Færslur: Sameyki

Spegillinn
Blendin viðhorf til heimavinnu
Á meðan samkomutakmarkanir voru hvað mestar í kórónuveirufaraldrinum höfðu margir ekkert val um hvort unnið var heima eður ei. Í könnun sem gerð var meðal félagsmanna í Sameyki kom í ljós að innan við helmingur svarenda eða um 40% vann heima í faraldrinum og af þeim sem það gerðu hafði meirihlutinn eða rúm 60% ekkert val. Þórarinn Eyfjörð formaður félagsins segir að heimavinna hafi skiljanlega fyrst og fremst tengst skrifstofu- og tæknifólki úr röðum Sameykis.
07.10.2021 - 09:05
Fimm stofnanir valdar Stofnanir ársins
Norðlingaskóli, Aðalskrifstofa Akraneskaupstaðar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Jafnréttisstofa voru í dag útnefnd Stofnanir ársins á málþingi Sameykis stéttarfélags. Umhverfis og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og Sjálfsbjargarheimilið voru hástökkvarar ársins.
14.10.2020 - 17:09
Viðtal
Væru nær samningum ef ekki væri fyrir tregðu ríkisins
Samninganefndir BRSB og ríkisins hafa fundið í dag með litlum árangri. Formaður Sameykis, Árni Stefán Jónsson, segir að samningaviðræður væru líklega á lokametrunum ef ríkið myndi sýna meiri samningsvilja. Verði ekki samið skellur á verkfall þúsunda eftir rúman sólarhring.
07.03.2020 - 20:39
Viðtal
Segir ríkið ekki fara eftir lífskjarasamningi
Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hafa lýst yfir vilja til að hækka laun í samræmi við lífskjarasamninginn en ríkið hefur aftur á móti ekki séð sér fært að gera það, að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns Sameykis.
06.03.2020 - 13:31
Spegillinn
Ruslatunnur fyllast og skólar loka
Ruslatunnur fara að yfirfyllast í hverfum borgarinnar austan Elliðaáa á morgun og næstu daga ef verkfall Eflingar heldur áfram. Frístundaheimilum í borginni verður lokað 9. mars ef ótímabundið verkfall verður samþykkt. Skólum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði verður líklega lokað nokkrum dögum eftir að verkfallið hefst.
18.02.2020 - 17:00
 · Innlent · Efling · kjaramál · BSRB · Sameyki
Undirbúa aðgerðir eftir áramót
Formaður Sameykis segir að ef ekkert gangi í kjaraviðræðum fljótlega eftir áramót munu félagsmenn hefja undirbúning aðgerða í janúar sem gæti endað með verkföllum. Viðræður við opinbera starfsmenn hafa staðið yfir í 9 mánuði og ljóst að þær munu dragast fram á næsta ár.
19.12.2019 - 16:30
 · Innlent · kjarasamningar · BHM · Sameyki