Færslur: Samtök atvinnulífsins

Segir lífskjarasamninginn leiða til meira atvinnuleysis
Eyjólfur Árni Rafnsson var endurkjörinn formaður Samtaka atvinnulífins í gær með tæplega 97 prósent atkvæða. Eyjólfur sagði í ávarpi sínu á aðalfundi samtakanna í gær það blasa við að fyrirtæki landsins muni eiga erfitt með að standa undir launahækkunum sem samið var um í Lífskjarasamningnum. Að fylgja þeim eftir leiði við núverandi aðstæður einungis til meira atvinnuleysis en ella.
21.05.2020 - 20:25
Búast við rúmlega fimm þúsund uppsögnum til viðbótar
Forsvarsmenn fyrirtækja telja að samdrátturinn vegna kórónuveirufaraldursins vari lengur en eitt ár og að 5.500 verði sagt upp til viðbótar þeim sem þegar hafa misst vinnuna. Þetta er meðal niðurstaðna úr könnun sem gerð var fyrir Samtök atvinnulifsins. 
12.05.2020 - 13:13
Skilningur verkalýðshreyfingarinnar mætti vera meiri
Halldór Benjamín Þorbergsson tekur undir undir orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í fréttum RÚV í gær. Bjarni sagði að forsendur lífskjarasamningsins stæðu tæpt. Allt annað svigrúm hafi verið til gerðar kjarasamninga þá en nú. 
„Sannarlega stórt skref í rétta átt“
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikið gleðiefni að slakað verði á samkomubanni 4. maí. Það skipti miklu máli fyrir atvinnulífið, sér í lagi fyrirtæki sem hafa þurft að loka sínum rekstri tímabundið.
Spegillinn
Mikilvæg skref hjá Seðlabankanum
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að seðlabankinn hafi stigið mjög mikilvæg skref á einni viku. Stýrivextir hafi verið lækkaðir og sömuleiðis bindiskylda bankanna. Einnig hafi verið ákveðið að afnema sveiflujöfnunarhvatann. Hún segir að staðan sé grafalvarleg.
19.03.2020 - 15:15
Viðtal
Kolröng skilaboð að skerða laun fólks í sóttkví
Fulltrúar stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins og ASÍ kynna á morgun samkomulag um hvernig staðið verði að launagreiðslum fólks sem þarf að vera í sóttkví vegna COVID-19 veirunnar.
Tekist á um lögmæti verkfalls
Samtök atvinnulífsins (SA) fara fram á að fyrirhugað samúðarverkfall starfsmanna Eflingar hjá Samtökum sjálfstæðra skóla (SSSK) verði úrskurðað ólögmætt. Með því séu starfsmenn hjá SSSK orðnir beinir þátttakendur í verkfalli smeð það að markmiði að bæta eigin kjör.
03.03.2020 - 18:38
Bætur til fólks í sóttkví ættu að koma frá ríkinu
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að atvinnurekendur eigi ekki að greiða fólki laun í sóttkví. Ríkið eigi miklu frekar að greiða þeim bætur sem þurfa að vera launalaus vegna þessa.
03.03.2020 - 11:28
Spegillinn
Verkfall tveggja vikna og fleiri verkföll eftir viku
Samkomulag virðist hafa náðst um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki. Það dugir þó ekki til að leysa yfirstandandi kjaradeilur og koma í veg fyrir verkföll. Víðtæk verkföll gætu hafist eftir viku. Sáttafundur hefur ekki verið boðaður í deilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Verkfall hefur nú staðið yfir í tvær vikur.
02.03.2020 - 17:00
Mikið spurt um laun í sóttkví hjá ASÍ og SA
Samtök atvinnulífsins og Alþýðursamband Íslands hafa síðustu daga svarað mörgum fyrirspurnum um tilhögun launagreiðsla þurfi launamaður að fara í sóttkví vegna Covid-19, kórónaveirunnar. Bæði samtökin hyggjast senda frá sér tilkynningu um þetta í vikunni.
02.03.2020 - 12:34
SA segir samúðarverkfall ólöglegt
Samtök atvinnulífsins telja að boðun samúðarverkfalls starfsmanna í einkareknum skólum sé ólögmæt. Þau skora á Eflingu að stöðva boðaða atkvæðagreiðslu ella muni þau höfða mál fyrir Félagsdómi.
25.02.2020 - 17:17
Með gildan samning og kjósa um samúðarverkfall
Helmingur Eflingarfólks, sem greiðir atkvæði í næstu viku um ótímabundið verkfall, er með gildan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Greidd verða atkvæði um samúðarverkfall. Sveitarfélögin undrast að Efling hafi slitið kjaraviðræðum án þess að heyra sjónarmið þeirra.
