Færslur: samgönguáætlun

Sjónvarpsfrétt
„Við þekkjum ekkert annað en vondan veg“
Íbúar í Bárðardal eru orðnir langþreyttir á lélegum vegum í dalnum og segja holótta vegina skemma bíla og sprengja dekk. Fulltrúi sveitarfélagsins segir afar brýnt að endurbætur á vegum komist sem fyrst á dagskrá.
Landvernd hugnast illa að færa hringveginn við Vík
Landvernd leggst gegn því að hringvegurinn við Vík í Mýrdal verði færður að Dyrhólaósi og í göng gegnum Reynisfjall. Undirbúningur verkefnisins og mat á umhverfisáhrifum stendur nú yfir.
05.05.2022 - 22:00
Sjónvarpsfrétt
„Situr í maganum á þér og þér finnst þú ekki öruggur“
Súðvíkingar finna til óöryggis og kvíða vegna ástandsins í Súðavíkurhlíð. Sextán ára stúlka sér ekki fyrir sér að búa í Súðavík í framtíðinni.
Sjónvarpsfrétt
Safna fyrir betri Vatnsnesvegi
Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur sett af stað hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg. Sveitarstjóri segir óásættanlegt að vegurinn sé ekki á samgönguáætlun fyrr en á árunum 2030 til 2034 og því hafi verið ákveðið að fara þessa leið.
Augu fólks að opnast fyrir uppbyggingu vega á hálendinu
Með því að byggja upp hálendisvegi gætu fleiri skoðað og notið hálendisins. Jafnframt kæmi það í veg fyrir utanvegaakstur, skemmdir á bílum og rykmengun. Stofnvegir á hálendinu eru fjórir; Kjalvegur, Sprengisandsleið, Fjallabaksleið nyrðri og Kaldidalur, samtals 480 kílómetrar.
Vilja jarðgöng í stað ónýtra vega á Suðurfjörðunum
Formaður Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum vill að jarðgöng komi í stað ónýtra fjallvega. Vegurinn um Mikladal er ónýtur og klæðning þar víða farin af. Endurbygging myndi kosta um milljarð króna.
Tveir milljarðar í framkvæmdir við flugstöð og flughlað
Við uppfærslu á gildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir tveimur milljörðum króna svo hægt verði að bjóða út framkvæmdir við nýja flugstöð og flughlað á Akureyrarflugvelli. Hönnun þessara verkþátta lýkur á fyrstu mánuðum næsta árs.
Myndskeið
Ríkið og sex sveitarfélög stofna Betri samgöngur ohf.
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gengið frá stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.
Sigurður Ingi: Sundabraut kallar á 2.000 störf
Gerð Sundabrautar mun kalla á 2.000 störf til viðbótar segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Vegurinn var lokaður í um 40 daga af 90
Vegurinn um Súðavíkurhlíð, á milli Súðavíkur og Ísafjarðar, var lokaður um 40 sinnum, á fyrstu þremur mánuðum ársins, stundum hátt í tvo sólarhringa í senn. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að staða samgöngumála á svæðinu hamli byggðaþróun og kallar eftir göngum á milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar.
900 milljarðar í samgönguframkvæmdir
Um 8700 störf verða til á næstu árum í tengslum við framkvæmdir vegna samgönguáætlunar. Samgönguáætlun til fimmtán ára var samþykkt samhljóða á Alþingi í gær. Jafnframt  samþykkt lög um samvinnuverkefni í vegaframkvæmdum sem heimila bæði gjaldtöku og  samstarf hins opinbera og einkaaðila. „Það var auðvitað bara stórkostlegt og mjög ánægjulegt að sjá hvað það var stór meirihluti sem var á bak við allt saman,“ segir samgönguráðherra.
Myndskeið
„Málþóf Miðflokksins er sumarmerkið“
„Rauðmaginn er vormerkið en málþóf Miðflokksins er sumarmerkið, merki um að sumarið er komið. Það afneitar enginn sínu eðli. Það er bara eðlilegt að þeir séu í málþófi eins og alltaf á þessum árstíma,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri-grænna. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir flokkinn gerast vinur skattgreiðenda þegar komi að borgarlínu, ekki sé forsvaranlegt að setja 50 milljarða í framkvæmd með óljósa útkomu.
22.06.2020 - 20:02
Sigurður Ingi furðar sig á töfum Miðflokksmanna
Samgönguáætlun næstu fimm ára var rædd í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, spurði Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um hvaða verkefni myndu tefjast ef afgreiðsla málsins frestast fram á haust. Sigurður furðaði sig hins vegar á tregðu Miðflokksmanna við að samþykkja áætlunina áður en Alþingi gerir hlé á störfum sínum í sumar.
