Færslur: Samfélagsmál

Í BEINNI
Samráðsfundur um stefnu og aðgerðir til lengri tíma
Heilbrigðisráðherra hefur efnt til samráðsfundar um stefnu og aðgerðir í íslensku samfélagi vegna COVID-19 faraldursins til lengri tíma. Streymt verður frá fundinum hér á vefnum og á RÚV 2.
20.08.2020 - 08:40
Svíþjóð: Minni fólksfjölgun og fleiri dauðsföll
Svíum fjölgaði helmingi minna á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Á sama tímabili voru dauðsföll þar í landi umtalsvert fleiri en í meðalári. Þetta kemur fram í tölum sænsku hagstofunnar, SCB.
20.08.2020 - 05:49
Myndskeið
Áskorun að aðlagast íslensku samfélagi
Sýrlensk kona sem flutti hingað til lands árið 2016 ásamt fjölskyldu sinni segir það margþætta áskorun að setjast að á Íslandi, ekki síst í dreifðari byggðum. Styðja þurfi betur við bakið á flóttafólki og auka fræðslu meðal barna og fullorðinna um mismunandi menningarheima.
Viðtal
Ríkislögreglustjóri vill rannsaka kynþáttafordóma
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ,ríkislögreglustjóri, vill rannsaka hvort kynþáttafordómar þrífast innan lögreglunnar og rýna samskipti hennar við innflytjendur. Umræðan um kynþáttafordóma og lögregluofbeldi vestanhafs hafi ýtt við lögreglunni hér og komið þessum þáttum ofar á forgangslistann. Lögregluráð, sem samhæfir aðgerðir milli embætta, fundar um stöðuna á mánudag. 
Spegillinn
„Það er ekkert skrítið að fólk treysti okkur ekki“
Það hefur myndast gap á milli lögreglunnar og almennings og það ber meira á vantrausti og virðingarleysi. Þetta er mat Hreins Júlíus Ingvarssonar og Unnars Þórs Bjarnasonar, varðsstjóra á lögreglustöðinni við Dalveg í Kópavogi. Á mánudögum sinna þeir samfélagslöggæslu og hluti af því verkefni er að mynda tengsl við innflytjendur. Báðir fóru þeir á námskeið um fjölmenningu sem opnaði augu þeirra fyrir eigin forréttindum.
Notkun niðrandi orða um fólk getur verið refsiverð
Að nota niðrandi orð um fólk sökum húðlitar á opinberum stað getur verið refsivert athæfi, að sögn framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Hún telur að það þurfi að vera til skýrar reglur um hvernig eigi að bregðast við aðstæðum þar sem fólk verður fyrir aðkasti og fordómum.
03.06.2020 - 22:19
Engin krafa um fjárnám barst Tryggingastofnun
Engin krafa um fjárnám á hendur Tryggingastofnun ríkisins barst frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, að því er kemur fram í tilkynningu Tryggingastofnunar. Dómssátt í máli tveggja öryrkja gegn stofnuninni var greidd út 11 dögum eftir að greiðslufrestur rann út.
02.06.2020 - 17:24
Spegillinn
Ójöfnuður og Covid-19: Bílskúrsútilega ekki fyrir alla
Kórónuveiran leggst bæði á ríka og fátæka. Boris Johnson lá á gjörgæslu. Við erum öll í þessu saman, en samt ekki. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að faraldurinn afhjúpi ójöfnuð í samfélaginu. Í Bandaríkjunum hafa svartir farið verr út úr faraldrinum en hvítir og á Íslandi geta ekki allir brugðið sér í bílskúrsútilegu yfir nátt. 
17.04.2020 - 16:43
Viðtal
Vill að stjórnvöld taki fátækt fastari tökum
Stjórnvöld stefna að því að árið 2030 verði helmingi færri undir fátæktarmörkum á Íslandi en nú. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir að eigi það að takast þurfi stjórnvöld að setja mælanleg markmið. Vilborg telur rétt að leggja Tryggingastofnun niður og og koma í veg fyrir að fólk eigi á hættu að verða tekjulaust mánuðum saman. Þá vill hún að fátækt fólk komi meira að stefnumótun í málaflokknum. 
