Færslur: Samkeppniseftirlitið

Ógilda samruna myndgreiningarfyrirtækja
Samkeppniseftirlitið ógilti í dag samruna tveggja læknisfræðilegra myndgreiningarfyrirtækja. Nýstofnað félag Myndgreiningar ehf. fyrirhugaði að kaupa Læknisfræðilega myndgreiningu ehf. og Íslenska myndgreiningu ehf.
26.08.2020 - 13:52
Óljóst hvort kæra Rio Tinto verður rannsökuð formlega
Samkeppniseftirlitið þarf að afla frekari upplýsinga frá Rio Tinto og Landsvirkjun áður en tekin verður ákvörðun um hvort kæra Rio Tinto til embættisins verður tekin til rannsóknar.  Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að þessi vinna taki einhverjar vikur. Ákvörðunin um hvort hafin verði formleg rannsókn á grundvelli kvörtunarinnar liggi í fyrsta lagi fyrir í ágúst.
23.07.2020 - 16:44
Vill halda í álverið en horfir líka á stóra samhengið
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra segir álverið í Straumsvík mikilvægt fyrirtæki sem vont væri að missa. Það sé þó nauðsynlegt að líta til stóra samhengisins. Móðurfélagið hafi þegar lokað 7 af 8 álverum sínum í Evrópu. Óljóst er hvort álverið þraukar þar til kvörtun sem það lagði fram í gær fæst afgreidd hjá Samkeppniseftirlitinu.
Rio Tinto kvartar til Samkeppniseftirlitsins
Rio Tinto lagði í dag fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna Landsvirkjunar. Að þeirra mati fela mismunandi verð í raforkusamningum Landsvirkjunar í sér mismunun gagnvart viðskiptavinum, fyrirtækið misnoti þannig markaðsráðandi stöðu sína gagnvart ISAL, álverinu í Straumsvík.
Greiða stjórnvaldssekt vegna drykkjauppstillinga
Gosdrykkjaframleiðendurnir Ölgerðin og Coca-Cola hafa undirgengist sátt við Samkeppniseftirlitið sem eiga að koma í veg fyrir samkeppnishamlandi háttsemi á drykkjarvörumarkaði.
18.07.2020 - 17:33
„Sennilegt“ að Penninn hafi misnotað stöðu sína
Samkeppniseftirlitið beinir þeim tilmælum til Pennans að taka bækur bókaútgáfunnar Uglu aftur til sölu í verslunum sínum. Í bráðabirgðaúrskurði, sem eftirlitið sendi frá sér í dag, segir að það telji sennilegt að með því að senda til baka söluhæstu bækur Uglu í maí, hafi Penninn misnotað markaðsráðandi stöðu sína á smásölumarkaði fyrir bækur.
„Virðast hafa fengið VG og Framsókn á sitt band“
Samfylkingin gagnrýnir harðlega frumvarp um breytingar á samkeppnislögum. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og framsögumaður fyrsta minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að með frumvarpinu verði samkeppniseftirlit á Íslandi stórlega veikt.  
29.06.2020 - 17:36
Segir tilboð Vodafone brjóta gegn samkeppnislögum
Vodafone ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum Enska boltann í gegnum sjónvarp Vodafone á þúsund krónur á mánuði. Forstjóri Símans segir þetta augljósa undirverðlagningu og gerir ráð fyrir að Samkeppniseftirlitið taki málið upp að eigin frumkvæði.
09.06.2020 - 13:17
Bjóða áskrift að enska boltanum á þúsund krónur
Vodafone auglýsir í dag áskrift að enska boltanum á Síminn sport á sléttar þúsund krónur á mánuði út keppnistímabilið. Samkeppniseftirlitið hafði komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði brotið sátt þeirra á milli um að takmarka ekki samkeppni með því að bjóða tilboðspakka sem innihélt áskrift að enska boltanum.
Heimila samstarf rútufyrirtækja til og frá Leifsstöð
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samstarf hópbifreiðafyrirtækjanna Kynnisferða ehf. og Airport Direct ehf. sem miðar að því að samnýta tímabundið bifreiðaflota þeirra á áætlunarleiðinni milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins. 
Síminn áfrýjar, Samkeppniseftirlitið segir brot ítrekuð
Síminn hefur ákveðið að áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins sem lagði í gær 500 milljóna króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið. Talsmaður Símans segir að eftirlitið hafi áður, í tvígang, lagt blessun sína yfir þá vöru og þau tilboð sem nú sé verið að sekta fyrir.
29.05.2020 - 12:08
Síminn hafnar því að hafa brotið samkeppnislög
Stjórnendur Símans hafna því að fyrirtækið hafi brotið samkeppnislög og ætlar að skjóta niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér síðdegis.
28.05.2020 - 20:15
Sekta Símann um 500 milljónir vegna enska boltans
Samkeppniseftirlitið hefur sektað Símann um 500 milljónir króna vegna mikils verðmunar og ólíkra viðskiptakjara við sölu á enska boltanum á Símanum Sport. Samkeppniseftirlitið telur Símann hafa brotið gegn skilyrðum sem hvíla á fyrirtækinu og telur brotin alvarleg.
28.05.2020 - 17:32
Hæstiréttur tekur mál Mjólkursamsölunnar til meðferðar
Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni Mjólkursamsölunnar í máli fyrirtækisins gegn Samkeppniseftirlitinu. Samkeppniseftirlitið sektaði Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum.
