Færslur: Samkomubann

„Janúar sá versti í manna minnum“
„Janúarmánuður er sá versti í manna minnum", segir veitingamaður sem horfir fram á þriðju mánaðamótin í röð án þess að greiðslur komi frá ríkinu. Hann segir að aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar dugi ekki til og vill alvöru styrk frá stjórnvöldum.
28.01.2022 - 18:09
Sjónvarpsfrétt
Þurfa að spila fótbolta með höfuðljós
Það er allt í lagi að spila fótbolta með höfuðljós en óþægilegt að fá ljósið beint í augun. Svo er erfitt að sjá hvort boltinn lendir í markinu. Þetta segir Fótboltagengið, hópur barna í Mosfellsbæ, sem hefur beðið bæjarstjórn um betri lýsingu á fótboltavelli.
15.01.2022 - 19:59
Sjónvarpsfrétt
Hafa komið upp alvarleg atvik tengd of miklu álagi
Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar Landspítalans vill að samkomutakmarkanir verði hertar. „Ef það er það sem þarf að grípa til algjörs lockdown í samfélaginu, þá er það eitthvað sem mætti alveg íhuga. En það er ekki það sem er ákjósanlegast,“ segir hann. Staðan á spítalanum hafi aldrei verið jafn erfið. Komið hafa upp atvik þar sem álagið hefur bitnað á þjónustu við sjúklinga. 
12.01.2022 - 18:57
Bareigendur á fullu að bóka tónlistarmenn fyrir kvöldið
Kráareigendur eru í óða önn að bóka tónlistarmenn fyrir kvöldið og helgina og ráða inn starfsfólk. Allar sóttvarnareglur innanlands falla úr gildi á miðnætti. Arnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri og einn eigenda Lebowski bars, Kalda bars, Enska barsins, The Irishman Pub og Dönsku kráarinnar í miðbæ Reykjavíkur, segir að fyrirvarinn sé lítill en hann kvarti ekki. Viðbúið sé að það taki um tvö ár að ná sama dampi og var á rekstrinum áður en heimsfaraldurinn braust út. 
Viðtal
Allar takmarkanir felldar brott innanlands
Frá og með morgundeginum falla allar takmarkanir vegna kórónuveirunnar niður innanlands. Grímuskylda, fjöldatakmarkanir og nálægðartakmörk heyra því sögunni til.
Ýmsum menningarviðburðum frestað í Færeyjum um helgina
Hætt var við að halda nokkrar skemmtanir og menningarviðburði í Færeyjum um helgina eða þeim frestað vegna aukinnar útbreiðslu breska afbrigðis COVID-19 í eyjunum.
Aukið barnalán áskorun fyrir Landspítalann
Landspítalinn býr sig undir meiriháttar barnabylgju í sumar, útlit er fyrir að hvítvoðungarnir skjótist í heiminn í gríð og erg. Yfirljósmóðir á Landspítalanum skrifar þetta að hluta til á heimsfaraldurinn. Hún vinnur nú að því að tryggja nægan mannskap og húsrúm til að taka á móti börnunum. Starfsfólk hefur verið beðið um að stytta sumarfrí.
Sárafáir fóru á sóttkvíarhótelið
Sárafáir þeirra sem komu til landsins með flugi í dag fóru á sóttkvíarhótel, segir yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Karlmaður sem ákvað að fara heim til sín og kona sem ákvað að fara á sóttkvíarhótel gefa sömu skýringuna, það hafi verið þægilegast. Í dag gat fólk í fyrsta skipti komið frá löndum utan Schengen og vísað vottorðum um bólusetningu eða fyrra smit.
Viðtal
Framhaldsskólastarf komið í nánast eðlilegt horf
Kristinn Þorsteinsson, skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands, segir að með breytingum á sóttvörnum verði framhaldsskólastarf nánast komið í eðlilegt horf. Miklar breytingar verða á félagslífi nemenda. Faraldurinn hefur þó þau áhrif að einhverjir framhaldsskólanemar munu seinka námi eða hætta jafnvel alveg.
Viðtal
Býst við að tilslakanir taki fljótlega gildi
Sóttvarnalæknir býst við að þær tillögur sem hann leggi til við heilbrigðisráðherra, öðru hvoru megin við helgina, taki gildi áður en núverandi reglur falla úr gildi. Bíða verði í hálfan mánuð hið minnsta með næstu tilslakanir. Mikilvægt sé að fara mjög varlega í tilslakanir, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lagðar verði til vægar breytingar í fyrstu atrennu. 
Viðtal
Kringlan stefnir á öskudagsviðburð í samkomubanni
Viðbúið er að allt að þrjú þúsund börn verði í Kringlunni á miðvikudaginn eftir hálfan mánuð, öskudaginn, þar sem efnt verður til viðburða og sælgæti í boði. Í fyrra komu um þrjú þúsund börn í Kringluna á öskudag. Kaupmenn í Kringlunni eru uggandi. Smáralind verður ekki viðburð á öskudag vegna aðstæðna og vísar til samkomubanns og sóttvarna. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir að mikilvægt sé að gleðja börnin.
