Færslur: Samkomutakmarkanir

Viðtal
Búast við fleiri ofbeldismálum með lengri opnunartíma
Ætla má að verkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu muni taka umtalsverðum breytingum með rýmkuðum afgreiðslutíma skemmtistaða. Tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot í miðborginni fækkaði um 50-60% í kórónuveirufaraldrinum. Þetta segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í Síðdegisútvarpinu í dag.
Andleg heilsa versnaði hjá ungmennum
Andleg líðan ungmenna versnaði í kórónuveirufaraldrinum og þunglyndiseinkenni jukust frá því sem var. Þetta sýnir fyrsta rannsókn á heimsvísu sem birt var í Lancet í gær og gerð á Íslandi. Einn höfunda greinarinnar segir að andleg heilsa næstu kynslóðar gæti orðið verri en fyrri kynslóða verði ekki spornað við. Þetta segir einn höfunda vísindagreinar, sem birt var í Lancet, um líðan 59 þúsund íslenskra ungmenna á aldrinum þrettán til átján ára. 
Ekkert smit í Skagafirði í gær — Takmörkunum aflétt
Hertum sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði og Akrahreppi var aflétt á miðnætti. Fjórir greindust með veiruna þar um helgina, allir í sóttkví. Alls er nú tuttugu og einn í einangrun í sveitarfélaginu en ekki er vitað til þess að nokkur þeirra sé alvarlega veikur. Ekkert smit greindist á svæðinu í gær.
17.05.2021 - 11:58
Vonar að hægt verði að sleppa grímum í júní eða júlí
Sóttvarnalæknir vill ekki afnema grímunotkun bólusettra eins og gert hefur verið í Bandaríkjunum. Hann vonar að hægt verði að slaka almennt á grímunotkun í júní eða júlí en þá ættu sex til sjö af hverjum tíu að hafa verið bólusett. Nokkur dæmi eru um að smit hafi greinst hjá bólusettu fólki hérlendis, segir sóttvarnalæknir.
Svandís segir hugsanlegar afléttingar í næstu viku
Til greina kemur að rýmka samkomutakmarkanir í næstu viku og auka þann fjölda sem má koma saman. Þetta segir heilbrigðisráðherra. Hugsanlega verður líka dregið úr tveggja metra fjarlægðarreglunni.
Segir ekki tímabært að slaka á sóttvörnum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki ráðlagt að slaka á sóttvarnaráðstöfunum að svo stöddu því faraldurinn gæti blossað upp að nýju.
04.05.2021 - 18:20
Sjónvarpsfrétt
Eyjamenn vongóðir og hefja brátt miðasölu á Þjóðhátíð
Skipuleggjendur fjölmennra viðburða í sumar eru mis vongóðir um að afléttingaráætlun stjórnvalda standist. Stórum tónleiknum og hátíðum hefur þegar verið aflýst en miðasala á Þjóðhátíð hefst á næstu dögum.
Um 100 manns á árshátíð á Austurlandi á föstudagskvöld
Um hundrað manns komu saman á árshátíð á Austurlandi á föstudagskvöld og málið er nú á borði ákærusviðs lögreglunnar vegna hugsanlegs brots á reglum um samkomutakmarkanir. Samkomunni var lokið þegar lögreglan á Austurlandi fékk ábendingu um meint sóttvarnabrot á samkomunni og rannsókn hófst daginn eftir.
26.04.2021 - 17:50
Svandís kynnir áætlun um afléttingar á morgun
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnir áætlun um afléttingar samkomutakmarkana fyrir næstu mánuði á ríkisstjórnarfundi á morgun. Hún sagði á Alþingi í dag að í áætluninni fælust viðmið um afléttingar með tilliti til þess hlutfalls þjóðarinnar sem hefði verið bólusett á hverjum tímapunkti.
Þórólfur fór ekki í bólusetningu
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir afþakkaði bólusetningu sem heilbrigðisstarfsmaður utan stofnana og ætlar að bíða þar til kemur að aldurshópi hans. "Ég vil fara eftir mínum eigin tilmælum,“ segir hann. Búast má við að slakað verði á sóttvarnatakmörkunum á föstudaginn. Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að skila minnisblaði í dag.
Smit fannst fyrir tilviljun - var að ná í vottorð
Tveir greindust með kórónuveirusmit utan sóttkvíar í gær og fjórir sem voru í sóttkví. 124 eru nú með COVID-19 hérlendis. Tilviljun réði því að annað smitið utan sóttkvíar kom í ljós.
Þetta eru nýju reglurnar sem taka gildi á miðnætti
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til stórhertra sóttvarnaaðgerða í ljósi aukinnar útbreiðslu smita af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar. Ákvörðun heilbrigðisráðherra byggist á tillögum sóttvarnalæknis.
