Færslur: Sameinuðu arabísku furstadæmin

Fyrsta tap Emirates í þrjá áratugi
Arabíska flugfélagið Emirates, sem gert er út í Dúbaí, tilkynnti í dag að tap á rekstrinum á öðrum og þriðja ársfjórðungi hafi numið 3,4 milljörðum dollara. Þetta er í fyrsta sinn í meira en þrjá áratugi sem fyrirtækið er rekið með tapi.
Mönnuð tunglferð áætluð fyrir árið 2024
Átta ríki stefna í sameiningu á mannaða tunglferð fyrir árið 2024. Þau hafa undirritað hið svokallaða Artemis-samkomulag þar sem dregin er upp áætlun um ferðir til tunglsins og víðar um himingeiminn. Samkomulagið er runnið undan rifjum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.
Samningar undirritaðir í Washington í dag
Í dag verður undirritaðir samningar um eðlileg samskipti Ísraels við Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein og fer sú undirritun fram í Washington.
Sakar furstadæmin um svik
Ali Khamenei erkiklerkur, æðstur valdamanna í Íran, fordæmdi í morgun nýgert samkomulag um stjórnmálasamband og eðlileg samskipti milli Ísraels og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 
Bóluefni gegn Covid-19 gefið framlínustarfsfólki í Kína
Kínverjar segjast hafa gefið fólki í áhættustörfum bóluefni gegn Covid-19 síðan í júlí.
Sádar ekki tilbúnir í diplómatísk tengsl við Ísraela
Yfirvöld í Sádí-Arabíu ætla sér ekki að koma á diplómatískum tengslum við Ísrael fyrr en stjórnvöld þar hafa friðmælst við Palestínumenn.
Togstreita eykst milli Ísraels og Palestínu
Ísraelskar flugvélar vörpuðu sprengjum á Gaza-svæðið í nótt. Það var gert í kjölfar eldflaugaárásar Palestínumanna á suðurhluta Ísraels. Gagnkvæmar árásir hafa varað í um viku og Egyptar hafa reynt að miðla málum.
Stefnir í að Ísrael og Súdan friðmælist
Súdan og Ísrael virðast vera að stíga skref í átt til friðar. Talsmaður utanríkisráðuneytis Súdan sagðist ekki geta neitað að friðarviðræður væru í farvatninu.
Myndskeið
Friðarsamkomulagið hvorki þýðingarmikið né sögulegt
Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í Mið-Austurlandafræðum, segir að friðarsamkomulag Ísrels og Sameinuðu arabísku furstadæmanna komi ekki til með að leiða til friðar. Samkomulagið sé ekki sögulegt og hafi litla þýðingu.
Sögulegar sættir eða svik við Palestínumenn?
Viðbrögð heimsbyggðarinnar við samkomulagi Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna í gær eru með ýmsum hætti.
Tyrkir gagnrýna friðarsamkomulag
Tyrklandsstjórn gagnrýnir mjög friðarsamning Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Tyrkir fullyrða að furstadæmin séu að svíkja málstað Palestínumanna til þess eins að þjóna eigin hagsmunum.
Vonar að samkomulag leiði til tveggja ríkja lausnar
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vonast til þess að samkomulag Ísraels og Sameinuðu arabísku furstadæmanna greiði leið tveggja ríkja lausnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Ríkin undirrituðu samkomulag í gær, þar sem Ísraelsmenn heita því einnig að fresta frekari innlimun á palestínsku landi.
Palestínumenn mjög ósáttir og kalla sendiherra heim
Palestínumenn er mjög ósáttir við samkomulag milli Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem tilkynnt var um í dag. Samkvæmt því taka ríkin upp formlegt stjórnmálasamband og hafa gert samkomulag um að Ísraelar fresti formlegri innlimum Vesturbakkans, sem þeir frestuðu í sumar vegna COVID-19 faraldursins.
