Færslur: Samkomutakmarkanir

Langar raðir við næturklúbba í borgum Noregs
Langar raðir mynduðust við næturklúbba í Osló í kvöld en klukkan fjögur í dag tóku miklar tilslakanir á samkomutakmörkunum gildi í Noregi. Líf, gleði og fjör ríkir víða að sögn lögreglu en sumstaðar hafa komið upp erfiðar aðstæður.
Norðmenn fagna tilslökunum stjórnvalda innilega
Norðmenn fagna því í dag að eins og hálfs árs tímabili strangra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins linnir. Mikil hátíðahöld og hópfaðmlög eru framundan í landinu
Skemmtanaglaðir Danir fagna frelsinu
Skemmtanaglaðir Danir hafa undanfarnar helgar getað slett úr klaufunum eftir langt hlé. Samkvæmt tölum frá Horesta, samtökum veitingamanna og Danske bank eyddu Danir 49% meira fé um síðustu helgi en sömu helgi árið 2019.
18.09.2021 - 23:24
Engin nálægðartakmörk á framhaldsskólaböllum
Almennar fjöldatakmarkanir miðast nú við 500 manns og ef hraðpróf eru notuð mega allt að 1.500 koma saman, en ef viðburðirnir eru standandi þarf annað hvort að hafa grímu eða einn metra á milli fólks. Reglur um nálægðartakmörk gilda ekki á skólaskemmtunum: þar mega 1.500 koma saman án þess að halda fjarlægð eða vera með grímu, ef allir vísa hraðprófi.
Ríkisstjóri Kalíforníu heldur velli
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kalíforníu í Bandaríkjunum stóð af sér kröfu Repúblikana um að honum yrði vikið úr embætti. Fyrr á árinu var efnt til undirskrifarsöfnunar þess efnis vegna óánægju með viðbrögð Newsom við kórónuveirufaraldrinum.
Tilslakanir eru að hefjast í Sydneyborg
Borgaryfirvöld í Sydney í Ástralíu hyggjast draga úr samkomutakmörkunum í dag. Nú verður íbúum heimilt að yfirgefa heimili sín milli klukkan níu að kvöldi og fimm að morgni.
25 innanlandssmit í gær en eitt á landamærunum
Tuttugu og fimm greindust innanlands með kórónuveirusmit í gær, eitt smit greindist á landamærunum. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannarvarna. Núverandi sóttvarnatakmarkanir gilda til 17. september næstkomandi
Myndskeið
Búast við nokkur þúsund manns í hraðpróf
Gert er ráð fyrir að nokkur þúsund manns á dag fari í hraðpróf fyrir kórónuveirunni. Um hundrað starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins munu starfa við að taka prófin. Þau verða ókeypis. 
Fyrsta andlátið af völdum COVID-19 um sex mánaða skeið
Fyrsta andlátið af völdum COVID-19 um sex mánaða skeið var tilkynnt á Nýja Sjálandi í dag. Heilbrigðisyfirvöld álíta að bylgja veikinda af völdum Delta-afbrigðis kórónuveirunnar sé í rénun.
Tilslakanir á Grænlandi kynntar á morgun
Landsstjórnin á Grænlandi hefur boðað til blaðamannafundar á morgun, föstudag, til að greina frá fyrirætlunum um tilslakanir innanlands og við landamærin. Ætlunin er að þær gildi til áramóta.
Iceland Airwaves frestað til næsta árs
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer ekki fram á þessu ári og hefur verið frestað fram í nóvember á næsta ári. Hátíðin fór heldur ekki fram í fyrra. Í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar segir að þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi hamli tónleikahaldi og að Airwaves-teymið sé „eyðilagt“ yfir því að færa þurfi hátíðina um eitt ár í viðbót.
02.09.2021 - 10:13
Hagvöxtur í Ástralíu þrátt fyrir ótta um annað
Hagvöxtur í Ástralíu á öðrum ársfjórðungi er meiri áætlað var. Það dregur úr áhyggjum af tvöfaldri efnahagslægð vegna þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir.
Nýjar takmarkanir teknar í gildi
Nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti og verða í gildi til og með 17. september. Hámarksfjöldi fólks í sama rými er 200 með ákveðnum takmörkunum, bæði í opinberu rými og í einkarými, inni og úti.
28.08.2021 - 00:32
Fjarlægðar- og fjöldatakmarkanir aflagðar í Danmörku
Allar fjarlægðatakmarkanir á menningarviðburðum, íþróttakappleikjum og í félagslífi verða felldar úr gildi í Danmörku næstkomandi laugardag. Fjöldatakmarkanir miða við nokkur þúsund. Heilbrigðisyfirvöld þakka það mikilli bólusetningu að hægt sé að slaka á.
