Færslur: Samkeppnismál

„Virðast hafa fengið VG og Framsókn á sitt band“
Samfylkingin gagnrýnir harðlega frumvarp um breytingar á samkeppnislögum. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og framsögumaður fyrsta minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að með frumvarpinu verði samkeppniseftirlit á Íslandi stórlega veikt.  
29.06.2020 - 17:36
Gagnrýna stuðning til sumarnáms 
Félag atvinnurekenda gagnrýnir stuðning menntamálaráðherra til sumarnáms á þeim grundvelli að hann skaði samkeppni. Félagið fer fram á að menntamálaráðherra rétti samkeppnisstöðu á fræðslumarkaði og tryggi að stuðningurinn nái einnig til einkarekinna fyrirtækja.
Síminn hafnar því að hafa brotið samkeppnislög
Stjórnendur Símans hafna því að fyrirtækið hafi brotið samkeppnislög og ætlar að skjóta niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér síðdegis.
28.05.2020 - 20:15
Samkeppniseftirlitið fær að halda gögnum Eimskips
Samkeppniseftirlitið fær að halda þeim gögnum sem það hefur lagt hald á hjá Eimskipi í tengslum við rannsókn á meintu ólögmætu samráði fyrirtækisins við Samskip.
Frakkar sekta Google
Samkeppnisyfirvöld í Frakklandi hafa sektað bandaríska tölvurisann um 150 milljónir evra fyrir brot á samkeppnislögum. Meðal annars er fundið að grautarlegum reglum um auglýsingar í auglýsingahluta fyrirtækisins. Sektin nemur rúmlega 21 milljarði króna.
20.12.2019 - 10:54
Meint brot Eimskips rannsökuð áfram
Landsréttur vísaði í dag frá kröfu Eimskips um að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintum brotum Eimskips og Samskipa yrði lýst ólögmæt og henni hætt. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður vísað sömu kröfu frá. 
25.10.2019 - 15:04
Niðurstaðan vekur furðu
Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir samstarfssamning Eimskips og grænlenska ríkisskipafyrirtækisins Royal Arctic Line. Helsti keppinautur Eimskips segir ákvörðunina án fordæma og til þess fallna að styrkja enn frekar markaðsráðandi stöðu Eimskips.
15.09.2019 - 12:29
Gagnaveitan krefur Símann um 1,3 milljarða
Gagnaveita Reykjavíkur krefur Símann um tæplega 1,3 milljarða króna í skaðabætur vegna fjárhagslegs tjóns sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna brots Símans á fjölmiðlalögum.
05.03.2019 - 16:56