Færslur: Sameinuðu arabísku furstadæmin

Evrópuleiðtogar leita eftir orku við Persaflóa
Evrópuríki leita í meira mæli til Miðausturlanda til þess að vinna bug á orkukrísunni sem framundan er í vetur. Franska orkufyrirtækið TotalEnergies fjárfesti í morgun í náttúrugasframleiðslu í Katar, og Þýskalandskanslari freistar þess að ná samningum á ferðalagi sínu um ríki Persaflóa um helgina.
Lítur svo á að Bandaríkin beri ríka ábyrgð á valdaráni
Fyrrverandi forseti Afganistan segir að Bandaríkjamenn beri mikla ábyrgð á valdaráni Talibana í ágúst á síðasta ári. Forsetinn flúði land þegar uppreisnarmennirnir umkringdu höfuðborgina Kabúl.
Vilja að frystu fé afganska ríkisins verði skilað aftur
Hagfræðingar víða um heim hvetja Bandaríkjastjórn og leiðtoga annarra ríkja til að láta af hendi frystar fjármagnseignir Afganistan. Eftir að Talibanar rændu völdum voru eignir afganska ríkisins á bankareiknignum frystar svo þeir kæmu ekki höndum yfir þær.
Ríka fólkið yfirgefur Rússland og Úkraínu.
Áætlað er að yfir 15.000 rússneskir auðkýfingar flýi eða yfirgefi Rússland á þessu ári. Þetta má ráða af gögnum um fólksflutninga, sem breska fyrirtækið Henley & Partners hefur látið taka saman. Í frétt The Guardian segir að umtalsverður hluti rússnesku auðstéttarinnar sé ósáttur við ákvörðun Vladimírs Pútíns um að ráðast inn í Úkraínu. Þessi hópur hafi snúið baki við forsetanum og sé ýmist fluttur úr landi eða að búa sig til brottflutnings. Auðjöfrar flýja líka Úkraínu í stórhópum.
Evrópusambandið undirbýr viðbrögð við apabólunni
Evrópusambandið hefur hafið undirbúning að kaupum á bóluefnum og lyfjum gegn apabólu. Fulltrúi framkvæmdastjórnar sambandsins greindi fréttaritara AFP-fréttaveitunnar frá þeirri fyrirætlan í gær.
Sheikh Mohamed tekur við af hálfbróður sínum
Krónprinsinn Sheikh Mohamed bin Zayed bin Sultan Al Nahyan, oft kallaður MBZ, hefur verið skipaður forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna af ríkisráði landsins. Tekur hann við af hálfbróður sínum Sheikh Khalifa bin Zayed bin Sultan Al Nahyan sem féll frá í gær.
14.05.2022 - 10:27
Sýrlandsforseti í opinberri heimsókn í furstadæmunum
Á meðan augu hins vestræna heims beinast að innrás Rússa í Úkraínu og stríðinu sem þar geisar halda átök áfram í Sýrlandi og milljónir Sýrlendinga eru enn á flótta innan Sýrlands og utan, rétt um ellefu árum eftir að stríðið hófst. Assad Sýrlandsforseti, sem notið hefur stuðnings Rússa í stríðinu, hélt í í gær í sína fyrstu opinberu heimsókn til Arabalanda frá því að Sýrlandsstríðið hófst árið 2011.
Stuðningur við aukna olíuframleiðslu lækkar verð
Olíuverð hefur lækkað nokkuð eftir að Sameinuðu arabísku furstadæmin greindu frá stuðningi sínum við að framleiðsla verði aukin. Verð á Brent hráolíu féll um 17 af hundraði um tíma eftir yfirlýsingu furstadæmanna.
Bandaríkjamenn fordæma drónaárás Húta á Abu Dhabi
Bandaríkjastjórn fordæmir drónaárás sem uppreisnarsveitir Húta gerðu á Abu Dhabi, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna, í gær. Þrír féllu í árásinni og Bandaríkjamenn heita hörðum viðbrögðum.
Næstu umhverfisráðstefnur haldnar í Arabaheiminum
26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lýkur í Glasgow í dag, gangi áætlanir skipuleggjenda eftir. Í gærkvöld var tilkynnt hvar næstu tvær loftslagsráðstefnur verða haldnar og ljóst að komið er að Arabaheiminum að sinna gestgjafahlutverkinu á þessum mikilvægu samkomum. Stjórnendur ráðstefnunnar tilkynntu að 27. loftslagsráðstefnan verði haldin haldin í Egyptalandi á næsta ári.
Vill að Arabaríki hætti eðlilegum samskiptum við Ísrael
Þau Arabaríki sem hafa tekið upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael eru syndug og ættu að snúa af villu síns vegar. Þetta segir Ali Khamenei erkiklerkur, æðstur valdamanna í Íran.
