Færslur: Samgöngustofa

Ökumenn kynni sér möguleg áhrif lyfja
Nærri tvöfalt fleiri voru teknir fyrir að aka undir áhrifum lyfja eða fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu, í fyrra, en fyrir ölvunarakstur. Samgöngustofa leggur áherslu á að fólk tali við lækni og kynni sér vel möguleg áhrif lyfja sem því er ávísað.
03.09.2020 - 12:40
Myndskeið
Aka og skapa hættu á gangstígum - erfitt fyrir lögreglu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið margar tilkynningar um að börn á léttum bifhjólum og rafskútum valdi hættu á gangstígum með ógætilegum akstri. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild segir málið vandasamt fyrir lögreglu og biðlar til foreldra að ræða við börn sín.
Biðlisti eftir því að fá að bakka fyrir dómarann
Það er ekki víst að þeir sem nýlega keyptu hjólhýsi megi taka það með í fríið. Til að geta ekið með þunga eftirvagna þarf hluti ökumanna að næla sér í kerruréttindi og það er nokkurra vikna biðlisti eftir því að fá að bakka fyrir prófdómara Frumherja.
14.07.2020 - 15:28
Viðtal
35 þúsund Íslendingar nota ekki bílbelti
Þrjátíu og fimm þúsund Íslendingar eða tíu prósent þjóðarinnar nota ekki bílbelti að staðaldri. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, segir þetta áhyggjuefni einkum í ljósi þess að tveir þriðju þeirra sem létust í bílslysum í fyrra voru ekki í öryggisbelti. 
09.07.2020 - 08:29
Fresta hækkun gjaldskrár vegna veirunnar
Samgöngustofa hefur ákveðið að fresta því að hækka gjaldskrá sína um 2,5%, líkt og til stóð að gera í vikunni. Um síðustu áramót var ákveðið að hækka gjöld stofnunarinnar þannig að þau rúmuðust innan lífskjarasamninga, og átti hækkunin að taka gildi á miðvikudaginn.
20.03.2020 - 17:26
Ekki skýr svör um réttindi flugfarþega vegna COVID-19
Samgöngustofa getur ekki svarað því, út frá reglum sem gilda um rétt flugfarþega, hver er réttur þeirra sem settir eru í sóttkví erlendis og missa af fluginu heim. Reglurnar eru hins vegar skýrar þegar flugi er aflýst vegna hættuástands í öðru landi.
04.03.2020 - 17:00
Myndskeið
Níu ný tilvik um kílómetrasvindl ári eftir Procar
FÍB veit af níu tilvikum um kílómetrasvindl síðastliðið ár. Ekkert er tengt bílaleigunni Procar sem varð uppvís að slíku svindli í fyrra. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að eitt mál hafi verið kært til lögreglu, önnur séu í rannsókn. 
12.02.2020 - 19:19
Ekki bótaskylt vegna staðgengils Max-vélanna
Samgöngustofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Icelandair sé ekki bótaskylt vegna þeirra véla sem notaðar eru í stað 737 Max-vélanna en þær hafa verið kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys. Þrír farþegar á leið frá Keflavík til Billund í Danmörku kröfðu flugfélagið um bætur og sögðu að vélin sem Icelandair hefði notað í staðinn fyrir Max-vélina hefði verið ósnyrtileg, með litlu fótaplássi og óþægilegum sætum.
12.02.2020 - 15:15
Eitt af hverjum hundrað börnum laust í bíl
Eitt af hverjum hundrað börnum á leikskólaaldri, eða um eitt prósent, er laust í bílum, og því í mikilli hættu. Árið 1985 voru 80 prósent barna laus í bílum. Mikill árangur hefur náðst í að tryggja öryggi barna í bílum.
Samgöngustofa fái að beita stjórnvaldssektum
Samgöngustofa fær heimild til að beita fyrirtæki stjórnvaldssektum, verði þau uppvís að því að breyta kílómetrastöðu ökutækja, samkvæmt lagafrumvarpi sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, ætlar að leggja fram.
18.11.2019 - 13:42
Vill breytingar vegna hættulegs útbúnaðar
Rannsóknarnefnd Samgönguslysa vill breytingar í framhaldi af ófullnægjandi útbúnaði Toyota-bifreiðar, sem lenti í árekstri. Upplýsingafulltrúi Toyota segir umboðið ekki bera ábyrgð á breytingum sem gerðar voru á henni. 
Fréttaskýring
Bregðast eftirlitsstofnanir þegar á reynir?
Fall flugfélagsins Wow hefur skekið íslenskt efnahagslíf. Um tvö þúsund manns misstu vinnuna og ríkisfyrirtækið Isavia fær tæplega mikið upp í tveggja milljarða skuld Wow þar. Aðkoma Samgöngustofu vekur einnig spurningar. Síðast þegar verulega reyndi á íslensk eftirlitsyfirvöld, það er í bankahruninu, fengu þau yfirvöld falleinkun. Nú hefur Alþingi samþykkt að Ríkisendurskoðun geri úttekt á aðkomu Samgöngustofu og Isavia að Wow.
Ríkisendurskoðun geri úttekt vegna WOW
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskaði í gær eftir úttekt á aðkomu Samgöngustofu og Isavia að rekstri WOW air í aðdraganda og kjölfar gjaldþrots félagsins.
