið að fresta fyrstu gjalddögum Ferðaábyrgðasjóðs til 1. desember. Fyrsti gjalddagi átti að vera 1. mars næstkomandi.
„Árið 2020 var hroðalegt, erfitt og krafðist úthalds“
Fyrir ári síðan gat fólk ekki ímyndað sér lokuð landamæri og draugalegar flugstöðvarbyggingar, raðir af rútum sem teknar höfðu verið af númerum, mannlausa ferðamannastaði, bílskúrsútilegur. Ferðaþjónustan varð fyrir roknahöggi árið 2020. En hvernig verður árið 2021? Um það ríkir óvissa. Spegilinn gerði upp ferðaþjónustuárið með Bjarnheiði Hallsdóttur, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar.
Færri gjaldþrot í ferðaþjónustu en óttast var
Gjaldþrot í ferðaþjónustu eru færri en óttast var fyrr á árinu. Hins vegar eru skuldir orðnar miklar og viðbúið að það taki greinina þrjú til fjögur ár að rétta úr kútnum. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðaþjónustan fjögur ár að jafna sig eftir kreppuna
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að útlit sé fyrir að gjaldþrot í greininni verði færri en óttast var.
„Þetta verður alltaf svolítil kristalskúluhagfræði“
Taka þarf spá Seðlabankans um fjölda erlendra ferðamenn hingað til lands á næsta ári með fyrirvara. Óvissuþættirnir eru margir og meiri fyrirsjáanleiki þarf að vera í sóttvarnaaðgerðum á landamærunum eigi ferðaþjónusta að eiga möguleika á að eflast á ný. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Lengri og harðari kreppa án ferðaþjónustunnar
„Það eru ekki margir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spurður að því hversu mikið af ferðamönnum sé í landinu. Flug eru felld niður, afbókanir hrannast inn; „Enda erum við með ströngustu ferðatakmarkanir í Evrópu," bendir Jóhannes á. Ferðaþjónustan kallar eftir meiri stuðningi frá stjórnvöldum. En hvers vegna á að dæla peningum í iðnað sem hefur engan að þjónusta?
15.09.2020 - 14:54
Ekki forgangsatriði að láta reyna á lögmæti aðgerða
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki hafa verið forgangsatriði að láta reyna á lögmæti hertra aðgerða við landamærin. Samtökin hafi þó komið sjónarmiðum sínum skýrt á framfæri við yfirvöld.
Búast við afbókunum strax eftir helgi
Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar segist búast við að afbókanir taki að berast strax eftir helgi vegna nýrra reglna um sóttkví eftir komu til landsins.
„Raunáhrifin þau að það er bara búið að loka sjoppunni“
„Það kom mér á óvart hvað þetta gengur langt,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í Síðdegisútvarpinu um hertar reglur stjórnvalda um landamæraskimun sem kynntar voru í dag.
Engar breytingar á skilmálum Borgunar
Borgun segir engar breytingar hafa verið gerðar á viðskiptaskilmálum sínum. Veltutryggingunni sem tekur gildi 1. október verði einungis beitt í tilfelli ferðaþjónustufyrirtækja þar sem nauðsynlegt er að tryggja að hægt sé að standa við skuldbindingar við korthafa sem keypt hafa vörur og þjónustu fram í tímann.
06.08.2020 - 08:44
Þrýstir á færsluhirða að fara „sanngjarnari“ leið
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir enga málefnalega ástæðu fyrir því að færsluhirðar haldi eftir prósentu af veittri þjónustu fyrirtækja í lengri tíma. Jóhannes Þór var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2.
05.08.2020 - 09:42
Óeðlilegt að halda eftir 10% kortagreiðslna
„Það jaðrar við lögbrot að kortafyrirtæki haldi eftir greiðslum til fyrirtækja vegna þjónustu sem þegar hefur veitt."
Myndskeið
Fagna tilslökunum á ferðatakmörkunum
Ferðaþjónustan fagnar því að frá og með fimmtudegi sleppa þeir við skimun sem koma hingað til lands frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Þýskalandi. Frakkland og Spánn gætu bæst í þennan hóp. Sóttvarnalæknir segir að vegna aukinnar aðsóknar ferðamanna hafi þurft að fjölga þeim löndum sem ekki þarf að skima frá, grípa til lagasetningar eða skikka ferðamenn í tveggja vikna sóttkví. 
