Færslur: Samningar
Segir frið aðeins nást við samningaborðið
Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti segir hersveitir landsins hafa valdið innrásarher Rússa gríðarmiklu tjóni. Hann segir aðeins hægt að binda enda á stríðið með samningum. Þetta kom fram í viðtali við Zelensky á úkraínskri sjónvarpsstöð í gær.
22.05.2022 - 04:30
Costa heitir aðstoð við endurbyggingu skóla í Úkraínu
Forseti Úkraínu segir að hátt í tvö þúsund skólar hafi eyðilagst í hernaðaraðgerðum Rússa í landinu. Forsætisráðherra Portúgals heitir aðstoð við endurreisn skólanna.
22.05.2022 - 00:10
Örlögum flóttafólks mótmælt í Venesúela
Stjórnvöld eyríkisins Trínidad og Tóbagó sendu 35 flóttamenn frá Venesúela aftur til síns heima í gær. Örlögum fólksins var mótmælt við sendiráð Trínidad í höfuðborg Venesúela.
12.02.2022 - 06:54
Hagnaður af álverinu að nýju
Umskipti hafa orðið í rekstri álversins í Straumsvík með hækkandi álverði og nýjum raforkusamningi við Landsvirkjun. Álverið skilar því hagnaði og er keyrt áfram á fullum afköstum.
17.09.2021 - 05:57
Fyrirtaka vegna lífeyrisskuldbindinga yfirlögregluþjóna
Mál Óskars Bjartmarz, fyrrverandi formanns félags yfirlögregluþjóna, gegn Ríkislögreglustjóra vegna lífeyrissamkomulags Haraldar Johannessen fyrrverandi ríkislögreglustjóra við hluta yfirlögregluþjóna við embættið, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
18.03.2021 - 11:21
Aðgengi almennings að opinberum skjölum staðfest
Ísland hefur nú staðfest samning Evrópuráðsins um aðgang að opinberum skjölum, kenndan við Tromsö í Noregi. Þeim ríkjum sem staðfesta hann ber að virða samræmdar lágmarksreglur um upplýsingarétt almennings.
15.02.2021 - 11:32
Miklar markaðssveiflur eftir að Pfizer-samningur brást
Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um 17 af hundraði skömmu eftir opnun markaða í morgun. Gengið styrktist nokkuð í kjölfarið en lækkunin nemur nú um 13%.
10.02.2021 - 11:08
Samningaviðræður Breta og ESB halda áfram á morgun
Samningaviðræður fulltrúa Breta og Evrópasambandsins um viðskiptasamning eftir útgöngu Breta um áramót halda áfram á morgun, sunnudag.
05.12.2020 - 23:22
Ljúka þarf Brexit-samningi fyrir miðjan október
Viðskiptasamningur við Evrópusambandið í kjölfar útgöngu Breta verður að vera tilbúinn eigi síðar en fimmtánda október. Þessu lýsti Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands yfir í dag.
07.09.2020 - 00:27
Þrátefli í kortunum í aðdraganda áttundu lotu viðræðna
Bretland þiggur ekki að verða einhvers konar fylgiríki Evrópusambandsins eftir að samkomulag næst um endanlegt brotthvarf úr sambandinu. Þetta segir David Frost aðalsamningamaður Breta.
05.09.2020 - 23:08
Sádar ekki tilbúnir í diplómatísk tengsl við Ísraela
Yfirvöld í Sádí-Arabíu ætla sér ekki að koma á diplómatískum tengslum við Ísrael fyrr en stjórnvöld þar hafa friðmælst við Palestínumenn.
19.08.2020 - 17:55
Stefnir í að Ísrael og Súdan friðmælist
Súdan og Ísrael virðast vera að stíga skref í átt til friðar. Talsmaður utanríkisráðuneytis Súdan sagðist ekki geta neitað að friðarviðræður væru í farvatninu.
18.08.2020 - 19:10
Sjöunda lota viðræðna Breta og Evrópusambandsins hefst
Aðalsamningamenn Bretlands og Evrópusambandsins ætla að ræða saman yfir kvöldverði í kvöld. Enn ber talsvert í milli, einkum hvað snertir gagnkvæm fiskveiðiréttindi og jöfn samkeppnisskilyrði.
18.08.2020 - 17:50
Sögulegar sættir Ísraels og Arabísku furstadæmanna
Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa komist að friðarsamkomulagi. Þetta tilkynntu Donald Trump Bandaríkjaforseti, Benjamin Netanyahu og Mohammed Al Nayhan krónprins furstadæmanna í sameiginlegri yfirlýsingu í dag.
13.08.2020 - 17:02
Þrjú félög KÍ undirrita kjarasamning
Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélag Íslands skrifuðu undir nýja kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í nótt og í morgun.
10.07.2020 - 14:47
Friðarsamningur Ísreala og Jórdana í uppnámi
Áætlanir Ísraelsstjórnar um innlimun landssvæða á vesturbakka Jórdanár gætu stefnt friðarsamningnum við Jórdaníu í hættu. Hluti svæðisins er í Jórdandalnum við landamæri Jórdaníu.
25.06.2020 - 04:22
Verkfallsvopnið komið á loft
Það stefnir í verkföll strax eftir páska eða upp úr næstu mánaðamótum. Eftir að Starfsgreinasambandið sleit viðræðum við SA gær er hafin undirbúningur verkfalla. Félagsmenn mun á næstunni greiða atkvæði um hvort til verkfalla verður boðað.
11.03.2015 - 16:42