Enn hlé á kjaraviðræðum blaðamanna
Þráðurinn í kjaraviðræðum félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefur ekki verið tekinn upp á ný eftir áramót, að sögn Hjálmars Jónssonar, formanns félagsins. Beðið sé eftir fundarboði frá ríkissáttasemjara.
Kjaradeila BÍ og SA í jólahlé
Kjaradeila Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins er komin í jólahlé og engir fundir hafa verið boðaðir fyrir jól. Kjaradeilan er í hnút og ekkert hefur þokast í samkomulagsátt síðustu mánuði.
Fundi hjá Ríkissáttasemjara slitið - verkföll á morgun
Fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara, sem hófst klukkan ellefu í dag, hefur verið slitið. „Við vorum sammála um að vera ósammála,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Næst verði fundað á þriðjudaginn. Blaðamenn leggja því niður störf á morgun í tólf tíma, frá klukkan 10 til 22 og svo aftur á fimmtudaginn í næstu viku.
Útilokar ekki að samið verði áður en vinnustöðvun hefst
Það er enn langt í land í samningaviðræðum Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins. Það sé sannarlega ekki útilokað að samningar náist áður en tólf tíma vinnustöðvun brestur á í fyrramálið. Samninganefndir sátu á sjö klukkustunda löngum fundi í gær og næsti fundur er boðaður klukkan hálf tvö í dag. 
Fundur BÍ og SA stendur enn – Félagsdómur starfar
Samningafundur í deilu Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins stendur enn hjá ríkissáttasemjara, en fundurinn hófst klukkan hálf tvö. Takist ekki samningar fara félagsmenn Blaðamannafélagsins á vefmiðlunum Mbl.is, Fréttablaðið, Vísir og RÚV í verkfall, sem og ljósmyndarar og myndatökumenn þessara miðla sem eru í félaginu.
14.11.2019 - 18:10
SA og BÍ greinir á um framkvæmd verkfalls blaðamanna
Í dag hefst fyrsta verkfall blaðamanna síðan árið 1978. Fréttamenn á vefmiðlum, ljósmyndarar og myndatökumenn Ríkisútvarpsins, Fréttablaðsins, Morgunblaðsins og Sýnar, sem eru í Blaðamannafélagi Íslands, leggja niður störf í fjórar klukkustundir frá klukkan 10 í dag. Blaðamannafélagið og Samtök atvinnulífsins, sem fer með samningsumboð miðlanna, greinir á um framkvæmd verkfallsins.
Leggja til inntökupróf eða fjöldatakmarkanir
Ef Ísland á að standast norrænan samanburð þarf að auka aðgangsstýringu í háskólum landsins. Þetta er mat Samtaka atvinnulífsins. Rektor Háskóla Íslands segir að vandamálið sé undirfjármögnun og það verði ekki bætt með aðgangsstýringu.
„Mikilvægara að vera barn aðeins lengur"
Aðstoðarskólastjóri segir að það væri skerðing á lífsgæðum ef grunnskólinn yrði styttur um eitt ár. Börn verði ári skemur börn ef þau fari fyrr á vinnumarkaðinn. Formaður Félags grunnskólakennara segir að tillögur um styttingu grunnskólans séu í andstöðu við þá bylgju í samfélaginu að minnka álag.
04.11.2019 - 16:54
Myndband
Vill fækka frídögum grunnskólabarna
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir það blasa við að ósamræmi milli frídaga atvinnulífsins og skólakerfisins skapi vanda. Með skipulagsbreytingu geti foreldrar minnkað fjarveruþörf sína frá vinnu um tíu daga á ári. Hvert foreldri eigi almennt um 24 frídaga á ári en frídagar grunnskólabarna séu um 70 til 80.
03.11.2019 - 14:18
Myndband
Vilja stytta nám og tryggja leikskólapláss
Samtök atvinnulífsins vilja að öllum börnum verði tryggt leikskólapláss um leið og fæðingarorlofi lýkur. Það sé brýnt jafnréttismál. Þá leggja samtökin til að grunnskólanám verði stytt um eitt ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna um áherslur í menntamálum til framtíðar.
01.11.2019 - 21:46
Segja fullyrðingar Hjálmars rangar
Blaðamenn eru ekki lægst launaða háskólamenntaða stéttin, segir í pistli á vef Samtaka atvinnulífsins sem birtist í dag. Þar eru staðhæfingar Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamannafélags Íslands, hraktar og sagðar rangar.
Blaðamenn greiða atkvæði um verkfall
Blaðamenn í Blaðamannafélagi Íslands greiða atkvæði í dag um hvort grípa eigi til verkfallsaðgerða, en samningar við Samtök atvinnulífsins hafa ekki náðst eftir 10 mánaða samningaumleitanir.
Myndskeið
Ekki miðar í samningaviðræðum BÍ og SA
Fulltrúar Blaðamannafélags Íslands funduðu með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Þeim fundi er nú lokið án þess að nokkuð hafi miðað í viðræðum.