Vikulokin
Telja tímabært að hætta landamæraskimun
Samtök ferðaþjónustunnar telja tímabært að hætta landamæraskimun til að hægt sé að hleypa fleiri ferðamönnum inn í landið. Skapti Örn Ólafsson upplýsingafulltrúi samtakanna segir fyrirsjáanlegt að fella þurfi niður margar flugferðir á næstu vikum þar sem ekki er hægt að skima fleiri en tvö þúsund farþega á dag.
Íslendingar gera vel við sig en bjarga ekki öllu
Ferðalangar geta ekki gengið að því vísu að fá inni á hóteli því sums staðar er fullbókað fram í ágúst. Eigendur gisti- og afþreyingarþjónustu fagna því að Íslendingar skuli ferðast en ferðagleði landans bjargar ekki öllu. Samtök ferðaþjónustunnar tala um svikalogn.
08.07.2020 - 19:48
Þurftu að tjalda í stofunni til að skapa sér einkarými
Erlent starfsfólk í ferðaþjónustu á Íslandi er oft hrætt við að leita réttar síns vegna brota á kjarasamningum. Eftirliti stjórnvalda er einnig ábótavant, en atvinnurekendur sem stunda brot sín af ásetningi forðast samtök sem standa vörð um rétt launafólks, segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Gæti orðið lífgjafi ferðaþjónustunnar
Lagt er til í nýju frumvarpi meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis að stofnaður verði Ferðaábyrgðasjóður sem endurgreiði fólki pakkaferðir sem féllu niður á tímabilinu mars til júní. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar frumvarpinu og segir að það gæti bjargað ferðaskrifstofum frá falli.
Beint
Kynna útfærslu á ferðagjöf stjórnvalda
Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofa halda kynningarfund þar sem farið er yfir útfærslu á ferðagjöf stjórnvalda, en ferðamálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um það á Alþingi í gær.
Geta ekki lagt út fyrir launum í uppsagnafresti
Samtök ferðaþjónustunnar segja að stjórnvöld verði að falla frá þeirri kröfu að fyrirtæki leggi út fyrir launum í uppsagnarfresti áður en kemur til aðstoðar ríkisins. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afar erfitt fyrir flest fyrirtæki í þessu árferði að leggja út fyrir launakostnaði, fá lán til þess, nýtt hlutafé eða selja eignir.
Viðtal
Neytendur ekki gerðir að lánastofnunum í ferðaþjónustu
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það af og frá að neytendur séu gerðir að lánastofnunum fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Hann er ósáttur við gagnrýni Neytendasamtakanna sem saka ferðaskrifstofur um að neita að endurgreiða fólki. 
Myndskeið
Alger óvissa með ferðir milli landa
Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að segja til um hvenær Íslendingar geti farið í ferðalög til útlanda. Sjálfur gerir hann ekki ráð fyrir að fara utan á þessu ári. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst ekki við ferðamönnum gerir ekki ráð fyrir að ferðamenn fari að koma hingað í stórum stíl fyrr en næsta sumar. 
53% samdráttur á hótelum í mars
Mikill samdráttur varð í fjölda gistinótta á hótelum hér á landi í mars, samanborið við mars í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þar segir að samkvæmt bráðabirgðatölum hafi 181.000 gistinætur verið nú í mars, en 382.000 í mars í fyrra. Það er rétt tæplega 53% samdráttur.
Viðtal
„Við erum í miðjum kafaldsbyl“
Staða ferðaþjónustunnar, stærstu atvinnugreinar landsins, hefur gjörbreyst á fáum vikum vegna útbreiðslu COVID-19 faraldursins, sem enginn veit hvort verði enn í gangi í sumar, þegar háannatími í ferðaþjónustu ætti að ganga í garð. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að líklega eigi á milli 25.000 og 30.000 starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja eftir að, annað hvort missa starf sitt eða þurfa að fara í hlutastarf, ef samdrátturinn vari fram á sumar.