Færslur: Sameiningar sveitarfélaga

Flestir vilja nöfnin Skagafjörður og Húnabyggð
Fimm sveitarfélög fá nýtt nafn eftir kosningarnar um helgina. Á laugardaginn var kosið um nöfn á tvö þeirra: Skagafjörður og Húnabyggð. 
16.05.2022 - 12:50
Sjónvarpsfrétt
Reynt við sameiningu fyrir vestan og norðan
Íbúar tveggja sveitarfélaga á Vesturlandi og tveggja á Norðausturlandi kjósa um sameiningu á morgun. Kosið hefur verið um sameiningu áður í þessum sveitarfélögum sem ekki varð af.
25.03.2022 - 19:20
Hvatt til frekari sameininga
Enn eru tólf sveitarfélög á landinu þar sem íbúar eru færri en tvöhundruð og fimmtíu. Til að sveitarfélögin geti sinnt lögbundnum verkefnum sínum skulu þau hefja sameiningarviðræður ellegar sýna fram að íbúar þeirra njóti jafnra réttinda og aðrir.
17.03.2022 - 15:54
Skagafjörður verður eitt sveitarfélag
Sameining Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps í Skagafirði verður að veruleika í vor, þar sem meirihluti íbúa beggja sveitarfélaga samþykkti tillögu þar að lútandi í íbúakosningu á laugardag. Á vefnum skagfirðingar.is segir að stjórn hins sameiginlega sveitarfélags verði kosin 14. maí næstkomandi og að nýtt, sameinað sveitarfélag verði formlega að veruleika 15 dögum síðar.
Húnvetningar samþykktu sameiningu
Sveitarfélögum landsins fækkaði um eitt þegar Austur-Húnvetningar samþykktu að sameina sveitarfélögin Blönduósbæ og Húnavatnshrepp í kosningum sem haldnar voru í dag.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin vegna sameininga
Hafin er utankjörfundaratkvæðagreiðsla um sameiningu fyrir íbúa í sex sveitarfélögum á landinu. Úr því gætu mögulega komið þrjú ný sveitarfélög, tvö á Norðurlandi og eitt á Vesturlandi.
Sjá fyrir sér stóra sameiningu á Snæfellsnesi
Grundfirðingar sjá fyrir sér að á Snæfellsnesi verði farið í stórar sameiningar. Bæjarstjórinn væntir þess að sameiningarmál varði kosningamál í vor.
Sameining á Suðurlandi úr sögunni í bili
Ekkert verður af umleitunum sveitarstjórnar Skaftárhrepps um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hafnaði tillögunni og meirihluti íbúa Rangárþings ytra vill hætta viðræðum í bili.
Tálknfirðingar stórhuga í sameiningamálum
Tálknafjarðarhreppur athugar nú afstöðu nágranna sinna á Vestfjörðum til mögulegrar sameiningar. Allra nema Ísafjarðarbæjar. Sveitarstjórinn segir Tálknfirðinga sjá hag í stærri sameiningum.
Vogar í sameiningarhug - 4 sveitarfélög til skoðunar
Sveitarfélagið Vogar skoðar nú hug íbúa til þess að sameinast öðru sveitarfélagi. Fjórir eða jafnvel fimm valmöguleikar eru til skoðunar og verða kynntir á íbúafundi í kvöld. Bæjarstjóri segir margar áskoranir fram undan fyrir fámennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum. 
Íbúafundir um mögulega sameiningu
Í kvöld verða haldnir íbúafundir í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi um mögulega sameiningu sveitarfélaganna. Sameining ætti að vera auðveld rekstrarlega séð en taka þarf tillit til annarra þátta.
06.10.2021 - 12:03
Viðtal
Mikill áhugi á sameiningarkosningu á Suðurlandi
Formaður samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi segir að mikill áhugi sé fyrir kosningunni á laugardaginn samhliða Alþingiskosningum. Verði sameining samþykkt yrði nýja sveitarfélagið það stærsta að flatarmáli. 
Áhugi á sameiningu kannaður með skoðanakönnun
Ákveðið hefur verið að gera skoðanakönnun meðal íbúa sveitarfélaganna Skagabyggðar og Skagastrandar um áhuga þeirra á sameiningu. Ef vilji til sameiningar er skýr verður kosið um hana formlega í byrjun næsta árs.
