Færslur: Samfélagsmiðlar

Sjónvarpsfrétt
Gríðarleg völd fylgja því að eiga miðil eins og Twitter
Alþjóðasamband blaðamanna fordæmir yfirtöku Elon Musk á Twitter og segir hana ótíðindi fyrir fjölmiðlafrelsi. Gríðarleg völd fylgja því að eiga miðil eins og Twitter segir almannatengill.
27.04.2022 - 19:39
Pistill
Tilfinningar á torgum samfélagsmiðla
„Hvað gerist þegar rýmið til að halda hamingju og harmi í hjarta okkar, þetta tilfinningarými sem við hleypum eingöngu okkar nánustu inn í, tekur að skreppa saman, samhliða því að líf okkar fer að sístækkandi hluta fram á opinberum vettvangi?“
27.04.2022 - 09:54
Sjónvarpsfrétt
Auðkýfingurinn sem vill kaupa Twitter
Mannréttindasamtök hafa áhyggjur af yfirtöku auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter. Stjórn Twitter samþykkti í gær yfirtökutilboð Musks upp á 5.700 milljarða króna.
26.04.2022 - 19:58
Mikill fjöldi rangra upplýsinga um stríðið á TikTok
Innan nokkurra mínútna á samfélagsmiðlaforritinu TikTok er hægt að komast yfir fjölda myndskeiða sem sýna ósannindi um stríðið í Úkraínu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn NewsGuard, fyrirtæki sem stendur gegn rangri upplýsingamiðlun.
25.04.2022 - 23:52
Stjórn Twitter samþykkir yfirtökutilboð Musk
Stjórn Twitter hefur samþykkti í dag yfirtökutilboð frá milljarðamæringnum Elon Musk.
25.04.2022 - 20:08
Löggjöf Evrópusambandsins ætlað að hemja alnetið
Evrópusambandið lagði í morgun lokahönd á orðalag löggjafar sem ætlað er að koma böndum yfir framferði stórfyrirtækja á alnetinu. Ætlunin er meðal annars að tryggja harðari viðurlög vegna birtingar ólöglegs efnis á borð við hatursorðræðu, upplýsingaóreiðu og ljósmynda sem sýna barnaníð.
Ekkert verður úr að Musk setjist í stjórn Twitter
Ekkert verður af því að milljarðamæringurinn Elon Musk setjist í stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter. Aðalforstjóri fyrirtækisins greindi frá þessu seint í gærkvöld aðeins viku eftir að tilkynnt var um að Musk hygðist koma að stjórn fyrirtækisins.
Twitter staðfestir að unnið sé að breytingahnappi
Samfélagsmiðlarisinn Twitter hefur staðfest að unnið sé að því að koma svokölluðum breytingahnappi, sem mun gera notendum kleift að breyta Twitter-færslum sínum eftir að þær hafa verið birtar.
06.04.2022 - 07:49
Lokað fyrir samfélagsmiðla á Sri Lanka
Yfirvöld á Sri Lanka lokuðu í nótt fyrir aðgang landsmanna að samfélagsmiðlum eftir að boðað var til helgarlangs útgöngubanns vegna harðvítugra mótmæla. Forseti landsins lýsti yfir neyðarástandi í landinu á föstudag.
03.04.2022 - 06:50
Notkun samfélagsmiðla geti leitt til minni hamingju
Því meira sem stúlkur á aldrinum 11 til 13 ára eru samfélagsmiðlum, því minni líkur eru á að þær séu ánægðar með líf sitt ári síðar. Þetta leiðir ný bresk rannsókn í ljós.
29.03.2022 - 17:46
Landinn
Fyrsti Íslendingurinn út í atvinnumennsku í Tiktok?
Hver man ekki eftir Tiktok-pastanu, hinum ýmsu dönsum og lögum sem rekja má til miðilsins? En hvað er Tiktok og hvað er málið með Tiktok-stjörnur? Er hægt að vinna á Tiktok? Landinn skoðaði málið.
16.03.2022 - 07:50
Aðgengi Rússa að netinu takmarkað
Rússneskir netnotendur hafa átt í nokkru basli við að komast inn á hinar ýmsu vefsíður og samfélagsmiðla síðasta sólarhringinn. AFP-fréttastofan greinir frá því að aðgengi Rússa að Facebook hafi verið takmarkað og stopult frá því í gærkvöld. Þá hafi fréttaþyrstir Rússar ekki komist inn á rússneska fréttavefinn Meduza sem gerður er út frá Lettlandi, og heldur ekki inn á vef þýsku fréttastofunnar Deutsche Welle.
04.03.2022 - 04:22
Sjónvarpsfrétt
„Alltaf hægt að leita eitthvert til þess að fá aðstoð“
Samkvæmt nýlegri könnun hefur helmingur unglingsstúlkna á grunnskólaaldri verið beðinn um að senda af sér nektarmynd og fjórar af hverjum tíu hafa fengið slíkar myndir sendar. Lögregluþjónn, sem hefur heimsótt grunnskóla og rætt við hundruð barna, segir að þetta sé því miður sá raunveruleiki sem börn í dag búa við.
02.03.2022 - 13:55
Svíar endurreisa kaldastríðs-stofnun gegn falsfréttum
Svíar hafa ákveðið að endurreisa stofnun sem ætlað er að verjast sálfræðihernaði, af ótta við mögulegar aðgerðir Rússa gegn Úkraínu. Stofnunin var síðast starfrækt á tímum kalda stríðsins.
06.02.2022 - 12:07
Þriðjungur barna sér eftir færslum á samfélagsmiðlum
Rúmlega þriðjungur nemenda í grunn- og framhaldsskólum, á aldursbilinu 9-18 ára, sér eftir efni sem þau hafa deilt inni á samfélagsmiðlum.
Þolendum ekki gert að þegja um sannleikann með dómi
Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu að stúlku, sem sakaði skólabróður sinn um kynferðisbrot í skilaboðum á samfélagsmiðli, hefði verið heimilt að tjá sína upplifun. Í dóminum segir orðrétt: „Þolendum verður ekki með dómi gert að þegja um sannleikann.“ 
Hundaræningjar færa sig upp á skaftið vestanhafs
Hundaránum hefur fjölgað mjög í Bandaríkjunum og gildir þá nánast einu hvert litið er í landinu. Svo virðist vera sem ræningjar ásælist helst franska bolabíta sem eru smávaxnir og vinalegir.
Telur ekki tilefni til að hætta á Facebook
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í tilkynningu í kvöld að hún hafi farið yfir verklag hjá sér eftir ákvörðun Persónuverndar í mars 2021. Þá komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að móttaka lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum í gegnum Facebook hafi ekki samræmst lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi.
Viðtal
Erfitt að lesa í lagalega þýðingu tjákna
Engin lagaákvæði eru til um stöðu læksins og erfitt að lesa lagalega í þýðingu tjákna á samfélagsmiðlum að sögn Þóru Hallgrímsdóttur, kennara við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hún segir þetta þó tengjast stjórnarskrárvörðum rétti einstaklinga til tjáningar.
10.01.2022 - 16:11
Svar Trumps við Facebook og Twitter í sjónmáli
Margboðuðum nýjum samfélagsmiðli fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trumps, „Truth Social,“ verður hleypt af stokkunum 21. febrúar ef allt gengur eftir. Þetta má ráða af lista í smáforritaverslun Apple á Netinu, þar sem fram kemur að hægt verði að hlaða niður samnefndu smáforriti - eða appi - frá þeim degi. Truth Social á að hafa svipaða eiginleika og notkunarsvið og Facebook og álíka miðlar.
07.01.2022 - 01:32
Loka Twitter-reikningi bandarískrar þingkonu
Samskiptamiðillinn Twitter lokaði í dag persónulegum reikningi Marjorie Taylor Greene, þingkonu Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Fyrirtækið hafði áður sett Greene skorður vegna tísta hennar um forsetakosningarnar 2020 og kórónuveirufaraldurinn sem byggðu á ósannindum.
02.01.2022 - 18:35
Tvær úr Pussy Riot skráðar sem útsendarar erlendra afla
Rússnesk stjórnvöld skilgreina nú tvo meðlimi rússnesku rokk- og gjörningasveitarinnar Pussy Riot sem útsendara erlendra afla. Það á einnig við um blaðamenn og fleiri nafntogaða einstaklinga í landinu.
TikTok steypir Google og Facebook af toppnum
Samfélagsmiðillinn TikTok var mest heimsótta vefsvæði heimsins á þessu ári, samkvæmt vefþjónustu- og veföryggisfyrirtækinu Cloudflare. Þetta þykja nokkur tíðindi, því Google hefur einokað fyrsta sætið um árabil og Facebook verið lang-vinsælasti samfélagsmiðillinn.
24.12.2021 - 01:53
Íhugar málssókn vegna sögusagna um kynleiðréttingu
Brigitte Macron eiginkona Frakklandsforseta ætlar að bregðast við samsæriskenningum þess efnis að hún hafi fæðst karlkyns og hafi farið í gegnum kynleiðréttingarferli.
Friðarverðlaun Nóbels
Vara við falsfréttum, hatursáróðri og alræðishyggju
Blaðamennirnir Maria Ressa frá Filippseyjum og Dmitry Muratov frá Rússlandi tóku í gær við friðarverðlaunum Nóbels í Osló. Þau lýstu áhyggjum af fjölmiðlafrelsi, upplýsingaóreiðu, falsfréttamennsku og misnotkun bandarískra samfélagsmiðla og netrisa á yfirburðastöðu sinni. Þau Ressa og Muratov voru verðlaunuð fyrir ómetanlegt „framlag þeirra til að verja tjáningarfrelsið, frumforsendu lýðræðis og varanlegs friðar.“