Færslur: Samtök Ferðaþjónustunnar

Sjónvarpsfrétt
Tekur frásögnina nærri sér og lofar breytingum
Ferðamálaráðherra hefur sett af stað vinnu til þess að stuðla að auknu öryggi ferðamanna í kjölfar frásagnar fjölskyldu sem lenti í bílslysi við Núpsvötn 2018 í Kveik í gær. Sérstaklega verði litið til aldurs og heildaraksturs bílaleigubíla. Ráðherra segist taka frásögnina nærri sér og lofar breytingum.
Bjartsýni hjá ferðaþjónustunni fyrir komandi vetri
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist ekki hafa orðið var við afbókanir eftir að eldgosinu í Meradölum linnti. Hljóðið er almennt gott í eigendum ferðaþjónustufyrirtækja fyrir komandi vetur þrátt fyrir ýmsa óvissuþætti.
Gagnrýna slitlagsviðgerðir Vegagerðarinnar
Formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýnir slitlagsviðgerðir Vegagerðarinnar sem hann segir hafi fjölgað framrúðubrotum og sprungum svo um munar, með tilheyrandi kostnaði og slysahættu. Hann segir að kostnaðurinn nemi hundruðum milljóna árlega fyrir bílaleiguna Hertz þar sem hann starfar. Vegagerðin segir erfitt að leysa þetta vandamál að fullu en leiðibílum hafi verið fjölgað.
Ráðið í flest störf í ferðaþjónustu á Norðurlandi
Flest fyrirtæki í ferðaþjónustu á Norðurlandi eru langt komin með að ráða til sín starfsfólk í sumar. Auknar launakröfur fylgja samkeppni um starfsfólk og víða útlit fyrir hærri launakostnað en áður. Fullbókað er orðið á flestum helstu gististöðum á Norðurlandi.
Bókanir að líkjast því sem var fyrir heimsfaraldur
Ferðaþjónustan er að braggast örar en spáð hafði verið. Bókanir fyrir ferðasumarið eru orðnar nánast sambærilegar hjá sumum ferðafyrirtækjum og fyrir sumarið 2019.
„Óásættanleg hindrun“ að krefja ferðamenn um PCR-próf
Samtök ferðaþjónustunnar skora á yfirvöld að slaka á sóttvarnaraðgerðum við landamærin, samhliða afléttingum innanlandsaðgerða. Þau segja skýr efnahagsleg rök fyrir því og það sé „óásættanleg aukahindrun“ að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt PCR-próf við komuna til landsins.
Viðtal
Íslendingar gætu tapað sérstöðu sinni í ferðaþjónustu
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar telur að Íslendingar gætu tapað sérstöðu sinni gagnvart ferðamönnum. Undir þetta taka sérfræðingar sem rannsakað hafa notkun ensku í ferðaþjónustunni og áhrif ensku á íslensku. 
Takmarkanir á landamærum líkt því að veiða ekki kvótann
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það efnahagslega skynsamlegt að takmarkanir fyrir bólusetta ferðamenn séu ekki harðari hér á landi en í samkeppnislöndunum.
Í BEINNI
Forystumenn flokka ræða viðspyrnu í ferðaþjónustu
Ferðaþjónustudagurinn 2021 er haldinn í Silfurbergi í Hörpu í dag, en að honum standa Samtök ferðaþjónustunnar. Viðspyrna í ferðaþjónustu - samtal við stjórnmálin er yfirskrift dagsins.
Erfiður vetur framundan fyrir ferðaþjónustuna
Ákvörðun Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna að setja Ísland á hæsta hættustig í ágúst hafði merkjanleg áhrif á ferðaþjónustu, sérstaklega nú í september. Útlit er fyrir að veturinn verði ferðaþjónustunni erfiður og erlendir ferðamenn færri í ár en spáð var.
Svartsýnustu spár ferðaþjónustunnar ekki ræst
Svartsýnustu spár ferðaþjónustunnar um áhrif þess að Ísland yrði flokkað sem rautt land á sóttvarnakortum hafa ekki ræst. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að afleiðingarnar hefðu orðið mun harkalegri ef þetta hefði gerst í vor.
Ísland ekki sjálfkrafa á rauðan lista einstakra landa
Ísland fer hvorki sjálfkrafa á rauða lista einstakra ríkja né breytast reglur gagnvart Íslandi strax í dag. Mikilvægt er fyrir ferðalanga að kynna sér reglur á áfangastað enda styðjist mörg ríki við eigin skilgreiningar og flokka. Víða gildi undanþágur fyrir bólusetta.
