Færslur: Samgöngustofa

Allt í lás og bíða niðurstöðu ráðuneytisins
Samgöngustofa hafnaði umsókn skoska geimfyrirtækisins Skyrora um leyfi til geimskots á Langanesi á síðasta ári og telur að skortur á regluverki og heimildum komi í veg fyrir að stofnunin sjái sér fært að gefa út leyfi. Þetta segir í skriflegu svari Samgöngustofu við fyrirspurn fréttastofu en Skyrora hefur kært ákvörðunina til innviðaráðuneytisins.
Brýnt að fá ferju sem uppfyllir nútímaöryggiskröfur
Bæjarstjórinn í Stykkishólmi segir afar brýnt að fá ferju yfir Breiðafjörð sem uppfylli nútíma öryggiskröfur, ekki síst skip búið tveimur vélum. Kallað hafi verið eftir því um töluverða hríð.
Samgöngustofa ekki sett sérstakar reglur
Samgöngustofa hefur ekki sett sérstakar reglur þegar kemur að notkun stafrænna ökuskírteina við leigu á nýtilkomnum deilibílum. 
24.03.2022 - 17:26
Fleiri segja upp störfum á Herjólfi
Skipstjóri og annar stýrimaður á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi sögðu nýverið upp störfum og fyrr í vetur gerðu tveir stýrimenn hið saman. Samkvæmt frétt bæjarfjölmiðilsins Tíguls eru uppsagnirnar tilkomnar vegna málefna yfirskipstjóra Herjólfs sem var lækkaður í tign eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu.
Eigendur eldri bíla gætu lent í bobba vegna reglugerðar
Eigendur eldri bíla geta lent í stórauknum vandræðum með að koma bílum sínum í gegnum skoðun vegna breytinga á reglugerð sem tekur gildi næsta vor. Þetta er mat Birgis Hákonarsonar, framkvæmdastjóra Tékklands bifreiðaskoðunar.
18.12.2021 - 06:35
Spegillinn
Einbeiting í akstri víðsfjarri ef talað er í síma
Margt bendir til þess að falskt öryggi felist í því að taka símtal í gegnum handfrjálsan búnað eða hljóðkerfi bílsins á meðan setið er undir stýri. Einbeitingin við aksturinn er jafnfjarri og ef símtæki er haldið upp að eyranu.
19.10.2021 - 21:30
Flugfélögin mega ekki flytja vottorðslausa útlendinga
Íslenskum flugrekendum er skylt að vísa erlendum farþegum frá, framvísi þeir ekki neikvæðu COVID-prófi. Þetta segir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Ef Íslendingar mæta vottorðslausir á flugvöllinn er það flugstjóri vélarinnar sem ræður hvort þeir fái að fara með.
01.08.2021 - 10:50
Dómur getur haft áhrif á kjör allra ríkisstarfsmanna
Mál flugvirkja sem krefjast launa fyrir ferðalög til útlanda getur haft fordæmisgildi fyrir alla opinbera starfsmenn sem þurfa að ferðast vegna vinnu.
Ferðalög starfsmanna teljist vinnutími
Sá tími sem fer í ferðalög starfsmanna utan hefðbundins vinnutíma til áfangastaða í vinnuferðalögum skal teljast sem vinnutími. Ekki er nauðsynlegt að meta í hve miklum mæli vinna fer fram meðan á ferðunum stendur.
Upphaf faraldursins ekki óviðráðanlegar aðstæður
Flugfélaginu Icelandair hefur verið gert að greiða farþegum 400 evrur í skaðabætur vegna flugs FI528 frá Keflavík til Berlínar 18. mars 2020. Kvartanir bárust frá farþegum eftir að fluginu var aflýst og för þeirra til heimalandsins seinkaði um tæplega 14 klukkustundir.
23.06.2021 - 16:17
Viðtal
Segir hagsmuni WOW ekki hafa ráðið för
Forstjóri Samgöngustofu segir af og frá að viðskiptalegir hagsmunir WOW Air hafi ráðið för þegar kom að því að fylgjast með bókhaldi félagsins. Samgönguráðherra segir að atburðarásin í kringum fall WOW hafi átt þátt í því að ákveðið var að auglýsa stöðu þáverandi forstjóra Samgöngustofu.
Funda um WOW skýrslu
Fulltrúar Ríkisendurskoðunar hafa verið boðaðir á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í dag klukkan 9 til að ræða skýrslu embættisins um fall Wow Air. Ríkisendurskoðun telur að Samgöngustofa hafi brugðist eftirlitshlutverki í aðdraganda gjaldþrots félagsins árið 2019.
20.04.2021 - 08:22
Núningur milli ráðuneytis og Samgöngustofu
Ágreiningur var á milli stjórnvalda og Samgöngustofu um hvernig haga bæri fjárhagslegu eftirliti með WOW air. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um fall WOW, en þar kemur fram að stjórnvöld hafi ekki borið traust til Samgöngustofu til að sinna þessu eftirliti.
