Færslur: Samkomubann

Þetta má og má ekki frá deginum í dag
Ný reglugerð um samkomubann tók gildi í dag og gildir til 3. nóvember. Áfram verða harðari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 
20.10.2020 - 18:38
Myndskeið
Minnisblað til heilbrigðisráðherra í smíðum
Sóttvarnalæknir er með minnisblað til heilbrigðisráðherra í smíðum, þar sem lagðar eru til aðgerðir vegna útbreiðslu þriðju bylgju faraldursins. Hann vill ekki gefa upp hvenær minnisblaðinu verður komið til ráðherra.
02.10.2020 - 20:13
 · Innlent · COVID-19 · Samkomubann
Viðbúið að innlögnum fjölgi á næstu dögum
Sóttvarnalæknir segir viðbúið að spítalainnlögnum fari fjölgandi á næstu dögum. Fjórir liggja nú á Landspítalanum með Covid-19 þar af einn á gjörgæslu og í öndunarvél.
27.09.2020 - 12:40
Myndskeið
Skólarnir geta sjálfir haft skyldu að vera með grímu
Sóttvarnalæknir segir að grímuskylda í skólum sé á forræði skólayfirvalda, hún sé ekki skylda samkvæmt sóttvarnalögum. Menntamálaráðherra sendi frá sér leiðbeiningar í gær um grímuskyldu í framhalds- og háskólum á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að skólarnir geti sett sér þær sem reglur, sem nemendur þurfa þá að fara eftir.
21.09.2020 - 19:56
Leggja mat á „alvarleika ástandsins“
38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki er búið að taka ákvörðun um hertar aðgerðir. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að verið sé að leggja mat á alvarleika ástandsins . Undanfarna daga eru níutíu og tvö smit rakin til skemmtistaða í Reykjavík.
20.09.2020 - 12:32
Myndskeið
Fjarvinna hafði góð áhrif og breytti neysluhegðun fólks
Aukin fjarvinna í kórónuveirufaraldrinum breytti neysluhegðun fólks að mati kaupmanns, þar sem sala í netverslun tók kipp. Sumum fannst jákvætt að geta nýtt hádegið til þess að setja í þvottavél.
13.09.2020 - 09:20
Nýjar áskoranir á tímum Covid
Ráðstefnuhaldarar hafa í auknum mæli tekið tæknina í sína þjónustu til að glíma við nýjar áskoranir í Covid faraldrinum. Ráðstefnur sem áður drógu til sín mörg hundruð gesti fara nú að mestu leyti fram á netinu.
10.09.2020 - 22:05
Minni eftirspurn eftir meðferð ungs fólks vegna aðgerða
Framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ þakkar það aðgerðum stjórnvalda að minni eftirspurn sé meðal yngstu aldurshópanna eftir meðferð við áfengis- og vímuefnaneyslu. Hún vonar að viðbrögð vegna kórónuveirunnar leiði til frekari aðgerða til að sporna við dauðsföllum vegna vímuefna.
07.09.2020 - 12:38
Myndskeið
Árangur landamæraaðgerða metinn eftir helgi
Á þeim tíu dögum frá því að farið var að skima alla komufarþega tvisvar með fimm daga sóttkví á milli, hefur enginn greinst með veiruna í seinni skimun.  Sóttvarnaráðstafanir á landamærum verða endurmetnar eftir helgi. 
29.08.2020 - 19:31
Breytingar á samkomubanni taka gildi á miðnætti
Nýjar reglur um samkomubann taka gildi á miðnætti og gilda að óbreyttu út 10. september. Helstu breytingar snúa að íþróttum og listgreinum en einnig verður gerð breyting á tveggja metra reglunni.
27.08.2020 - 09:48
„Í pípunum“ að slaka á hömlum innanlands
„Vonandi tekst okkur að ná góðum tökum á þessum innanlandssmitum þannig við getum farið að slaka á hömlum hér innanlands. Ég held að það sé það sem er í pípunum núna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.
20.08.2020 - 14:44
Myndskeið
Tveggja metra reglan - skylda fyrirtækja ekki fólks
Tveggja metra reglan er tvenns konar, segir sóttvarnalæknir. Atvinnurekendum er skylt að fara að henni samkvæmt reglugerð en almenningur er hins vegar hvattur til að viðhafa hana þar sem við á.
18.08.2020 - 19:41
Myndskeið
Skrítið að vera í meters fjarlægð — kynnast á netinu
Nýnemar í framhaldsskóla segja skrítið að þurfa að halda meters fjarlægð í skólum. Fjarnám að hluta verði krefjandi en þau kynnist betur í gegnum samfélagsmiðla. Sumum skólum hefur verið skipt upp í sóttvarnarhólf og kennararnir eiga fullt í fangi með að spritta stóla og borð eftir hvern tíma.
