Færslur: Samóa

Kom að læstum dyrum í eigin embættistöku
Fiame Naomi Mata'afa, nýkjörinn forsætisráðherra Samóa, var sett í embætti í dag við sérstaka athöfn. Hún kom að læstum dyrum þegar formleg innsetning hennar átti að vera í þinghúsi eyríkisins.
24.05.2021 - 06:22
Útgöngubanni vegna mislingafaraldurs aflétt á Samóa
Tekist hefur að koma böndum á mislingafaraldurinn sem geisað hefur á Samóaeyjum, að sögn heilbrigðisyfirvalda þar í landi, og hefur útgöngubanni sem gilt hefur á eyjunum í sex vikur nú loks verið aflétt.
29.12.2019 - 06:27
Andstæðingur bólusetninga handtekinn á Samóa
Andstæðingur bólusetninga var handtekinn á Samóa í gær. Áróður gegn bólusetningum verður ekki umborinn í landinu að sögn yfirvalda. Tugir barna hafa látið lífið af völdum mislinga á Samóa síðan faraldur sjúkdómsins hófst um miðjan október.
06.12.2019 - 06:53
Bólusetningarátak á Samóaeyjum
Yfirvöld á Samóaeyjum hafa hvatt íbúa að setja rauða veifu við híbýli sín séu þar einhverjir sem ekki hafa verið bólusettir gegn mislingum. Gengið verður hús úr húsi á Samóa í dag og á morgun til að bólusetja fólk gegn sjúkdómnum. 
04.12.2019 - 08:16
Myndskeið
Nær 50 börn látin í mislingafaraldri á Samóa
Nærri 50 börn undir fimm ára aldri hafa látist í mislingafaraldri á Samóa. Sjúkdómurinn breiddist hratt út vegna dræmrar þátttöku í bólusetningu. Um helmingur barnanna sem létust úr sjúkdómnum voru yngri en eins árs. 
03.12.2019 - 20:00
Ætla að bólusetja alla undir sextugu
Ekkert lát er á mislingafaraldrinum á Samóaeyjum. Um helgina dóu þar fimm börn úr sjúkdómnum. Fimmtíu og þrír hafa dáið úr mislingum á Samóa síðan sjúkdómurinn blossaði þar upp í október. 
02.12.2019 - 08:52
Mislingafaraldur versnar á Samóa
Að minnsta kosti tuttugu hafa látist í Kyrrahafsríkinu Samóa af völdum mislingafaraldurs, þar af nítján börn undir fjögurra ára aldri. Ellefu börn til viðbótar eru alvarlega veik á sjúkrahúsi.
22.11.2019 - 08:29
Skyldubólusetning fyrir alla á Samóa
Stjórnvöld á kyrrahafsríkinu Samóa hyggjast innleiða skyldubólusetningu gegn mislingum þar í landi. Neyðarástandi var lýst yfir á Samóa á föstudag vegna mislingafaraldurs sem þar geisar og hefur dregið minnst sex börn til dauða, flest undir tveggja ára aldri. Mislingafaraldur geisar líka á nágrannaeyjunni Bandaríska Samóa, Tonga, Fiji og fleiri eyríkjum Kyrrahafsins. Ástandið er þó langverst á Samóa, þar sem yfir 700 mislingasmit hafa greinst.
18.11.2019 - 06:36
Mannskæður mislingafaraldur á Kyrrahafseyjum
Stjórnvöld á Kyrrahafseyjunni Samóa hafa lýst yfir neyðarástandi vegna nokkurra dauðsfalla, sem talin eru afleiðing mislingafaraldurs á eyríkinu. Öllum skólum hefur verið lokað og leggja yfirvöld sig fram um að koma í veg fyrir allar fjöldasamkomur og mannsöfnuð yfirhöfuð.
17.11.2019 - 08:23