Færslur: Samkomutakmarkanir

Viðburðahald komið á fullt aftur
Menningarlíf og viðburðahald er komið á fullt skrið aftur og ljóst að fólk þyrstir í að koma saman. Viðburðastjóri Menningarfélags Akureyrar segir gleðilegt að geta haldið viðburði og sérstaklega þá sem búið hafi verið að frestað mörgum sinnum.
11.04.2022 - 13:58
Bandaríkin heimila sendifulltrúum að yfirgefa Shanghai
Bandaríkjastjórn ákvað í dag að heimila því starfsfólki sem ekki hefur brýnum skyldum að gegna við ræðismannskrifstofuna í kínversku borginni Shanghai að halda þaðan. Jafnframt var ákveðið að ráðleggja frá ferðalögum til Kína vegna harðra samkomutakmarkana.
09.04.2022 - 00:25
Kínverjar glíma enn við aukna útbreiðslu COVID-19
Stjórnvöld í Kína greina frá því að á fjórtánda þúsund nýrra kórónuveirutilfella hafi greinst í landinu undanfarinn sólarhring. Aldrei hafa greinst fleiri smit í landinu frá því faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum.
03.04.2022 - 04:20
Sjónvarpsfrétt
Mögulega aftur stórtónleikar í kortunum eftir covid
Eftir þurrkatíð undanfarin tvö ár sjá tónleikahaldarar fram á bjartari tíma. Viðræður við heimsþekkta flytjendur eru farnar á fullt og risatónleikar í kortunum.
27.03.2022 - 20:00
Talið líklegt að stjórn Abela á Möltu haldi velli
Robert Abela forsætisráðherra Möltu vonast til að endurnýja umboð sitt í þingkosningum sem háðar voru í gær. Yfirferð atkvæðaseðla hófst í nótt og rafræn talning með morgninum. Búist er við að fyrstu tölur liggi fyrir á næstu klukkustundum.
Sóttvarnar- og samkomutakmörkunum aflétt í Færeyjum
Öllum sóttvarnar- og samkomutakmörkunum vegna COVID-19 var aflétt í Færeyjum í gær. Fólki er ekki lengur ráðlagt að fara í sýnatöku og reglur um einangrun eru afnumdar.
Vonar að fólk skemmti sér án lögreglunnar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að nóttin hafi gengið framar vonum, og álagið á bráðamóttöku var minna en menn óttuðust. Erfiðlega gengur að manna allar vaktir hjá viðbragðsaðilum vegna covid-veikinda, sem þýðir að hinir þurfa að hlaupa hraðar.
Samkomutakmörkunum aflétt í Delí á Indlandi
Öllum samkomutakmörkunum og sóttvarnaráðstöfunum hefur verið aflétt í Delí höfuðborg Indlands. Opinberar tölur sýna að smitum af völdum omíkron-afbrigðisins hefur fækkað mjög og því tóku borgaryfirvöld þessa ákvörðun.
26.02.2022 - 07:12
Engar samkomutakmarkanir lengur
Öllum samkomutakmörkunum vegna COVID-19 og takmörkunum á landamærum var aflétt á miðnætti. Krafa um einangrun er einnig afnumin en finni fólk til einkenna er það hvatt til að fara í hraðpróf og mælst til að það haldi sig heima.
„Hysjaðu upp um þig eða hypjaðu þig“
Enn eykst á vandræði Borisar Johnson forsætisráðherra Bretlands en nokkur fjöldi úr nánasta starfsliði hans í Downingstræti 10 hefur sagt upp störfum síðustu daga. Ráðgjafinn Elena Narozansk ákvað í dag að láta gott heita en fjórir háttsettir starfsmenn gerðu það í gær.
Svíar aflétta nær öllum takmörkunum í næstu viku
Svíar ætla að aflétta flestum takmörkunum vegna faraldursins í næstu viku. Stjórnvöld segja þetta gert því margir séu bólusettir og að ekki sé óhóflega mikið álag á heilbrigðiskerfinu vegna veirunnar. 
03.02.2022 - 11:58
Sjötta dauðsfallið af völdum COVID-19 á Grænlandi
Sjúklingur á efri árum lést um helgina af völdum COVID-19 á sjúkrahúsi í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Því hafa sex látist af völdum sjúkdómsins þar frá því faraldurinn skall á. Strangar samkomutakmarkanir gilda í landinu.
