Færslur: samgöngumál

Sjónvarpsfrétt
Bílaflotinn við gosið farinn að minna á hraunbreiðu
Meira en tíu þúsund manns hafa gengið að eldgosinu um helgina. Bílaflotinn við rætur gönguleiðarinnar varð svo stór í dag að skipulögðu bílastæðin dugðu ekki til. Björgunarsveitarfólk býst við því að met gærdagsins verði slegið í dag. Tjaldstæðið í Grindavík hefur fyllst af fólki upp úr miðnætti undanfarin kvöld, þegar örþreyttir ferðamenn komast niður af gosstöðvunum.
Þetta helst
Einkaþotur: Bráðmengandi bruðl eða sjálfsagður munaður?
Það er einkaþotuskortur í heiminum. Eða framboðið annar ekki eftirspurninni, skulum við segja. Reykjavíkuflugvöllur er fullur af þessum vélum, enda lenda þar um tvö hundruð stykki á mánuði þegar mest er og gert er ráð fyrir að nærri því 900 einkaþotur lendi þar í ár. Ef farþegarnir vilja staldra hér við á landinu í einhvern tíma þarf að greiða stæðisgjald. Það er ókeypis fyrstu sex tímana, en svo byrjar mælirinn að tikka. Þetta helst skoðar þennan þægilega, mengandi og óhemjudýra ferðamáta.
04.08.2022 - 13:33
Skyggni afleitt
Hætta sölu flugmiða á Grænlandi fram í ágúst
Um 1.000 flugfarþegar eru strandaglópar á Grænlandi þar sem allt innanlandsflug liggur niðri vegna lélegs skyggnis. Stjórnendur grænlenska flugfélagsins Air Greenland hafa ákveðið að selja ekki fleiri flugmiða til og frá áfangastöðum á vesturströndinni það sem eftir lifir júlímánuði. Þau sem þegar eiga miða geta hins flogið sína leið - ef og þegar veður leyfir.
12.07.2022 - 03:19
Sjónvarpsfrétt
„Þetta er lélegur, gamall og skítugur afdaladallur“
Farþegar sem þurftu að hírast um borð í farþegaferjunni Baldri í sex klukkustundir spöruðu ekki stóru orðin þegar þau komust loks í land. Kona sem notar ferjuna reglulega lýsir henni sem gamalli druslu og afdaladalli. Baldur varð vélarvana rétt utan við hafnarmynnið á Stykkishólmi um 300 metrum frá landi rétt eftir klukkan níu í morgun. Um borð voru 102 farþegar auk áhafnar. 
18.06.2022 - 19:00
Samgöngustofa ekki sett sérstakar reglur
Samgöngustofa hefur ekki sett sérstakar reglur þegar kemur að notkun stafrænna ökuskírteina við leigu á nýtilkomnum deilibílum. 
24.03.2022 - 17:26
Möguleiki að leigja deilibíl án gildra ökuréttinda
Til að mega leigja nýkomna deilibíla sem reknir eru af Hopp og Bílaleigu Akureyrar þarf að skanna plastaða útgáfu ökuskírteinis, ekki er hægt að nota þau sem gefin eru út á rafrænu formi. Á hefðbundnum ökuskírteinum kemur ekki fram hvort ökumaður sé með gild ökuréttindi eða hafi ef til vill misst þau tímabundið. Það kemur aftur á móti fram á rafræna formi skírteinisins. Þetta þýðir að ökumenn sem ekki eru með gild ökuréttindi geta leigt bíl. 
20.03.2022 - 19:04
Grímseyingar vilja nýtt skip — „Ferjan ekki boðleg“
Grímseyingar eru orðnir langþreyttir á ferjunni Sæfara sem gengur milli lands og eyjar. Hverfisráð ályktaði um málið í dag og segja eyjaskeggjar að ferjan sé ekki boðleg. Engin áform eru hjá Vegagerðinni um að skipta ferjunni út.
18.02.2022 - 15:30
„Þetta verður klikkað sumar“
Segir Hjálmar Pétursson forstjóri Avis bílaleigu. Það stefnir í að skortur verði á bílaleigubílum í sumar. Vegna Covid-19 hafa bílaleigur hér á landi lent í vandræðum með að endurnýja bílaflotann.
Hátt í 200 milljarða króna ábati af Sundabraut
Ný félagshagfræðileg greining um lagningu Sundabrautar, leiðir í ljós 186-238 milljarða króna ábata fyrir samfélagið af framkvæmdunum. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir að niðurstöðurnar staðfesti þá sannfæringu hans að Sundabrautin muni umbylta umferð á höfuðborgarsvæðinu.
Segir Strætó verði ódýrari fyrir flest heimili
Nokkuð hefur borið á gagnrýni vegna verðhækkana á árskortum Strætó fyrir ungmenni og aldraða. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þó vel hafa gengið að innleiða nýja gjaldskrá hjá fyrirtækinu. Hann segir verðlagið hérlendis almennt lægra en fyrir sambærilega þjónustu á Norðurlöndunum.
Nýtt greiðslukerfi og ný gjaldskrá á morgun
Strætó hefur notkun á nýju snertilausu greiðslukerfi í höfuðborginni á morgun. Að auki tekur gildi breytt og einfölduð gjaldskrá hjá fyrirtækinu. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó segir breytinguna hafa reynst vel í prófunum og hvetur notendur til þess að hlaða niður nýja greiðsluappinu, KLAPP.
