Færslur: Samherjamálið

Segir Samherja hafa mistekist að verja dótturfélög sín
Enginn vafi leikur á að Samherja mistókst að verja dótturfélög sín gegn brotum einstaklinga, segir Björgólfur Jóhannsson annar forstjóra Samherja í bréfi sem hann skrifar og birt er á sjávarútvegsvefnum Undercurrent News.
25.08.2020 - 23:26
Segja Samherja beita áður óþekktum aðferðum í árásum
Útvarpsstjóri hafnar algjörlega þeim ásökunum sem settar eru fram í myndbandi útgerðarfyrirtækisins Samherja um fölsun gagna í Kastljósi 2012. Hann segir að þar séu RÚV og fréttamaður borin þungum sökum og það sé er verulegt umhugsunarefni hvernig fyrirtækið setur þær fram. Útvarpsstjóri, fréttastjóri RÚV og ritstjóri Kveiks segja Samherja nú setja ný viðmið í árásum á blaðamenn og fjölmiðlun og fordæma aðferðir fyrirtækisins.
11.08.2020 - 18:54
Dómari í Namibíu: „Rán um hábjartan dag“
Duard Kesslau, dómari í Windhoek í Namibíu, lýsir meintum brotum Bernhardts Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Tamsons Hatukuilipi, tengdasonar hans, sem „ráni um hábjartan dag".
23.07.2020 - 12:33
Fá ekki lausn úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingu
Bernard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Tamson Hatuikulipi, tengdasonur hans, verða áfram í gæsluvarðhaldi vegna Samherjamálsins og fá ekki lausn gegn tryggingu. Þetta er niðurstaða dómara í morgun.
Tilkynntu um erlendan fjárfesti skömmu fyrir Kveiksþátt
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu barst nokkrum dögum áður en fjallað var um mál Samherja í fréttaskýringaþættinum Kveik tilkynning um kaup erlends aðila á stórum hlut í Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafði nokkrum dögum áður hafnað beiðni Kveiks um viðtal. Ekki var hins vegar tilkynnt opinberlega um viðskiptin fyrr en í maí á þessu ári.
18.06.2020 - 12:02
Namibísku sjómennirnir segjast hafa það gott á Geysi
33 namibískir sjómenn í áhöfn Samherjaskipsins Geysis segjast una hag sínum vel við veiðar úti fyrir ströndum Máritaníu, þar sem skipið er á leigu til þarlendrar útgerðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem þeir undirrita og send hefur verið namibískum fjölmiðlum, og nú fréttastofu RÚV, í tilefni af orðum varaforseta namibíska verkalýðssambandsins, sem kvaðst hafa áhyggjur af þeim.
26.02.2020 - 18:16
Samherji hættir starfsemi namibísks dótturfélags
Samherji ætlar að hætta starfsemi dótturfélagsins Saga Seafood í Namibíu í lok mars. Varaforseti namibíska verkalýðssambandsins hefur áhyggjur af 32 namibískum sjómönnum sem fóru með Samherjaskipinu Geysi til Máritaníu á dögunum. Skattrannsóknarstjóri hér heima hafði Samherja til skoðunar í nokkrar vikur fyrir umfjöllun fjölmiðla.
26.02.2020 - 12:42
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Fishcor handtekinn
Namibíska lögreglan hefur handtekið Mike Nghipunya, fyrrverandi framkvæmdastjóra ríkisrekna útgerðarfélagsins Fishcor í Namibíu. Heimildarmenn innan lögreglunnar staðfesta þetta við Namibian Sun.
17.02.2020 - 14:06
Viðtal
Hafa áhuga á skipum Samherja ef þau tengjast rannsókn
Komi í ljós að skip í eigu Samherja í Namibíu tengist með einhverjum hætti rannsókn á mútum og spillingu, vill spillingarlögreglan í Namibíu fá skipin aftur til landsins. Yfirmaður lögreglunnar segir að rannsókn málsins gangi vel.
03.02.2020 - 22:11
Sjómenn á Samherjaskipi í óvissu
Sjómenn á Sögu, skipi Samherja í Namibíu, hafa áhyggjur af framtíð sinni eftir að skipinu var fyrirvaralaust siglt, án þeirra, til Las Palmas á Kanaríeyjum. Skipið er að sögn á leið þangað í viðgerð en sjómennirnir fengu sms-skilaboð um að þeir þyrftu að sækja eigur sínar um borð án tafar.
31.01.2020 - 13:38
Segir svör ráðuneytisins um hæfi Kristjáns ekki nægja
Sjávarútvegsráðherra mætir á opinn fund í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á miðvikudag til að gefa nefndarmönnum frekari upplýsingar um hæfi sitt í málum sem tengjast Samherja. Formaður nefndarinnar segir svör ráðuneytisins sem kynnt voru nefndinni í morgun ekki fullnægjandi.
200 milljónir í skattsvika- og peningaþvættisvarnir
Héraðssaksóknari og skattayfirvöld fá 200 milljóna aukafjárveitingu úr ríkissjóði til að sinna peningaþvættisvörnum, skattrannsóknum og skattaeftirliti á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu sem birt var í morgun. Ákvörðunin kemur í framhaldi af yfirlýsingu stjórnvalda frá 19. nóvember „um aðgerðir til að auka traust á íslensku atvinnulífi“, eins og það var orðað. Sú yfirlýsing var send eftir umfjöllun Kveiks og fleiri fjölmiðla um Samherjamálið.