Segir tveggja metra reglu og samkomubann skaða greinina
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir það myndi hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna ef sett yrði á tveggja metra regla eða strangar samkomutakmarkanir. Hún vonast til að ný flokkun landsins hjá sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hafi lítil áhrif á ferðahegðun.
Vonbrigði segir formaður SAF
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir hertar aðgerðir á landamærum vera mikil vonbrigði og ekki í samræmi við þá áætlun sem stjórnvöld hafi sett upp. Hún segir sárgrætilegt ef farið yrði í hertar aðgerðir innanlands.
Réttindi ferðafólks tryggð með Ferðatryggingasjóði
Ferðatryggingasjóður, nýtt tryggingakerfi fyrir pakkaferðir, sem á að tryggja betur rétt neytenda, leysir nú gildandi kerfi af hólmi. Stjórn sjóðsins hefur þegar fundað og falið Ferðamálastofu að skipuleggja starfsemina.
Hefði viljað losna fyrr við tvöfalda skimun og sóttkví
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar afléttingu sóttvarna en segist hafa vonast eftir því að kröfur um tvöfalda skimun og sóttkví á landamærunum hefðu ekki verið látnar gilda fram í miðjan ágúst eins og reglugerð hljóðar upp á. 
Vill fara varlega í afléttingar á landamærum
Ráðherranefnd fundar um tilhögun Covid-varna á landamærunum á næstu dögum. Ferðaþjónustan kallar eftir frekari tilslökunum en heilbrigðisráðherra vill fara varlega og segir að verja þurfi góða stöðu innanlands.
Samtök ferðaþjónustunnar vilja afnám sóttkvíar
Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir afnám sóttkvíar á landamærunum verða til þess að ferðaþjónusta hér á landi komist í fullan gang.
„Það vorar hratt í ferðaþjónustunni“
Það vorar hratt í íslenskri ferðaþjónustu og hraðar en menn bjuggust við. Markaðsherferðir miða nú að því að fá hingað ferðamenn sem dvelja lengur og eyða meiri peningum meðan á dvölinni stendur. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustufyrirtækja.
Augu fólks að opnast fyrir uppbyggingu vega á hálendinu
Með því að byggja upp hálendisvegi gætu fleiri skoðað og notið hálendisins. Jafnframt kæmi það í veg fyrir utanvegaakstur, skemmdir á bílum og rykmengun. Stofnvegir á hálendinu eru fjórir; Kjalvegur, Sprengisandsleið, Fjallabaksleið nyrðri og Kaldidalur, samtals 480 kílómetrar.
Ferðaþjónustan leggur komandi ríkisstjórn línurnar
Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt fram ellefu tillögur að aðgerðum stjórnvalda til að flýta fyrir endurreisn ferðaþjónustunnar og um leið viðspyrnu efnahagslífsins. Tillögunum er sérstaklega beint að þeirri ríkisstjórn sem tekur við í haust.
Gagnrýna að fyrri ferðagjöf renni út um mánaðamót
Á sama tíma og Samtök ferðaþjónustunnar fagna því að stjórnvöld hafi lagt til að ný ferðagjöf verði gefin til landsmanna til að draga úr neikvæðum áhrifum á atvinnulífið í kjölfar COVID-19, þá gagnrýna samtökin það að fyrri ferðagjöf falli senn úr gildi.
Myndskeið
Tíðin batnar í ferðaþjónustu
130 farþegar komu hingað frá Bandaríkjunum með fyrsta áætlunarflugi flugfélagsins Delta í morgun. Hjólin eru aðeins farin að snúast, segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Forstjóri Icelandair segir mjög jákvætt að líf sé að færast í markaðinn, sérstaklega frá Bandaríkjunum. 
Átta farþegaþotur væntanlegar til landsins í dag
Viðbúið er að sóttkvíarhótelin tvö í Reykjavík fyllist á næstu dögum en von er átta flugvélum til Keflavíkurflugvallar í dag. Þær áttu að vera níu en flugi Icelandair frá Stokkhólmi hefur verið aflýst. Fyrsta vél Delta frá Bandaríkjunum lenti með á annað hundrað farþega í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar fjölgun flugferða til landsins.
Jóhannes Þór fagnar framlengingu viðspyrnustyrkja
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar því að viðspyrnustyrkir til fyrirtækja skuli hafa verið framlengdir. Aðgerðaráætlun stjórnvalda vegna COVID-19 sem kynnt var í gær sé að hans mati í fljótu bragði skynsamleg. Nú sé til dæmis bætt við tekjufallsþrepi.