Færslur: Samband íslenskra sveitarfélaga

Viðtal
Sveitarstjórnir róa lífróður - Vilja stuðning ríkisins
Sveitarstjórnir landið um kring róa nú lífróður vegna minnkandi tekna og hækkandi útgjalda sem rekja má til áhrifa af kórónuveirufaraldrinum, að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóra í Hveragerði. Hún segir brýnt að ríkisstjórnin lýsi formlega yfir stuðningi við sveitarfélögin.
11.05.2020 - 21:06
Segir stórsigur að ná leiðréttingunni í gegn
„Landið hefur legið þannig núna vikum saman að það sem raunverulega stóð út af var fyrst og fremst þessi leiðrétting,“ sagði Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við fréttastofu í kvöld. „Hún næst í gegn og það er auðvitað bara stórsigur.“
Hlé gert á fundi Eflingar og sveitarfélaga
Ríkissáttasemjari gerði rétt fyrir klukkan sex hlé á samningafundi Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Fundi verður haldið áfram klukkan tíu í fyrramálið. Fjölmiðlabann ríkir og því mega samninganefndirnar ekki tjá sig um gang viðræðna við fjölmiðla. Verkfall Eflingarfólks í nokkrum nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hófst á þriðjudag.
Viðtal
Samtal Eflingar og sveitarfélaga virkt og opið
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga viðraði nýjar hugmyndir á samningafundi með Eflingu hjá ríkissáttasemjara í morgun. Efling hafnaði síðustu tillögu sem fól í sér stuttan samning. Verkfall félagsmanna Eflingar, sem hófst á þriðjudaginn, nær til sveitarfélaganna Kópavogs, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar og Ölfuss. Í dagskrá ríkissáttasemjara er gert ráð fyrir sjö klukkustunda fundi. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari vonast til þess að fundurinn í dag skili árangri. 
Áhyggjuefni ef fjárveitingarnar duga ekki
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni telji sveitarfélög sig ekki geta séð um rekstur hjúkrunarheimila. Sveitarfélög hafa þurft að borga hundruð milljóna með rekstri hjúkrunarheimila þar sem fjárveitingar duga ekki.
Myndskeið
Ríkissáttasemjari: Styttri samningur skoðaður
Kjarasamningur til skamms tíma er ein mögulegra leiða í kjaradeilu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Eflingar, segir ríkissáttasemjari. Þrjá aðrar snúnar deilur eru nú á hans borði; samningar við flugfreyjur, lögreglumenn og hjúkrunarfræðinga. 
Viðtal
Enginn árangur á fundi Eflingar og sveitarfélaga
Tveggja tíma löngum samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk á niðurstöðu. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að ekkert hafi miðað áfram í viðræðunum í dag. Næsti fundur hefur verið boðaður á mánudag. Náist ekki samningar skellur á verkfall í fjórum sveitarfélögum: Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Ölfusi. Það myndi raska skólahaldi, starfsemi leikskóla og hugsanlega heimaþjónustu.
Telur að Alþingi gæti þurft að setja lög á verkfallið
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að semjist ekki í kjaradeilu Eflingar við sveitarfélög gæti Alþingi þurft að setja lög á boðað verkfall.
29.04.2020 - 23:05
Myndskeið
Biður um þolinmæði í skertri velferðarþjónustu
Stór hluti þeirra sem fær velferðarþjónustu í landinu hefur fengið skerta þjónustu síðan neyðarstig var sett á fyrir þremur vikum. Velferðarstjóri segir að það gæti vaxandi spennu og þreytu og biður fólk um að sýna þolinmæði.
780 skráðir á útkallslista velferðarþjónustunnar
Um 780 manns hafa skráð sig á útkallslista velferðarþjónustunnar. Félagsþjónustufulltrúi segir að erfitt geti verið að manna þjónustu við viðkvæma hópa og það sé eitt helsta áhyggjuefnið hjá sveitarfélögunum.
Ekkert fundað í dag - verkfallið heldur áfram
Fundi samninganefnda sveitarfélaga og Eflingar, sem átti að fara fram í dag, var frestað. Þetta var gert að beiðni samninganefndar sveitarfélaganna, að sögn Ingu Rúnar Ólafsdóttur, formanns hennar. Hún segir að nefndin hafi þurft meiri tíma til að vinna sína heimavinnu. Verkfall félagsmanna í Eflingu, sem hófst á mánudag, heldur því áfram.
Verkfall Eflingar heldur áfram á morgun
Ekki náðust samningar á fundi Eflingar og fulltrúa sveitarfélaganna hjá Ríkissáttasemjara í dag. Fundurinn hófst klukkan 14 og stóð í um klukkustund. Boðað hefur verið til fundar eftir hádegi á morgun. Ótímabundið verkfall félaga Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum hófst á mánudag og stendur enn.
