Færslur: samgöngumál

Fimm metra snjógöng í Mjóafjörð
Vegurinn inn í Mjóafjörð hefur verið opnaður. Fjóra daga tók að berjast í gegnum þykkt snjóstálið, sem var sums staðar fimm metrar á hæð og hafði safnast upp í vetur. Vegurinn hefur verið meira og minna lokaður síðan í október.
21.05.2020 - 16:10
Framlengja samning um lágmarks flugsamgöngur
Íslensk stjórnvöld hafa hafa framlengt samningi við Icelandair um lágmarks flugsamgöngur til Evrópu og Bandaríkjanna til 27. júní. Samningurinn var gerður vegna ástandsins sem hefur skapast vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt honum verða 36 flugferðir á vegum Icelandair á tímabilinu; til Boston, Lundúna og Stokkhólms.
Vegagerðin lokar vegum á hálendinu
„Ferðamannastaðir á hálendinu eru sérstaklega viðkvæmir á þessum árstíma. Því er mjög mikilvægt að þau svæði fái frið fyrir allri umferð á meðan frost er að fara úr jörðu, jarðvegur að þorna og gróður að vakna til lífsins,“ segir í frétt á vef Umhverfisstofnunar, en Vegagerðin er byrjuð að loka vegum á hálendinu til að koma í veg fyrir skemmdir og til þess að vernda náttúruna. Akstur inn á lokað svæði er óheimill og varðar sektum, að því fram kemur í fréttinni.
27.04.2020 - 22:56
Lækkun olíuverðs góð fyrir neytendur og fyrirtæki
Stórlækkað heimsmarkaðsverð á olíu vinnur gegn verðbólgu hér á landi, og hefur jákvæð áhrif á neytendur og fyrirtæki, sérstaklega í sjávarútvegi. Þetta segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Olíuverð vestanhafs hefur farið undir núll sem skýrist af því að olíuframleiðendur geta ekki stöðvað olíulindir og geymslupláss er uppurið. Þeir þurfa því að borga hærra verð fyrir geymslu á olíunni en sem nemur verðmæti olíunnar sjálfrar.
21.04.2020 - 12:48
Rúmar 80 milljónir í tilraunaverkefni í Landeyjahöfn
„Tilraunaverkefninu er lokið að sinni a.m.k. en það gekk út á að fá það afkastamikið skip til dýpkunar að ef höfnin lokast þá myndi það taka mjög skamman tíma að opna aftur,“ segir í skriflegu svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn fréttastofu um tilraunaverkefni Vegagerðarinnar og danska dýpkunarfyrirtækisins Rohde Nielsen A/S um dýpkun í Landeyjahöfn í febrúar og mars. Verkefnið kostaði rúmar 80 milljónir og á samningstímanum voru fjarlægðir um 90.000 rúmmetrar af efni úr höfninni.
20.04.2020 - 09:51
Ökumenn verða ekki sektaðir alveg strax
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur ökumenn sem búa og starfa á höfuðborgarsvæðinu til þess að fara að huga að dekkjaskiptum. Samkvæmt reglum má ekki aka um á nagladekkjum frá 15. apríl, sem var í gær, og fram til 31. október. „Í sömu reglum segir þó jafnframt um þetta tímabil að þá geti engu að síður verið þörf fyrir nagladekk vegna akstursaðstæðna,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.
Myndskeið
Um 60% færri bílum ekið út úr borginni um páskahelgina
Um sextíu prósentum færri bílum var ekið út úr borginni í gær á skírdegi en á sama degi í fyrra. Þrátt fyrir að nokkur fjöldi fólks hafi lagt leið sína í bústaði um páskahelgina, þvert á tilmæli almannavarna, halda flestir sig heima og tileinka sér nýja siði yfir hátíðirnar.
10.04.2020 - 19:57
Fimm milljarðar í breikkun Suðurlandsvegar til 2023
Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í dag undir samning um annan áfanga breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Verksamningurinn hljómar upp á rétt rúma fimm milljarða. Verkinu á að vera lokið haustið 2023.
08.04.2020 - 13:59
Búið að afbóka 65% sumarbústaða – öðrum lokað alveg
Búið er að afbóka 65% þeirra orlofshúsa sem eru í boði hjá BHM um páskana. Rafiðnaðarsambandið hefur lokað sínum orlofshúsum og afturkallað bókanir út apríl. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands óttast ekki mikið álag um páskana.
Heimilt að semja við einkaaðila og innheimta veggjöld
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi, sem heimilar Vegagerðinni að gera samning við einkaaðila um samvinnuverkefni um ákveðnar samgönguframkvæmdir. Tilgangurinn er meðal annars að auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda. Heimilt verður að fjármagna verkefnin með veggjöldum. Áætlað er að verkefnin skapi allt að 4.000 ársverk.
18.03.2020 - 20:03
Hægir vindar og kalt í veðri næstu daga
Í dag verður hæg suðlæg átt á landinu, éljagangur sunnantil en léttskýjað um landið norðanvert. Þetta kemur fram í hugleiðingum verðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Á morgun snýst í norðan strekking og snjókomu norðanlands en að sama skapi mun létta til syðra. Næstu daga er að mestu útlit fyrir hæga vinda á landinu, einhver él víðast hvar og kalt í veðri.
04.03.2020 - 06:50
 · Innlent · Veðurfar · veður · samgöngumál
Vetrarfærð og vegir víða lokaðir
Veðrið hefur áhrif á færð víða um land. Óvissustig er á vegum á Suðvesturlandinu og gætu þeir lokað fyrirvaralaust. Á Vestfjörðum eru vegir víða lokaðir og beðið með mokstur vegna veðurs. Ferðir Strætó á landsbyggðinni falla niður.
