Færslur: Samfélagsmál

Gaukar rúsínum að fuglunum og undrast gáfur þeirra
Fuglaáhugamaður í Breiðholti hefur myndað einstök tengsl við hrafna, stara og skógarþresti í hverfinu og sér ekki eftir krónu sem hann ver í fóður handa þeim. Í Réttarholti telur starfsmaður Fuglaverndarfélagsins auðnutittlinga út um eldhúsgluggann og verður stundum vitni að örlagaríkum atburðum. Vetrarlöng garðfuglatalning Fuglaverndar hófst í dag.
24.10.2021 - 19:08
Myndir
„Þetta kom bara eins og virkilegur rassskellur“
Í eitt og hálft ár hafa PEPP, grasrótarsamtök fólks í fátækt, rekið vinsælt kaffihús í Breiðholti þar sem allt er ókeypis. Nú eru samtökin búin að missa húsnæðið og framtíðin óráðin. Rútína fjölda fastagesta er í uppnámi.
08.10.2021 - 21:01
Kveikur
Tala um hræðslu og þöggunartilburði meðal lækna
Tveir læknar sem hafa gagnrýnt sóttvarnayfirvöld segja hálfgerða þöggunartilburði viðgangast innan læknasamfélagsins á Íslandi. Skoðanaskipti lækna á opinberum vettvangi séu talin ógna trausti fólks til bóluefna.  
05.10.2021 - 09:45
Leiða saman hesta, hjólhesta og önnur farartæki
Hestafólk, hjólreiðafólk, skíðagöngumenn, hundaeigendur, ökumenn og fulltrúar annarra vegfarenda undirrituðu í morgun sáttmála og hrintu úr vör fræðsluverkefni. Hagsmunir hópanna hafa ekki alltaf farið saman og komið hefur til orðaskaks á stígum og í netheimum en nú horfir til betri vegar í samskiptum þeirra. 
08.05.2021 - 12:29
Fréttaskýring
„Það má segja að heimurinn hafi snúist á hvolf“
„Manni finnst einhvern veginn að það sé miklu lengra síðan þetta gerðist allt saman,“ segir Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómalækningum við læknadeild Háskóla Íslands. „Í raun má segja að heimurinn hafi snúist á hvolf.“
28.02.2021 - 08:45
Beint
Nýtt upphaf – janúarráðstefna Festu
Beint streymi frá Janúarráðstefnu Festu. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Nýtt upphaf.
28.01.2021 - 08:29
Viðtal
Erfiðara fyrir almannaheillafélög að fá sjálfboðaliða
Innviðir margra almannaheillafélaga hafa veikst í faraldrinum og það hefur reynst þeim erfiðara að verða sér úti um sjálfboðaliða, að sögn Jónasar Guðmundssonar, formanns Almannaheilla, regnhlífarsamtaka slíkra félaga.
03.12.2020 - 09:14
Myndskeið
Mjög mikilvægt að skoða Arnarholtsmál ofan í kjölinn
Það er mjög mikilvægt að mál Arnarholts verði skoðað ofan í kjölin. Ríkið er reiðubúið að aðstoða Reykjavíkurborg og miðla reynslu við rannsókn á vistheimilinu. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
11.11.2020 - 18:01
„Stefna stjórnvalda er enn að svelta fatlað fólk“
„Núverandi stefna stjórnvalda er enn að svelta fatlað fólk til hlýðni. Það er gert með því að skammta nógu naumt fjármagn. Tölum bara hreint út, fatlað fólk er svelt til hlýðni þegar örorkulífeyrir er svo naumt skammtaður að hann dugir ekki fyrir brýnustu nauðsynjum eins og húsaskjóli, mat og lyfjum, nema fram yfir miðjan mánuð, þegar búið er að velta hverri krónu margsinnis fyrir sér,“ segir Þuríður Harpa Sigurðdardóttir, formaður ÖBÍ, í fréttatilkynningu um starfsemi Arnarholts.
