Færslur: samræmd próf

Engin samræmd próf í ár
Samræmd könnunarpróf verða ekki lögð fyrir á þessu skólaári. Þetta segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.
22.02.2022 - 15:47
Valkvæð könnunarpróf hefjast í dag
Fyrirlagning valkvæðra könnunarprófa nemenda í níunda bekk grunnskóla hefst í dag, 17. mars og stendur til 30. apríl næstkomandi. Rafræn könnunarpróf hafa verið lögð fyrir nemendur í 4., 7. og 9. bekkjum allt frá árinu 2016 en af því verður ekki þetta árið.
Myndskeið
Annaðhvort nýtt kerfi eða pappírspróf
Forstjóri Menntamálastofnunar segir að rafrænt prófakerfi fyrir samræmd próf sé nú fullreynt og að það verði ekki notað framar. Fáist ekki nýtt kerfi verði prófin lögð fyrir á pappír. Undanfarin ár hefur stofnunin ítrekað bent menntamálaráðuneytinu á að kerfið sé úrelt og óhentugt, kominn sé tími til að fé sé lagt í innviði menntunar.
Nýtt kerfi fyrir samræmdu prófin nauðsynlegt
Forstjóri Menntamálastofnunar segir nýtt prófakerfi fyrir rafræn samræmd próf nauðsynlegt. Með núverandi kerfi náist ekki að uppfylla þau viðmið sem kveðið er á um í Aðalnámskrá grunnskóla.
Óskar eftir skýringum frá Menntamálastofnun
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir algjörlega óásættanlegt að nemendur í níunda bekk hafi í gær orðið fyrir óþægindum vegna tæknilegra vandamála í samræmdum prófum. Menntamálstofnun þurfi að úrskýra hvað fór úrskeiðis. Nemendur taka prófið aftur á næstu tveimur vikum.
09.03.2021 - 13:35
Ekki hægt að bjóða krökkunum upp á þetta
Það voru allir að detta út, segja nemendur í níunda bekk sem lentu í því í samræmdu prófi í íslensku í gær að prófakerfið hrundi. Umboðsmaður barna segir ekki hægt að bjóða börnum upp á þessar aðstæður. Forstjóri Menntamálastofnunar segir að stofnunin hafi ítrekað bent menntamálayfirvöldum á að prófakerfið anni ekki þessu verkefni og hefur sent menntamálaráðherra tólf minnisblöð undanfarin ár þar sem knúið er á um breytingar.
Viðtal
Góð tímasetning til að endurskoða tilgang prófanna
Samræmd próf hafa ekki breyst í takt við breyttar áherslur í núverandi aðalnámskrá sem þó er frá árinu 2011, að mati Álfhildar Leifsdóttur, kennara á Sauðárkróki. Því sé góð tímasetning nú, í ljósi tæknilegra vandræða í gær, til að endurskoða tilgang þeirra.
09.03.2021 - 10:28
Tryggi fullnægjandi kerfi eða felli próf alfarið niður
Umboðsmaður barna segir óásættanlegt að ítrekað séu lögð fyrir samræmd próf í prófaserfi sem af skipuleggjendum er metið „algjörlega ófullnægjandi.“ Frestun prófa feli í sér aukið álag fyrir nemendur og því nauðsynlegt að menntamálaráðuneytið taki tafarlaust af skarið . Annað hvort verði tryggt að prófakerfið sé fullnægjandi eða samræmd próf verði alfarið felld niður.
09.03.2021 - 00:06
Samræmdum könnunarprófum frestað fram í næstu viku
Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir að taka þurfi af allan vafa um að rafrænt prófakerfi við samræmd próf standist álag. Því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta prófum í stærðfræði og ensku sem átti að halda á morgun og miðvikudag.
08.03.2021 - 16:12
Vandræði í morgun við rafrænt samræmt íslenskupróf
Hluti þeirra níundabekkjarnemenda sem áttu að þreyta rafrænt samræmt íslenskupróf í morgun lenti í vandræðum með að tengjast prófakerfinu eða missti ítrekað samband við það. Menntamálastofnun vinnur nú að greiningu vandans og metur í kjölfarið til hvaða bragðs verður tekið varðandi framhald samræmdra prófa.
08.03.2021 - 11:45
220 sjöundu bekkingar í sóttkví og taka próf í október
Kórónuveirufaraldurinn setur mark sitt á samræmd próf í 7. bekk sem fara fram í dag og á morgun. Af um 4.300 nemendum sem þreyta próf í íslensku í dag eru 220 í sóttkví. Nemendur í sóttkví bíða með próftökuna fram til 12. og 13.október hver í sínum skóla.
24.09.2020 - 09:49
Nemendur í sóttkví taka samræmd próf síðar
Grunnskólanemendum sem eru í sóttkví og geta því ekki tekið samræmd próf í næstu viku verður boðið að taka prófin síðar. Þetta segir Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs hjá Menntamálastofnun, í samtali við fréttastofu.
