Færslur: Sameinað sveitarfélag á Austurlandi

Sjálfstæðismenn og Framsókn undirrita meirihlutasamning
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa undirritað meirihlutasamning í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Samningurinn var undirritaður á rafrænum fundi í dag.
Kjörsókn fer rólega af stað á Austurlandi
Fyrstu kjörstaðir á Austurlandi voru opnaðir klukkan níu í morgun og kjörsókn fer rólega af stað. Bjarni Bjögvinsson, formaður yfirkjörstjórnar, segir kjörsókn á fyrri hluta dagsins heldur minni en verið hefur í undangengnum kosningum. Um það bil 3.500 manns eru á kjörskrá. 
Sveitarstjórnarkosningar á Austurlandi í dag
Sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosningar fara fram í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Fimm flokkar keppast um sæti; B-listi Framsóknarflokksins, D-listi Sjálfstæðisflokksins, L-listi Austurlistans, M-listi Miðflokksins og V-listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
Þrjú ráðin til nýsameinaðs sveitarfélags á Austurlandi
Hugrún Hjálmarsdóttir, Sigrún Hólm Þórleifsdóttir og Gunnar Valur Steindórsson hafa verið ráðin til nýsameinaðs sveitarfélags á Austurlandi. Sveitarfélagið, sem ekki hefur fengið formlegt nafn, verður það stærsta á landinu.