Þingmenn allra flokka vilja draga úr öldrunarfordómum
Það kann ekki að keyra, fyllir dýr pláss, íþyngir félagsþjónustu, kostar mikið og skilur ekki nútímann. Þetta eru dæmi um þá fordóma sem mæta eldra fólki, samkvæmt þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum sem þingmenn úr öllum þeim átta flokkum sem sitja á þingi hafa lagt fram.
Fagnar sanngirnisbótum en segir uppgjöri ekki lokið
Formaður Þroskahjálpar fagnar sanngirnsbótum sem greiða á fötluðum einstaklingum sem voru vistaðir illan kost sem börn á vegum ríkisins, en segir að enn eigi eftir að bæta þeim sem vistaðir voru sem fullorðnir skaðann. Þá þurfi að skoða mál þeirra sem barnaverndaryfirvöld vistuðu á einkaheimilum.
12.10.2020 - 16:25
Í BEINNI
Samráðsfundur um stefnu og aðgerðir til lengri tíma
Heilbrigðisráðherra hefur efnt til samráðsfundar um stefnu og aðgerðir í íslensku samfélagi vegna COVID-19 faraldursins til lengri tíma. Streymt verður frá fundinum hér á vefnum og á RÚV 2.
20.08.2020 - 08:40
Svíþjóð: Minni fólksfjölgun og fleiri dauðsföll
Svíum fjölgaði helmingi minna á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Á sama tímabili voru dauðsföll þar í landi umtalsvert fleiri en í meðalári. Þetta kemur fram í tölum sænsku hagstofunnar, SCB.
20.08.2020 - 05:49
Myndskeið
Áskorun að aðlagast íslensku samfélagi
Sýrlensk kona sem flutti hingað til lands árið 2016 ásamt fjölskyldu sinni segir það margþætta áskorun að setjast að á Íslandi, ekki síst í dreifðari byggðum. Styðja þurfi betur við bakið á flóttafólki og auka fræðslu meðal barna og fullorðinna um mismunandi menningarheima.
Viðtal
Ríkislögreglustjóri vill rannsaka kynþáttafordóma
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ,ríkislögreglustjóri, vill rannsaka hvort kynþáttafordómar þrífast innan lögreglunnar og rýna samskipti hennar við innflytjendur. Umræðan um kynþáttafordóma og lögregluofbeldi vestanhafs hafi ýtt við lögreglunni hér og komið þessum þáttum ofar á forgangslistann. Lögregluráð, sem samhæfir aðgerðir milli embætta, fundar um stöðuna á mánudag. 
Spegillinn
„Það er ekkert skrítið að fólk treysti okkur ekki“
Það hefur myndast gap á milli lögreglunnar og almennings og það ber meira á vantrausti og virðingarleysi. Þetta er mat Hreins Júlíus Ingvarssonar og Unnars Þórs Bjarnasonar, varðsstjóra á lögreglustöðinni við Dalveg í Kópavogi. Á mánudögum sinna þeir samfélagslöggæslu og hluti af því verkefni er að mynda tengsl við innflytjendur. Báðir fóru þeir á námskeið um fjölmenningu sem opnaði augu þeirra fyrir eigin forréttindum.
Notkun niðrandi orða um fólk getur verið refsiverð
Að nota niðrandi orð um fólk sökum húðlitar á opinberum stað getur verið refsivert athæfi, að sögn framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Hún telur að það þurfi að vera til skýrar reglur um hvernig eigi að bregðast við aðstæðum þar sem fólk verður fyrir aðkasti og fordómum.
03.06.2020 - 22:19
Engin krafa um fjárnám barst Tryggingastofnun
Engin krafa um fjárnám á hendur Tryggingastofnun ríkisins barst frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, að því er kemur fram í tilkynningu Tryggingastofnunar. Dómssátt í máli tveggja öryrkja gegn stofnuninni var greidd út 11 dögum eftir að greiðslufrestur rann út.
