Færslur: samgöngur

Telur að ferðir Herjólfs þriðja séu ekki verkfallsbrot
Starfsmenn sem ekki eru í Sjómannafélagi Íslands sigla Herjólfi þriðja þessar fjórar ferðir sem hann fer í dag. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmanneyjaferjunnar Herjólfs segir að ekki sé um verkfallsbrot að ræða.
15.07.2020 - 09:45
Icelandair flytur strandaglópa til og frá Bandaríkjunum
Icelandair mun á næstunni flytja á annað þúsund armenskra og bandarískra ríkisborgara á milli Los Angeles í Kaliforníu og Jerevan í Armeníu. Farþegarnir hafa verið strandaglópar vegna COVID-19 faraldursins, en fá nú að snúa til síns heima. Fjöldi ferða liggur ekki fyrir, en um er að ræða á annað þúsund farþega.
09.07.2020 - 12:55
Segja kröfugerðina óaðgengilega og búast við verkfalli
Kröfugerð starfsmanna Herjólfs, sem eru félagar í Sjómannafélagi Íslands, er óaðgengileg. Þetta er mat stjórnar Herjólfs ohf sem kom saman í gærkvöldi. Fulltrúa Sjómannafélagsins var kynnt þessi niðurstaða á fundi í morgun. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að búast megi við að verði af boðuðum verkfallsaðgerðum í næstu viku.
Segist bjartsýnn á lausn Herjólfsdeilunnar
Stjórn Herjólfs situr nú á fundi með fulltrúum skipverja ferjunnar og Sjómannafélags Íslands til að leita lausna á kjaradeilu þeirra. Sólarhrings vinnustöðvun skipverja lauk á miðnætti og önnur er fyrirhuguð í tvo sólarhringa frá miðnætti 14. júlí. Sú þriðja verður tveimur vikum síðar, í þrjá sólarhringa, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Fyrir fundinn sagðist Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs bjartsýnn á að samkomulag næðist.
Nýir vegir á Vestfjörðum geta haft áhrif á verndarsvæði
Miklar samgöngubætur fyrir víðfeðmt svæði felast í lagningu nýrra vega um Dynjandisheiði og frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Umhverfisáhrif veglagningarinnar geta þó verið veruleg.
Morgunútvarpið
Erfitt að benda á eitthvað eitt
G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að leggja þurfi malbik að nýju á Kjalarnesi og á Gullinbrú á Bústaðaveg og að fylgjast þurfi með ástandi malbiks á Bústaðavegi og Reykjanesbraut við Vífilsstaði. Hann var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og sagði þar að allt nýtt malbik væri varhugavert. Erfitt væri að benda á eitthvað eitt í því sambandi.
30.06.2020 - 08:19
Rafrænu ökuskírteinin væntanleg innan skamms
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað reglugerð sem heimilar útgáfu stafrænna ökuskírteina. Gangi áætlanir eftir verður hægt að sækja þau í símann síðar í mánuðinum í gegnum vefinn ísland.is. Ökuskírteini eru almennt viðurkennd gagnkvæmt milli EES-ríkja, en nýju skírteinin munu aðeins gilda hér á landi þar sem þau uppfylla ekki kröfur Evróputilskipunar.
12.06.2020 - 17:46
Vonskuveður um allt land og vegir víðast lokaðir
Vonskuveður gengur nú yfir landið og appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu að höfuðborgarsvæðinu undanskildu, en þar er gul viðvörun. Ekkert ferðaveður er á landinu og fjölmargir vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir og munu vera það fram eftir degi og til kvölds miðað við veðurspá, að því er frem kemur á vef Vegagerðarinnar. Björgunarsveitir víða á landinu hafa sinnt útköllum í alla nótt, og hjálpað fólki sem hefur lent í vanda vegna ófærðar.
05.04.2020 - 08:13
Umferð á höfuðborgarsvæðinu dregst saman um 21%
Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman um 21% í mars, sé miðað við sama mánuð í fyrra. Það jafngildir rúmlega 35 þúsund ökutækum á dag. Það er því augljóst að samkomubann og kórónuveirufaraldurinn hefur mikil áhrif á umferð.
31.03.2020 - 08:39
Myndskeið
Ferðabann ESB gæti haft mikil áhrif á Ísland
Ferðabann til allra ríkjanna sem tilheyra Schengen-svæðinu gæti haft mjög mikil áhrif á Ísland, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ætlar að leggja til við leiðtoga þess á morgun að bann verði sett við ónauðsynlegum ferðum til aðildarríkjanna með það að markmiði að hefta útbreiðslu sjúkdómsins COVID-19 sem hlýst af kórónaveiru.
16.03.2020 - 19:39
Leggur til 30 daga bann við ónauðsynlegum ferðalögum
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, leggur til bann við ónauðsynlegum ferðum til aðildarríkja Evrópusambandsins í 30 daga, að því er hún greinir frá á Twitter. Ætlunin er að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19 kórónaveirunnar. Þessar takmarkanir myndu einnig ná til ríkja sem ekki eiga aðild að ESB en eiga aðild að Schengen, líkt og Ísland.