19.09.2020 - 18:16
Ekki verið rætt að fresta samræmdum prófum
Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs hjá Menntamálastofnun, segir ekki hafa verið til umræðu að fresta samræmdum prófum í Álftamýrar- og Hvassaleitisskóla. Nemendur í 7. bekk skólanna taka samræmd próf í íslensku og stærðfræði 24. og 25. september en enn er ekki búið að setja skólana.
27.08.2020 - 18:22
Samræmdu prófin byrjuðu í morgun
Hin árlegu Samræmdu könnunarpróf grunnskólanna hófust í morgun þegar tæplega 4.000 nemendur í 7. bekk þeyttu próf. Um 8.800 nemendur úr 4. og 7. bekk munu á næstu dögum taka próf í íslensku og í stærðfræði.
19.09.2019 - 16:38
Viðtal
Samræmd próf mismuni börnum með annað móðurmál
Skólastjóra Grunnskólans á Suðureyri svíður óréttlæti í garð barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli þegar kemur að samræmdum prófum. Hún segir menningarlegan mismun innbyggðan í matskerfi Menntamálastofnunnar. Samræmd próf mæli það sem sé auðveldast að mæla en ekki endilega það sem sé gagnlegast að vita.
26.09.2018 - 12:01
Vill fá upplýsingar um kostnað samræmdra prófa
Menntamálaráðherra hefur óskað eftir því að Menntamálastofnun taki saman upplýsingar um kostnað vegna framkvæmdar á samræmdu könnunarprófunum í íslensku og ensku í vor. Einnig að leitað verði eftir því að fyrirtækið Assessment Systems, sem sá um framkvæmdina, taki þátt í ófyrirséðum viðbótarútgjöldum Menntamálastofnunar.
01.06.2018 - 07:01
Viðtal
Kemur til greina að hætta með samræmd próf
Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, segir að borgin hafi ekki tekið ákvörðun um það hvort hætt verði við að leggja fyrir samræmd próf í skólum borgarinnar eins og stjórnendur Garðaskóla í Garðabæ hafa gert. Ekkert sé þó útilokað í þeim efnum.
15.03.2018 - 09:36
Niðurstaða fæst um samræmd próf síðar í dag
Menntamálaráðherra og fulltrúar Menntamálastofnunar hafa ákveðið hvernig brugðist verði við þeim vandræðum sem komu upp við samræmdu prófin í síðustu viku. Ekki verður greint frá niðurstöðum fundarins fyrr en síðar í dag. Hvort prófin verði endurtekin, hvort niðurstöður gildi í þeim prófum sem nemendur náu að ljúka og hvort nemendur fái að vita hvernig þeir stóðu sig í prófunum.
14.03.2018 - 12:27
Þau fara yfir mistökin við samræmdu prófin
Menntamálastofnun hefur ráðið þrjá óháða sérfræðinga til að fara yfir ferlið við fyrirlögn samræmdra könnunarprófa og leitað ráða hjá fyrrverandi forstöðumanni. Námsmatsstofnunar
14.03.2018 - 11:00
Samræmdu prófi í ensku frestað
Menntamálastofnun hefur ákveðið að fresta samræmdu prófi í ensku vegna tæknilegra örðugleika í prófakerfinu í morgun. Í tilkynningu kemur fram að hnökrar hafi verið í kerfinu og að vandamál tengt álagi hafi aftur komið upp en hætta þurfti við íslenskuprófið á miðvikudag af sömu ástæðu.
09.03.2018 - 09:36
Ráðuneyti harmar framkvæmd samræmdra prófa
Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.
Samræmd próf ganga samkvæmt áætlun
Nemendur í 9. bekkjum grunnskóla landsins taka í dag samræmd próf í stærðfræði. Á vef Menntamálastofnunar segir að allt gangi samkvæmt áætlun. Klukkan 9 voru um 3.000 nemendur að taka prófið.
08.03.2018 - 09:34
Samræmd próf halda áfram í dag
Samræmd könnunarpróf í stærðfræði verða í dag lögð fyrir alla níundu bekkinga landsins, alls rúmlega fjögur þúsund nemendur. Menntamálastofnun telur að tekist hafi að fyrirbyggja að samskonar vandamál komi upp í dag og gerðist í íslenskuprófinu í gær. Þá komu upp tæknileg vandamál sem gerðu það að verkum að nemendur gátu ekki tekið prófið og senda varð stóran hluta nemenda heim.
08.03.2018 - 06:12
Telur samræmd próf draga úr áhuga á íslensku
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, telur að niðurstaða samræmdra prófa í íslensku segi ekkert um málnotkun og málkunnáttu nemenda. Hins vegar séu þau sérlega vel til þess fallin að draga úr áhuga þeirra á móðurmálinu. Þetta segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni.
07.03.2018 - 16:48
Skólastjóri telur samræmda prófið ómarktækt
Skólastjóri telur að samræmd próf níunda bekkjar í íslensku séu ómarktæk. Prófin eru rafræn og til stóð að nemendur í níunda bekk á öllu landinu myndu taka prófið í morgun. Aðeins hluta nemendanna tókst að ljúka prófunum, sumum við erfiðar aðstæður.
07.03.2018 - 16:20