Sjónvarpsfrétt
Óvíst hvort og hvaða áhrif rauði liturinn hefur
Alls óvíst er hvort það hefur áhrif að Ísland er nú rautt samkvæmt skilgreiningu Sóttvarnastofnunar Evrópu. Íslendingum á leið til Danmerkur gæti verið meinað að koma til landsins ef Ísland fer á rauðan lista þar.
Sjónvarpsviðtal
Brýnt að styrkja spítalann og efla varnir á landamærum
Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að styrkja heilbrigðiskerfið og auka möguleika Landspítalans á að bregðast hratt við faraldrinum, þétta varnir á landamærunum og bæta bólusetningastöðuna. Hún áréttar hugmynd sína um sérstaka covid-einingu við spítalann.
Þrjú ný kórónuveirusmit á Grænlandi
Enn fjölgar kórónuveirusmitum á Grænlandi. Þrennt greindist með COVID-19 í gær og því eru alls fjörutíu og fjögur smituð í landinu.
Telur unnt að komast hjá hörðum samkomutakmörkunum
Ekki er búist við að grípa þurfi til harðra samkomutakmarkana í Bandaríkjunum þrátt fyrir talsverða fjölgun kórónuveirusmita af Delta-afbrigðinu.
Tjaldsvæði á góðviðrissvæðum vel sótt og sum hótel full
Starfsmaður tjaldsvæðanna í Fjallabyggð hyggst sýna útsjónarsemi um helgina til að halda djammi í skefjum og fjölskyldufólki ánægðu. Tjaldsvæðin á Siglufirði eru vel sótt og öll herbergi á Hótel Sigló uppbókuð. Töluverð aðsókn er líka á tjaldsvæðið í Tungudal á Ísafirði.
30.07.2021 - 16:10
Segir ÍBV þurfa aðstoð eftir frestun þjóðhátíðar
Þjóðhátíðarnefnd íhugar að óska eftir ríkisstyrk vegna þess fjárhagslega skaða sem hlýst af frestun Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Barna- og unglingastarf ÍBV sé að miklu leyti rekið með tekjum af Þjóðhátíð og það hafi mikil áhrif á samfélagið að henni hafi verið slegið á frest.
Önnur ríki fylgjast með þróun veirunnar á Íslandi
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að alþjóðasamfélagið fylgist með þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Það sé vegna þess að engin forskrift sé til að því hvernig bregðast eigi við covid-smitum í bólusettu þjóðfélagi og því geti þróunin á Íslandi næstu vikur haft mikil áhrif á hvernig þjóðir kjósi að haga sóttvörnum sínum til framtíðar.
Frakkland
Lög um skyldubólusetningu og „heilsupassa“ samþykkt
Franska þingið samþykkti í nótt lög sem kveða á um skyldubólusetningu heilbrigðisstarfsfólks og kröfu um framvísun á gildum „heilsupassa" vilji fólk ferðast með lestum eða flugvélum, snæða á veitingahúsum og heimsækja ýmsa opinbera staði aðra.
Ekki grímuskylda í helstu matvöruverslunum
Það er ekki grímuskylda í öllum helstu matvöruverslunum en verslunareigendur biðja fólk um að setja upp grímur. Það gætir misræmis á milli reglugerð heilbrigðisráðherra og upplýsinga á covid.is. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að skilaboðin frá stjórnvöldum mættu vera skýrari.
25.07.2021 - 11:32
Sæludögum í Vatnaskógi aflýst
Fjölskylduhátíðinni Sæludögum í Vatnaskógi hefur verið aflýst, eins og flestum stærri viðburðum öðrum. Í tilkynningu frá Skógarmönnum KFUM segir að í ljósi nýjustu samkomutakmarkana stjórnvalda sé það þeirra mat, að ekki sé forsvaranlegt að halda hátíðina í ár. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá 1992, en féll líka niður í fyrra vegna COVID-19 faraldursins.
Hátíðum aflýst, frestað, flýtt eða breytt um land allt
Þær samkomutakmarkanir og aðrar sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á miðnætti valda því að fjölmennum viðburðum sem halda átti næstu daga verður ýmis aflýst eða frestað um óákveðinn tíma, en öðrum verður breytt eða þeim jafnvel flýtt. Frá miðnætti í kvöld mega ekki fleiri en 200 koma saman á einum stað. Forsvarsmenn nokkurra fjölmennra samkoma hafa brugðist við þessum tíðindum með ýmsum hætti. Hér að neðan er skautað yfir það helsta.