Færslur: samræmd próf

220 sjöundu bekkingar í sóttkví og taka próf í október
Kórónuveirufaraldurinn setur mark sitt á samræmd próf í 7. bekk sem fara fram í dag og á morgun. Af um 4.300 nemendum sem þreyta próf í íslensku í dag eru 220 í sóttkví. Nemendur í sóttkví bíða með próftökuna fram til 12. og 13.október hver í sínum skóla.
24.09.2020 - 09:49
Nemendur í sóttkví taka samræmd próf síðar
Grunnskólanemendum sem eru í sóttkví og geta því ekki tekið samræmd próf í næstu viku verður boðið að taka prófin síðar. Þetta segir Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs hjá Menntamálastofnun, í samtali við fréttastofu.
19.09.2020 - 18:16
Ekki verið rætt að fresta samræmdum prófum
Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs hjá Menntamálastofnun, segir ekki hafa verið til umræðu að fresta samræmdum prófum í Álftamýrar- og Hvassaleitisskóla. Nemendur í 7. bekk skólanna taka samræmd próf í íslensku og stærðfræði 24. og 25. september en enn er ekki búið að setja skólana.
27.08.2020 - 18:22
Samræmdu prófin byrjuðu í morgun
Hin árlegu Samræmdu könnunarpróf grunnskólanna hófust í morgun þegar tæplega 4.000 nemendur í 7. bekk þeyttu próf. Um 8.800 nemendur úr 4. og 7. bekk munu á næstu dögum taka próf í íslensku og í stærðfræði.
19.09.2019 - 16:38
Viðtal
Samræmd próf mismuni börnum með annað móðurmál
Skólastjóra Grunnskólans á Suðureyri svíður óréttlæti í garð barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli þegar kemur að samræmdum prófum. Hún segir menningarlegan mismun innbyggðan í matskerfi Menntamálastofnunnar. Samræmd próf mæli það sem sé auðveldast að mæla en ekki endilega það sem sé gagnlegast að vita.
26.09.2018 - 12:01
Vill fá upplýsingar um kostnað samræmdra prófa
Menntamálaráðherra hefur óskað eftir því að Menntamálastofnun taki saman upplýsingar um kostnað vegna framkvæmdar á samræmdu könnunarprófunum í íslensku og ensku í vor. Einnig að leitað verði eftir því að fyrirtækið Assessment Systems, sem sá um framkvæmdina, taki þátt í ófyrirséðum viðbótarútgjöldum Menntamálastofnunar.
01.06.2018 - 07:01
Viðtal
Kemur til greina að hætta með samræmd próf
Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, segir að borgin hafi ekki tekið ákvörðun um það hvort hætt verði við að leggja fyrir samræmd próf í skólum borgarinnar eins og stjórnendur Garðaskóla í Garðabæ hafa gert. Ekkert sé þó útilokað í þeim efnum.
15.03.2018 - 09:36
Niðurstaða fæst um samræmd próf síðar í dag
Menntamálaráðherra og fulltrúar Menntamálastofnunar hafa ákveðið hvernig brugðist verði við þeim vandræðum sem komu upp við samræmdu prófin í síðustu viku. Ekki verður greint frá niðurstöðum fundarins fyrr en síðar í dag. Hvort prófin verði endurtekin, hvort niðurstöður gildi í þeim prófum sem nemendur náu að ljúka og hvort nemendur fái að vita hvernig þeir stóðu sig í prófunum.
14.03.2018 - 12:27
Þau fara yfir mistökin við samræmdu prófin
Menntamálastofnun hefur ráðið þrjá óháða sérfræðinga til að fara yfir ferlið við fyrirlögn samræmdra könnunarprófa og leitað ráða hjá fyrrverandi forstöðumanni. Námsmatsstofnunar
14.03.2018 - 11:00
Samræmdu prófi í ensku frestað
Menntamálastofnun hefur ákveðið að fresta samræmdu prófi í ensku vegna tæknilegra örðugleika í prófakerfinu í morgun. Í tilkynningu kemur fram að hnökrar hafi verið í kerfinu og að vandamál tengt álagi hafi aftur komið upp en hætta þurfti við íslenskuprófið á miðvikudag af sömu ástæðu.
09.03.2018 - 09:36
Ráðuneyti harmar framkvæmd samræmdra prófa
Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.
Samræmd próf ganga samkvæmt áætlun
Nemendur í 9. bekkjum grunnskóla landsins taka í dag samræmd próf í stærðfræði. Á vef Menntamálastofnunar segir að allt gangi samkvæmt áætlun. Klukkan 9 voru um 3.000 nemendur að taka prófið.