Umræður á Alþingi halda áfram á morgun
Þingfundur er boðaður klukkan ellefu á morgun, mánudag. Þar verður haldið áfram með umræðu um samgönguáætlun, en fundi var frestað í gærkvöld eftir að málið hafði verið til umræðu í níu klukkustundir. Bróðurpart þess tíma stóðu þingmenn Miðflokksins í ræðustól.
21.06.2020 - 10:20
Þingfundi lauk á fjórða tímanum í nótt
Þingfundi lauk á Alþingi á fjórða tímanum í nótt þar sem fimm ára samgönguáætlun var til umræðu. Við lok þingfundar sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, að honum teldist svo til að síðari umræða um samgönguáætlun hafi staðið yfir í um 22 klukkustundir.
19.06.2020 - 04:12
Aðgerðahópur vegna uppbyggingar á Akureyrarflugvelli
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu á Akureyrarflugvelli og aðgerðahópur stofnaður. Þingmaður segir lykilatriði að hópurinn skili inn tillögum vegna flugvallarins áður en samgönguáætlun verður samþykkt.
20.12.2019 - 08:24
Vilja fá Akureyrarflugvöll í samgönguáætlun
Stjórn Samtaka atvinnurekenda á Akureyri gagnrýnir að stjórnvöld geri ekki ráð fyrir fjármagni í uppbyggingu Akureyrarflugvallar sem millilandaflugvallar, í drögum að samgönguáætlun næstu fimm ára. Í ályktun segir stjórnin þetta vonbrigði og með öllu óásættanlegt auk þess sem þetta gangi þvert gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda.
Barátta fyrir betri Vatnsnesvegi heldur áfram
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra segir það mikið afrek að framkvæmdir við Vatnsnesveg hafi ratað inn á nýja samgönguáætlun. Gert er ráð fyrir að þremur milljörðum króna verði varið í veginn á árunum 2030 til 2034. Hún segir að með þessu sé hálfur sigur unninn og ætlar að beita sér fyrir því að framkvæmdum verði flýtt.
18.10.2019 - 11:22
BEINT
Sigurður Ingi kynnir uppfærða samgönguáætlun
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnir endurskoðaða samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 á morgunverðarfundi í Norræna húsinu. Kynningin hefst klukkan hálf níu. Að henni lokinni verða pallborðsumræður um samgöngumál.
17.10.2019 - 08:30
Myndskeið
Samþættar almenningssamgöngur í bígerð
Stjórnvöld ætla að endurskipuleggja almenningssamgöngur á landsbyggðinni og samræma strætó, flug og ferjur. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 300 milljónum í undirbúning borgarlínu á þessu ári.
Samgönguáætlun samþykkt á Alþingi
Samgönguáætlun til næstu fimm ára var samþykkt á Alþingi í dag. 38 þingmenn greiddu atkvæði með þingsályktunartillögu um fimm ára samgönguáætlun. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni en 18 sátu hjá. Sjö þingmenn voru fjarverandi.
07.02.2019 - 17:28
Myndskeið
3,3 milljarðar í Landeyjahöfn á næstu árum
Langstærstur hluti ríkisfjár sem á að fara í sjósamgöngur í samgönguáætlun fer í Landeyjahöfn. Margar stórar hafnarframkvæmdir eru í pípunum, enda löngu tímabærar. Sótt var um margalt meira fjámagn en fékkst.
06.02.2019 - 20:00
200 milljarðar í vegaframkvæmdir á næstu árum
Stefnt er að um 200 milljarða vegaframkvæmdum á næstu fimm árum. Tæpa 60 milljarða á að fá með veggjöldum á Suðvesturhorninu. Stórar samgönguframkvæmdir eru fram undan á Vestfjörðum, en Norðurland stendur vel eftir miklar og dýrar framkvæmdir undanfarin ár. Suðvesturlandi.
Stefnt að frumvarpi um veggjöld í lok mánaðar
Jón Gunnarsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar býst við að samgönguráðherra leggi fram lagafrumvarp í lok mánaðar eða marsmánuði sem rammar inn smáatriðin og hvernig veggjöldum verði háttað. Formaður Samfylkingar og minnihluti nefndarinnar segja veggjöldin ótímabær.
05.02.2019 - 11:18
Veggjöldin ýmist lofuð eða löstuð
Sveitarstjórnarfólk og íbúar á landsbyggðinni skiptast í tvær fylkingar í afstöðu til veggjalda. Bæjarstjórar í Bolungarvík og Fjarðabyggð eru ekki fylgjandi gjaldtöku í jarðgöngum, en forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði er fylgjandi þeim. Vörubílstjóri keyrir daglega í gegn um alla gjaldtökustaðina á höfuðborgarsvæðinu. Íbúi í Bolungarvík segir þau sjálfsagðan hlut.

Mest lesið