04.03.2020 - 17:15
Veita 139 milljónum króna í styrki með áherslu á börn
Foreldrahús Vímulausrar æsku og Geðhjálp fá hæsta styrki, 14 milljónir króna hvort, frá félags- og barnamálaráðuneytinu. Ásmundur Einar Daðason ráðherra veitti styrki til frjálsra félagasamtaka í dag. Samtals nema styrkirnir ríflega 139 milljónum króna.
18.02.2020 - 15:31
Frú Ragnheiður verður á vaktinni yfir hátíðirnar
Sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins keyra um á bílnum Frú Ragnheiði um höfuðborgarsvæðið yfir hátíðirnar og þjónusta skjólstæðinga sína ásamt því að koma til þeirra jólagjöfum og jólamat. Bíllinn er sérinnréttaður til að veita heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi skjólstæðinga.
Aldrei færri börn fæðst að meðaltali á hverja konu
Í fyrra fæddust 4.228 börn hér landi sem er vel undir meðaltali síðustu sex áratuga. Konur eignast nú sitt fyrsta barn síðar á ævinni og meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt frá því um miðjan níunda áratuginn. Ekki hafa fæðst færri börn á hverja konu síðan mælingar hófust og fæðingar mælast undir því sem miðað er við að þurfi til þess að viðhalda mannfjölda til lengri tíma. Þá hefur ungbarnadauði hvergi í Evrópu verið jafn fátíður og hér.
19.12.2019 - 10:30
Viðtal
Fangelsi á ekki að vera kjötkælir eða geymsla
„Það að fara að vinna með fangelsin er hluti af samfélagsheilun,“ segir Tolli Morthens. Það sé grundvallaratriði að nálgast málefni fanga af virðingu og kærleik. Tolli fór fyrir starfshóp félagsmálaráðuneytisins um málefni fanga. Hann segir að aldrei áður hafi verið sett fram sams konar pólitísk nálgun á málaflokkinn.
18.12.2019 - 09:12
„Óþarfi að íþyngja litlum skóm með stórum gjöfum“
Rakel Garðarsdóttir, stofnandi Vakandi, hvetur fólk til að gefa „upplifanir“ í stað hluta, eitthvað sem fólk getur notið, neytt eða nýtt. „Ekki kaupa hluti sem eru óþarfir, fyrir peninga sem þú átt ekki, til að ganga í augun á fólki sem þú þekkir ekki,“ segir formaður Neytendasamtakanna. Börn þurfa ekki svo mikið frá jólasveinum í raun og óþarfi að íþyngja litlum skóm með stórum gjöfum, segir verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
14.12.2019 - 07:05
56% vilja seinka klukkunni um klukkutíma
Tæplega 1600 tjáðu skoðun sína á því hvort breyta ætti klukkunni hér á landi. Stjórnvöld settu málið í opið samráð við almenning í samráðsgátt stjórnvalda í janúar. Á vef Stjórnarráðsins segir að þátttaka hafi verið meiri en áður hefur þekkst. Það gefi vísbendingu um mikilvægi málsins fyrir almenning. „Margar umsagnir voru ítarlegar og vel rökstuddar og ljóst að fólk lagði mikla vinnu í vandaðar umsagnir.“
11.12.2019 - 07:05
Viðtal
Vanlíðanin mest meðal pólskra og asískra ungmenna
Ungmenni af erlendum uppruna njóta síður stuðnings foreldra, vina og bekkjarfélaga, en ungmenni af íslenskum uppruna. Það skýrir að hluta verri líðan og minni lífsánægju þeirra. Önnur atriði, svo sem bágari efnahagur fjölskyldu, að búa ekki hjá báðum foreldrum eða að foreldrar séu án atvinnu, tengjast einnig verri líðan og minni lífsánægju ungmenna. 
Barátturæður, dáleiðsla og kökuslagur hjá Krakkaveldi
Börn á aldrinum 7 til 12 ára, sem skipa samtökin Krakkaveldi, stóðu fyrir viðburði í Iðnó í gær þar sem þau tóku meðal annars fyrir vandamál fullorðinna og buðu fram aðstoð sína við að finna lausnir og góð ráð við þeim. Dagskrá lauk svo með rjómatertuslag.