Enn eru möguleikar sameiningar kannaðir
Enn eiga sér stað sameiningaviðræður Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Nú hefur verið skipuð samstarfsnefnd í Sveitarfélaginu Skagafirði sem kanna á möguleika sameiningar.
Skoðanakönnun til að athuga sameiningarvilja
Tillaga um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu var felld í byrjun júní. Tvö þeirra, Húnavatnshreppur og Blönduósbær, hafa síðan rætt sín á milli um að fara í viðræður um sameiningu. Skoðanir eru þó skiptar hversu hratt eigi að fara í viðræðurnar.
Bjartsýnn á samþykki í öllum sveitarfélögum
Lagt er til að níu fulltrúar skipi sveitarstjórn í nýju sameinuðu sveitarfélagi í Austur-Húnavatnssýslu. Sveitarstjórinn í Blönduósbæ segir að undirtektir íbúa séu betri en nokkru sinni fyrr. Kosið verður um sameiningu fimmta júní.
Reykhólahreppur lætur greina sameiningarkosti
Reykhólahreppur lætur nú greina þá kosti sem felast í sameiningu við önnur sveitarfélög. Sveitarstjóri segir stefnt að kosningum um þetta árið 2026.
Myndskeið
Dalabyggð skoðar sameiningar austur og vestur
Dalabyggð vill skoða mögulega sameiningu við þrjú sveitarfélög. Annars vegar Húnaþing vestra og hins vegar Stykkishólmsbær og Helgafellssveit. Sveitarfélagið lagðist í valkostagreiningu í vetur og athugaði sérstaklega sameiningarmöguleika við tólf nágrannasveitarfélög sín í sex mismunandi útfærslum. Möguleikarnir teygðu sig í allar áttir, allt suður í Skorradal og norður í Árneshrepp.
Vesturbyggð skoðar sameiningu við Tálknafjarðarhrepp
Vesturbyggð ætlar að skoða hagkvæmni þess að sameinast Tálknafjarðarhreppi. Tálknfirðingum er hins vegar ekki boðið með í það ferli.
Kosið um „Sveitarfélagið Suðurland“ í vor
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Stefnt er að íbúakosningu um sameiningu á vormánuðum. Ef af sameiningu verður myndast víðfeðmasta sveitarfélag landsins. Íbúar yrðu rúmlega fimm þúsund.
18.12.2020 - 14:22
70% vilja skoða sameiningu á höfuðborgarsvæðinu
Sjö af hverjum tíu íbúum á höfuðborgarsvæðinu telja að sameina megi sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og flestir þeirra vilja að þau sameinist í eitt sveitarfélag. Mesta fylgið við sameininguna er í Reykjavík og minnst í Mosfellsbæ. Þetta kemur fram í könnun sem Fréttablaðið lét gera meðal íbúa á svæðinu og birt er í blaðinu í dag.
Kosningar á Austurlandi verða ekki í apríl
Sveitarstjórnarkosningum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi hefur verið frestað. Kosningarnar áttu að fara fram 18. apríl en vegna samkomubanns og óvissuástands í samfélaginu vegna kórónaveirufaraldursins og COVID-19 sjúkdómsins hefur þeim verið slegið á frest.
Drekabyggð á meðal sex tillagna um nafn fyrir austan
Austurþing, Austurþinghá, Múlabyggð, Múlaþing, Múlaþinghá og Drekabyggð eru þau nöfn sem íbúar í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi munu velja á milli 18. apríl. Undirbúningsstjórn sameiningar bætti við heitinu Drekabyggð en Örnefnanefnd lagðist gegn því.
Fimm flokkar bjóða fram í sameinuðu sveitarfélagi
Að minnsta kosti fimm flokkar ætla að bjóða fram í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystra, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar. Framboðsfrestur rennur út eftir rúman mánuð.
Ellefu sveitarfélög skoða sameiningar
Ellefu sveitarfélög, á þremur stöðum á landinu eru að skoða sameiningar. Í Austur-Húnavatnssýslu eru viðræður að hefjast aftur eftir hlé. Samstarfsnefnd í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi undirbýr sameiningartillögu. Verkefnahópur fimm sveitarfélaga á Suðurlandi skoðar kosti og galla sameiningar.
05.02.2020 - 12:31