16.03.2020 - 16:41
Innanlandsflug fellt niður og raskanir hjá Strætó
Líklegt er að víðtækar raskanir verði á ferðum Strætó á landsbyggðinni og á akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra á morgun vegna ofsaveðursins sem spáð er. Allt innanlandsflug hefur verið fellt niður. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun sem gildir um allt landið.
13.02.2020 - 10:38
Sátt um að Reykjanesbraut liggi áfram við álver
Ákveðið hefur verið, eftir viðræður fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og álvers Rio Tinto í Straumsvík, að tvöföld Reykjanesbraut frá gatnamótum að Krýsuvík að Hvassahrauni verði í núverandi vegstæði, í stað þess að færa hana eins og gert er ráð fyrir í aðalskipulagi bæjarins.
28.01.2020 - 12:18
Tómlegt í hillum verslana – ráðast í brauðbakstur
Eftir mikla ófærð og óveður síðustu daga er orðið tómlegt í hillum verslana á norðanverðum Vestfjörðum. Þangað hafa flutningabílar ekki komist og að sama skapi kemst fólk ekki á milli byggðarlaga. Sjoppan er eina verslunin sem selur mat á Flateyri og í þessu tíðarfari komast Flateyingar ekki á Ísafjörð að versla í matinn og því hefur verið brugðið á það ráð í Gunnu kaffi á Flateyri að nýta iðnaðarhrærivélina og baka brauð sem selt er í sjoppunni.
14.01.2020 - 09:58
Appelsínugul viðvörun gefin út
Veðurstofan hefur gefið út appelsíungula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Miðhálendið fyrri part morgundags.
03.01.2020 - 11:01
Spegillinn
Svifryksmengun farið minnkandi þrátt fyrir aukna umferð
Síðastliðna áratugi hefur dregið jafnt og þétt úr bæði svifryks- og köfnunarefnisdíoxíðsmengun á höfuðborgarsvæðinu. Þetta skrifast helst á breytt veðurfar, betri mengunarvarnarbúnað í bílum og ný nagladekk sem síður tæta upp malbikið. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að þrátt fyrir endurbætur séu nagladekkin einn helsti skaðvaldurinn. Hann fagnar því að sveitarfélög og Vegagerðin hafi fengið heimild til þess að takmarka umferð vegna mengunar.
27.11.2019 - 17:34
Bjóða íbúum að spyrja út í nýtt leiðakerfi
Strætó hefur opið hús á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem drög að nýju leiðakerfi verða kynnt.
21.10.2019 - 14:44
Fylgdarakstur um Hvalfjarðargöngin í nótt
Unnið verður við viðhald í Hvalfjarðargöngunum í nótt. Áætlað er að vinna hefjist nú á tíunda tímanum vari fram til klukkan sjö í fyrramálið. Á meðan á viðhaldsvinnu stendur verður bílum fylgt í gegnum göngin.
17.10.2019 - 22:07
Telur skráningum reiðhjólaslysa ábótavant
120 hjólareiðaslys voru skráð í fyrra, en slysaskráningum hjólreiðaslysa er ábótavant að mati Árna Davíðssonar, formanns Landssamtaka hjólreiðamanna. 
13.10.2019 - 16:11
Veggjöld standi undir sex stórframkvæmdum
Samgönguráðherra leggur fram frumvarp á næstunni um að sex stórar samgönguframkvæmdir að lágmarki verði fjármagnaðar með veggjöldum í einkaframkvæmd. Í nokkrum tilfellum kemur til greina að ríkið leggi til allt að helming kostnaðar.
27.09.2019 - 11:17
Myndskeið
Opnað á lagningu Sundabrautar
Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgöngumannvirkja og borgarlínu liggur fyrir og verður undirritað á fimmtudaginn í næstu viku. Þar er opnað fyrir möguleikann á að leggja Sundabraut.
20.09.2019 - 19:55
Myndband
Víðtæk verkföll samgöngustarfsmanna í París
Ófremdarástand skapaðist í París í dag vegna víðtækra verkfalla fólks sem starfar við almenningssamgöngur. Verkföllin eru vegna umdeildra breytinga Emmanuels Macron Frakklandsforseta á lífeyrisréttindum.
13.09.2019 - 22:15
Veggjöldin frá 60 upp í 200 krónur
Með því að leggja á veggjöld á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 ár á að flýta framkvæmdum sem stæðu að óbreyttu fram til ársins 2070. Samkvæmt heimildum Spegilsins er rætt um að hámarksgjald verði 200 krónur og lægsta gjaldið 60 krónur fyrir hverja ferð. Enn á eftir að útfæra tillögurnar.
13.09.2019 - 12:11
Segir þverpólitíska sátt um veggjöld
Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis fagnar fyrirætlunum ríkis og sveitarfélaga um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og segir þverpólitíska samstöðu hafa myndast fyrir því að taka upp veggjöld.
12.09.2019 - 13:10
Myndband
Veggjöld á helstu stofnæðar
Veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins verða tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir, þar með talið borgarlínu. Ríkið mun selja landið að Keldum til að fjármagna framkvæmdirnar.
11.09.2019 - 18:45