Færslur: Samkomubann

Myndskeið
Getum fagnað þessum áfanga, segir Þórólfur
Í dag voru tímamót í kórónuveirufarsóttinni hérlendis. Verulegar tilslakanir á samkomutakmörkunum tóku gildi og lífið færist smám saman í eðlilegra horf. Sóttvarnalæknir sagði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag að Íslendingar gætu vel fagnað árangrinum í baráttunni við kórónuveiruna. Aðeins sex hafa greinst í maí. Þríeykið steig á stokk í tilefni dagsins.
Myndskeið
„Erfitt og strembið“ að loka staðnum svo lengi
Vertar öldurhúsa eru sammála um að samkomubannið hefði ekki mátt vara mikið lengur. Það var enginn bilbugur á ræktargestum í morgun, þrátt fyrir nokkur aukakíló eftir lokanirnar.
25.05.2020 - 20:03
Myndskeið
Heilsurækt og barráp í boði á morgun
Fjórfalt fleiri mega koma saman frá og með miðnætti eða tvö hundruð í stað fimmtíu. Líkamsræktarstöðvar, barir og skemmtistaðir verða einnig opnaðir á morgun.
„Verður ekki hægt að gera allt sem okkur langar til“
Almannavarnir segja að skipuleggjendur sumarhátíða þurfi að sætta sig við að hátíðirnar verði annað hvort með breyttu sniði eða geti jafnvel ekki farið fram. Fjölmörgum viðburðum hefur þegar verið aflýst.
21.05.2020 - 19:27
Myndskeið
Þetta máttu gera á mánudaginn
Talsverðar breytingar verða á samkomubanni á mánudaginn því þá mega tvö hundruð manns koma saman og líkamsræktarstöðvar verða opnaðar að nýju, fallist ráðherra á tillögur sóttvarnalæknis. Þá er lagt til að tveggja metra reglan verði ófrjávíkjanleg aðeins þar sem lífsnauðsynleg þjónusta er veitt. 
Myndskeið
Nutu þess að geta loksins slappað af í sundi
Búið er að opna sundlaugar landsins á ný síðan 24. mars, með takmörkunum þó. Langar biðraðir mynduðust við laugarnar í Reykjavík í gærkvöld þar sem þær opnuðu á miðnætti, en aðrir létu sér nægja að skella sér í sund eftir góðan nætursvefn.
18.05.2020 - 16:02
Tímabært að opna landamærin, segir Áslaug Arna
Dómsmálaráðherra segir aðferðina við opnun landamærana 15. júní vera varfærna. Hún sé tímabær því koma þurfi atvinnulífinu aftur í gang enda hafi langtímaatvinnuleysi til dæmis neikvæð andleg og heilsufarsleg áhrif á þá sem fyrir því verði. 
Gætu orðið nokkur flug á dag eftir 15. júní
Búast má við að Wizz Air verði það flugfélag sem fyrst byrjar að fljúga til Íslands fyrir utan Icelandair þegar landamærin verða opnuð. Þetta segir ritstjóri ferðavefsins Túrista sem á von á tveimur til fjórum vélum hingað á dag seinnihluta júní. Hann telur að um næstu mánaðamót verði fleiri komnir með kjark til að ferðast.
Ríkið borgar sýnin úr farþegum
Ríkið ber kostnað fyrst í stað af sýnatöku úr farþegum á Keflavíkurflugvelli sem koma til landsins 15. júní. Stefnt er að því að hvert sýni kosti ekki meira en 50 þúsund krónur. Hægt verður að taka allt að eitt þúsund sýni á dag úr farþegum.
16.05.2020 - 12:49
Opna sundlaugar á miðnætti á sunnudagskvöld
Sundlaugarnar í Reykjavík verða opnaðar laust eftir miðnætti á sunnudaginn þegar kominn er mánudagur og einni mínútu betur. Þá verður 18. maí genginn í garð, langþráður dagur fyrir sundþyrsta. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.
Viðtal
Óréttlætanlegt að níðast á einum til að hjálpa öðrum
Formaður Samtaka áhugamanna um spilafíkn, SÁS, segist vilja sjá þá aðila sem reka spilakassa rétta spilafíklum hjálparhönd, í stað þess að líta á þá sem tekjulind. Sjö af hverjum tíu eru andsnúnir því að hjálparsamtök og félög sem vinna í almannaþágu séu fjármögnuð með rekstri spilakassa, samkvæmt nýrri könnun Gallups.
15.05.2020 - 12:46
Fleiri alls óvanir standa í framkvæmdum í samkomubanni
Sala á málningu hefur aukist um þriðjung frá því að samkomubann tók gildi. Sölustjóri segir að margir alls óvanir, standi nú í framkvæmdum. Tekjur 15% fyrirtækja í verslun og þjónustu jukust milli ára. Fólk heldur sér í formi með hjólreiðum þegar ræktin er lokuð.
