Færslur: Samfélagsmiðlar

Dæmdur fyrir borga börnum fyrir kynferðislegar myndir
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt nítján ára pilt til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir ellefu brot gegn ungum stúlkum, á aldrinum tólf til fjórtán ára. Brotin framdi pilturinn í byrjun síðasta árs þegar hann var átján ára. Pilturinn var ákærður fyrir að greiða stúlkunum yfir 350 þúsund krónur með millifærslum, gegn því að þær sendu af sér kynferðislegar myndir á Snapchat.
25.11.2022 - 15:31
Skrifstofur Twitter verða lokaðar fram yfir helgi
Skrifstofum samfélagsmiðilsins Twitter var lokað fyrirvaralaust í dag. Starfsfólk fékk skilaboð um að opnað yrði að nýju á mánudaginn kemur.
18.11.2022 - 05:30
Spegillinn
Áfengi haldið að drengjum en bótoxi að stúlkum
Það er vandlifað á tímum samfélagsmiðla, ekki síst fyrir börn. Alls kyns einelti og óþverri þrífst á internetinu og samfélagsmiðlum. Þá er auglýsingum um fjárhættuspil og áfengi haldið að drengjum frekar en stúlkum en fegrunarmeðferðum og megrunarkúrum ýtt að ungum stúlkum frekar en strákum.
11.000 manns sagt upp hjá Meta
Stjórnendur samfélagsmiðlasamsteypunnar Meta, sem á Facebook, Instagram og WhatsApp, tilkynntu í gær að til standi að segja 13 prósentum alls starfsfólks upp störfum á næstunni. Þetta þýðir að um 11.000 af 87.000 manna starfsliði samsteypunnar, víða um heim, missir vinnuna.
Þetta helst
Er internetheimur Zuckerbergs bara bóla?
Mark Zuckerberg ætlar að reka 11.000 starfsmenn META, móðurfyrirtækis Facebook, Instagram og Whatsapp, í dag. Þetta eru um 13 prósent af starfsflota fyrirtækisins og er gert vegna niðurskurðar. Fyrirtækið Facebook inc. fékk þetta nýja nafn, META, fyrir um ári síðan. Nýja nafninu er ætlað að endurspegla betur breytta stefnu tæknirisans, en forstjóri og stofnandi Facebook, nú Meta, Mark Zuckerberg leggur höfuðáherslu á þróun nýs sýndarveruleikaheims, the Metaverse.
09.11.2022 - 13:33
Musk brýndur til að gæta að mannréttindum á Twitter
Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hvetur nýjan eiganda samskiptamiðilsins Twitter að tryggja virðingu fyrir mannréttindum. Hann bendir á ríkar skyldur miðilsins á því sviði.
Paul Pelosi útskrifaður af sjúkrahúsi
Paul Pelosi hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í San Francisco. Hann er eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og slasaðist eftir fólskulega árás á heimili þeirra hjóna í síðustu viku.
Töluverðar sviptingar í tilvist Twitter
Nokkur fyrirtæki hafa ákveðið að gera hlé á auglýsingasamningum sínum við Twitter eftir að auðkýfingurinn Elon Musk eignaðist samfélagsmiðilinn. Hann rak helstu stjórnendur fyrirtækisins um leið og kaupin voru staðfest. Talsverður fjöldi starfsfólks á uppsögn yfir höfði sér.
Ný fjölmiðlalög taka á skuggahliðum netheima
Upplýsingaóreiða, öryggi, hatursorðræða og fjölmiðlafrelsi er meðal þess sem fyrirhugaðar breytingar á fjölmiðlalögum taka á. Reiknað er með að fyrsta frumvarpið verði tekið fyrir á vorþingi. 
Musk orðinn eigandi Twitter og búinn að reka yfirmenn
„Fuglinn er frjáls!“ skrifaði auðkýfingurinn Elon Musk í færslu á Twitter eftir að kaup hans á samfélagsmiðlarisanum gengu formlega í gegn á fimmtudagskvöld, degi áður en lokafrestur til þess rann út. Nokkrir helstu stjórnendur fyrirtækisins voru reknir úr stöðum sínum um leið og kaupin voru staðfest, þar á meðal forstjórinn Parag Agrawal, og var þeim gert að yfirgefa höfuðstöðvar þess tafarlaust í fylgd öryggisvarða. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu.
„Miklu stærra mál en að þetta sé bara mál skólanna“
Yfir hundrað foreldrar mættu á opinn fund í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði í gærkvöld um samskipti og viðbrögð við einelti. Formaður foreldrafélags skólans telur að skólinn vinni eftir góðum áætlunum en eitt eineltismál sé þó einu máli of mikið. Hann telur að nú sé tækifæri til að læra af reynslunni - ekki megi skella allri ábyrgð á skólana; þetta sé samstarf foreldra og skóla. Auk þess sé mikilvægt að áætlanir vegna eineltismála séu mótaðar ofar í menntakerfinu.
Fjórir Palestínumenn féllu í árás á Vesturbakkanum
Fjórir Palestínumenn féllu í árás ísraelskra öryggissveita á Nablus á Vesturbakka Jórdanar snemma í nótt. Palestínsk stjórnvöld greina frá þessu og segja nítján hafa særst þar af þrír alvarlega.
