Færslur: Samtök atvinnulífsins

Fundur BÍ og SA stendur enn – Félagsdómur starfar
Samningafundur í deilu Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins stendur enn hjá ríkissáttasemjara, en fundurinn hófst klukkan hálf tvö. Takist ekki samningar fara félagsmenn Blaðamannafélagsins á vefmiðlunum Mbl.is, Fréttablaðið, Vísir og RÚV í verkfall, sem og ljósmyndarar og myndatökumenn þessara miðla sem eru í félaginu.
14.11.2019 - 18:10
SA og BÍ greinir á um framkvæmd verkfalls blaðamanna
Í dag hefst fyrsta verkfall blaðamanna síðan árið 1978. Fréttamenn á vefmiðlum, ljósmyndarar og myndatökumenn Ríkisútvarpsins, Fréttablaðsins, Morgunblaðsins og Sýnar, sem eru í Blaðamannafélagi Íslands, leggja niður störf í fjórar klukkustundir frá klukkan 10 í dag. Blaðamannafélagið og Samtök atvinnulífsins, sem fer með samningsumboð miðlanna, greinir á um framkvæmd verkfallsins.
Leggja til inntökupróf eða fjöldatakmarkanir
Ef Ísland á að standast norrænan samanburð þarf að auka aðgangsstýringu í háskólum landsins. Þetta er mat Samtaka atvinnulífsins. Rektor Háskóla Íslands segir að vandamálið sé undirfjármögnun og það verði ekki bætt með aðgangsstýringu.
„Mikilvægara að vera barn aðeins lengur"
Aðstoðarskólastjóri segir að það væri skerðing á lífsgæðum ef grunnskólinn yrði styttur um eitt ár. Börn verði ári skemur börn ef þau fari fyrr á vinnumarkaðinn. Formaður Félags grunnskólakennara segir að tillögur um styttingu grunnskólans séu í andstöðu við þá bylgju í samfélaginu að minnka álag.
04.11.2019 - 16:54
Myndband
Vill fækka frídögum grunnskólabarna
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir það blasa við að ósamræmi milli frídaga atvinnulífsins og skólakerfisins skapi vanda. Með skipulagsbreytingu geti foreldrar minnkað fjarveruþörf sína frá vinnu um tíu daga á ári. Hvert foreldri eigi almennt um 24 frídaga á ári en frídagar grunnskólabarna séu um 70 til 80.
03.11.2019 - 14:18
Myndband
Vilja stytta nám og tryggja leikskólapláss
Samtök atvinnulífsins vilja að öllum börnum verði tryggt leikskólapláss um leið og fæðingarorlofi lýkur. Það sé brýnt jafnréttismál. Þá leggja samtökin til að grunnskólanám verði stytt um eitt ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna um áherslur í menntamálum til framtíðar.
01.11.2019 - 21:46
Segja fullyrðingar Hjálmars rangar
Blaðamenn eru ekki lægst launaða háskólamenntaða stéttin, segir í pistli á vef Samtaka atvinnulífsins sem birtist í dag. Þar eru staðhæfingar Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamannafélags Íslands, hraktar og sagðar rangar.
Blaðamenn greiða atkvæði um verkfall
Blaðamenn í Blaðamannafélagi Íslands greiða atkvæði í dag um hvort grípa eigi til verkfallsaðgerða, en samningar við Samtök atvinnulífsins hafa ekki náðst eftir 10 mánaða samningaumleitanir.
Myndskeið
Ekki miðar í samningaviðræðum BÍ og SA
Fulltrúar Blaðamannafélags Íslands funduðu með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Þeim fundi er nú lokið án þess að nokkuð hafi miðað í viðræðum.
Kastljós
Hart tekist á um samkeppnismálin í Kastljósi
„Ef eitthvað er þá þyrftu samkeppnisreglur og samkeppniseftirlit að vera beittari hér á þessum örmarkaði en á milljóna mörkuðum Evrópu,“ segir fyrrverandi stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins. Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir að með frumvarpi um breytingar á samkeppnislögum sé verið að færa íslenska löggjöf nær löggjöf Norðurlandanna og Evrópu. Það hljóti að vera til bóta.
Samningar þess opinbera prófsteinn á kjaramál
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins sagði í ávarpi sínu á ársfundi atvinnulífsins í dag að pólitískur óstöðugleiki í landinu sem hefði birst í þrennum Alþingiskosningum á árunum 2013 til 17 hefði leitt til ófyrirsjáanleika um stefnumótun í efnahagsmálum en myndun núverandi ríkisstjórnar hefði sýnt að hægt væri að brúa bil milli skoðana þó að langt virtist á milli.
17.10.2019 - 15:18
Vinnutími sá sjötti stysti á Íslandi
Á Íslandi var sjötti stysti meðalársvinnutími fólks á vinnumarkaði af aðildarríkjum OECD í fyrra. Fólk vann að meðaltali 1.469 vinnustundir á ári hér á landi. Það eru tæpar sex klukkustundir á dag, ef miðað er við 248 virka daga að hátíðisdögum frádregnum.
