Færslur: Samfélagið

Samfélagið
Rekja megi riðuna til synda fortíða
Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra, segist telja að mögulega megi rekja riðusmit í fé í Skagafirði til gamalla urðunarstaða sem hafi tekið við sýktum gripum. Riðusmitefni geti nefnilega lifað í áratugi.
28.10.2020 - 11:10
Tóku á móti barni á bílaplani
Slökkviliðsmenn lenda í ýmsu í starfi sínu en Ásgeir Valur Flosason og Sigurjón Hendriksson tóku í fyrsta sinn á móti barni eftir 12 ár í starfi.
Reiknar út kolefnisfótspor hvers og eins
„Þetta er eins og að stíga á vigtina, maður sér tölur sem maður vill kannski ekki sjá“ segir Gunnar Hansson dagskrárgerðarmaður þegar hann var fenginn til að prófa Kolefnisreikninn, reikniforrit á netinu sem sýnir stærð kolefnisspors hvers og eins út frá ferðamáta, húsnæði, mat og neyslu. Sigurður Loftur Thorlacius umhverfisverkfræðingur hjá Eflu og Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri OR, sem komu að gerð reiknisins, benda á að samt megi auðveldlega losa sig við heil tvö tonn.
03.09.2020 - 11:15
Vita minnst um mesta kostnaðinn
„Þetta er bara villta vestrið hérna á Íslandi,” segir Sigmundur Grétar Hermannsson, húsasmíðameistari um fasteignamarkaðinn og byggingariðnaðinn á Íslandi. Hann á sér þúsundir fylgjenda á instagram undir nafninu Simmi smiður og er mikið kappsmál að fólki taki upplýstar ákvarðanir í fasteignaviðskiptum. Honum er tíðrætt um mikilvægi þess að gera ítarlega ástandsskoðanir á fasteignum. Alltof algengt sé að fólk renni blint í stærstu fjárfestingu lífs síns. Þá hjálpi innviðir kerfisins ekki til.
27.08.2020 - 09:39
Skálavörður af lífi og sál
Heiðrún Ólafsdóttir er farandskálavörður hjá Ferðafélagi Íslands. Það þýðir að hún vinnur á mismunandi svæðum og hefur í sumar farið á milli skálanna sem varða Laugaveginn, vinsælustu gönguleið Íslands. Samfélagið hittir Heiðrúnu þar sem hún var við störf í Langadal í Þórsmörk. Hún segist vera skálavörður af „lífi og sál“ - þetta sé einfaldlega draumastarfið, hún elski að taka til hendinni, ditta að hlutum og vera úti í náttúrunni.
25.08.2020 - 15:09
Instagram-ferðalangar hrifnir af Hornströndum
Illa undirbúnir Instagram-ferðalangar spyrja ráðvilltir um næstu verslun, jafnvel án matar og regnfata.
25.06.2020 - 09:19
Sprenging í einkaneyslu á blómum
Axel Sæland blómabóndi segir blóm hafa breyst í nauðsynjavöru í Covid. Það sé ánægjuleg breyta í annars undarlegu árferði. Hann er ekki jafn sáttur við nýja búvörusamninga.
05.06.2020 - 14:07
Hefur ekki tölu á kosningunum sem hún hefur unnið við
Við fylgjumst með frambjóðendum kosninga en sjáum minna af þeim sem vinna við þær. Í Samfélaginu á Rás 1 var rætt við Bergþóru Sigmundsdóttur, sem hefur unnið við svo margar kosningar um ævina að hún hefur ekki tölu á þeim. Hún er sviðstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og hefur yfirumsjón með utankjörfundaratkvæðagreiðslu embættisins sem hófust 25. maí og standa fram á kjördag. Að mörgu er að hyggja, reglur eru stífar og stundum skapast taugastrekkjandi aðstæður.
26.05.2020 - 15:13
Samfélagið
Kreppan bjargaði bókabúðum
Þegar Eiríkur Ágúst Guðjónsson flutti til Reykjavíkur árið 1981 voru 14 fornbókaverslanir í miðbænum, nú starfar hann í þeirri einu sem eftir er, Bókinni við Hverfisgötu.
26.05.2020 - 13:51
Moltugerð fyrir alla
Hvað er hægt að gera við lífrænan úrgang sem fellur til á heimilinu (annað en að setja hann beint í ruslið)? Til eru umhverfisvænar, hagkvæmar og forvitnilegar leiðir - og fjölbreyttar. Hver og einn getur fundið hvað hentar sér og sínu heimili best því ýmislegt er í boði; safnkassi, moltukassi, ánagryfja eða bokashi aðferðin japanska. Hjörtur Þorbjörnsson forstöðumaður Grasagarðsins fór yfir þessi mál, aðferðir og ávinning í Samfélaginu á Rás 1.
