Færslur: samgöngur

Fjölda flugferða hefur verið aflýst
Þremur flugferðum frá Keflavíkurflugvelli og fjórum ferðum til vallarins hefur verið aflýst í kvöld.
21.02.2022 - 17:14
Bæjarstjórnin furðar sig á langri lokun á Hellisheiði
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar furðar sig á að vegurinn um Hellisheiði hafi verið lokaður í þrjá sólarhringa í byrjun vikunnar. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri segir mikla röskun hafa fylgt lokuninni.
11.02.2022 - 16:58
Icelandair tapaði 5 milljörðum á síðasta ársfjórðungi
Tap Icelandair eftir skatta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var fimm milljarðar króna. Forstjóri félagsins segir afkomu félagsins þó sýna mikinn rekstrarbata milli ára. Heildartekjur á fjórðungnum voru þrefalt hærri en á sama tímabili árið 2020.
Vetrarfærð í dag og nóg að gera hjá snjómokstursmönnum
Gular veðurviðvaranir fyrir allt vestanvert landið og Suðurland gilda frá klukkan tíu og til sex síðdegis. Búist er við vestan hvassviðri og dimmum éljum þannig að skyggni verður lélegt og akstursskilyrði versna. Töluvert hefur snjóað á vestantil á landinu í nótt og í morgun og víða þungfært vegna snjóþekju eða hálku.
30.01.2022 - 09:30
Sjónvarpsfrétt
Öll uppbygging næstu áratugi innan eldri byggðar
Öll íbúðauppbygging á höfuðborgarsvæðinu næstu áratugi verður innan eldri byggðar samkvæmt nýju aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sem tekur gildi á næstu dögum. Mest verður byggt í Vatnsmýri og Elliðaárvogi.
Íbúar í Gufunesi fari með leigubíl að biðstöð Strætó
Íbúum í vistvænu hverfi í Gufunesi gefst nú kostur á að panta leigubíl á vegum Strætó, til þess að koma sér að næstu biðstöð Strætó. Bílinn þarf að panta með símtali, með 30 mínútna fyrirvara og þá keyrir hann samkvæmt tímatöflu að næstu biðstöð Strætó. Áður þurftu íbúar að ganga kílómeters langan ólýstan malarstíg til þess að komast í almenningssamgöngur.
30.12.2021 - 13:56
Fréttaskýring
Borgin býst við einu andláti á ári, þau eru orðin þrjú
Á árinu hafa fjórir gangandi eða hjólandi vegfarendur látist í umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu, þar af þrír í Reykjavík og langtum fleiri en undanfarin ár. Reykjavíkurborg stefnir að því að fækka slysum um fjórðung fyrir árið 2023. Sérfræðingur segir að nú þurfi meira til en áður til að fækka slysum. Spegillinn fjallar um stöðu og þróun umferðaröryggis í Reykjavík.
Ekkert eftirlit með breyttum rafmagnshlaupahjólum
Ekkert skipulagt eftirlit hefur verið með rafmagnshlaupahjólum sem komast yfir leyfilegan hámarkshraða á göngu- og hjólastígum. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild, segir brýnt að lögregla fái einföld úrræði til þess að bregðast við rafhjólum sem skapi hættu á göngustígum.
Sjónvarpsfrétt
Fyrsta rafknúna flutningaskip heims
Heimsins fyrsta gámaskip sem gengur fyrir rafmagni var tekið í notkun í Noregi í dag. Skipið heitir Yara Birkeland og var siglt frá Horten til Óslóar í gær.
19.11.2021 - 19:38
Áætlað að viðgerðum Norðfjarðarganga ljúki eftir helgi
Viðgerðir standa nú yfir í Norðfjarðargöngum, en þau hafa verið lokuð fyrir almennri umferð frá því hluti úr klæðningu féll úr lofti þeirra á mánudag. Áætlað er að viðgerðum ljúki um helgina. Umferð er nú hleypt í gegnum göngin nokkrum sinnum á dag og hægt er að nálgast upplýsingar um opnunartíma ganganna á vef Vegagerðarinnar.
03.11.2021 - 12:02
Hafnfirðingar, Garðbæingar og Akureyingar fá deilibíla
Svokallaðir deilibílar standa íbúum Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Akureyrar til boða. Slíkir bílar hafa síðustu ár verið á þrettán stöðum í borginni. 
07.10.2021 - 16:18
Vilja banna útleigu rafskutla um nætur í Helsinki
Samgönguyfirvöld í Finnlandi vilja banna útleigu rafmagnshlaupahjóla að næturlagi um helgar. Nokkuð er um að ökumenn hjólanna séu undir áhrifum áfengis og slysum hefur fjölgað mikið. Höfuðáverkar eru algengastir. Læknar á háskólasjúkrahúsinu í Helsinki hafa kallað eftir slíku banni.
05.09.2021 - 09:14
Úrhellisrigning og flóð valda usla á Spáni
Gríðarlegt úrhelli olli flóðum á Spáni í dag, þúsundir voru án rafmagns auk þess sem loka þurfti vegum og járnbrautarlínum. Símasamband var einnig að skornum skammti.