15.11.2021 - 12:40
Dýrafjarðargöng standa undir væntingum á árs afmælinu
Rúmt ár er nú liðið frá því Dýrafjarðargöng voru opnuð. Þau stytta Vestfjarðarveg um rúma 27 kílómetra og hlífa vegfarendum við snjóþungri Hrafnseyrarheiðinni. Vegagerðin hefur fylgst vel með því hvernig göngin hafa verið nýtt. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri á umferðardeild, segir að frá áramótum og fram til 25. október hafi að meðaltali 197 bílar ekið um göngin, þá í aðra hvora áttina, á sólarhring.
28.10.2021 - 14:34
Sjónvarpsfrétt
„Bara malbika þetta, punktur"
„Maður fær þá tilfinningu að maður skipti ekki jafn miklu máli og aðrir,“ segir kona sem þarf að keyra um Vatnsnesveg á hverjum degi. Vegurinn hefur hríðversnað undanfarin ár.
Segir ákvörðun færeysku Akstovunnar ekki halda vatni
Framkvæmdastjóri rafskútuleigunnar Hopps vonar að rafhlaupahjól fyrirtækisins verði komin aftur á göturnar í Þórshöfn í Færeyjum fyrir lok mánaðarins. Hopp flutti fimmtíu rafhlaupahjól til Þórshafnar á dögunum en færeyska lögreglan lagði hald á farartækin þar sem samgöngustofa Færeyja telur þau ólögleg.  
05.08.2021 - 12:08
Hafa vart undan við að steikja ástarpunga á Möðrudal
Á sama tíma og umferðin um höfuðborgarsvæðið dróst saman hefur umferð um hringveginn aldrei verið meiri. Vertinn í vegsjoppunni á Möðrudal hefur fundið vel fyrir aukningunni og hafði vart undan við að steikja ástarpunga í júlí.
05.08.2021 - 11:15
Áætlað að framkvæmdum ljúki árið 2024
Gangi allt að óskum verður hægt að aka til og frá suðurhluta Vestfjarða á malbikuðum vegi árið 2024. Vegagerðin og landeigendur Grafar í Þorskafirði hafa náð samkomulagi um veglagningu í Gufudalssveit á sunnanverðum Vestfjörðum og segir samgönguráðherra mjög ánægjulegt að sjá fyrir endann á verkefninu. 
24.07.2021 - 12:35
Flestir slasast á rafskútum við fyrstu notkun
Nærri helmingur þeirra sem slasast á rafskútum er undir 18 ára aldri. Flestir slasast þegar þeir nota tækið i fyrsta sinn. 40% slysa fullorðinna á rafskútum er vegna ölvunar.
Flestir vegir á hálendinu enn ófærir
Opnun fjallvega á vorin ræðst í grunninn af veðurfari og snjóalögum. Þegar frost er farið úr þeim og ekki hætta á skemmdum þykir óhætt að opna fyrir umferð. Þrátt fyrir milda tíð síðustu daga er ekki útlit fyrir að hægt verði að opna vegi á hálendinu fyrr en vanalega. Þar spilar inn í óvenjukaldur maímánuður.
07.06.2021 - 13:29
Leiða saman hesta, hjólhesta og önnur farartæki
Hestafólk, hjólreiðafólk, skíðagöngumenn, hundaeigendur, ökumenn og fulltrúar annarra vegfarenda undirrituðu í morgun sáttmála og hrintu úr vör fræðsluverkefni. Hagsmunir hópanna hafa ekki alltaf farið saman og komið hefur til orðaskaks á stígum og í netheimum en nú horfir til betri vegar í samskiptum þeirra. 
08.05.2021 - 12:29
Viðtal
„Mín skoðun er að Akureyri eigi ekki að vera bílabær“
Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri, segir að Akureyri þurfi ekki að vera sá mikli bílabær sem hann er. Þjónusta sé í flestum tilfellum innan seilingar og í göngufæri. Hann telur mikilvægt að virðing sé borin fyrir fjölbreyttum samgöngum.
21.04.2021 - 14:35
Myndskeið
Byggja stórt vöruhús í Þorlákshöfn
Fyrirtækið Smyril line ætlar að auka mjög umsvif sín í Þorlákshöfn á næstunni, og byggja þar stórt vöruhús fyrir vöruflutninga til og frá Evrópu. Fjölga þarf starfsfólki í bænum vegna þessa.
18.04.2021 - 19:19
Fá upplýsingar um færð og ástand vega í rauntíma
Upplýsingar um færð og ástand vega verða gerðar aðgengilegar alþjóðlegum leiðsöguþjónustum með nýju kerfi sem Vegagerðin tók í gagnið í dag. Upplýsingunum hefur nú verið komið á samræmdan staðal Evrópusambandsins og geta leiðsögufyrirtæki nálgast þær á sama hátt á milli landa.
14.04.2021 - 12:39
Myndskeið
Auka umferðaröryggi með breikkun Vesturlandsvegar
Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi er vel á veg komin. Verkfræðingur hjá Vegagerðinni segir að með framkvæmdinni verði umferðaröryggi aukið til muna. Heildarkostnaður nemur 6,5 milljörðum króna.
09.03.2021 - 08:53
Ökunám verður stafrænt: „Hagræðing í alla staði“
Ákveðið hefur verið að einfalda almennt ökunám til mikilla muna og gera nánast allt ökunám stafrænt. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þetta sé löngu tímabært.
06.02.2021 - 11:46
230 ökutæki skemmdust og heildartjón um 30 milljónir
Um 230 ökutæki urðu fyrir tjóni í bikblæðingum í desember. Heildartjónið nemur tæpum 30 milljónum. Vegagerðin hefur til skoðunar að setja á þungatakmarkanir. Varað er við bikblæðingum á Vesturlandi í dag.
05.02.2021 - 11:45