07.06.2019 - 16:17
Samgöngustofa svarar um Procar
Samgöngustofa hafði ekki lagaheimild til þess að svipta bílaleigu starfsleyfi að því er kemur fram í tilkynningu Samgöngustofu. Bílaleigan Procar er ekki nefnd á nafn í tilkynningunni en á samhenginu virðist greinilegt að átt er við hana.
Útboð og viðræður við Icelandair á sama tíma
Viðræður um mögulega sameiningu flugfélaganna Wow air og Icelandair stóðu yfir á sama tíma og skuldabréfaútboð síðasta haust. Þetta kemur fram í nýrri bók eftir blaðamanninn Stefán Einar Stefánsson, WOW ris og fall flugfélags.
28.05.2019 - 21:39
Karlar valda oftar alvarlegum slysum
Karlmenn stunda frekar áhættuhegðun í umferðinni og valda oftar alvarlegum slysum en konur, samkvæmt tölum Samgöngustofu. Karlar áttu sök í máli í fjórtán af fimmtán banaslysum síðasta árs. Aldrei hafa fleiri erlendir ferðamenn dáið í umferðinni en í fyrra.
10.05.2019 - 12:21
„Ekki ástæða til að stoppa flug“
Icelandair fylgist áfram með gangi rannsóknar á flugslysinu í Addis Ababa í gær þar sem allir 157 farþegar Boeing 737 MAX-8 þotunnar fórust. Þetta er annað sinn á hálfu ári sem þota af þessari gerð ferst. Ekki er ástæða til að stoppa flug miðað við fyrirliggjandi upplýsingar, segir framkvæmdastjóri rekstarsviðs Icelandair.
11.03.2019 - 12:31
Samgöngustofa fylgist með en aðhefst ekki
Samgöngustofa hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvort grípa þurfi til aðgerða en fylgst er vel með hvað flugmálayfirvöld í Evrópu og í Bandaríkjunum gera. Í Evrópu hefur þróunin orðið sú að yfirvöld eiga frekar samstarf um öryggi flugrekenda frekar en að skipa þeim fyrir og refsa.
11.03.2019 - 12:01
Fréttaskýring
„Ekki á gráu svæði að aftengja sótagnasíur“
Kostnaðurinn við að viðhalda mengunarvarnabúnaði í dísilbílum er óheyrilega mikill, ósanngjarn og ætti að vera niðurgreiddur af ríkinu. Þetta er mat Gísla Rúnars Kristinssonar, eiganda Bílaforritunar ehf, fyrirtækis sem hefur aðstoðað fjölmarga dísilbíleigendur við að aftengja sótagnasíur og annan mengunarvarnabúnað í bifreiðum sínum. Félag íslenskra bíleigenda heldur því fram að fyrirtæki Gísla og önnur svipuð stundi ólöglega starfsemi í skjóli takmarkaðs eftirlits.
22.02.2019 - 19:01
Helmingi færri banaslys með akstursbanni
Helmingi færri látast í umferðinni á ári hverju nú en fyrir rúmum tíu árum síðan, en þrettán hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári. Lög um akstursbann hafa mikið að segja um fækkun slysa, en slík lög eru til skoðunar hjá nágrannalöndunum að íslenskri fyrirmynd.
18.11.2018 - 12:30
Gríðarleg aukning á fíkniefnaakstri
Samgöngustofa segir það hafa færst í aukana að fólk aki undir áhifum fíkniefna. Þá séu ökumenn að taka óþarfa áhættu við framúrakstur í auknum mæli. Kostnaður vegna umferðarslysa er meiri en 500 milljarðar á síðustu tíu árum.
27.08.2018 - 10:01
Vilja skýrslu frá ráðherra um vopnaflutninga
Tveir þingmenn VG og þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa óskað eftir skýrslu frá utanríkisráðherra þar sem þess er óskað að ráðherrann svari því hvort íslenska ríkið hafi brotið bann Öryggisráðs sameinuðu þjóðanna um vopnaflutning. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem er fyrsti varaformaður utanríkismálanefndar, er flutningsmaður skýrslubeiðninnar.
11.04.2018 - 16:17
Telur Samgöngustofu hafa farið að lögum
Fyrir viku greindum við frá vopnaflutningum flugfélagsins Atlanta frá Austur-Evrópu til Sádi-Arabíu, þaðan sem allt bendir til þess að vopnin berist í hendur illvirkja í Jemen og Sýrlandi. Nokkrum spurningum er þó enn ósvarað og fleiri hafa vaknað í kjölfarið: Hvað var um borð í vélum Atlanta og hversu margar voru ferðirnar?
06.03.2018 - 20:00
Viðtalið við Þórólf Árnason í heild
Er þekking á vopnasölusamningi Sameinuðu þjóðanna hjá Samgöngustofu og var hann hafður til hliðsjónar þegar undanþága var veitt frá lögum svo að flugfélagið Atlanta gæti flutt vopn? Kveikur vildi fá svar við þeirri spurningu frá Þórólfi Árnasyni, forstjóra Samgöngustofu.
Níu af ellefu markmiðum á rauðu
Í fyrra ferðuðust tæplega milljón ferðamenn um Ísland á bílaleigubílum. Á árunum 2014 til 2016 tvöfaldaðist álag vegna umferðar bílaleigubíla hér á landi. Slysum hefur á sama tímabili fjölgað. Samgöngustofa hefur ekki getað treyst á fjárveitingar til umferðisöryggisáætlunar og stjórnvöld eru óraveg frá því að uppfylla markmið hennar. 
17.03.2017 - 17:15