Færslur: Samskipti

Vilja síðdegisspjallið á heimsminjaskrá UNESCO
Það er alþekkt hefð á Spáni að færa stóla út fyrir hússins dyr er degi tekur að halla og taka upp hjal við nágrannana um heimsins gagn og nauðsynjar. Nú hefur bæjarstjórinn í spænska smábænum Algar lagt inn umsókn um að spjallið verði fært á heimsminjaskrá menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þar er skoðun á málinu hafin.
10.08.2021 - 11:45
Langbylgjuútvörpin á undanhaldi
Ný útvarpstæki sem fást í verslunum í dag eru sjaldnast gerð til að nema langbylgjusendingar. Langbylgjan er hluti af neyðar- og dreifbýlisþjónustu Ríkisútvarpsins og er mikilvægt að íbúar á landsbyggðinni ekki síst í dreifbýli viti hvort útvörp þeirra heyra langbylgju.
25.08.2014 - 15:37