Færslur: samfélag

Landinn
Dansinn dunar á Vitatorgi
„Við erum búin að dansa saman í sextíu ár," segja Emil Ragnar Hjartarson og Anna Jóhannsdóttir. „Hún hefur reyndar kennt mér allt sem ég kann," bætir Emil við. Emil og Anna eru meðal þeirra sem mæta á hverjum miðvikudegi á dansiball í samfélagshúsinu á Vitatorgi í Reykjavík.
17.11.2021 - 07:50
Viðtal
Segir grátandi karla fá meiri samúð en grátandi konur
Eins og flestir hafa tekið eftir hefur ný #metoo-bylgja hafið innreið sína hér á landi. Þessi nýja bylgja hefur að einhverju leyti sprottið fram sem andóf við gerendameðvirkni og þær aðferðir sem notaðar hafa verið til að hindra þolendur í að benda á gerendur kynbundins ofbeldis.
24.05.2021 - 10:00
Gagnvirk færsla
Skoðaðu kolefnisspor fjölskyldnanna í Loftslagsdæminu
Hvað losa fjórar venjulegar fjölskyldur á Íslandi mikið magn af koltvísýringi út í andrúmsloftið ári? Hvernig er það reiknað? Í Loftslagsdæminu fylgjumst við með fjórum fjölskyldum reyna að minnka kolefnissporið um fjórðung á tveggja mánaða tímabili. Þær tjá sig opinskátt um reynslu sína í útvarpsþáttunum Loftslagsdæminu á Rás 1.
16.01.2021 - 10:30
Samfélagið
Barist fyrir tilverurétti villtra borgarblóma
Nöfn villtra borgarblóma eru nú merkt með nafni sínu á stéttir evrópskra borga. Markmið þeirra sem kríta nöfnin er að fagna fjölbreytileika náttúrunnar. Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, vill minni slátt og meiri náttúru í borginni en segir arfa vera ranga plöntu á röngum stað.
15.05.2020 - 14:32
Fréttaskýring
Gettólisti danskra stjórnvalda: Mismunun eða nauðsyn
Stefna danskra stjórnvalda er skýr. Gettóin skulu burt fyrir árið 2030. Ellefu þúsund íbúar í svokölluðum gettóum þurfa að flytja í önnur hverfi. Það á að rífa fjölda íbúða, aðrar verða gerðar upp og seldar. Gettóstefnan tók gildi árið 2018, í kjölfarið hafa verið samþykktar ýmsar lagabreytingar sem beinast einkum að innflytjendum frá Mið-Austurlöndum. Íbúum gettóanna finnst stefnan brennimerkja þá og Sameinuðu þjóðirnar segja hana fela í sér mismunun. Stjórnvöld standa þó fast á sínu.
23.01.2020 - 15:30
Viðtal
Pizzukvöld í neyðarskýlinu á Granda
Reykjavíkurborg hefur sett af stað neyðaráætlun til þess að tryggja að enginn liggi úti í nótt. Í nýja neyðarskýlinu á Granda verður pizzukvöld. Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir deildarstjóri í þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar fyrir Vesturbæ, Miðborg og Hlíðar segir mikilvægt að skapa stemmningu í skýlunum þannig að fólk velji að vera inni. Vettvangs- og ráðgjafarteymi borgarinnar hefur gengið vel að ná til fólks. 
10.12.2019 - 16:01
Dalvíkingar taka gervigrasvöll í notkun
Nýr gervigrasvöllur var tekinn formlega í notkun á Dalvík. Völlurinn var vígður við hátíðlega athöfn þann 31. ágúst. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar segir hann risastórt skref fyrir sveitarfélag af þeirri stærðargráðu sem Dalvíkurbyggð sé og að hann hafi mikla þýðingu fyrir byggðarlagið.
05.09.2019 - 14:06