Færslur: Samsung

Samsung-erfingi dæmdur í fangelsi
Lee Jae-yong, varaformaður Samsung í Suður-Kóreu og sá sem er sagður raunverulegur stjórnandi fyrirtækisins, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í morgun. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í umfangsmikilli spillingu. Hann er dæmdur fyrir mútugreiðslur og fjárdrátt. Hann var strax settur í fangaklefa að sögn Yonhap fréttastofunnar í Suður-Kóreu. 
18.01.2021 - 06:24
Samsung stórgræðir á hremmingum Huawei
Hagnaður suður-kóreska tæknirisans Samsung var nær helmingi meiri á þriðja fjórðungi þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Tekjur fyrirtækisins þessa þrjá mánuði námu 59 milljörðum Bandaríkjadala og hafa aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi. Er þetta einkum rakið til banns Bandaríkjastjórnar á viðskiptum við einn helsta keppinaut Samsung, kínverska fyrirtækið Huawei.
29.10.2020 - 06:29
Huawei tekur toppsætið af Samsung
Kínverska fjarskipta- og snjalltækjafyrirtækið Huawei hefur nú tekið fram úr Samsung og er orðin stærsti seljandi snjallsíma í heimi.
30.07.2020 - 16:00
Hagnaður Samsung dregst saman
Suðurkóreski raftækjaframleiðandinn Samsung Electronics greindi frá því í kvöld að hagnaður fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi í fyrra hafi verið nærri þriðjungi lakari en árið áður. Samsung Electronics er stærsti framleiðandi minniskubba og snjallsíma í heiminum, og er flaggskip Samsung samsteypunnar í Suður-Kóreu.
31.01.2019 - 02:14
Hagnaður Samsung dregst verulega saman
Í fyrsta sinn í tvö ár minnkar ársfjórðungshagnaður suður-kóreska raftækjaframleiðandans Samsung. Lækkunin á síðasta ársfjórðungi í fyrra er nærri 30 prósent miðað við sama tímabil árið 2017. 
08.01.2019 - 00:51
Viðtal
Mátti ekki segja tónlistarfólkinu frá
„Samningurinn sem ég skrifaði undir við Samsung var svo harður að ég hefði aldrei beðið þess bætur ef hægt hefði verið að rekja til mín leka um verkefnið,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Jónsson sem útsetti hringitón fyrir næstu kynslóð Galaxy-snjallsíma frá Samsung.
22.02.2018 - 16:00
Myndskeið
Pétur útsetur einn þekktasta hringitón heims
Raftækjarisinn Samsung réð Pétur Jónsson tónskáld til að endurútsetja sjálfgefinn hringitón símtækja sinna. Verkefnið er hluti af kynningu á nýjasta Samsung Galaxy símanum.
19.02.2018 - 11:09