Færslur: samræmd próf

Fá leyfi til að fresta samræmdum prófum
Menntamálastofnun hefur gefið leyfi til skólastjórnenda til að fresta samræmdum prófum í íslensku hjá 9. bekk. Áætlað var að allir 9. bekkir á landinu myndu taka prófið í morgun en tæknileg vandamál komu upp. Hluti nemenda gat því ekki tekið prófið.
07.03.2018 - 11:06
Tæknilegir örðugleikar í samræmdum prófum
Kerfið sem heldur utan um samræmd próf, sem um 4.000 nemendur í 9. bekkjum grunnskóla taka í dag, hefur hikstað í morgun sökum álags. Sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun segir þetta mikil vonbrigði en að unnið sé að útbótum.
07.03.2018 - 09:40
Samræmd próf hefjast í dag
Samræmd próf nemenda í níunda bekk hefjast í dag með prófi í íslensku. Alls þreyta rúmlega 4.300 níundu bekkingar í um 140 grunnskólum landsins íslenskuprófið í dag, próf í stærðfræði á morgun og ensku á föstudaginn.
07.03.2018 - 06:39
Fá ekki að sjá spurningarnar, bara svörin
Um 30% nemenda nýttu sér stuðningsúrræði á samræmdu prófunum í ár, sem er um helmingi fleiri en fyrir fimm árum. Nemendur fá ekki að sjá úrlausn prófanna, en fá að sjá sambærileg dæmi og útskýringu á hvaða hæfni var metin.
14.03.2017 - 12:22
Óvissa vegna breytinga á samræmdum prófum
Það hefði mátt vera skýrara að hæfniviðmið fyrir samræmt próf í níunda bekk var það sama og fyrir samræmda prófið í tíunda bekk. Þetta segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Hann segir það hafa verið ákvörðun Menntamálaráðuneytisins að gefa framhaldsskólum færi á að nota niðurstöður samræmdra prófa við inntöku nýnema. 
08.03.2017 - 17:47
Gagnrýna breytingar á notkun samræmdra prófa
Grunnskólakennarar eru margir óánægðir með breytt fyrirkomulag samræmdra prófa. Kennari í Hagaskóla segir að með því að gefa framhaldsskólum grænt ljós á að nota niðurstöður prófanna við móttöku nýnema séu prófin aftur orðin sú grýla sem þau voru.
08.03.2017 - 14:45
Óháð úttekt á skólastarfi í Eyjum
Fræðsluráð Vestmannaeyjabæjar ætlar að fá óháðan aðila til að gera faglega úttekt á starfi Grunnskóla Vestmannaeyja. Ráðið miðar við að úttektin fari fram í byrjun komandi árs og að niðurstöður liggi fyrir ekki síðar en undir lok vorannar. Ákvörðun fræðsluráðsins kemur í kjölfar niðurstaðna samræmdra könnunarprófa í haust.
28.12.2015 - 11:03
  •