Færslur: samfylking

Ljúka annarri umræðu fjárlaga á morgun eða Þorláksmessu
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist telja þau ljúki annarri umræðu um fjárlög og fjáraukalög á Alþingi á morgun, eða í síðasta lagi á Þorláksmessu. Það sem hins vegar gæti sett þær áætlanir úr skorðum, væri ef enn fleiri þingmenn greindust smitaðir af kórónuveirunni.
21.12.2021 - 19:33
Myndskeið
Þarf mikið til að fá varðhald á grundvelli D-liðar
Maðurinn, sem er í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og skrifstofur Samfylkingarinnar, er fyrrverandi lögreglumaður. Hann fékk uppreist æru 2010 eftir að hafa hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli A og D liðar, en D-liðurinn segir að hann sé líklegur að valda öðrum skaða.
03.02.2021 - 18:56
Sjálfstæðisflokkurinn efstur í borginni
Sjálfstæðisflokkurinn fær mestan stuðning í borginni í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, sem birt er á Vísi.is og í Fréttablaðinu í dag. Flokkurinn fengi rúman þriðjung atkvæða.
Tíu hyggja á framboð til sveitarstjórna
Að minnsta kosti tíu stjórnmálaflokkar stefna að framboði fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík á næsta ári. Undirbúningur fyrir kosningarnar er víða hafinn.
Aldrei verið farið í jafn mikla uppbyggingu
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að uppbygging sem framundan er  í Reykjavík á næstu árum sé fordæmalaus. Fjölbreytt framboð verði á íbúðum og nærri fjórðungur íbúða á nýjum svæðum verði leigu-eða búseturéttaríbúðir. 
Gætu varið minnihlutastjórn falli
Róbert Marshall, fráfarandi þingmaður Bjartrar framtíðar, telur hvorki Bjarta framtíð né Samfylkingu hafa fylgi sem geti skilað þeim í ríkisstjórn. Flokkarnir geti hinsvegar varið minnihlutastjórn Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna falli. Willum Þór Þórsson, fráfarandi þingmanni Framsóknar lýst betur á sterkan meirihluta Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Framsóknarflokksins. 
Píratar draga úr kröfu um stutt kjörtímabil
Píratar segjast vera tilbúnir til að gera málamiðlun um lengd kjörtímabilsins. Þeir segja að rökin fyrir því séu að þær „víðtæku kerfisbreytingar sem gerð er krafa um gætu tekið lengri tíma en svo að styttra kjörtímabil væri raunhæft“.
Minntu á kröfur eldri borgara - Myndskeið
Félagsmenn úr Gráa hernum, úr félagi eldri borgara í Reykjavík, mættu fyrir utan Lækjarbrekku í Reykjavík rétt fyrir klukkan ellefu með erindi til leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna sem þar hittust.