18.01.2020 - 11:12
Kristján Þór hefur sagt sig frá málum Samherja
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra hefur sagt sig frá málum sem tengjast Samherja og útgerðarfélagi Akureyringa vegna fiskeldis og nytjastofna við Ísland. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra ber nú ábyrð á þeim. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun.
20.12.2019 - 12:37
Hélt eftir gögnum af virðingu við starfsfólk Samherja
WikiLeaks hefur fleiri tölvupósta úr tölvu Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja, en nú þegar hafa verið birtir á vefsvæði WikiLeaks. Þetta segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, í opnu bréfi á Facebook til Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Samherja. Kristinn segir það rangt að Jóhannes hafi ekki látið WikiLeaks hafa nema hluta þeirra skjala sem voru í tölvunni hans. 
16.12.2019 - 18:52
Eru í sambandi við „þá sem hlut eiga að máli“ á Íslandi
ACC, spillingarlögreglan í Namibíu, hefur verið í sambandi við „þá sem hlut eiga að máli“ í Samherjamálinu hér á landi. Þetta segir framkvæmdastjóri ACC. Hann segir að rannsókn málsins gangi almennt vel og hann vonast til þess að fjölmiðlamenn sem hafa verið viðriðnir málið séu tilbúnir til þess að bera vitni fyrir dómstólum.
15.12.2019 - 17:58
Segist ekki trúa að nokkrum hafi verið mútað
„Ég trúi því ekki að nokkrum hafi verið mútað, né því að fyrirtækið hafi verið, eða tekið þátt í, ólögmætri starfsemi,“ segir Björgólfur Jóhanns­son, for­stjóri Sam­herja, í við­tali við norska við­skipta­blaðið Dag­ens Nær­ingsliv. „Afríka er annar heimur, en ég er viss um að við höfum fengið kvóta í samræmi við lög hvers lands.“
14.12.2019 - 21:31
Hafa vitað af ráðgjafarsamningunum árum saman
Stjórnendur Samherja hafa í þrjú til fjögur ár hið minnsta verið meðvitaðir um ráðgjafarsamninga sem Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Afríkuútgerðar fyrirtækisins, gerði við tengdason fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Þetta má lesa úr tölvupóstbrotum sem Fréttablaðið fékk send frá Samherja og birtir í dag. Tölvupóstarnir eru ekki á meðal pósta sem áður höfðu birst á Wikileaks.
13.12.2019 - 15:17
Frysta bankareikninga fyrrum ráðherra í Angóla
Bankareikningar Victória de Barros Neto, fyrrum sjávarútvegsráðherra Angóla, og fjölskyldu hennar hafa verið frystir, vegna gruns um aðild hennar að Samherjamálinu. 
10.12.2019 - 22:16
Vilja mögulega fá Jóhannes sem vitni í Namibíu
Namibíska ríkið ætlar mögulega að kalla Jóhannes Stefánsson, uppljóstrara í Samherja-málinu og fyrrum verkefnastjóra Samherja í Namibíu, fyrir dóm sem vitni. Þetta er gert vegna rannsóknar á meintum brotum sex manna sem eru í haldi, þar á meðal eru tveir fyrrverandi ráðherrar.
04.12.2019 - 12:04
Myndskeið
„Við vildum ekki að þeir fengju lausn gegn tryggingu“
Spillingarlögreglan í Namibíu mótmælti því að sexmenningarnir sem grunaðir eru um stórfelld lögbrot í tengslum við Samherjamálið yrðu látnir lausir gegn tryggingu. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir að íbúar í Namibíu séu reiðir vegna málsins. Hann væntir þess að íslensk stjórnvöld sýni vilja til að takast á við spillingu.
02.12.2019 - 19:15
Samskipti hafin milli Samherja og tveggja embætta
Samskipti eru hafin milli Samherja og embætta skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara, vegna rannsóknar embættanna á fyrirtækinu. Þetta segir starfandi forstjóri fyrirtækisins. Samherji ætlar að hætta starfsemi í Namibíu fyrr en til stóð.
02.12.2019 - 12:34
Grunar að sér hafi verið byrlað eitur
Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarinn í Samherjamálinu og fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Samherja í Namibíu, segir í umfjöllun Al Jazeera að hann gruni að honum hafi verið byrlað eitur um það leyti sem hann hætti hjá Samherja í lok árs 2016.
01.12.2019 - 12:50
Myndskeið
„Hvað eruð þið að gera í rannsókn á ykkar fólki?“
Sexmenningarnir sem handteknir voru í Namibíu í tengslum við Samherjaskjölin eiga yfir höfði sér ákærur vegna mútuþægni, spillingar, skipulagðrar glæpastarfsemi og fjársvika. Þeir eiga allt að 25 ára fangelsi yfir höfði sér. Yfirmaður spillingarlögreglu Namibíu spyr hvað íslensk yfirvöld séu að gera til þess að rannsaka þátt Íslendinga í málinu.
28.11.2019 - 19:12
Myndskeið
Sexmenningarnir komu fyrir dómara í morgun
Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Samherja-málið í Namibíu fóru fram á það við dómara í morgun að vera látnir úr haldi gegn greiðslu tryggingar. Afgreiðslu málsins var frestað til morguns og eru hinir grunuðu áfram í haldi.
28.11.2019 - 12:09
Brotthorfnir ráðherrar enn í framboði í Namibíu
Tveir fyrrverandi ráðherrar sem hafa sagt sig úr ríkisstjórn Namibíu eru í framboði í þingkosningunum í landinu á morgun. Sérfræðingur segir að ólga gæti aukist hjá almenningi verði þeir kjörnir. Ólíklegt er að pólitískt landlag breytist.
26.11.2019 - 19:48