Færslur: Sameinuðu arabísku furstadæmin

Fyrsta kjarnorkuver í arabaríkjum fær leyfi
Kjarnorkueftirlitið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum gaf í dag út leyfi fyrir fyrsta kjarnakljúfnum af fjórum sem áformað verði í Barakah kjarnorkuraforkuverinu í landinu. Það verður fyrsta raforkuver þeirrar tegundar í arabaríkjum.
Samskipta-app sagt njósna um notendur
Vinsælt samskipta-app í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er í raun njósnabúnaður stjórnvalda þar í landi. Því er haldið fram í grein New York Times um appið ToTok. Ríkisstjórnin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er sögn nota appið til að fylgjast með samtölum, staðsetninum, myndum og öðrum gögnum sem safnast með notkun þess.
24.12.2019 - 06:45
Emirates pantar 50 Airbus breiðþotur
Flugfélagið Emirates í Dúbaí hefur pantað fimmtíu þotur af gerðinni Airbus A 350-900. Fyrir þær greiðir félagið sextán milljarða dollara, að því er Ahmed bin Saeed Al-Maktoum, forstjóri og stjórnarformaður, greindi fréttamönnum frá í dag á flugsýningunni í Dúbaí.
18.11.2019 - 13:08
Elsta perla heims fannst nærri Abú Dabí
Heimsins elsta náttúrulega perla hefur fundist á eyju úti fyrir Abú Dabí, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Perlan er talin vera 8.000 ára gömul.
21.10.2019 - 17:32
Haya prinsessa sækir um hæli í Bretlandi
Haya bint al-Hussein hefur flúið heimili sitt í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og óskað eftir pólitísku hæli í Bretlandi. Eins og er þá er prinsessan í felum í Lundúnum, höfuðborg Englands. Haya er ein eiginkvenna Sjeiks Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hjónin bjuggu í Dúbaí og deila nú um forræði fyrir börnunum sínum tveimur.
25.07.2019 - 13:57
Draga herlið sitt til baka frá Jemen
Her Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur verið í broddi fylkingar í flestum hernaðaraðgerðum á landi í stríði bandalags undir stjórn Sádi-Araba gegn uppreisnarmönnum Húta í Jemen. Furstadæmin hafa ákveðið að nú sé komið nóg og stóran hluta herliðs síns til baka.
Sádar verða með í Barein
Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin ætla að taka þátt í ráðstefnu Bandaríkjamanna um málefni Palestínu í Barein í næsta mánuði. Tilkynnt var um þetta í morgun.
Skemmdarverk unnin á skipum við SAF
Sameinuðu arabísku furstadæmin segja að skemmdarverk hafi verið unnin á fjórum kaupskipum undan austurströnd ríkisins. Al Jazeera hefur eftir yfirvöldum að skipin hafi verið nærri landhelgi Furstadæmanna á Ómanflóa. Yfirvöld vildu ekki gefa upp hvers kyns skemmdarverk voru unnin eða hverjir hafi borið ábyrgð á þeim.
Bandarískir sérfræðingar aðstoðuðu við njósnir
Bandarískir tölvusérfræðingar sem áður störfuðu fyrir bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa undanfarin ár hjálpað yfirvöldum í Samneinuðu arabísku furstadæmunum við að njósna um áhrifafólk í Austurlöndum nær og fólk í fjölmiðlum, ekki síst í grannríkinu Katar. Fréttastofan Reuters greinir frá þessu.
  •