08.03.2018 - 09:34
Samræmd próf halda áfram í dag
Samræmd könnunarpróf í stærðfræði verða í dag lögð fyrir alla níundu bekkinga landsins, alls rúmlega fjögur þúsund nemendur. Menntamálastofnun telur að tekist hafi að fyrirbyggja að samskonar vandamál komi upp í dag og gerðist í íslenskuprófinu í gær. Þá komu upp tæknileg vandamál sem gerðu það að verkum að nemendur gátu ekki tekið prófið og senda varð stóran hluta nemenda heim.
08.03.2018 - 06:12
Telur samræmd próf draga úr áhuga á íslensku
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, telur að niðurstaða samræmdra prófa í íslensku segi ekkert um málnotkun og málkunnáttu nemenda. Hins vegar séu þau sérlega vel til þess fallin að draga úr áhuga þeirra á móðurmálinu. Þetta segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni.
07.03.2018 - 16:48
Skólastjóri telur samræmda prófið ómarktækt
Skólastjóri telur að samræmd próf níunda bekkjar í íslensku séu ómarktæk. Prófin eru rafræn og til stóð að nemendur í níunda bekk á öllu landinu myndu taka prófið í morgun. Aðeins hluta nemendanna tókst að ljúka prófunum, sumum við erfiðar aðstæður.
07.03.2018 - 16:20
Skoða hvort aðstæður í prófi voru viðunandi
Nemendur sem ekki gátu lokið við samræmd próf í íslensku í morgun fá að taka prófið á næstunni. Hluti nemenda gat lokið við prófið en sums staðar við erfiðar aðstæður vegna tæknilegra vandamála á meðan þau voru að taka prófið. Þegar leið á morguninn var prófinu frestað um óákveðinn tíma.
07.03.2018 - 14:20
Fá leyfi til að fresta samræmdum prófum
Menntamálastofnun hefur gefið leyfi til skólastjórnenda til að fresta samræmdum prófum í íslensku hjá 9. bekk. Áætlað var að allir 9. bekkir á landinu myndu taka prófið í morgun en tæknileg vandamál komu upp. Hluti nemenda gat því ekki tekið prófið.
07.03.2018 - 11:06
Tæknilegir örðugleikar í samræmdum prófum
Kerfið sem heldur utan um samræmd próf, sem um 4.000 nemendur í 9. bekkjum grunnskóla taka í dag, hefur hikstað í morgun sökum álags. Sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun segir þetta mikil vonbrigði en að unnið sé að útbótum.
07.03.2018 - 09:40
Samræmd próf hefjast í dag
Samræmd próf nemenda í níunda bekk hefjast í dag með prófi í íslensku. Alls þreyta rúmlega 4.300 níundu bekkingar í um 140 grunnskólum landsins íslenskuprófið í dag, próf í stærðfræði á morgun og ensku á föstudaginn.
07.03.2018 - 06:39
Fá ekki að sjá spurningarnar, bara svörin
Um 30% nemenda nýttu sér stuðningsúrræði á samræmdu prófunum í ár, sem er um helmingi fleiri en fyrir fimm árum. Nemendur fá ekki að sjá úrlausn prófanna, en fá að sjá sambærileg dæmi og útskýringu á hvaða hæfni var metin.
14.03.2017 - 12:22
Óvissa vegna breytinga á samræmdum prófum
Það hefði mátt vera skýrara að hæfniviðmið fyrir samræmt próf í níunda bekk var það sama og fyrir samræmda prófið í tíunda bekk. Þetta segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Hann segir það hafa verið ákvörðun Menntamálaráðuneytisins að gefa framhaldsskólum færi á að nota niðurstöður samræmdra prófa við inntöku nýnema. 
08.03.2017 - 17:47
Gagnrýna breytingar á notkun samræmdra prófa
Grunnskólakennarar eru margir óánægðir með breytt fyrirkomulag samræmdra prófa. Kennari í Hagaskóla segir að með því að gefa framhaldsskólum grænt ljós á að nota niðurstöður prófanna við móttöku nýnema séu prófin aftur orðin sú grýla sem þau voru.
08.03.2017 - 14:45
Óháð úttekt á skólastarfi í Eyjum
Fræðsluráð Vestmannaeyjabæjar ætlar að fá óháðan aðila til að gera faglega úttekt á starfi Grunnskóla Vestmannaeyja. Ráðið miðar við að úttektin fari fram í byrjun komandi árs og að niðurstöður liggi fyrir ekki síðar en undir lok vorannar. Ákvörðun fræðsluráðsins kemur í kjölfar niðurstaðna samræmdra könnunarprófa í haust.
28.12.2015 - 11:03