Viðtal
Framhaldsskólastarf komið í nánast eðlilegt horf
Kristinn Þorsteinsson, skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands, segir að með breytingum á sóttvörnum verði framhaldsskólastarf nánast komið í eðlilegt horf. Miklar breytingar verða á félagslífi nemenda. Faraldurinn hefur þó þau áhrif að einhverjir framhaldsskólanemar munu seinka námi eða hætta jafnvel alveg.
Viðtal
Óendanlega kát með að fá aftur félagslíf í skólana
Alls mega 150 koma saman í einu í skólum frá og með morgundeginum. Þessu fagna framhaldsskólanemar mjög. Anna Sóley Stefánsdóttir, forseti Nemendafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ, er óendanlega kát með breytinguna. Í vikunni verður þegar byrjað að leggja á ráðin um viðburði. Hugsanlega verður unnt að fara í skíðaferð á næstunni.
Myndskeið
Tilslakanir ekki lagðar til - vegfarendur ánægðir
Sóttvarnalæknir hefur ekki lagt til við ráðherra að létta á takmörkunum. Vegfarendur sem fréttastofa tók tali eru þolinmóðir og hrýs hugur við að slaka á of snemma.
Umferð á höfuðborgarsvæðinu 2% minni en í fyrra
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu var tveimur prósentum minni í liðinni viku en í sömu viku á síðasta ári.
26.01.2021 - 07:04
Tónleikahaldarar ósáttir – „finnst þetta dálítið skítt“
Haukur Tryggvason, veitingamaður og tónleikahaldari á Græna hattinum á Akureyri, varð fyrir miklum vonbrigðum með þær breytingar sem gerðar voru á samkomutakmörkunum í vikunni. Hann hefur frestað öllum tónleikum fram í febrúar, hið minnsta.
15.01.2021 - 14:55
Myndskeið
Ekki hægt að slaka fyrr en ónæmi orðið útbreitt
Sóttvarnalæknir sér ekki fyrir sér að hægt verði að slaka á sóttvörnum á landamærunum fyrr en útbreitt ónæmi fyrir kórónuveirunni hefur myndast í þjóðfélaginu. Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu. Þeir sem greinast með smit á landamærunum eru flestir með íslenska kennitölu. 
Myndskeið
Lögreglan rannsakar meint brot í Landakotskirkju
Lögreglan var með töluvert eftirlit við messu sem hófst klukkan sex í kvöld í Landakotskirkju eftir að meira en fimmtíu kirkjugestir voru við messu þar klukkan eitt. Hún rannsakar nú meint brot á samkomutakmörkunum í kirkjunni.
Myndskeið
Allt of margir í messu í Landakotskirkju
Fjöldi kirkjugesta í messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag var langt yfir þeim hámarksfjölda sem sóttvarnareglur kveða á um. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mætti á staðinn og ræddi við sóknarprest að lokinni messu. Málið er nú til rannsóknar lögreglu.
03.01.2021 - 14:22
Slæmt fordæmi hjá Bjarna, segir Þórólfur
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir veru Bjarna Benediktssonar í samkvæmi í gærkvöld þar sem sóttvarnareglur voru brotnar vera slæmt fordæmi. Hann segist eiga von á að almenningur taki þessu mjög illa.
Líkur á bakslagi í janúar — „krítískur tími“
Thor Aspelund líftölfræðingur segir að staðan í faraldrinum sé krítísk. Smitstuðullinn er enn í kringum einn. Þrátt fyrir tilslakanir eigi fólk að fara áfram varlega um jólin. Líkur séu á bakslagi í janúar.
09.12.2020 - 22:04
Myndskeið
Hvað má um jól í tíu manna samkomutakmörkunum?
Tilmæli almannavarna um svokallaða jólakúlu hafa vafist fyrir mörgum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að fólk eigi að velja sér tíu til að verja hátíðunum með. Börn og fólk sem hefur fengið COVID er ekki inn í þessum takmörkunum. Hann óttast fjórðu bylgjuna í kjölfar jólanna.
09.12.2020 - 19:14
Suður-Kóreumenn bregðast við aukinni útbreiðslu COVID
Gripið verður til hertra sóttvarnaraðgerða í Suður-Kóreu vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu verður bannað að koma saman í höfuðborginni Seoul og nágrannasveitarfélögum.
07.12.2020 - 01:09
Þórdís fordæmir aðgerðir lögreglu
Þór­dís Björk Sig­urþórs­dótt­ir, íbúi í Hafnar­firði, fordæmir að lögregla hafi gengið á 16 ára stúlku og innt hana svara um fjölda gesta á heimili þar sem hún var gestkomandi. Lögregla kom á heimili Þórdísar á föstudagskvöld vegna gruns um brot á samkomutakmörkunum.