Færslur: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
Fjölga þarf sjúkraflugvöllum um landið
Gera þarf úrbætur á nokkrum flugvöllum til þess að bæta öryggishlutverk þeirra og koma upp sjúkraflugvelli í Skaftafelli eða Fagurhólsmýri. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um öryggi lendingarstaða, sem birt er á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í dag.
30.12.2021 - 18:11
Ósamið um yfirtöku sveitarfélaga á rekstri skilavega
Nokkur sveitarfélög og Vegagerðin eiga enn ósamið um svokallaða skilavegi sem eru ákveðnir stofnvegir í þéttbýli. Árið 2007 var ákveðið með lagasetningu að sveitarfélög tækju við þeim vegum sem yrðu þá ekki lengur í umsjón Vegagerðarinnar heldur sveitarfélaganna.
29.12.2021 - 07:19
Strandabyggð grípur til aðgerða til að rétta úr kútnum
Strandabyggð grípur nú til aðgerða til þess að rétta af slæma fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Það fékk þrjátíu milljóna aukaúthlutun úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga í ár og býst oddviti að þörf verði á öðru eins á næsta ári.
18.10.2021 - 12:00
„Bara malbika þetta, punktur"
„Maður fær þá tilfinningu að maður skipti ekki jafn miklu máli og aðrir,“ segir kona sem þarf að keyra um Vatnsnesveg á hverjum degi. Vegurinn hefur hríðversnað undanfarin ár.
11.10.2021 - 13:24
Gildir til 31. nóvember
Nýrri dagsetningu bregður fyrir í breytingum á reglugerð um ökuskírteini, sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað.
28.07.2021 - 21:52
Mikilvægt að byggja upp á Akureyri og Egilsstöðum
Samgönguráðherra segir að uppbygging á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sé meðal lykilþátta í millilandaflugi við mótun flugstefnu stjórnvalda. Hann tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri flugstöðvarbyggingu á Akureyrarflugvelli.
16.06.2021 - 14:46
Gagnrýna drög að nýjum reglum um öryggi í jarðgöngum
Fjallabyggð gerir alvarlegar athugasemdir við drög að nýrri reglugerð um öryggismál í jarðgöngum sem er í vinnslu hjá samgönguráðuneyti. Það sé ekki boðlegt að gerðar séu mismiklar öryggiskröfur eftir aldri jarðganga og þá sé hvergi minnst á farsímasamband í göngum.
09.06.2021 - 14:03
Telja að neytendur hafi ofgreitt milljarða
Neytendasamtökin áætla að vatnsveitur landsins hafi ofrukkað viðskiptavini sína um milljarða króna frá því ný lög um vatnsveitur tóku gildi árið 2016.
08.06.2021 - 17:53
Finnst tilætlunarsemi að vaða út í óvissuna að gosinu
Samgönguráðherra segir það tilætlunarsemi af fólki að vaða út í óvissuna til að skoða eldgos og treysta á björgunarsveitir sem hafi staðið vaktina vikum saman. Þingmaður Pírata segir að búa verði betur að lögreglu á svæðinu.
25.03.2021 - 18:34
Einbreiðum brúm hefur fækkað um 107 á þrjátíu árum
Einbreiðar brýr á Hringveginum, þjóðvegi 1 eru nú 33 talsins að meðtalinni bráðabirgðabrú yfir Fellsá sem enn er í notkun. Þeim fækkaði um fjórar á síðasta ári.
18.03.2021 - 12:45
„Styttri ferðatími og minni mengun eru lífsgæði“
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir Sundabraut með brú stytta heildarferðatíma á öllu höfuðborgarsvæðinu. Honum hugnast betur að leggja brú yfir sundin en að grafa göng, það væri sömuleiðis tíu milljörðum ódýrara.
17.03.2021 - 15:28
Baldur bilaði vegna gamallar viðgerðar á túrbínu
Gert er ráð fyrir að Breiðafjarðarferjan Baldur sigli á ný á morgun. Verið er að tryggja að ný túrbína sem fengin var um helgina sé í lagi. Samgönguráðherra fundar nú með sveitarfélögum um Baldur.
16.03.2021 - 12:15
Flutningstími getur tvöfaldast þegar Baldur er úr leik
Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá eldisfyrirtækinu Arctic Fish segir miklu máli skipta að hægt sé að treysta á áreiðanlegar ferjusiglingar um Breiðafjörð. Falli niður ferð hjá Baldri getur flutningstími vöru frá sunnanverðum Vestfjörðum tvöfaldast.