04.02.2021 - 12:40
Smittölur gefi tilefni til hóflegrar bjartsýni
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna segir smittölur yfir aðventuna gefa tilefni til hóflegrar bjartsýni. Engin stærri mál um sóttvarnabrot hafi borist honum eftir nóttina.
01.01.2021 - 12:13
Myndskeið
Hvað má um jól í tíu manna samkomutakmörkunum?
Tilmæli almannavarna um svokallaða jólakúlu hafa vafist fyrir mörgum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að fólk eigi að velja sér tíu til að verja hátíðunum með. Börn og fólk sem hefur fengið COVID er ekki inn í þessum takmörkunum. Hann óttast fjórðu bylgjuna í kjölfar jólanna.
09.12.2020 - 19:14
Viðtal
Sóttvarnalæknir endurskoðar tillögur að tilslökunum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra á miðvikudag minnisblaði með tillögum um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir. Í þeim fólust hægfara tilslakanir á ýmsum sviðum. Þórólfur hefur beðið ráðherra með að bíða með aðgerðir og hyggst endurskoða sínar tillögur. Þetta er vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Hann biðlar til fólks að forðast alla hópamyndun. Smit síðustu daga séu rakin til veisluhalda og hópamyndunar innan sem utan fjölskyldna.
Myndskeið
Býst við að hægt verði að kynna tilslakanir eftir viku
Hér á landi er nú lægsta nýgengi kórónuveirusmita í Evrópu. Yfirlögregluþjónn þakkar það samstöðu almennings og býst við að hægt verði að kynna tilslakanir eftir viku.
22.11.2020 - 18:58
Hertar reglur fyrir landið allt gilda frá miðnætti
Reglur um hertar sóttvarnaaðgerðir og takmarkanir sem heilbrigðisráðherra kynnti á föstudag að tillögu sóttvarnalæknis tóku gildi á miðnætti og gilda um allt land til 17. nóvember.
30.10.2020 - 23:52
Þetta má og má ekki frá deginum í dag
Ný reglugerð um samkomubann tók gildi í dag og gildir til 3. nóvember. Áfram verða harðari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 
20.10.2020 - 18:38
Myndskeið
Minnisblað til heilbrigðisráðherra í smíðum
Sóttvarnalæknir er með minnisblað til heilbrigðisráðherra í smíðum, þar sem lagðar eru til aðgerðir vegna útbreiðslu þriðju bylgju faraldursins. Hann vill ekki gefa upp hvenær minnisblaðinu verður komið til ráðherra.
02.10.2020 - 20:13
 · Innlent · COVID-19 · Samkomubann
Viðbúið að innlögnum fjölgi á næstu dögum
Sóttvarnalæknir segir viðbúið að spítalainnlögnum fari fjölgandi á næstu dögum. Fjórir liggja nú á Landspítalanum með Covid-19 þar af einn á gjörgæslu og í öndunarvél.
27.09.2020 - 12:40
Myndskeið
Skólarnir geta sjálfir haft skyldu að vera með grímu
Sóttvarnalæknir segir að grímuskylda í skólum sé á forræði skólayfirvalda, hún sé ekki skylda samkvæmt sóttvarnalögum. Menntamálaráðherra sendi frá sér leiðbeiningar í gær um grímuskyldu í framhalds- og háskólum á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að skólarnir geti sett sér þær sem reglur, sem nemendur þurfa þá að fara eftir.
21.09.2020 - 19:56
Leggja mat á „alvarleika ástandsins“
38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki er búið að taka ákvörðun um hertar aðgerðir. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að verið sé að leggja mat á alvarleika ástandsins . Undanfarna daga eru níutíu og tvö smit rakin til skemmtistaða í Reykjavík.
20.09.2020 - 12:32
Myndskeið
Fjarvinna hafði góð áhrif og breytti neysluhegðun fólks
Aukin fjarvinna í kórónuveirufaraldrinum breytti neysluhegðun fólks að mati kaupmanns, þar sem sala í netverslun tók kipp. Sumum fannst jákvætt að geta nýtt hádegið til þess að setja í þvottavél.
13.09.2020 - 09:20
Nýjar áskoranir á tímum Covid
Ráðstefnuhaldarar hafa í auknum mæli tekið tæknina í sína þjónustu til að glíma við nýjar áskoranir í Covid faraldrinum. Ráðstefnur sem áður drógu til sín mörg hundruð gesti fara nú að mestu leyti fram á netinu.
10.09.2020 - 22:05
Minni eftirspurn eftir meðferð ungs fólks vegna aðgerða
Framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ þakkar það aðgerðum stjórnvalda að minni eftirspurn sé meðal yngstu aldurshópanna eftir meðferð við áfengis- og vímuefnaneyslu. Hún vonar að viðbrögð vegna kórónuveirunnar leiði til frekari aðgerða til að sporna við dauðsföllum vegna vímuefna.
07.09.2020 - 12:38
Myndskeið
Árangur landamæraaðgerða metinn eftir helgi
Á þeim tíu dögum frá því að farið var að skima alla komufarþega tvisvar með fimm daga sóttkví á milli, hefur enginn greinst með veiruna í seinni skimun.  Sóttvarnaráðstafanir á landamærum verða endurmetnar eftir helgi. 
29.08.2020 - 19:31