06.09.2019 - 21:30
Flugfreyjur miða við lífskjarasamninginn
Fresta þurfti fundi Flugfreyjufélags Íslands með Icelandair og Samtökum atvinnulífsins sem boðaður hafði verið hjá ríkissáttasemjara í morgun.
04.09.2019 - 16:19
Kaupmáttur meðalárslauna mestur á Íslandi
Kaupmáttur meðalárslauna var mestur á Íslandi í fyrra af OECD-ríkjunum. Meðalárslaun voru tæplega átta og hálf milljón króna hér á landi. Þau voru næsthæst í Lúxemborg og Sviss, eða um átta milljónir króna. Meðalárslaun á öðrum Norðurlöndum voru nokkuð lægri, eða tæpar sjö milljónir króna í Danmörku, tæplega sex og hálf í Noregi og um fimm og hálf í Svíþjóð og Finnlandi.
04.09.2019 - 14:24
Samdráttur ekki eins mikill og óttast var
Niðursveiflan í efnahagskerfinu verður líklegast ekki eins mikil og fyrstu spár gerðu ráð fyrir, segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Það virðist ríkja ákveðinn stöðugleiki í hagkerfinu, samdráttur verði ekki eins mikill og óttast var. Til dæmis sé krónan frekar stöðug og verðbólga í kringum markmið. Auk þess séu lengri dvalartími og aukin eyðsla ferðamanna jákvæð merki.
SA mótfallin frumvarpi um lobbýisma
Samtök atvinnulífsins eru mótfallin því að komið verði á sérstakri skrá yfir hagsmunaverði og hömlur settar á það hvenær fyrrum ráðamenn og embættismenn geta hafið störf fyrir hagsmunasamtök. Lobbýismi skapi ekki sömu hættu á hagsmunaárekstrum hér og í stærri þjóðfélögum.
30.07.2019 - 10:16
Efling segir SA á hálum ís
Stéttarfélagið Efling segir Samtök atvinnulífsins á hálum ís eftir ummæli Ragnars Árnasonar, lögmanns hjá SA, í fréttum á mánudagskvöld að keðjuábyrgð þeirra sem versla við starfsmannaleigur nái bara til vangreiddra launa og gagnrýni á stefnu Eflingar gagnvart Eldum rétt, sem keypti vinnuafl af Mönnum í vinnu.
11.07.2019 - 09:07
Eykur ráðstöfunartekjur heimila
Stýrivaxtalækkun Seðlabankans eykur ráðstöfunartekjur heimila og hjálpar atvinnurekendum að mæta hækkandi launakostnaði að mati Samtaka atvinnulífsins. Þau fagna því að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í dag. 
26.06.2019 - 19:34
Kjarasamningar SSF og SA undirritaðir
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og Samtök atvinnulífsins (SA) undirrituðu í dag kjarasamninga. Þeir gilda til 2022.
31.05.2019 - 12:40
Mikilvægt að fyrirtæki haldi aftur af hækkunum
Það er mikilvægt að fyrirtæki haldi aftur af verðhækkunum jafnvel þó að umsamdar launahækkanir munu reynast sumum fyrirtækjum erfiðar, skrifar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í pistli á vef samtakanna í dag.
29.04.2019 - 11:04
Frumvarp um kennitöluflakk skref í rétta átt
Sérfræðingar hjá ASÍ og SA segja að fyrirhugað frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykjörð Gylfadóttur, iðnaðarráðherra, sé skref í rétta átt til að sporna gegn kennitöluflakki. Hins vegar sé frekari breytinga að vænta í haust, sem séu mikilvægari til að taka á vandanum. Iðnaðarráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miðar að því að stemma stigu við kennitöluflakki í atvinnurekstri.
24.03.2019 - 12:22
Ríkissáttasemjari vísaði fjölmiðlum út
Fjölmiðlafólki var vísað úr húsakynnum Ríkissáttasemjara þar sem nú stendur yfir fundur samninganefnda Eflingar, VR, Framsýnar, Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins. Ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig um ástæður þess.
21.03.2019 - 11:01
Eflingu og SA greinir á um verkalýðslöggjöfina
Samtök atvinnulífsins telja að fullyrðingar um að verkföll nái til starfsmanna utan þeirra stéttarfélaga sem hafa boðað verkföllin geti ekki staðist. Öllum ágreiningi um framkvæmd verkfalla verður vísað til félagsdóms, segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
20.03.2019 - 17:41
Starfsgreinasambandið slítur viðræðum við SA
Fundur Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífisins hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan 11. Búist er við að SGS slíti samningaviðræðum á fundinum.
Viðtal
Viðræðurnar stranda á vinnutímamálum
Starfsgreinasambandið (SGS) hefur ákveðið að veita viðræðunefnd sinni heimild til þess að lýsa yfir árangurslausum viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Sambandið hefur átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara síðan 21. febrúar.