15.03.2021 - 14:33
Frumkvæðisskylda vegna fjölda sveitarfélaga afnumin
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að með þeim tillögum sem nú er unnið að í þinginu verði frumkvæðisskylda ráðherra afnumin um að bregðast við með beinum hætti þótt sveitarfélög telji ekki 250 manns núna eða eitt þúsund árið 2026.
13.03.2021 - 14:37
Siglingar um Breiðafjörð best tryggðar með nýrri ferju
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að nauðsynlegt sé að bæta vegaþjónustu á Vestfjörðum til lengri tíma. Hann segir þegar hafa verið brugðist við erfiðri færð á vegum þar með því að Vegagerðin og Sæferðir fjölguðu ferðum yfir Breiðafjörð.
13.03.2021 - 12:22
Fagnar því ef ráðherra fellur frá 1.000 íbúa lágmarki
Talsmaður hóps smærri sveitarfélaga fagnar því að ráðherra sveitarstjórnarmála kunni að falla frá ákvæði um lögbundinn lágmarksíbúafjölda í frumvarpi um sameiningu sveitarfélaga. Hann er bjartsýnn á að sátt náist um þetta mál.
12.03.2021 - 15:16
Fellur mögulega frá kröfum um lágmarksfjölda íbúa
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist tilbúinn til þess að falla frá ákvæði um lögbundinn lágmarksíbúafjölda í frumvarpi um sameiningu sveitarfélaga. 1.000 íbúa lágmarksfjöldi yrði þá frekar viðmið en lögbundin skylda.
11.03.2021 - 22:34
Með rafmagnið í eftirdragi
Þrettán björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar fengu í dag færanlegar rafstöðvar en alls verða þrjátíu slíkar afhentar á árinu. Með þessu á að draga úr líkum á rafmagns- og fjarskiptaleysi líkt og varð sums staðar á Norðurlandi í óveðri sem geisaði fyrir rúmu ári.
19.02.2021 - 17:37
Vilja þegar hefja lagningu Sundabrautar að norðanverðu
Í yfirlýsingu sveitarfélaga á Vesturlandi í gær kemur fram kemur vilji þeirra til að flýta undirbúningsvinnu við Sundabraut. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi er bjartsýnn á að verkinu muni vinda hratt áfram.
10.02.2021 - 08:46
Minni sveitarfélög landsins sameina krafta sína
Tuttugu fámenn sveitarfélög hafa nú hafið formlegt samráð sín á milli. Þau neyðast til að sameinast ef boðaður þúsund manna lágmarksíbúafjöldi gengur eftir.
01.02.2021 - 13:00
Vilja að ríkið bregðist við samgönguvanda í Fjallabyggð
Bæjarráð Fjallabyggðar skorar á ríkisvaldið að hefjast handa við undirbúning að úrbótum í samgöngumálum sveitarfélagsins. Vegurinn um Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegur hafa verið mikið lokaðir að undanförnu.
26.01.2021 - 15:09
Framlag til að tryggja farsímasamband í Árneshreppi
Árneshreppur á Ströndum hefur fengið 500 þúsund króna styrk af ráðstöfunarfé Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, til að tryggja áframhaldandi farsímasamband á stórum hluta vega í hreppnum.
25.01.2021 - 14:03
12 milljónir til verslunar í strjálbýli
Tólf milljónum króna hefur verið úthlutað úr ríkissjóði til þriggja verslana í strjálbýli. Markmiðið er að styðja verslun fjarri stórum þjónustukjörnum. Fimm verslanir sóttu um styrki.
19.01.2021 - 17:02
Vilja jarðgöng í stað ónýtra vega á Suðurfjörðunum
Formaður Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum vill að jarðgöng komi í stað ónýtra fjallvega. Vegurinn um Mikladal er ónýtur og klæðning þar víða farin af. Endurbygging myndi kosta um milljarð króna.
06.01.2021 - 12:20
Láðist að auglýsa gjaldskrá, oftekin gjöld endurgreidd
Bílastæðasjóður sendi í desember út fjölda tilkynninga um oftekin gjöld vegna sekta sem rukkaðar voru á tímabilinu 1. janúar til 24. september í fyrra vegna stöðvunarbrota.
05.01.2021 - 10:50