18.08.2020 - 18:50
Ráðuneytið og sóttvarnalæknir sammæltust um orðalagið
Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er gengið lengra í kröfum um tveggja metra nándarreglu en gert er í reglugerðinni sem ráðherrann setti í framhaldinu. Ráðuneytið segir að sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðuneytið hafi sammælst um orðalagið eins og það endaði í auglýsingunni.
18.08.2020 - 13:10
Meiri kröfur í minnisblaði sóttvarnalæknis en reglugerð
Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er gengið lengra í kröfum um tveggja metra nándarreglu en gert er í reglugerðinni sem ráðherrann setti í framhaldinu. Til stendur að breyta fyrirmælum á covid.is um tveggja metra regluna til að tryggja samræmi milli upplýsingavefsins og nýjustu auglýsingar heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum.
18.08.2020 - 09:15
 · COVID-19 · Samkomubann
Treysta á framhald hlutabótaleiðar - „Hrun í viðburðum“
Fyrirtæki sem sinnir viðburðum treystir á að hlutabótaleiðin verði framlengd um mánaðamótin. Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að verið sé að leita leiða til að koma til móts við menningarlíf landsins.
Gerðu athugasemdir við sóttvarnir hjá yfir 50 stöðum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsótt um hundrað veitinga- og skemmtistaði undanfarna viku. Sóttvörnum hefur verið ábótavant hjá yfir helmingi þeirra. Varðstjóri hjá lögreglunni segir að oft sé það vegna misskilnings varðandi tveggja metra reglu. 
13.08.2020 - 13:55
Öruggasta leiðin að skima alla tvisvar og beita sóttkví
Sóttvarnalæknir vill helst skima alla sem koma til landsins tvisvar og senda þá í sóttkví, Íslendinga jafnt sem erlenda ferðamenn, sama hvaðan þeir koma. Hann telur að bylgja tvö af faraldrinum hér sé við það að líða hjá.
11.08.2020 - 18:14
Telja eins metra nándarreglu geta hjálpað skólum mikið
Eins metra nándarregla myndi gjörbreyta skilyrðum til skólastarfs að sögn stjórnenda, sem vinna nú að kappi að undirbúningi komandi vetrar með tilliti til sóttvarnareglna. Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, segir þetta afar góð tíðindi fyrir framhaldsskóla.
11.08.2020 - 12:13
Líklega eins metra regla í framhalds- og háskólum
Til greina kemur að regla um eins metra fjarlægð gildi fyrir framhalds- og háskólanema, og að hætt verði að skima tvisvar þá sem koma hingað til lengri dvalar. Þetta segir sóttvarnalæknir.
10.08.2020 - 19:49
Lögreglan sér of mikið af kossum og knúsum á djamminu
Fleiri veitingamenn hafa fengið orð í eyra frá lögreglu vegna brota á sóttvarnareglum, en þær voru sums staðar þverbrotnar í miðborg Reykjavíkur um helgina. Á Norðurlandi gerði lögregla einnig athugasemdir, bæði á veitinga- og skemmtistöðum en einnig í sundlaugum.
10.08.2020 - 12:09
Myndskeið
„Við vorum bara óundirbúnir en gerðum ansi margt samt“
Eigandi Ölstofunnar segist hafa verið óviðbúinn aðsókn á barina í gærkvöldi en hyggst gera úrbætur fyrir næstu helgi. Lögreglan heimsótti staðinn tvisvar í gær. „Og var afskaplega ánægð í fyrra skiptið; sagði að við hefðum undirbúið okkur vel, en svo var hún aðeins þyngri í seinna en samt alveg í góðu. Það voru of margir í reyknum en fínt hérna inni.“
Myndskeið
Verðum að taka okkur á, segir landlæknir
Aðeins þrjú smit greindust innanlands í gær. Tveir liggja nú á sjúkrahúsi. Sóttvarnalæknir segir fyrst og fremst áskorun að fá fólk til að fara að reglunum. Við verðum að taka okkur á, segir landlæknir.
Myndskeið
„Eigum eftir að sjá ýmislegt áður en vikan er liðin“
Kórónuveirufaraldurinn er skollinn á að nýju, segja almannavarnir. Sautján greindust með COVID hér á landi í gær og einn er alvarlega veikur í öndunarvél. Hann er rúmlega þrítugur. Sóttvarnalæknir segir það ráðast um helgina hvort það þurfi að herða sóttvarnaraðgerðir. Hann segir það geta tekið lengri tíma að ná tökum á faraldrinum núna en í vor.
07.08.2020 - 20:08
Myndskeið
Aukningin er verulegt áhyggjuefni, segir Katrín
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aukningu smita vera verulegt áhyggjuefni og að líklega hafi allir orðið fyrir nokkrum vonbrigðum þegar samkomutakmarkanir voru hertar.
07.08.2020 - 18:50