Færslur: Samkomutakmarkanir

Gripið til samkomutakmarkana í Toronto
Yfirvöld í Ontariofylki í Kanada hafa fyrirskipað miklar samkomutakmarkanir í Toronto, stærstu borg landsins. Aðgerðirnar hefjast á mánudag og ná einnig til nágrannasveitarfélaga borgarinnar.
21.11.2020 - 07:14
Myndskeið
Óljóst með skipulag skólastarfs á morgun
Reglugerð um hvernig haga skuli takmörkunum í skóla- og íþróttastarfi barna var birt fyrir fáum klukkustundum. Því hefur ekki náðst að skipuleggja hvernig því verður nákvæmlega háttað á morgun. Íþróttafélög eru tilbúin að taka á móti börnum á æfingar þrátt fyrir óvissuna. Von er á tillögum forsætisráðherra um fyrirkomulag á landamærum á föstudaginn. 
Góðar niðurstöður og við vitum hvað þarf til
Þetta er góðar niðurstöður, segir sóttvarnalæknir um fá innanlandssmit í gær. Hann segir almenning vita hvað þurfi til svo árangurinn verði áfram góður. Innanlandssmit hafa nú verið færri en 30 á dag í sautján daga og undir tíu síðustu þrjá daga. 
Myndskeið
Börn í 5. - 7. bekk mega vera grímulaus
Grímuskylda grunnskólabarna í 5. til 7. bekk verður afnumin frá og með miðvikudegi og tveggja metra reglan líka. Tveir nýir kórónuveirustofnar sem valdið hafa hópsýkingum tengjast Póllandi og Bretlandi.
Myndskeið
Höfuðborgarbúar flykkjast í langþráða klippingu
Hárgreiðslufólk býst við miklu annríki þegar hárgreiðslustofur á höfuðborgasvæðinu taka til starfa á miðvikudag eftir sex vikna hlé. Einn þeirra segir að síminn hafi varla stoppað eftir að tilkynnt var um tilslakanir á sóttvörnum í gær.
14.11.2020 - 19:15
Margir á sjúkrahúsi – þrír lagðir inn á Akureyri
Áttatíu liggja nú með COVID-19 á sjúkrahúsi. Þar af eru sex á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær og voru átta þeirra utan sóttkvíar. Sóttvarnalæknir skilar fljótlega nýjum tillögum. Tveir létust úr COVID 19 á Landspítalanum í gær. 
Getum glaðst en ekki slakað, segir Þórólfur
Sóttvarnalæknir er ánægður með hvað almenningur tekur vel við sér og fer eftir tilmælum. Af 25 smitum í gær voru aðeins fimm utan sóttkvíar. Hæst hlutfall smita er á Norðurlandi eystra. Hann segir að þótt hægt sé að gleðjast yfir fækkun smita undanfarið þýði það ekki að hægt sé að hætta takmörkunum. Hann vonar að þó verði hægt að slaka að einhverju leyti á í náinni framtíð. 
Minni umferð á ný eftir hertar sóttvarnaaðgerðir
Hertar samkomutakmarkanir eru farnar að endurspeglast í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á ný, rétt eins og í fyrri bylgjum faraldursins. Merkja má samdrátt í umferð á milli vikna eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í síðustu viku.
13.10.2020 - 08:15
Talsverðar tafir og raðir á endurvinnslustöðvum
Mikilvægt er allt rusl sé vel flokkað þegar fólk kemur með það í endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Með því er hægt að forðast tafir en vegna hertra samkomutakmarkana mega mun færri vera samtímis inni á stöðvunum en vanalegt er.
Viðtal
Gagnrýnir stjórnvöld sem keyri úrræðalaus í blindni
Sífelldar breytingar á sóttvarnaaðgerðum gerir erfiða stöðu veitingamanna enn verri, segir Ásgeir Kolbeinsson sem rekur veitingastaðinn Punk. Hann segir að það að slaka á innheimtu opinberra gjalda væri skref sem vert væri að taka til að koma til móts við veitingamenn, annars eigi margir yfir höfði sér gjaldþrot.
Lögregla kom að ungmennum að stelast í sund
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu á tíunda tímanum í gærkvöld um að hópur af ungmennum væri kominn inn á lóð sundlaugar í óleyfi.
Loka söfnum í Reykjavík en gildistími korta framlengdur
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að söfn borgarinnar verði lokuð í tvær vikur frá og með deginum í dag vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Ekki var krafist lokunar safna í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra en ákvörðunin er tekin vegna þess að fjöldatakmarkanir og nálægðarmörk hefðu mikil áhrif á starfsemina.
07.10.2020 - 13:48
Allt helgihald falli niður í október
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, mælist til þess að opið helgihald falli niður í kirkjum landsins í október. Hugað verði þess í stað því að því að streyma efni til fólks.
Hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu tekið gildi
Á miðnætti tóku í gildi hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu, umfram það sem tók gildi á miðnætti aðfaranótt mánudags. Þær aðgerðir gilda annars staðar á landinu. Helsta breytingin á höfuðborgarsvæðinu er að þar er starfsemi sem krefst mikillar snertingar óheimil, mælst er til grímunotkunar í verslunum og sund- og baðstöðum hefur verið lokað. Þá hefur opnunartími veitingastaða verið skertur.
07.10.2020 - 06:34
Hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu á morgun
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu. Þær taka gildi á morgun, þann 7. október, og gilda til 19. október. Samkomutakmarkanir sem kynntar voru í gær gilda óbreyttar annars staðar á landinu.
06.10.2020 - 21:11
Myndskeið
Skiptar skoðanir á aðgerðum: „Eru ekki allir þreyttir?“
Neyðarstig almannavarna verður virkjað á miðnætti vegna útbreiðslu smita í samfélaginu. Mikill meirihluti þeirra sem greindust með veiruna í gær var ekki í sóttkví.
04.10.2020 - 20:04
Viðtal
Skilur ekki af hverju sömu aðgerðir ná yfir allt landið
Hertar sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á miðnætti ná yfir allt landið. Tryggvi Kristjánsson, framkvæmdastjóri líkamsræktarstöðvarinnar Bjargs á Akureyri, er ósáttur við það og segir Norður- og Austurland gjalda fyrir þann fjölda smita sem hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu.
04.10.2020 - 12:22
Viðbúið að innlögnum fjölgi á næstu dögum
Sóttvarnalæknir segir viðbúið að spítalainnlögnum fari fjölgandi á næstu dögum. Fjórir liggja nú á Landspítalanum með Covid-19 þar af einn á gjörgæslu og í öndunarvél.
27.09.2020 - 12:40
Hertar reglur en fjöldi smita nær óbreyttur í Danmörku
Ekki er útilokað að næturlífið í Danmörku þurfi að þola frekari takmarkanir ef ekki dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi.
13.09.2020 - 17:14
Englendingar óttast að þeir fari í jólaköttinn
Englendingar óttast að lítið verði um jólagleði þetta árið vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Bresk stjórnvöld kynntu í dag hertar takmarkanir sem fela meðal annars í sér að ekki mega fleiri en sex koma saman í Bretlandi. Bresku blöðin slá því nú upp að jólin kunni að vera í hættu, að ekkert verði af fjölmennum jólaboðum í stórum fjölskyldum ef ekki næst að koma böndum á faraldurinn.
09.09.2020 - 22:53
Faraldurinn í vexti í Bretlandi – 6 mega koma saman
Smitum hefur fjölgað á ógnarhraða í Bretlandi síðustu daga og á mánudag taka gildi hertar samkomutakmarkanir þar í landi. Þá mega aðeins 6 koma saman, hvort sem það er innandyra eða úti. Hingað til hafa 30 mátt koma saman. Breska ríkisútvarpið greinir frá en Boris Johnson forsætisráðherra gefur út sérstaka tilkynningu um nýjar takmarkanir seinna í dag.
09.09.2020 - 09:51
Fjölgar í heitum pottum með rýmkun samkomutakmarkana
Sundleikfimin hefst á ný og fleiri komast í heitu pottana í sundlaugum eftir að samkomutakmarkanir voru rýmkaðar, segir Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Í morgun vék tveggja metra reglan fyrir eins metra reglu og fjöldatakmarkanir voru rýmkaðar. Í gær máttu mest 115 fullorðnir sundgestir vera í Vesturbæjarlaug í einu en í morgun 172. Við það bætast börn sem ekki teljast með í fjöldatakmörkunum.
07.09.2020 - 20:52
Eins metra regla hefur tekið gildi
Á miðnætti tóku gildi nýjar reglur um samkomutakmarkanir, sem heilbrigðisráðherra boðaði fyrir helgi. Nú mega 200 koma saman í stað 100 áður, og eins metra nálægðarregla er nú við lýði í stað tveggja metra reglu áður.
07.09.2020 - 07:06
200 mega koma saman og eins metra regla tekur gildi
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur gefið út auglýsingu um að rýmri samkomutakmarkanir taki gildi mánudaginn 7. september. Þá mega koma saman 200 í stað 100 og tveggja metra nálægðarreglu verður breytt í eins metra nálægðarreglu. Hingað til hefur eins metra nálægðarregla gilt í framhalds- og háskólum. Breytingarnar eru í samræmi við tillögur sem Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sendi Svandísi á miðvikudag.
04.09.2020 - 11:20