Færslur: Samfélagsbreytingar

Viðtal
Jákvæðar og neikvæðar hliðar á útilokunarmenningu
Aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að svokölluð útilokunarmenning þar sem hópur fólks vekur athygli á ummælum eða hegðun sem þykir brjóta gegn samfélagslegum gildum færist í aukana. Rannsóknir á þessu fyrirbæri séu stutt á veg komnar og misjafnt hvort fræðimenn telji það jákvætt eða neikvætt.
Spegillinn
Einbúar: „Aldrei fengið hrærivél í jólagjöf“
„Það er eins og það sé ekki alveg litið á þetta sem alvöru heimili og svolítið horft á þetta sem tímabundið ástand þangað til ég finn mér nú mann og byrja að búa,“ þetta segir kona sem býr ein. Spegillinn hefur síðustu daga fjallað um stöðu einbúa. Það fylgja því ýmsir kostir að búa einn, svo sem frelsi og fullkomin yfirráð yfir fjarstýringunni, en það getur líka verið einmanalegt og fólki sem býr eitt finnst fjölskyldusamfélagið Ísland stundum ekki gera ráð fyrir sér.
„Fyrst var ég ekki sátt við að hætta“
„Fyrst var ég ekki sátt við að hætta að vinna en nú er ég það.“ Þetta segir 62 ára hjúkrunarfræðingur sem greindist með Alzheimer fyrir nokkru. Um þrjátíu Íslendingar á vinnualdri greinast árlega með heilabilunarsjúkdóm. Hvaða möguleikar standa þeim til boða? Geta þeir verið áfram á vinnumarkaði eða kemur ekkert annað til greina en að hætta að vinna með tilheyrandi tekjuskerðingu og hugsanlegu tengslarofi.