02.06.2020 - 17:24
Spegillinn
Ójöfnuður og Covid-19: Bílskúrsútilega ekki fyrir alla
Kórónuveiran leggst bæði á ríka og fátæka. Boris Johnson lá á gjörgæslu. Við erum öll í þessu saman, en samt ekki. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að faraldurinn afhjúpi ójöfnuð í samfélaginu. Í Bandaríkjunum hafa svartir farið verr út úr faraldrinum en hvítir og á Íslandi geta ekki allir brugðið sér í bílskúrsútilegu yfir nátt. 
17.04.2020 - 16:43
Viðtal
Vill að stjórnvöld taki fátækt fastari tökum
Stjórnvöld stefna að því að árið 2030 verði helmingi færri undir fátæktarmörkum á Íslandi en nú. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir að eigi það að takast þurfi stjórnvöld að setja mælanleg markmið. Vilborg telur rétt að leggja Tryggingastofnun niður og og koma í veg fyrir að fólk eigi á hættu að verða tekjulaust mánuðum saman. Þá vill hún að fátækt fólk komi meira að stefnumótun í málaflokknum. 
04.03.2020 - 17:15
Veita 139 milljónum króna í styrki með áherslu á börn
Foreldrahús Vímulausrar æsku og Geðhjálp fá hæsta styrki, 14 milljónir króna hvort, frá félags- og barnamálaráðuneytinu. Ásmundur Einar Daðason ráðherra veitti styrki til frjálsra félagasamtaka í dag. Samtals nema styrkirnir ríflega 139 milljónum króna.
18.02.2020 - 15:31
Frú Ragnheiður verður á vaktinni yfir hátíðirnar
Sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins keyra um á bílnum Frú Ragnheiði um höfuðborgarsvæðið yfir hátíðirnar og þjónusta skjólstæðinga sína ásamt því að koma til þeirra jólagjöfum og jólamat. Bíllinn er sérinnréttaður til að veita heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi skjólstæðinga.
Aldrei færri börn fæðst að meðaltali á hverja konu
Í fyrra fæddust 4.228 börn hér landi sem er vel undir meðaltali síðustu sex áratuga. Konur eignast nú sitt fyrsta barn síðar á ævinni og meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt frá því um miðjan níunda áratuginn. Ekki hafa fæðst færri börn á hverja konu síðan mælingar hófust og fæðingar mælast undir því sem miðað er við að þurfi til þess að viðhalda mannfjölda til lengri tíma. Þá hefur ungbarnadauði hvergi í Evrópu verið jafn fátíður og hér.
19.12.2019 - 10:30
Viðtal
Fangelsi á ekki að vera kjötkælir eða geymsla
„Það að fara að vinna með fangelsin er hluti af samfélagsheilun,“ segir Tolli Morthens. Það sé grundvallaratriði að nálgast málefni fanga af virðingu og kærleik. Tolli fór fyrir starfshóp félagsmálaráðuneytisins um málefni fanga. Hann segir að aldrei áður hafi verið sett fram sams konar pólitísk nálgun á málaflokkinn.
18.12.2019 - 09:12
„Óþarfi að íþyngja litlum skóm með stórum gjöfum“
Rakel Garðarsdóttir, stofnandi Vakandi, hvetur fólk til að gefa „upplifanir“ í stað hluta, eitthvað sem fólk getur notið, neytt eða nýtt. „Ekki kaupa hluti sem eru óþarfir, fyrir peninga sem þú átt ekki, til að ganga í augun á fólki sem þú þekkir ekki,“ segir formaður Neytendasamtakanna. Börn þurfa ekki svo mikið frá jólasveinum í raun og óþarfi að íþyngja litlum skóm með stórum gjöfum, segir verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
14.12.2019 - 07:05