Færslur: Samninganefnd ríkisins

Fráleitt að kröfur ríkisins ógni flugöryggi
Samninganefnd ríkisins telur fráleitt að kröfur nefndarinnar í kjaraviðræðum við Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, ógni flugöryggi í störfum Landhelgisgæslunnar enda sé flugöryggi tryggt með lögum. Flugmennirnir sögðu í ályktun í gær að vegið væri að flugöryggi með kröfunni um afnám starfsaldurslista flugmanna Landhelgisgæslunnar.
Samningur framhaldsskólakennara og ríkisins í höfn
Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólumskrifuðu í dag undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við ríkið. Nýja samningnum er ætlað að gilda frá 1. janúar 2021 til 31. mars 2023.
Spegillinn
Verra en versta niðurstaðan
Gerðardómur fellst ekki á kröfu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni um að kjarasamningur þeirra við ríkið verði tengdur aðalsamningi þeirra við Icelandair. Það hafi í raun verið bannað samkvæmt lögum frá 2006. Flugvirkjar eru ekki sáttir og segja að niðurstaðan sé verri en versta hugsanlega niðurstaðan.
Ræða aukagreiðslur vegna COVID-álags
Kjarasamningar framhaldsskólakennara við ríkið renna út um áramótin. Guðjón Hreinn Hauksson formaður félags þeirra er uggandi yfir hægum gangi viðræðna. Kennarar hafa lagt til við samningaborðið að þeir fái aukagreiðslur vegna mikils álags í starfi í faraldrinum.
Spegillinn
Gerðardómur skili eigi síðar en 1. september
Ef miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins verður samþykkt á gerðardómur að skila úrskurði eigi síðar en 1. september. Ef tillagan verður felld verða að líða rúmar tvær vikur þar til verkfall gæti hafist. Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst á morgun og lýkur á laugardag.