Færslur: samskip

Vindmyllur sem geta framleitt 5-30% af orkuþörf skipa
Fyrirtækið Sidewind hefur undanfarin þrjú ár unnið að þróun vindtúrbína sem koma á fyrir í opnum gámum á flutningaskipum til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í flutningum og minnka útblástur frá skipum. Eftir ár af vinnu við hönnum og smíði er frumgerðin nú tilbúin. Hún verður prófuð hjá Samskipum á næstu mánuðum.
24.03.2022 - 13:10
Óska upplýsinga vegna samráðs skipafélaga
Nokkur af stærri innflutningsfyrirtækjum landsins hafa sent Samkeppniseftirlitinu beiðni um upplýsingar vegna sáttar Eimskips við eftirlitið, sem birt var um miðjan júní.
Eimskip greiðir 1,5 milljarða í sekt
Eimskip og Samkeppniseftirlitið undirrituðu í dag sátt vegna samkeppnisbrota Eimskips árin 2008-2013. Með sáttinni viðurkennir Eimskip brot gegn samkeppnislögum og fellst á að greiða einn og hálfan milljarð króna í stjórnvaldssekt vegna þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu.
16.06.2021 - 18:02
Spegillinn
Innflutningur raskast minna en ætla mætti
Stærstu flutningsfyrirtækin á Íslandi, hafa fækkað skipum í rekstri og breytt flutningsleiðum vegna COVID-19. Heildsalar segjast ekki verða varir við skort eða truflanir í innflutningi, hingað komi öll aðföng og matvæli sem hafi verið pöntuð, einu hnökrarnir tengist kannski klósettpappír - en það skrifast ekki á skort heldur aukna eftirspurn. 
08.04.2020 - 15:01
Lítil sem engin röskun orðið á vöruflutningum
Eimskip og Samskip hafa gert tímabundnar breytingar á leiðakerfum sínum og fækkað skipum vegna Covid-19. Icelandair Cargo nýtir farþegaflug til vöruflutninga. Lítil röskun hefur þó orðið á flutningum til og frá landinu.
07.04.2020 - 11:34
Samkeppniseftirlitið fær að halda gögnum Eimskips
Samkeppniseftirlitið fær að halda þeim gögnum sem það hefur lagt hald á hjá Eimskipi í tengslum við rannsókn á meintu ólögmætu samráði fyrirtækisins við Samskip.
Niðurstaðan vekur furðu
Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir samstarfssamning Eimskips og grænlenska ríkisskipafyrirtækisins Royal Arctic Line. Helsti keppinautur Eimskips segir ákvörðunina án fordæma og til þess fallna að styrkja enn frekar markaðsráðandi stöðu Eimskips.
15.09.2019 - 12:29