02.09.2021 - 01:45
Erlent · Hamfarir · Náttúra · Umhverfismál · Veður · Spánn · Katalónía · Flóð · úrhelli · Rigning · Pedro Sanchez · Madrid · samgöngur
Metandælur höfuðborgarsvæðisins komnar aftur í lag
Metanbílaeigendur á höfuðborgarsvæðinu lentu einhverjir í vandræðum með að fylla á bílinn í gær. Vandamál komu upp á þremur metanstöðvum af fjórum sem eru starfræktar á höfuðborgarsvæðinu og fréttastofa heyrði af einum sem fór fýluferð á þær allar. Hjá Olís komu upp þrýstingsvandamál, bæði á metanstöðinni í Álfheimum og á Álfabakka við Mjódd. Sömuleiðis amaði eitthvað að metanstöð N1 við Bíldshöfða. 
05.08.2021 - 21:19
 · Innlent · samgöngur · viðskipti · metan · Bilanir · orkuskipti · Bílar · eldsneyti
Stóraukin umferð einkaþotna af stærri gerðinni
Í júlí stórjókst umferð einkaþotna um Reykjavíkurflugvöll og var talsvert meiri en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Vélarnar eru bæði stærri og þyngri en áður og sumir íbúar í grennd við völlinn eru komnir með nóg af hávaðanum. 
Allir íbúar Wuhan-borgar skikkaðir í sýnatöku
Yfirvöld í borginni Wuhan í miðhluta Kína tilkynntu í morgun að allir íbúar hennar skuli fara í sýnatöku. Fyrstu kórónuveirutilfellin í meira en ár komu þar upp í gær.
03.08.2021 - 04:40
Óvarkárir ökumenn keyra á tugi kríuunga á dag
Tugir kríuunga hafa drepist á dag undanfarna viku vegna mikillar bílaumferðar við Rif á Snæfellsnesi. Hámarkshraði á svæðinu hefur nú þegar verið lækkaður og svæðið merkt sem varpland, en það virðist ekki duga til þess að hlífa varpinu.
22.07.2021 - 21:05
Innlent · Vesturland · Náttúra · Umhverfismál · Kría · Fuglar · Náttúra · umferð · Varp · Kríuvarp · Varpland · Vegagerðin · samgöngur · Bílar · Vesturland · Snæfellsnes
Vistvænir samgöngumátar vinsælir á höfuðborgarsvæðinu
Sífellt fleiri kjósa að koma sér á milli staða á vistvænan hátt á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi þeirra sem fer fótgangandi eða hjólandi á milli staða eykst á milli ára.
15.07.2021 - 23:05
Íslendingar ná markmiði um endurnýjanlega orku
Árið 2020 voru 11,4% allra orkugjafa í samgöngum á Íslandi orðnir endurnýjanlegir. Þetta er í samræmi við markmið sem stjórnvöld settu sér fyrir tíu árum um að minnst 10% orkugjafa yrðu endurnýjanlegir.
Viðtal
Hestafólk kallar eftir gagnkvæmri virðingu og skilningi
Ágangur akandi, hjólandi og skíðandi fólks á reiðvegi hefur valdið slysum og fjölda atvika meðal hesta og knapa. Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamanna, áréttar að reiðvegir séu ætlaðir hestum, þeir séu flóttadýr sem geti brugðist harkalega við óvæntum atvikum. Hann kallar eftir gagnkvæmri virðingu í allri umferð.
16.04.2021 - 11:27
Ríkiskaup býður til hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú
Ríkiskaup hefur fyrir hönd Vegagerðarinnar boðið til opinnar hönnunarsamkeppni um útlit og hönnun brúar yfir Fossvog.
Tugir skikkaðir á sóttvarnahús - flestir án mótmæla
Nokkur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í dag en síðdegis lentu tvær flugvélar frá löndum þar sem teljast til hááhættusvæða. Stór hluti farþeganna fór með rútu í sóttkvíarhús. Einum þeirra blöskrar hversu þétt var setið í rútunni. Yfirlögregluþjónn segir flókið að ganga úr skugga um að vottorð séu ekta.
01.04.2021 - 19:35
Akstur flugrútunnar hefst á ný frá Keflavíkurflugvelli
Reglulegur akstur flugrútu frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarsvæðisins hefst á ný skömmu eftir miðnætti. Reykjavík Excursions - Kynnisferðir ætla þá að hefja reglulegan akstur á ný. Hann hefur verið gloppóttur síðustu mánuði þar sem farþegar hafa verið sárafáir vegna COVID-faraldursins. Í fyrstu verður aðeins ekið frá flugvellinum og til höfuðborgarsvæðisins. Ekki verða í boði ferðir frá höfuðborgarsvæðinu og á flugvöllinn.
Myndskeið
Malbik illa farið þrátt fyrir minni umferð
Þrátt fyrir að umferð á höfuðborgarsvæðinu hafi dregist saman um rúm tíu prósent frá árinu áður en malbik illa farið. Holur og djúp hjólför eru víða á Vesturlandsvegi. Forstjóri Vegagerðarinnar segir skýringa að leita í miklum niðurskurði á árunum eftir hrun sem hafi bitnað á viðhaldi vega.
09.02.2021 - 09:31
Verðmunur á bensínlítra getur numið allt að 47 krónum
Algengasta verð á bensínlítra hjá N1 er 236,90 krónur en lítrinn kostar 189,90 hjá Costco í Garðabæ. Verðmunurinn er því 47 krónur á hvern lítra. Innkoma Costco á markaðinn hefur haft mikil áhrif á verðmyndun og samkeppni á eldsneytismarkaðnum.