Hægt að anna álagi í byrjun en ekki 100 þúsund sýnum
Búist er við miklu álagi á veirufræðideild Landspítalans þegar byrjað verður að prófa sýni úr öllum farþegum sem koma til landsins 15. júní þegar landamærin verða opnuð. Núverandi búnaður anni þó ekki ef 100 þúsund farþegar koma í hverjum mánuði. 
Myndskeið
Samkomubannið rýmkað 25. maí - 200 manns í stað 100
Hámarksfjöldi fólks sem má koma saman verður tvöfaldaður 25. maí, upp í 200 manns. Sóttvarnalæknir leggur þetta til, ásamt fleiri tilslökunum. Yfirlögregluþjónn segir 25. maí verða jafnvel stærri dag en 4. maí. Enginn COVID-sjúklingur liggur nú á Landspítalanum. 
Fleiri leita aðstoðar vegna andlegrar vanlíðanar
Fleiri leita til heilsugæslunnar vegna andlegrar vanlíðanar nú en á meðan kórónuveirufaraldurinn var í hámarki. Forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að það sé eðlilegt að líða illa við þessar aðstæður.
11.05.2020 - 22:18
Myndskeið
Kemur til greina að prófa fólk fyrir komuna til Íslands
Til greina kemur að fólk sem greinist neikvætt eða er batnað af sjúkdómnum fái að sleppa sóttkví við komuna til landsins.
11.05.2020 - 19:30
Óskert áætlun hjá Strætó en takmarkanir enn í gildi
Strætó hefur akstur á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt sumaráætlun frá og með mánudeginum 18. maí. Með því verður akstur óskertur samkvæmt áætlun á höfuðborgarsvæðinu, en hámarksfjöldi farþega verður áfram 30 manns. Þjónusta á landsbyggðinni verður svo áfram skert þar til annað verður tilkynnt.
11.05.2020 - 15:52
Fékk á þriðja hundrað erinda um samkomubann
Um 220 erindi hafa borist heilbrigðisráðuneytinu um samkomubann og skólahaldi síðan takmarkanir voru settar 13. mars. Fáar undanþágur hafa verið veittar.
Samkomubann kærkomin hvíld fyrir suma
Formaður félags skólasálfræðinga segir að samkomubann og skert skólastarf hafi jafnvel verið kærkomin hvíld fyrir ákveðinn hóp nemenda. Vandi þeirra barna sem stóðu höllum fæti fyrir geti hins vegar verið meiri nú.
08.05.2020 - 13:15
Sjá fram á að geta haft sýningar síðsumars eða í haust
Listafólk gleðst yfir fréttum um að tveggja metra reglan verði ekki ófrávíkjanleg eftir tuttugasta og fimmta maí. Borgarleikhússtjóri sér fram á að geta haft leiksýningar í haust. Skipuleggjandi tónleika segir að ef reglan gilti áfram væri það dauðadómur yfir nánast öllum viðburðum.
07.05.2020 - 19:05
Myndskeið
Sóttvarnalæknir: Meiri smithætta í ræktinni en í sundi
Heimilt verður að opna líkamsræktarstöðvar á ný 25. maí, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá þessu á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Eigendur nokkurra líkamsræktarstöðva hafa óskað eftir því að fá að opna 18. maí þegar heimilt verður að opna sundlaugar. Þórólfur segir fleiri snertifleti og meiri smithættu í ræktinni en í sundi.
06.05.2020 - 15:18
Eitt smit í Hvalfjarðarsveit sendi 28 í sóttkví
31 eru skráðir í sóttkví á Akranesi eftir að smit greindist hjá nemanda í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Tveir voru í sóttkví þar í fyrradag en 28 bættust við í gær. Skólastjóri segir að aðgreining námshópa í samkomubanni hafi borið góðan árangur því aðeins einn nemendahópur af fjórum hafi þurft að fara í sóttkví.
05.05.2020 - 15:36
Gagnrýnir ráðherra fyrir að gleyma tónlistarkennurum
Tónlistarskólastjórar kannast ekki við gagnrýni Neytendasamtakanna að kvartað hafi verið undan því að skólarnir rukki fyrir fjarkennslutíma þó fólk geti ekki nýtt sér þá. Þvert á móti hafi skólastjórar fengið að heyra þakklæti fyrir það hvernig tónlistarskólar hafi brugðist við kórónuveirufaraldrinum.
05.05.2020 - 09:58
Myndskeið
Upplýsingafundirnir með metáhorf
Þrír af hverjum fjórum Íslendingum hafa horft á einhvern af upplýsingafundum Almannavarna í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Síðasti daglegi fundurinn var í dag en þeir halda þó áfram.
04.05.2020 - 22:40
Myndskeið
Sóttvarnalæknir: Tveggja metra reglan til áramóta
Tveggja metra reglan ætti að minnsta kosti að gilda til áramóta, segir sóttvarnalæknir. Hann telur samfélagssmit vera undir fimm prósentum og því hafi heilbrigðiskerfið ráðið við það. En það gæti líka auðveldað kórónuveirunni að breiðast á ný um samfélagið.
04.05.2020 - 21:46