Spegillinn
Einbúar: „Aldrei fengið hrærivél í jólagjöf“
„Það er eins og það sé ekki alveg litið á þetta sem alvöru heimili og svolítið horft á þetta sem tímabundið ástand þangað til ég finn mér nú mann og byrja að búa,“ þetta segir kona sem býr ein. Spegillinn hefur síðustu daga fjallað um stöðu einbúa. Það fylgja því ýmsir kostir að búa einn, svo sem frelsi og fullkomin yfirráð yfir fjarstýringunni, en það getur líka verið einmanalegt og fólki sem býr eitt finnst fjölskyldusamfélagið Ísland stundum ekki gera ráð fyrir sér.
Fréttaskýring
Einbúar: „Þetta er náttúrulega ekki hagkvæmt“
Það er dýrt að reka heimili fyrir einn, pakkaferðir eru hannaðar fyrir dæmigerðar kjarnafjölskyldur og stórar pakkningar í verslunum ýta undir matarsóun. Spegillinn fékk tvær konur og tvo karla til að ræða reynslu sína af því að reka heimili fyrir einn og komst meðal annars að því að kjötsagir geta verið mikið þarfaþing á einmenningsheimilum og að með lagni geta einbúar stundum nýtt sér pakkaferðir ætlaðar kjarnafjölskyldum.
Spegillinn
Einbúar: Hefur þeim fjölgað hér?
Frelsi til að gera hlutina eftir eigin höfði án málamiðlana, hamingjan sem býr í því að vera sjálfum sér nægur. Það fylgja því ýmsir kostir að búa einn en það er dýrt og það getur verið einmanalegt. Spegillinn fjallar næstu daga um stöðu einbúa á Íslandi - í þessum fyrsta pistli skoðum við tölfræðina. Fjölgar í hópi þeirra sem búa einir? 
Tíu þúsund fleiri karlar en konur á landinu
Landsmönnum fjölgaði um 27 manns á dag að meðaltali í júlí, ágúst og september. Í lok þriðja ársfjórðungs voru landsmenn 362.860 talsins. Landsmönnum hafði þá fjölgað um 2.470 á þremur mánuðum. Karlar voru heldur fleiri en konur, 186.220 gegn 176.640. Karlar eru því nær tíu þúsund fleiri en konur meðal landsmanna. Heldur hefur dregið í sundur með kynjunum því þremur mánuðum fyrr voru karlar um níu þúsund fleiri en konur.
04.11.2019 - 09:12
Vilja lengingu fæðingarorlofs samþykkta í ár
Samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs lengist úr níu mánuðum í tólf ef lagafrumvarp félagsmálaráðherra verður samþykkt óbreytt á Alþingi. Gert er ráð fyrir að Alþingi afgreiði tillögur um lengra orlof fyrir áramót.
30.10.2019 - 12:14
Myndir
Rólur fortíðar gleymdar í bakgarði
Þetta hangir þarna af gömlum vana og enginn spáir í þetta. Þetta sagði formaður húsfélags fjölbýlishúss í Breiðholti þegar Spegillinn spurði hann um tvær rólur í bakgarðinum sem mega muna sinn fífil fegurri. Líklega séu rólurnar orðnar fjörutíu ára gamlar.  Það er strangt eftirlit með leiktækjum á leikvöllum borgarinnar og á skólalóðum en öðru máli gegnir um leiktæki við fjölbýlishús sem víða eru að grotna niður.
22.10.2019 - 15:50
Aukin örorka kvenna fórnarkostnaðurinn
Um níu prósent fullorðinna Íslendinga sinna umönnun langveikra, fatlaðra eða aldraðra ástvina sinna. Ísland sker sig frá grannþjóðum að þessu leyti, sagði Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar í umræðum á Alþingi í dag. Hann telur að rekja megi fjölgun í hópi öryrkja hér á landi til umönnunarstarfa.
16.10.2019 - 16:23
Fréttaskýring
Greta Thunberg, popúlismi og reitt fólk
Umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg er á allra vörum þessa dagana. Þessa sextán ára sænsku stúlku þarf vart að kynna enda hafa umsvif hennar í baráttunni gegn loftslagsvánni varla farið fram hjá neinum. Svo virðist vera að eftir því sem áhrif hennar aukist ómi gagnrýnisraddir hærra og víðar. En hvað er það sem kallar fram gagnrýnina? Getur verið að pólitík hennar sé gagnrýniverð?