Pyntaður og fangelsaður vegna gagnrýni á stjórnvöld
Bandarískur ríkisborgari var handtekinn í Sádí-Arabíu, pyntaður og dæmdur til 16 ára fangelsis. Ástæðan er gagnrýnið innihald nokkurra tísta á Twitter, sem hann skrifaði meðan hann var enn í Bandaríkjunum.
Vikan
Gengur á með jakkafötum og skyrtum á Austurlandi
Það er margt þreytandi við Facebook en einhvern veginn erum við samt öll þar. Berglind Festival for á stúfana og kynnti sér það besta sem samfélagsmiðillinn býður upp á.
16.10.2022 - 14:11
Segir ofbeldisbrotum barna fara fjölgandi
Tvennt var flutt á bráðamóttöku eftir árás þriggja fjórtán ára drengja í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld. Lögregla segir árásirnar hafa verið tilefnislausar og engin tengsl milli fólksins og piltanna.
Sjónvarpsfrétt
Erfitt að samfélagið líti ekki á mann sem Íslending
Ungar íslenskar konur af erlendum uppruna segja erfitt að þurfa að sætta sig við fordóma sem þær mæta hér á landi. Fordómarnir séu víða, samfélagið líti ekki á þær sem Íslendinga. 
Reyna á lagalega vernd vefmiðla í Bandaríkjunum
Hæstiréttur í Bandaríkjunum samþykkti í dag að taka fyrir mál er varða ábyrgð vefmiðla á efni sem er birt á þeim. Samkvæmt núgildandi lögum í Bandaríkjunum eru fyrirtæki á borð við Google, Facebook og Twitter ekki útgefendur og því ekki ábyrg fyrir því sem birtist á miðlum þeirra.
Neikvæð áhrif Instagram áttu þátt í dauða 14 ára stúlku
14 ára bresk stúlka lést af völdum sjálfskaða eftir að hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum frá efni af internetinu. Þetta er niðurstaða dánardómstjóra í Bretlandi. Stúlkan þjáðist af þunglyndi, en dómstjórinn segir efnið sem hún sá hafa valdið henni enn alvarlegri andlegum veikindum.
30.09.2022 - 17:42
Úkraínumenn hafa náð að landamærum Rússlands
Hersveitir Úkraínumanna ráða nú öllum landamærum Kharkiv-héraðs að Rússlandi. Þeim hefur tekist að stökkva rússneskum hersveitum á brott úr héraðinu. Rússa reyna að reisa nýjar varnarlínur til að stöðva framrás Úkraínumanna.
Vefsíða ofsóknarmanna fær íslenskt lén
Notendur vefsíðunnar Kiwifarms hafa meðal annars ástundað ofsóknir gegn hinsegin- og transfólki. Minnst þrír hafa svipt sig lífi vegna ofsókna á síðunni. Fyrirtækið Internet á Íslandi hefur samþykkt íslenskt lén fyrir síðuna.
Handtekinn eftir deilingu mynda af skotárásum
Lögregla í stórborginni Memphis í Tennessee í Bandaríkjunum kveðst hafa haft hendur í hári nítján ára byssumanns sem talinn er hafa deilt myndskeiðum af skotárásum á samfélagsmiðlum. Hvorki er vitað hve marga ungi maðurinn skaut né hver líðan þeirra er.
Google Play hendir út samfélagsmiðli Trumps
Samfélagsmiðillinni Truth Social, í eigu fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donalds Trumps, hefur verið fjarlægður af forritinu Google Play. Á Google Play sækja meirihluti notendur síma með Android stýrikerfi smáforrit, svo framvegis gætu notendur slíkra snjallsíma átt erfitt með að hlaða niður samfélagsmiðlinum umdeilda.
31.08.2022 - 01:38
Andrew Tate úthýst af samfélagsmiðlum
Andrew Tate, fyrrverandi sparkboxari og umdeildur áhrifavaldur, hefur verið settur í bann á samskiptamiðlunum TikTok, Facebook og Instagram vegna brota á reglum miðlanna. Hann hefur ítrekað birt afar umdeilt myndefni á miðlunum þremur þar sem hann viðrar hugmyndir sem teljast ofbeldis- og hatursfullar.
20.08.2022 - 13:35
Spegillinn
Predikar ofbeldi og hatur á TikTok
Áhrifavaldur sem ýtir undir ofbeldi og hatursorðræðu hefur hratt náð miklum vinsældum á TikTok. Prófessor í kynjafræði segir fulla ástæðu til að líta á þessa þróun alvarlegum augum.
15.08.2022 - 12:56
Sjónvarpsfrétt
Foreldrar auglýsa eftir svefnlyfjum á samfélagsmiðlum
Foreldrar óska eftir og auglýsa lyfseðilsskyld svefnlyf fyrir börn á samfélagsmiðlum. Forstjóri Lyfjastofnunar varar við allri slíkri dreifingu á lyfjum og segir jafnvel tilefni til sérstakrar skoðunar.
09.08.2022 - 21:59

Mest lesið