28.05.2020 - 14:58
Viðtal
„Mig langaði til að fara í stríð við þá“
Guðmundur Kristjánsson, sem tilkynnti fyrir viku að hann hafi ákveðið að láta af störfum sem forstjóri útgerðarfélagsins Brims, segist hafa tekið þá ákvörðun vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á yfirráðum Útgerðarfélags Reykjavíkur og tengdra aðila í Brimi. Hann segist upplifa rannsóknina sem persónulega herferð gegn sér. Þess vegna hafi hann talið best fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess að hann léti af störfum sem forstjóri.
07.05.2020 - 20:46
Samkeppniseftirlitið rannsakar viðskipti með bréf Brims
Samkeppniseftirlitið ætlar að hefja sjálfstæða rannsókn á yfirráðum Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila í Brimi hf. Þetta kemur fram í tilkynningu Brims til Kauphallarinnar, en tilkynnt var um rannsóknina samhliða því að Samkeppniseftirlitið ákvað að aðhafast ekkert frekar í kaupum Brims á Fiskvinnslunni Kambi hf og Grábrók ehf.
06.05.2020 - 09:11
Spegillinn
Þurfum að vera á varðbergi
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að til greina komi að grípa til ráðstafana ef fyrirtæki byrja að okra á verði og þjónustu. Birgjum verði jafnvel gert að gefa upp hámarks eða leiðbeinandi verð sem er bannað núna samkvæmt samkeppnislögum. Eftirlitið hefur þegar veitt tæplega 10 undanþágur sem heimila samvinnu samkeppnisfyrirtækja.
29.04.2020 - 17:34
Samkeppniseftirlitið fær að halda gögnum Eimskips
Samkeppniseftirlitið fær að halda þeim gögnum sem það hefur lagt hald á hjá Eimskipi í tengslum við rannsókn á meintu ólögmætu samráði fyrirtækisins við Samskip.
Meint brot Eimskips rannsökuð áfram
Landsréttur vísaði í dag frá kröfu Eimskips um að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintum brotum Eimskips og Samskipa yrði lýst ólögmæt og henni hætt. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður vísað sömu kröfu frá. 
25.10.2019 - 15:04
Þing gengi erinda stórfyrirtækja með samþykki
Félag atvinnurekenda leggst eindregið gegn afnámi heimildar Samkeppniseftirlitsins til að bera ákvarðanir áfrýjunarnefndar samkeppnismála undir dómstóla. Þetta kemur fram í umsögn Félags atvinnurekenda um drög að frumvarpi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra til breytinga á samkeppnislögum, Í drögunum er að finna tillögu um afnám þessarar heimildar Samkeppniseftirlitsins. 
24.10.2019 - 14:43
Viðtal
Sömu frasarnir og í aðdraganda hrunsins
Það er verið að spila sömu plötuna og heyrðist í aðdraganda hrunsins, þegar talsmenn atvinnulífsins vildu draga úr eftirliti stjórnvalda með viðskiptaháttum. Þetta segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, fyrrverandi stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins og fyrrverandi viðskiptaráðherra. Hann er mjög gagnrýninn á nýtt frumvarp um breytingar á samkeppnislögum, sem hann segir draga úr möguleikum þess að hagsmuna almennings sé gætt.
24.10.2019 - 10:30
Kastljós
Hart tekist á um samkeppnismálin í Kastljósi
„Ef eitthvað er þá þyrftu samkeppnisreglur og samkeppniseftirlit að vera beittari hér á þessum örmarkaði en á milljóna mörkuðum Evrópu,“ segir fyrrverandi stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins. Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir að með frumvarpi um breytingar á samkeppnislögum sé verið að færa íslenska löggjöf nær löggjöf Norðurlandanna og Evrópu. Það hljóti að vera til bóta.
Niðurstaðan vekur furðu
Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir samstarfssamning Eimskips og grænlenska ríkisskipafyrirtækisins Royal Arctic Line. Helsti keppinautur Eimskips segir ákvörðunina án fordæma og til þess fallna að styrkja enn frekar markaðsráðandi stöðu Eimskips.
15.09.2019 - 12:29
Hyggja á sameiningu vegna fækkunar ferðamanna
Ferðaþjónustufyrirtækin Allrahanda GL og Reykjavík Sightseeing Invest hyggjast sameinast. Eigendur fyrirtækjanna telja skynsamlegt að sameina þau þar sem samkeppni sé hörð á markaði og rekstrarskilyrði óhagstæð.
11.07.2019 - 14:40
Telja sameininguna ekki brot gegn sátt
Íslandspóstur telur fyrirtækið ekki hafa brotið gegn sátt sem það gerði við Samkeppniseftirlitið í fyrra. Rétt sé að í sáttinni komi fram að reka eigi félagið ePóst ehf. í dótturfélagi en þar segi einnig að ef svo miklar breytingar verði á starfsemi dótturfélags að það hafi ekki lengur samkeppnislega þýðingu, geti Íslandspóstur óskað eftir áliti eftirlitsnefndarinnar á því að rekstur þess sé frekar færður inn í móðurfélagið. Sú sé raunin með rekstur ePósts.
05.12.2018 - 16:57