Færslur: Samkomutakmarkanir

Viðtal
Framhaldsskólastarf komið í nánast eðlilegt horf
Kristinn Þorsteinsson, skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands, segir að með breytingum á sóttvörnum verði framhaldsskólastarf nánast komið í eðlilegt horf. Miklar breytingar verða á félagslífi nemenda. Faraldurinn hefur þó þau áhrif að einhverjir framhaldsskólanemar munu seinka námi eða hætta jafnvel alveg.
Viðtal
Óendanlega kát með að fá aftur félagslíf í skólana
Alls mega 150 koma saman í einu í skólum frá og með morgundeginum. Þessu fagna framhaldsskólanemar mjög. Anna Sóley Stefánsdóttir, forseti Nemendafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ, er óendanlega kát með breytinguna. Í vikunni verður þegar byrjað að leggja á ráðin um viðburði. Hugsanlega verður unnt að fara í skíðaferð á næstunni.
Myndskeið
Tilslakanir ekki lagðar til - vegfarendur ánægðir
Sóttvarnalæknir hefur ekki lagt til við ráðherra að létta á takmörkunum. Vegfarendur sem fréttastofa tók tali eru þolinmóðir og hrýs hugur við að slaka á of snemma.
Umferð á höfuðborgarsvæðinu 2% minni en í fyrra
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu var tveimur prósentum minni í liðinni viku en í sömu viku á síðasta ári.
26.01.2021 - 07:04
Tónleikahaldarar ósáttir – „finnst þetta dálítið skítt“
Haukur Tryggvason, veitingamaður og tónleikahaldari á Græna hattinum á Akureyri, varð fyrir miklum vonbrigðum með þær breytingar sem gerðar voru á samkomutakmörkunum í vikunni. Hann hefur frestað öllum tónleikum fram í febrúar, hið minnsta.
15.01.2021 - 14:55
Myndskeið
Ekki hægt að slaka fyrr en ónæmi orðið útbreitt
Sóttvarnalæknir sér ekki fyrir sér að hægt verði að slaka á sóttvörnum á landamærunum fyrr en útbreitt ónæmi fyrir kórónuveirunni hefur myndast í þjóðfélaginu. Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu. Þeir sem greinast með smit á landamærunum eru flestir með íslenska kennitölu. 
Myndskeið
Lögreglan rannsakar meint brot í Landakotskirkju
Lögreglan var með töluvert eftirlit við messu sem hófst klukkan sex í kvöld í Landakotskirkju eftir að meira en fimmtíu kirkjugestir voru við messu þar klukkan eitt. Hún rannsakar nú meint brot á samkomutakmörkunum í kirkjunni.
Myndskeið
Allt of margir í messu í Landakotskirkju
Fjöldi kirkjugesta í messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag var langt yfir þeim hámarksfjölda sem sóttvarnareglur kveða á um. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mætti á staðinn og ræddi við sóknarprest að lokinni messu. Málið er nú til rannsóknar lögreglu.
03.01.2021 - 14:22
Slæmt fordæmi hjá Bjarna, segir Þórólfur
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir veru Bjarna Benediktssonar í samkvæmi í gærkvöld þar sem sóttvarnareglur voru brotnar vera slæmt fordæmi. Hann segist eiga von á að almenningur taki þessu mjög illa.
Líkur á bakslagi í janúar — „krítískur tími“
Thor Aspelund líftölfræðingur segir að staðan í faraldrinum sé krítísk. Smitstuðullinn er enn í kringum einn. Þrátt fyrir tilslakanir eigi fólk að fara áfram varlega um jólin. Líkur séu á bakslagi í janúar.
09.12.2020 - 22:04
Myndskeið
Hvað má um jól í tíu manna samkomutakmörkunum?
Tilmæli almannavarna um svokallaða jólakúlu hafa vafist fyrir mörgum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að fólk eigi að velja sér tíu til að verja hátíðunum með. Börn og fólk sem hefur fengið COVID er ekki inn í þessum takmörkunum. Hann óttast fjórðu bylgjuna í kjölfar jólanna.
09.12.2020 - 19:14
Suður-Kóreumenn bregðast við aukinni útbreiðslu COVID
Gripið verður til hertra sóttvarnaraðgerða í Suður-Kóreu vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu verður bannað að koma saman í höfuðborginni Seoul og nágrannasveitarfélögum.
07.12.2020 - 01:09
Þórdís fordæmir aðgerðir lögreglu
Þór­dís Björk Sig­urþórs­dótt­ir, íbúi í Hafnar­firði, fordæmir að lögregla hafi gengið á 16 ára stúlku og innt hana svara um fjölda gesta á heimili þar sem hún var gestkomandi. Lögregla kom á heimili Þórdísar á föstudagskvöld vegna gruns um brot á samkomutakmörkunum.