Stöðvuðu smygl á hálfu tonni kókaíns til furstadæmanna
Lögregluyfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum tilkynntu í dag að um hálft tonn af hreinu kókaíni hefði verið gert upptækt í afar viðamikilli lögregluaðgerð sem gekk undir heitinu „Sporðdrekinn“. Þung viðurlög liggja við eiturlyfjasmygli til landsins.
Brýnt að veita Afgönum skjóta og trygga neyðaraðstoð
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna mun ræða neyðaraðstoð fyrir Afganistan á ráðstefnu í Genf 13. september næstkomandi. Mikil neyð vofir yfir milljónum Afgana.
Asraf Ghani dvelur í Abu Dhabi af mannúðarástæðum
Asraf Ghani, forseti Afghanistan, heldur til í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Forsetinn flúði land skömmu áður en Talibanar hertóku Kabúl höfuðborg Afganistan á sunnudaginn var.
Íslandsdvöl prinsessunnar bindur enda á frelsisbaráttu
Mynd sem birt var af Latífu, prinsessu af Dúbaí, á gosstöðvunum við Fagradalsfjall í gær hefur orðið til þess að samtök sem berjast fyrir frelsi prinsessunnar hafa lagt upp laupana.
10.08.2021 - 23:18
Vopnaðir menn tóku yfir skip í Ómanflóa
Vopnaðir menn héldu um borð í tankskipið MV Asphalt Princess í Ómanflóa í dag og skipuðu áhöfninni að snúa skipinu til hafnar í Íran. Skipið var á leið frá Khor Fakkan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til Sohar í Óman.
03.08.2021 - 23:29
Fangelsun Latifu prinsessu í rannsókn hjá SÞ
Sameinuðu þjóðirnar ætla að krefja fulltrúa Sameinuðu arabísku furstadæmanna um svör við því hver sé staða dóttur leiðtoga Dúbaí sem jafnframt er forsætisráðherra og varaforseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Í gær voru birt myndskilaboð sem Latifa bint Mohammed Al Maktoum, prinsessa af Dúbaí, tók upp með leynd og sendi stuðningsmönnum sínum. Hún segist vera í stofufangelsi og óttast um líf sitt.
Myndskeið
Meira en helmingur Ísraela hefur fengið bólusetningu
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni hefur 90 prósentum bóluefnis í heiminum verið dreift til þróaðri landa. Um helmingur ísraelsku þjóðarinnar hefur fengið fyrri sprautuna af bóluefni frá Pfizer.
03.02.2021 - 19:20
Slaknað hefur á spennu milli Katar og grannríkja
Sættir virðast í sjónmáli í deilum Katar við Sádi-Arabíu, Sameinuðu furstadæmin, Barein og Egyptaland sem staðið hafa í þrjú og hálft ár. Greint var frá þessu á fundi samtaka Persaflóaríkja í Sádi-Arabíu í gær.
06.01.2021 - 09:57
Hjúkrunarfræðingur fékk fyrstu sprautuna
Sandra Lindsay, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Long Island Jewish Medical Center sjúkrahússins í New York ríki í Bandaríkjunum, fékk fyrstu kórónuveirusprautuna í bólusetningunum vestanhafs sem hefjast í dag. Þetta er ein stærsta heilbrigðisaðgerð sögunnar, en í þessari fyrstu afhendingu bóluefnis lyfjaframleiðandanna Pfizer og BioNTech eru þrjár miljónir skammta.
Áætlunarflug að hefjast milli Dubai og Tel Aviv
Lággjaldaflugfélagið Flydubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur í dag áætlunarflug milli Dubai og Tel Aviv í Ísrael. Þetta er liður í áformum um aukin samskipti milli ríkjanna eftir að þau undirrituðu í september samkomulag um að taka upp eðlileg samskipti. 
Fyrsta tap Emirates í þrjá áratugi
Arabíska flugfélagið Emirates, sem gert er út í Dúbaí, tilkynnti í dag að tap á rekstrinum á öðrum og þriðja ársfjórðungi hafi numið 3,4 milljörðum dollara. Þetta er í fyrsta sinn í meira en þrjá áratugi sem fyrirtækið er rekið með tapi.
Mönnuð tunglferð áætluð fyrir árið 2024
Átta ríki stefna í sameiningu á mannaða tunglferð fyrir árið 2024. Þau hafa undirritað hið svokallaða Artemis-samkomulag þar sem dregin er upp áætlun um ferðir til tunglsins og víðar um himingeiminn. Samkomulagið er runnið undan rifjum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.
Samningar undirritaðir í Washington í dag
Í dag verður undirritaðir samningar um eðlileg samskipti Ísraels við Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein og fer sú undirritun fram í Washington.
Sakar furstadæmin um svik
Ali Khamenei erkiklerkur, æðstur valdamanna í Íran, fordæmdi í morgun nýgert samkomulag um stjórnmálasamband og eðlileg samskipti milli Ísraels og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 

Mest lesið