23.01.2020 - 11:02
Myndskeið
Á sjötta hundrað í fjöldahjálparstöð í Reykjanesbæ
Rauði krossinn opnaði í gærkvöld átjándu fjöldahjálparstöðina á mánaðar tímabili, þegar ófært varð milli Suðurnesja og Reykjavíkur. Jón Guðmundsson stjórnar aðgerðum Rauða krossins í Reykjanesbæ þar sem rúmlega 180 manns gistu í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í nótt, en mun fleiri fóru þar í gegn.
13.01.2020 - 07:09
Snjóflóð við Ljósavatn lokaði löngum vegarkafla
Snjóflóð féll á veginn um Ljósavatnsskarð á Norðurlandi, við Ljósavatn, í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra lokaði snjóflóðið allt að fimm hundruð metra vegarkafla. Einn bíll keyrði inn í flóðið að austanverðu og komu björgunarsveitir ökumanninum, sem var einn í bílnum, til hjálpar. Honum varð ekki meint af. Bíllinn var skilinn eftir á staðnum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verður staðan tekin síðar í dag og næstu skref rædd.
„Lítið tillit tekið til sjónarmiða stéttarinnar“
Með nýju frumvarpi til laga um leigubifreiðaakstur, sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram, er lagt til að fjöldatakmarkanir á útgefnum atvinnuleyfum til leigubifreiðaaksturs verði afnumdar og skylda til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð sömuleiðis. Þá standi til að opna á starfsemi fjarveitna svo sem Uber og Lyft. Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að menn séu uggandi um sinn hag.
29.11.2019 - 17:07
Losun gróðurhúsalofttegunda frá bílaumferð eykst
Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá bílaumferð hefur aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Umhverfisstofnun hvetur fólk til að breyta ferðavenjum og draga úr notkun einkabílsins til að sporna gegn hnattrænni hlýnun.
18.11.2019 - 11:58
Segir landfyllingu ekki skerða útsýni til Viðeyjar
Aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna segir landfyllingu við Laugarnestanga ekki ógna áætlunum um vernd tangans. Þá spilli framkvæmdirnar ekki útsýni til Viðeyjar.
10.11.2019 - 19:56
Barátta fyrir betri Vatnsnesvegi heldur áfram
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra segir það mikið afrek að framkvæmdir við Vatnsnesveg hafi ratað inn á nýja samgönguáætlun. Gert er ráð fyrir að þremur milljörðum króna verði varið í veginn á árunum 2030 til 2034. Hún segir að með þessu sé hálfur sigur unninn og ætlar að beita sér fyrir því að framkvæmdum verði flýtt.
18.10.2019 - 11:22
Myndskeið
Sprengja dekk daglega á Lagarfljótsbrúnni
Einn til tveir ökumenn á dag fá nagla eða brot úr járngrind Lagafljótsbrúarinnar í dekkin og sprengja þau. Vegagerðin segir erfitt að bregðast við án þess að fara í stórfelldar framkvæmdir. 
26.09.2019 - 09:01
Niðurstaðan vekur furðu
Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir samstarfssamning Eimskips og grænlenska ríkisskipafyrirtækisins Royal Arctic Line. Helsti keppinautur Eimskips segir ákvörðunina án fordæma og til þess fallna að styrkja enn frekar markaðsráðandi stöðu Eimskips.
15.09.2019 - 12:29
Langþráð vegagerð hafin á Langanesströnd
Hafnar eru framkvæmdir við nýjan veg á Langanesströnd milli Bakkafjarðar og Þórshafnar. Vegurinn er hluti af aðgerðum til að styrkja byggð á þessu landsvæði og sveitarstjóri Langanesbyggðar segir að áratuga barátta fyrir bættum samgöngum sé loks að skila sér.
22.08.2019 - 12:30
Þriðjungur bílstjóra ekki búinn að átta sig
Hámarskhraði á Hringbraut var nýlega lækkaður úr 50 niður í 40 en þriðjungur bílstjóra lætur sem ekkert sé. Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar vonar að hraðaglaðir ökumenn sjái að sér og aðhald lögreglu hafi áhrif. Hann boðar þó jafnframt frekari aðgerðir til að halda þeim við efnið. 
24.07.2019 - 18:35
Merkja fjölgun slysa: „Skýr veðuráhrif“
Tryggingafélaginu VÍS hafa borist tvöfalt fleiri tilkynningar um bifhjólaslys í ár en á sama tíma í fyrra. Forvarnarfulltrúi tengir fjölgunina veðurblíðu síðustu vikna. Önnur stór félög merkja enga aukningu.
22.07.2019 - 19:39
Myndskeið
Þakklát fólkinu sem kom þeim til hjálpar
Níu eru enn á spítala eftir rútuslysið í Öræfum í gær - þar af þrír á gjörgæslu. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að bæta þurfi viðbragð við slysum á svæðinu. Farþegarnir eru í áfalli en eru þakklátir fólki sem kom þeim til hjálpar.
17.05.2019 - 19:57
Húsfyllir á fundi um Vestfjarðaveg
Húsfyllir var á fundi Vegagerðarinnar á Reykhólum síðdegis í dag um vegagerð um Gufudalssveit. Vegagerðin telur að svokölluð Þ-H leið um Teigsskóg sé vænlegasti kosturinn. Niðurstaða valkostagreiningar fyrir Reykhólahrepp var aftur á móti sú að svokölluð R-leið um Reykhóla og brú yfir Þorskafjörð væri besti kosturinn.
09.01.2019 - 19:50