Viðræður inn í nóttina - verkfall hafið
Viðræður standa enn yfir í húsakynnum Ríkissáttasemjara milli samninganefnda BSRB og aðildarfélaga þess annars vegar, og ríkis, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga hins vegar. Verkfall nærri sextán þúsund félaga í BSRB hófst á miðnætti, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður viðræðum haldið áfram inn í nóttina, eftir sleitulaus fundarhöld síðan tíu í morgun og fundi frá morgni til kvölds undanfarna daga.
Með gildan samning og kjósa um samúðarverkfall
Helmingur Eflingarfólks, sem greiðir atkvæði í næstu viku um ótímabundið verkfall, er með gildan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Greidd verða atkvæði um samúðarverkfall. Sveitarfélögin undrast að Efling hafi slitið kjaraviðræðum án þess að heyra sjónarmið þeirra.
Lýsa vonbrigðum með vinnubrögð Eflingar
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga lýsir vonbrigðum með vinnubrögð samninganefndar Eflingar og telur þau ekki til þess fallin að greiða fyrir samningum.
22.02.2020 - 10:03
Efling boðar fleiri ótímabundin verkföll
Fleiri verkföll en hjá Reykjavíkurborg eru í bígerð hjá Eflingu. Greidd verða atkvæði um ótímabundin verkföll í fimm sveitarfélögum og samúðarverkföll í einkareknum leik- og grunnskólum. Þau hefjast í 9. mars verði þau samþykkt
BEINT
Ræða fjármál sveitarfélaga á ráðstefnu
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga er haldin í dag á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður rætt um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga, afkomu sveitarfélaga og horfur til næstu ára. Þá er staða efnahagsmála á Íslandi til umræðu.
Viðtal
Efins um lýðræði aðkeyptrar þjónustu
Mjög fámenn sveitarfélög eiga erfitt með að veita alla þá þjónustu sem sveitarfélögum ber að veita, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Tjörneshreppur segir sig úr SÍS og Eyþingi
Tjörneshreppur hefur sagt sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Eyþingi. Hreppurinn er þar með eina sveitarfélag landsins sem stendur utan Sambands sveitarfélaga. Varaoddviti Tjörneshrepps segir úrsögnina mótmæli við þingsályktun um þúsund manna lágmark í hverju sveitarfélagi.
Engir kjarasamningar í sjónmáli
Haustið fer í kjaraviðræður hjá fjölmörgum stéttarfélögum og viðsemjendum. Engir kjarasamningar eru í sjónmáli í þeim viðræðum sem nú standa yfir. Bæði BSRB og BHM stefndu að því, samkvæmt viðræðuáætlun í sumar, að ná kjarasamningum fyrir 15. september. Af því verður ekki. 
Sameining ekki allstaðar galdralausn
Sveitarstjórinn í Grýtubakkahreppi segir að stærri sveitarfélög séu að ákveða hvað sé þeim minni fyrir bestu með þingsályktunartillögu sem samþykkt var á aukalandsþingi Sambands sveitarfélaga fyrir helgi. Jaðarsvæði eigi undir högg að sækja. Sameining muni ekki breyta því.
Félagar í VLFA fá eingreiðsluna
Verkalýðsfélag Akraness, VLFA, og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa samið um endurskoðun viðræðuáætlunar. Félagar í verkalýðsfélaginu fá því eingreiðslu að upphæð 105.000 króna í ágúst. Sambandið hefur ákveðið að ekki eigi að greiða starfsfólki Eflingar og Starfsgreinasambands Íslands sem vinnur hjá sveitarfélögum, öðrum en Akranesbæ og Reykjavíkurborg, slíka innágreiðslu þar sem kjaradeila þeirra sé nú á borði ríkissáttasemjara.
Starfsfólk sveitarfélaga krefst eingreiðslu
Starfsfólk Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar, sem er í stéttarfélaginu Eflingu, krefst 105.000 króna eingreiðslu frá sveitarstjórnunum. Samið var um að starfsfólk hjá Reykjavíkurborg og ríkinu fengi slíka eingreiðslu vegna tafa sem urðu á kjarasamningsgerð við hið opinbera í fyrra. Samband íslenskra sveitarfélaga telur málið ekki lengur í höndum sambandsins og hefur bannað sveitarfélögum að greiða starfsmönnum umræddra sveitarfélaga slíka eingreiðslu.
Ætlum að sækja með góðu eða illu, segir Björn
Það er stál í stál í kjaraviðræðum við sveitarfélögin, segir formaður Starfsgreinasambandsins eftir samningafund í morgun. Sveitarfélögin neiti að færa lífeyrisréttindi til jafns við borgina og ríkið. Tveir mánuðir eru í næsta samningafund. 
Myndband
Tryggi jafnt aðgengi að tónlistarnámi
Tryggja á jafnt aðgengi að tónlistarnámi óháð búsetu samkvæmt samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, sem skrifað var undir í dag. Menntamálaráðherra, fjármálaráðherra, sveitarstjórnarráðherra og fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir samkomulagið, sem er byggt á gildandi samkomulagi frá 2016 um tónlistarnám á framhaldsstigi.