16.04.2021 - 14:29
Viðtal
Hestafólk kallar eftir gagnkvæmri virðingu og skilningi
Ágangur akandi, hjólandi og skíðandi fólks á reiðvegi hefur valdið slysum og fjölda atvika meðal hesta og knapa. Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamanna, áréttar að reiðvegir séu ætlaðir hestum, þeir séu flóttadýr sem geti brugðist harkalega við óvæntum atvikum. Hann kallar eftir gagnkvæmri virðingu í allri umferð.
16.04.2021 - 11:27
Tjá sig ekki fyrr en trúnaði verður aflétt
Hvorki samgönguráðherra né forstjóri Samgöngustofu segjast geta tjáð sig efnislega um skýrslu ríkisendurskoðunar um fall WOW Air fyrr en trúnaði af skýrslunni hafi verið aflétt. Það verður ekki gert fyrr en á þriðjudaginn.
Viðtal
„Samgöngustofa þarf að taka til hjá sér“
Helga Vala Helgadóttir alþingismaður hafði frumkvæði að því að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskaði eftir skýrslu ríkisendurskoðunar um WOW air. „Ríkisendurskoðun er býsna harðorð í sinni skýrslu. Samgöngustofa brást algjörlega og stjórnvöld að einhverju leyti líka,“ segir Helga Vala. „Ég held að það sé alveg skýrt að Samgöngustofa þarf að taka til hjá sér,“ segir Helga Vala.
Landinn
Ekki leyfilegt að keyra um með særandi bílnúmer
Bílnúmer fyrir ökutæki eru eins og kennitölur fyrir fólk, bílar fá þau þegar þeir fara á göturnar og hafa allt sitt „líf“ eða þangað til þeir fara í förgun og númerin eru ekki endurnýtt.
08.03.2021 - 07:30
Fjöldi fólksbíla í landinu stendur í stað milli ára
Um 750 fólksbílar eru á hverja þúsund íbúa á Íslandi en þeir eru voru 269.615 talsins í lok árs 2020. Fjöldi þeirra stóð nánast í stað milli ára. Meðalfólksbíl er ekið rúmlega 12 þúsund kílómetra á ári.
23.02.2021 - 08:59
Mótefnabílstjórarnir „notaðir á völlinn“
Það hefur verið vandamál hversu margir sækja ættingja sína á flugvöllinn. Til að bregðast við þessu hefur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sent Samgöngustofu formlgt erindi og beðið um að stutt verði við rekstur flugrútunnar. Leigubílstjóri sem hefur sinnt þessum akstri vill að bílstjórar haldi sínu.
Ökumenn kynni sér möguleg áhrif lyfja
Nærri tvöfalt fleiri voru teknir fyrir að aka undir áhrifum lyfja eða fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu, í fyrra, en fyrir ölvunarakstur. Samgöngustofa leggur áherslu á að fólk tali við lækni og kynni sér vel möguleg áhrif lyfja sem því er ávísað.
03.09.2020 - 12:40
Myndskeið
Aka og skapa hættu á gangstígum - erfitt fyrir lögreglu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið margar tilkynningar um að börn á léttum bifhjólum og rafskútum valdi hættu á gangstígum með ógætilegum akstri. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild segir málið vandasamt fyrir lögreglu og biðlar til foreldra að ræða við börn sín.
Biðlisti eftir því að fá að bakka fyrir dómarann
Það er ekki víst að þeir sem nýlega keyptu hjólhýsi megi taka það með í fríið. Til að geta ekið með þunga eftirvagna þarf hluti ökumanna að næla sér í kerruréttindi og það er nokkurra vikna biðlisti eftir því að fá að bakka fyrir prófdómara Frumherja.
14.07.2020 - 15:28
Viðtal
35 þúsund Íslendingar nota ekki bílbelti
Þrjátíu og fimm þúsund Íslendingar eða tíu prósent þjóðarinnar nota ekki bílbelti að staðaldri. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, segir þetta áhyggjuefni einkum í ljósi þess að tveir þriðju þeirra sem létust í bílslysum í fyrra voru ekki í öryggisbelti. 
09.07.2020 - 08:29
Fresta hækkun gjaldskrár vegna veirunnar
Samgöngustofa hefur ákveðið að fresta því að hækka gjaldskrá sína um 2,5%, líkt og til stóð að gera í vikunni. Um síðustu áramót var ákveðið að hækka gjöld stofnunarinnar þannig að þau rúmuðust innan lífskjarasamninga, og átti hækkunin að taka gildi á miðvikudaginn.
20.03.2020 - 17:26
Ekki skýr svör um réttindi flugfarþega vegna COVID-19
Samgöngustofa getur ekki svarað því, út frá reglum sem gilda um rétt flugfarþega, hver er réttur þeirra sem settir eru í sóttkví erlendis og missa af fluginu heim. Reglurnar eru hins vegar skýrar þegar flugi er aflýst vegna hættuástands í öðru landi.
04.03.2020 - 17:00