Gripið til samkomutakmarkana í Toronto
Yfirvöld í Ontariofylki í Kanada hafa fyrirskipað miklar samkomutakmarkanir í Toronto, stærstu borg landsins. Aðgerðirnar hefjast á mánudag og ná einnig til nágrannasveitarfélaga borgarinnar.
21.11.2020 - 07:14
Myndskeið
Óljóst með skipulag skólastarfs á morgun
Reglugerð um hvernig haga skuli takmörkunum í skóla- og íþróttastarfi barna var birt fyrir fáum klukkustundum. Því hefur ekki náðst að skipuleggja hvernig því verður nákvæmlega háttað á morgun. Íþróttafélög eru tilbúin að taka á móti börnum á æfingar þrátt fyrir óvissuna. Von er á tillögum forsætisráðherra um fyrirkomulag á landamærum á föstudaginn. 
Góðar niðurstöður og við vitum hvað þarf til
Þetta er góðar niðurstöður, segir sóttvarnalæknir um fá innanlandssmit í gær. Hann segir almenning vita hvað þurfi til svo árangurinn verði áfram góður. Innanlandssmit hafa nú verið færri en 30 á dag í sautján daga og undir tíu síðustu þrjá daga. 
Myndskeið
Börn í 5. - 7. bekk mega vera grímulaus
Grímuskylda grunnskólabarna í 5. til 7. bekk verður afnumin frá og með miðvikudegi og tveggja metra reglan líka. Tveir nýir kórónuveirustofnar sem valdið hafa hópsýkingum tengjast Póllandi og Bretlandi.
Myndskeið
Höfuðborgarbúar flykkjast í langþráða klippingu
Hárgreiðslufólk býst við miklu annríki þegar hárgreiðslustofur á höfuðborgasvæðinu taka til starfa á miðvikudag eftir sex vikna hlé. Einn þeirra segir að síminn hafi varla stoppað eftir að tilkynnt var um tilslakanir á sóttvörnum í gær.
14.11.2020 - 19:15
Margir á sjúkrahúsi – þrír lagðir inn á Akureyri
Áttatíu liggja nú með COVID-19 á sjúkrahúsi. Þar af eru sex á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær og voru átta þeirra utan sóttkvíar. Sóttvarnalæknir skilar fljótlega nýjum tillögum. Tveir létust úr COVID 19 á Landspítalanum í gær. 
Getum glaðst en ekki slakað, segir Þórólfur
Sóttvarnalæknir er ánægður með hvað almenningur tekur vel við sér og fer eftir tilmælum. Af 25 smitum í gær voru aðeins fimm utan sóttkvíar. Hæst hlutfall smita er á Norðurlandi eystra. Hann segir að þótt hægt sé að gleðjast yfir fækkun smita undanfarið þýði það ekki að hægt sé að hætta takmörkunum. Hann vonar að þó verði hægt að slaka að einhverju leyti á í náinni framtíð. 
Minni umferð á ný eftir hertar sóttvarnaaðgerðir
Hertar samkomutakmarkanir eru farnar að endurspeglast í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á ný, rétt eins og í fyrri bylgjum faraldursins. Merkja má samdrátt í umferð á milli vikna eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í síðustu viku.
13.10.2020 - 08:15
Talsverðar tafir og raðir á endurvinnslustöðvum
Mikilvægt er allt rusl sé vel flokkað þegar fólk kemur með það í endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Með því er hægt að forðast tafir en vegna hertra samkomutakmarkana mega mun færri vera samtímis inni á stöðvunum en vanalegt er.
Viðtal
Gagnrýnir stjórnvöld sem keyri úrræðalaus í blindni
Sífelldar breytingar á sóttvarnaaðgerðum gerir erfiða stöðu veitingamanna enn verri, segir Ásgeir Kolbeinsson sem rekur veitingastaðinn Punk. Hann segir að það að slaka á innheimtu opinberra gjalda væri skref sem vert væri að taka til að koma til móts við veitingamenn, annars eigi margir yfir höfði sér gjaldþrot.
Lögregla kom að ungmennum að stelast í sund
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu á tíunda tímanum í gærkvöld um að hópur af ungmennum væri kominn inn á lóð sundlaugar í óleyfi.
Loka söfnum í Reykjavík en gildistími korta framlengdur
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að söfn borgarinnar verði lokuð í tvær vikur frá og með deginum í dag vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Ekki var krafist lokunar safna í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra en ákvörðunin er tekin vegna þess að fjöldatakmarkanir og nálægðarmörk hefðu mikil áhrif á starfsemina.
07.10.2020 - 13:48