Færslur: Samfélagið

„Konur gefast oft upp í forsjárdeilum“
Kona sem sleit sambandi vegna ofbeldis hefur ekki enn náð eigum sínum frá manninum þrátt fyrir þriggja ára baráttu. Maðurinn flutti lögheimili sitt milli sveitarfélaga í þrígang, og það hefur tafið málin. Hann hefur meðal annars kærður fyrir að beita annað barna sinna ofbeldi.
27.06.2018 - 17:21
Komst að því að hún ætti bróður í næstu götu
„Ég fæ nokkuð reglulega bréf frá hinum og þessum sem eru að leita að einhverju,“ segir Friðrik Skúlason sem var gestur í Samfélaginu á Rás 1 í gær. Friðrik fær reglulega fyrirspurnir frá fólki sem er að leita ættingja sinna á Íslandi.
28.03.2018 - 11:13
Ókeypis tannlækningar réttindi fjölskyldna
Öll börn, sem eru með skráðan heimilistannlækni, eiga nú rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum eftir að innleiðing samnings Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands lauk að fullu 1. janúar. Tannlæknir hjá embætti landlæknis segir innleiðingu samningsins vera réttindamál fjölskyldna.
04.01.2018 - 10:22
Gagnagrunnur geymir nethegðun Kínverja
„Stafrænt alræðisríki Kína er rétt handan við hornið,“ skrifar blaðamaðurinn Jón Bjarki Magnússon í síðasta tölublaði Stundarinnar. Kínverski kommúnistaflokkurinn vinnur nú að því að byggja upp gagnagrunn sem geymir upplýsingar um nethegðun allra Kínverja.
22.02.2017 - 18:00
Af spítalanum í flugið: Betri kjör, meiri tími
„Landspítalinn er í raun að þjálfa upp frábæra starfsmenn fyrir flugið.“ Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem nýlega gerðist flugfreyja. Hún er langt því frá sú eina. Árið 2014 fór fimmtungur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga að starfa við flugþjónustu. Formaður félags hjúkrunarfræðinga telur að hjúkrunarfræðingar sæki nú í auknum mæli í flugið.
21.06.2016 - 19:25
  •