Boris Johnson boðar breytingar í Downingstræti 10
Tólf blaðsíðna bráðabirgðaútgáfa skýrslu Sue Gray, siðameistara bresku stjórnarinnar, um samkomuhald í Downingstræti 10, híbýlum og vinnustað Boris Johnsons forsætisráðherra, var gerð opinber síðdegis. Hann flutti yfirlýsingu um skýrsluna á þingfundi á fjórða tímanum og svaraði spurningum þingmanna.
31.01.2022 - 16:23
Skýrslan um samkomur í Downingstræti afhent
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands hefur fengið afhenta skýrslu um veisluhöld í Downingstræti 10, á tímum strangra samkomutakmarkana vegna COVID-19. Gert er ráð fyrir að hún verði gerð opinber síðar í dag.
31.01.2022 - 11:59
Lýsir yfir vonbrigðum með afléttingaráætlun stjórnvalda
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær hafi valdið vonbrigðum. Hún telur að hægt hefði verið að taka mun stærri skref í afléttingum á samkomutakmörkunum.
Aldrei fór ég suður verði haldin um páskana
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður á Ísafirði verður haldin í ár, en það hefur ekki verið mögulegt að halda hátíðina með hefðbundnu sniði síðastliðin tvö ár vegna samkomutakmarkana. Stjórnvöld kynntu í gær afléttingaráætlun og sögðust bjartsýn um að í mars yrði öllum samkomutakmörkunum aflétt.
„Janúar sá versti í manna minnum“
„Janúarmánuður er sá versti í manna minnum", segir veitingamaður sem horfir fram á þriðju mánaðamótin í röð án þess að greiðslur komi frá ríkinu. Hann segir að aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar dugi ekki til og vill alvöru styrk frá stjórnvöldum.
28.01.2022 - 18:09
Tvö ár frá því óvissustigi var lýst yfir
Tvö ár eru liðin í dag frá því óvissustigi almannavarna var fyrst lýst yfir vegna kórónuveirufaraldursins. Afléttingaráætlun stjórnvalda verður kynnt á morgun.
Landlæknir Færeyja telur stutt í hámark smitbylgjunnar
Landlæknir Færeyja álítur að hámarki yfirstandandi bylgju kórónuveirufaraldursins verði senn náð. Nú er mánuður í að öllum takmörkunum verði aflétt þar.
Drykkjulæti verða kannski staðbundnari
Ekkert eiginlegt þorrablót verður haldið í Eyjafjarðarsveit í ár vegna samkomutakmarkana. Búið er að skipuleggja rafrænt blót í lok mánaðarins og segir Sigurður Friðleifsson,formaður rafrænu þorrablótsnefndarinnar ýmsa kosti við að hafa skemmtunina rafræna.
24.01.2022 - 09:04
Viðtal
Afnema aðgerðir ef mótefnarannsókn sýnir útbreitt ónæmi
Heilbrigðisráðherra bindur vonir við að hægt verði að aflétta samkomutakmörkunum fyrr en áætlað er, ef rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar leiðir í ljós að fleiri séu ónæmir fyrir veirunni en vitað er um. Smitum heldur áfram að fjölga í samfélaginu, þrátt fyrir hertar aðgerðir, en staðan á Landspítala er betri en óttast var.
21.01.2022 - 13:00
Aðgerðirnar leysa ekki undirliggjandi vanda
Stjórnarandstæðingar á þingi kalla eftir mun stórtækari aðgerðum til að leysa vanda heilbrigðiskerfisins í faraldrinum. Sóttvarna- og efnahagsaðgerðir sem kynntar voru í gær séu tilviljanakenndar og leysi ekki undirliggjandi vanda.
Helstu breytingar sem tóku gildi á miðnætti
Ekki verður lengur heimilt að hleypa fleirum inn á viðburði en fjöldatakmarkanir leyfa með því að framvísa hraðprófi. Það er samkvæmt reglugerð um sóttvarnaaðgerðir innanlands sem tóku gildi á miðnætti. Reglurnar gilda til og með miðvikudeginum 2. febrúar næstkomandi.
Ekki skaðabótaskylda vegna lokana bara og skemmtistaða
Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af skaðabótakröfu Austuráttar ehf., eiganda The English Pub. Austurátt krafðist þess að íslenska ríkið greiddi bætur vegna fjártjóns sem fyrirtækið varð fyrir þegar kveðið var á um tímabundnar lokanir kráa og skemmtistaða árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins.
14.01.2022 - 17:17
Sjónvarpsfrétt
Veitingamenn komnir á ystu nöf
Veitingamenn sjá fram á hópuppsagnir og lokanir um næstu mánaðamót verði tekjufall sem þeir hafa orðið fyrir vegna samkomutakmarkana ekki bætt á allra næstu vikum.