Sögulegar sættir Ísraels og Arabísku furstadæmanna
Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa komist að friðarsamkomulagi. Þetta tilkynntu Donald Trump Bandaríkjaforseti, Benjamin Netanyahu og Mohammed Al Nayhan krónprins furstadæmanna í sameiginlegri yfirlýsingu í dag.
26 bóluefni á lokastigi rannsókna
Alls er verið að gera tilraunir með 26 bóluefni gegn COVID-19 víðsvegar um heim. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin greinir frá þessu. Rússlandsstjórn tilkynnti í morgun að þar í landi hefði fyrsta bóluefnið verið skráð.
Sjálfstæðisyfirlýsing afturkölluð
Umbreytingarráð suðursins, aðskilnaðarsinnar sem vilja aukið sjálfræði fyrir suðurhluta Jemens, hefur afturkallað sjálfstæðisyfirlýsingu sína frá því í apríl síðastliðnum.
Von stefnir á Mars
Mikill fögnuður braust út þegar eldflaug sem ber fyrsta geimfar Sameinuðu arabísku furstadæmanna var skotið á loft frá Tanegashima geimferðamiðstöðinni í Japan.
Geimskoti frestað
Frestað hefur verið um tvo sólarhringa að skjóta á loft ómönnuðu könnunarfari sem Sameinuðu arabísku furstadæmin ætla að senda til reikistjörnunnar Mars.
14.07.2020 - 08:59
Myndskeið
Mikill eldur í háhýsi í Sharjah
Mikill eldsvoði braust út í háhýsi í borginni Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gærkvöld. Húsið telur 48 hæðir og samkvæmt myndum af vettvangi að dæma varð það nánast alelda. Sjö eru sagðir slasaðir í eldsvoðanum. Drónar og yfir tugur slökkviliðsbíla voru sendir á vettvang til að reyna að ná tökum á eldinum.
Ekkert flug til og frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Sameinuðu arabísku furstadæmin tilkynntu í morgun að allt flug til og frá landinu myndi liggja niðri um tveggja vikna skeið hið minnsta, vegna COVID-19 faraldursins.
Fyrsta kjarnorkuver í arabaríkjum fær leyfi
Kjarnorkueftirlitið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum gaf í dag út leyfi fyrir fyrsta kjarnakljúfnum af fjórum sem áformað verði í Barakah kjarnorkuraforkuverinu í landinu. Það verður fyrsta raforkuver þeirrar tegundar í arabaríkjum.
Samskipta-app sagt njósna um notendur
Vinsælt samskipta-app í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er í raun njósnabúnaður stjórnvalda þar í landi. Því er haldið fram í grein New York Times um appið ToTok. Ríkisstjórnin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er sögn nota appið til að fylgjast með samtölum, staðsetninum, myndum og öðrum gögnum sem safnast með notkun þess.
24.12.2019 - 06:45
Emirates pantar 50 Airbus breiðþotur
Flugfélagið Emirates í Dúbaí hefur pantað fimmtíu þotur af gerðinni Airbus A 350-900. Fyrir þær greiðir félagið sextán milljarða dollara, að því er Ahmed bin Saeed Al-Maktoum, forstjóri og stjórnarformaður, greindi fréttamönnum frá í dag á flugsýningunni í Dúbaí.
18.11.2019 - 13:08
Elsta perla heims fannst nærri Abú Dabí
Heimsins elsta náttúrulega perla hefur fundist á eyju úti fyrir Abú Dabí, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Perlan er talin vera 8.000 ára gömul.
21.10.2019 - 17:32
Haya prinsessa sækir um hæli í Bretlandi
Haya bint al-Hussein hefur flúið heimili sitt í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og óskað eftir pólitísku hæli í Bretlandi. Eins og er þá er prinsessan í felum í Lundúnum, höfuðborg Englands. Haya er ein eiginkvenna Sjeiks Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hjónin bjuggu í Dúbaí og deila nú um forræði fyrir börnunum sínum tveimur.
25.07.2019 - 13:57