20.05.2020 - 16:00
Samfélagið
Þar sem ljóta fólkið býr
„Ljótleiki er dyggð, fegurð er þrældómur,“ segir á skjaldarmerki Klúbbs hinna ljótu, rótgróins félagsskapar ófríðs fólks í 2.000 manna bæ, Piobbico á Ítalíu.
19.05.2020 - 16:49
Tugir íslenskra strandaglópa bíða þess að komast heim
„Þetta er dálítið eins og maður sé ekki í líkamanum sínum, eins og eflaust mjög mörgum líður í þessu ástandi sem er núna,“ segir Guðbjörg Lára Másdóttir í símaviðtali frá Heathrow-flugvelli í London. Rætt var við Guðbjörgu í Samfélaginu á Rás 1.
Ójöfnuður á Íslandi minnkar
Tekjujöfnuður hefur aukist hér á landi frá í fyrra, miðað við úrvinnslu Viðskiptaráðs Íslands úr gögnum Hagstofunnar. Tekjur lægri tekjuhópa hafa hækkað um átta prósent á meðan tekjur þeirra sem skipa tekjuhæstu tíundina hafa hækkað um fimm prósent. Tekjuhæsta prósentan lækkaði örlítið í tekjum. Til viðbótar við aukinn tekjujöfnuð hefur hlutfall tekjuhærri lækkað og tekjulægri hækkað.
13.08.2019 - 11:06
Viðtal
Skutull fannst í landnámsskála í Stöðvarfirði
Skutull fannst við fornleifauppgröft við skálann á Stöð í Stöðvarfirði í gær. Þar er eru tveir skálar og verið er að grafa í þeim yngri, sem er frá landnámsöld. Sá eldri sem er undir landnámsskálanum, er mögulega útstöð frá því fyrir eiginlegt landnám.
14.06.2019 - 12:59
Segir óraunhæft að reisa báða vindmyllugarðana
Ekki er raunhæft að reisa vindmyllugarð bæði í Garpsdal við Gilsfjörð og í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð, segir Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur í orkumálum, sem var gestur í Samfélaginu á Rás 1 í dag. Vindmyllugarðarnir séu nánast á sama svæðinu og um það liggur aðeins ein rafmagnslína, háspennulína Landsnets.
24.04.2019 - 15:00
„Konur gefast oft upp í forsjárdeilum“
Kona sem sleit sambandi vegna ofbeldis hefur ekki enn náð eigum sínum frá manninum þrátt fyrir þriggja ára baráttu. Maðurinn flutti lögheimili sitt milli sveitarfélaga í þrígang, og það hefur tafið málin. Hann hefur meðal annars kærður fyrir að beita annað barna sinna ofbeldi.
27.06.2018 - 17:21
Komst að því að hún ætti bróður í næstu götu
„Ég fæ nokkuð reglulega bréf frá hinum og þessum sem eru að leita að einhverju,“ segir Friðrik Skúlason sem var gestur í Samfélaginu á Rás 1 í gær. Friðrik fær reglulega fyrirspurnir frá fólki sem er að leita ættingja sinna á Íslandi.
28.03.2018 - 11:13
Ókeypis tannlækningar réttindi fjölskyldna
Öll börn, sem eru með skráðan heimilistannlækni, eiga nú rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum eftir að innleiðing samnings Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands lauk að fullu 1. janúar. Tannlæknir hjá embætti landlæknis segir innleiðingu samningsins vera réttindamál fjölskyldna.
04.01.2018 - 10:22
Gagnagrunnur geymir nethegðun Kínverja
„Stafrænt alræðisríki Kína er rétt handan við hornið,“ skrifar blaðamaðurinn Jón Bjarki Magnússon í síðasta tölublaði Stundarinnar. Kínverski kommúnistaflokkurinn vinnur nú að því að byggja upp gagnagrunn sem geymir upplýsingar um nethegðun allra Kínverja.
22.02.2017 - 18:00
Af spítalanum í flugið: Betri kjör, meiri tími
„Landspítalinn er í raun að þjálfa upp frábæra starfsmenn fyrir flugið.“ Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem nýlega gerðist flugfreyja. Hún er langt því frá sú eina. Árið 2014 fór fimmtungur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga að starfa við flugþjónustu. Formaður félags hjúkrunarfræðinga telur að hjúkrunarfræðingar sæki nú í auknum mæli í flugið.
21.06.2016 - 19:25