Færslur: Samband íslenskra sveitarfélaga

Stöðugar kröfur um aukin útgjöld
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sveitarfélögin ekki standa undir síauknum útgjaldakröfum sem lagðar eru á þau. