Færslur: Samfélagsmiðlar

Fjarlægðu færslur Trumps og kosningateymis hans
Facebook og Twitter, tveir af stærstu samfélagsmiðlum heims, fjarlægðu í kvöld færslu Donalds Trumps og kosningateymis hans, þar sem forsetinn heldur því fram að börn séu „svo gott sem ónæm" gagnvart kórónaveirunni sem veldur COVID-19.
Tyrkir herða lög um samfélagsmiðla
Tyrkneska þingið samþykkti umdeilt lagafrumvarp í dag sem heimilar stjórnvöldum að hafa afskipti af efni sem ratar inn á samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter. Gagnrýnendur nýju laganna telja markmið þeirra að hefta málfrelsi.
29.07.2020 - 16:21
Hert löggjöf um samfélagsmiðla í Tyrklandi
Ríkisstjórn Tyrklands hefur aukið tangarhald sitt á samfélagsmiðlum. Ný lög þar að lútandi voru samþykkt í morgun.
„Hálfsúrrealískt að ætla að hunsa þetta“
Leikkonunni Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur bárust grófar lífláts- og nauðgunarhótanir eftir að skjáskot af ummælum sem hún lét falla um Raufarhöfn og Kópasker fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þórdís hefur ákveðið að kæra þá sem stóðu að baki grófustu hótununum til lögreglu. Leikhópurinn Lotta, hverfisráð Raufarhafnar og hverfisráð Öxarfjarðar sendu síðdegis frá sér yfirlýsingu um málið til að reyna að lægja öldurnar.
22.07.2020 - 16:43
Myndskeið
Þúsaldarprestur byrjaði óvart að boða trúna á TikTok
Sóknarpresturinn í Glerárkirkju á Akureyri álpaðist inn á samfélagsmiðilinn TikTok í samkomubanninu og hefur nú varið nokkrum vinnustundum í að svara spurningum notenda um trúmál. Forveri hans í starfi, sem nú er komin á eftirlaun, fagnar framtakinu.
19.07.2020 - 12:17
Samkomulagið samræmist ekki persónuverndarlögum ESB
Evrópudómstóllinn hefur ógilt ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem fjallar um að vernd persónuupplýsinga samkvæmt samkomulagi Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem kallast Data Protection Shield sé fullnægjandi.
Tískubransinn færist nær stafrænni framtíð
Tískusýningar í sýndarveruleika og módel sem eru bara til á netinu gætu verið framtíðin í tískubransanum. Heimsfaraldur og reglur um samskiptafjarlægð hafa opnað nýjar dyr og nýja möguleika þegar kemur að tískusýningum, sem hafa haldist að mestu leyti óbreyttar í nær fimmtíu ár.
16.07.2020 - 12:51
Morgunútvarpið
Veitir útrás fyrir sterkar skoðanir á Instagram
Egg og beikon er versti morgunmaturinn, það nennir enginn að heyra hvað þig dreymdi og það er ekkert nema sýndarmennska að borða ostrur, eru meðal þeirra skoðana sem er að finna á Instagramreikningnum Sterkar skoðanir sem hefur notið mikilla vinsælda upp á síðkastið.
13.07.2020 - 11:33
Mynd af palestínsku vegabréfi fjarlægð af Instagram
Fyrirsætan Bella Hadid hefur látið samfélagsmiðilinn Instagram heyra það eftir að miðillinn ritskoðaði og fjarlægði mynd af palestínsku vegabréfi föður hennar sem hún birti fyrr í vikunni.
08.07.2020 - 15:02
Falsanir geta haft afdrifaríkar afleiðingar
„Fölsun er í eðli sínu eitthvað sem ógnar einhverjum mörkum,“ segir Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor í almennri bókmenntafræði. „Fölsunin spyr alltaf hvað er ekta. Það er oft mjög erfitt að ákveða hvar mörkin liggja.“
06.07.2020 - 12:05
Morgunútvarpið
„TikTok skoðar allt við símann þinn“
Kínverska símaforritið TikTok, sem er meðal stærstu samfélagsmiðla í heimi með um 800 milljónir notenda, fylgist betur með notendum sínum en þá grunar. Guðmundur Jóhannsson, tæknisérfræðingur Morgunútvarpsins og samskiptastjóri Símans, segir það nýjung að símaforrit fylgist með textanotkun líkt og TikTok geri.
06.07.2020 - 08:55
Lego hættir að auglýsa á samfélagsmiðlum í mánuð
Danski leikfangaframleiðandinn Lego ætlar að hætta að auglýsa framleiðslu sína á samfélagsmiðlum í einn mánuð. Með því vill fyrirtækið mótmæla því að kynþáttafordómar og hatursáróður fái að birtast á þeim án athugasemda.
01.07.2020 - 15:52
„TikTok-amman" aðstoðar Joe Biden
Bandarísk kona, Mary Jo Laupp, hefur verið fengin til að aðstoða til við forsetaframboð Demókratans Joe Biden.
Facebook bregst harðar við hatursorðræðu
Stjórnendur Facebook hafa tilkynnt innleiðingu víðtækara eftirlits og banns á hatursfullu innihaldi auglýsinga á samfélagsmiðlinum. Brugðist verði hart við ógnunum og illmælgi í garð fjölmarga hópa sem átt hafi undir högg að sækja.
27.06.2020 - 03:50
Fíkniefni seld á dulkóðuðum samskiptasíðum
Sífellt stærri hluti fíkniefnasölu fer fram á samfélagsmiðlum. Fyrir nokkrum árum var Facebook algengasta forritið í slíkum viðskiptum, en nú fara þau að mestu leyti fram í gegnum forritið Telegram, þar sem hægt er að koma fram undir nafnleynd. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Sara Mjöll Vatnar Skjaldardóttir gerði í MA-námi sínu í félagsfræði í Háskóla Íslands. 
Snapchat hætt að kynna færslur Bandaríkjaforseta
Samfélagsvefurinn Snapchat er hættur að vekja athygli á færslum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. AFP fréttastofan spurðist í dag fyrir um málið og fékk þau svör að þær kyntu undir kynþáttaofbeldi. Stefna fyrirtækisins væri að gefa ekki færslum fría kynningu ef þær innihéldu kynþáttamisrétti eða óréttlæti.
03.06.2020 - 17:54
Trump undirbýr tilskipun gegn samfélagsmiðlum
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að undirrita tilskipun varðandi samfélagsmiðla á morgun. Embættismenn úr Hvíta húsinu greindu fjölmiðlum frá þessu um borð í forsetaþotunni í dag. Engar frekari upplýsingar voru veittar um hvað felst í tilskipuninni.
28.05.2020 - 00:30
Twitter vísar á staðreyndir við færslu Trump
Donald Trump sakar Twitter um afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir að færsla hans var merkt með vísun í síður til þess að afla sér upplýsinga um staðreyndir málsins. Trump segir Twitter koma í veg fyrir málfrelsi og hann sem forseti ætli ekki að láta það gerast. 
Twitter merkir misvísandi færslur um COVID-19
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter ætla í nánustu framtíð að merkja og vara við færslum sem innihalda misvísandi eða rangar upplýsingar um COVID-19. Þetta kom fram í tilkynningu frá Twitter í gær.
12.05.2020 - 01:20
Pistill
Dauði háskans á netinu
„Læktakkinn og þau hreyfilögmál sem stýra athyglishagkerfi nútímans munu leggja margt í rúst,“ segir Halldór Armand sem hefur miklar áhyggjur af því hvernig upplýsingar dreifa sér í kapítalískum og netvæddum heimi.
10.05.2020 - 17:35
Breytir vatni í vín og boðar trúna á TikTok
Dagur Fannar Magnússon, prestur í Heydölum á Austfjörðum, hefur undanfarið birt myndbönd á samfélagsmiðlinum TikTok. Hann segir systkini sín hafa ýtt sér út í það að prófa miðilinn sem hann vonast til að nýtist nú til þess að færa ungu fólki efni frá kirkjunni.
07.05.2020 - 16:31
Engin tengsl milli 5G og COVID-19
Ekkert er til í þeim staðhæfingum að 5G-fjarskiptanet hafi áhrif á veiruna sem veldur COVID-19. Þetta kemur fram í svari Jónínu Guðjónsdóttur, lektor í geislafræði, á vef Vísindavefs Háskóla Íslands. „Nei, í stuttu máli sagt þá er ekkert til í því,“ segir í svarinu.
18.04.2020 - 15:36
Myndskeið
Dreifing falsfrétta hefur aukist í faraldrinum
Dreifing falsfrétta í Evrópu hefur aukist mikið í faraldrinum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að vefsíðum sem dreifa fölsuðum fréttum hafi fjölgað um 45%. Flestar þeirra eru í Kína, Rússlandi og Bandaríkjunum. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, segir brýnt að vera á varðbergi gagnvart falsfréttum hér á landi.
08.04.2020 - 20:01
Rússar vísa ásökunum um falsfréttaherferð á bug
Utanríkisráðuneyti Rússlands vísar á bug ásökunum bandarískra embættismanna um að rússneskir aðilar séu á bak við skipulagða falsfréttaherferð á samfélagsmiðlum, þar sem dreift er samsæriskenningum um Covid-19 kórónaveiruna og uppruna hennar.
Flytja notendagögn Breta frá Írlandi til Bandaríkjanna
Stjórnendur netrisans Google áforma að flytja upplýsingar um breska notendur sína frá evrópskum höfuðstöðvum sínum á Írlandi til Bandaríkjanna, nú þegar Bretar eru gengnir úr Evrópusambandinu. Þar með lýtur meðferð fyrirtækisins á gögnum breskra Google-notenda ekki lengur strangri persónu- og gagnaverndarlöggjöf Evrópusambandsins, heldur gilda um hana bandarísk lög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu.
20.02.2020 - 05:30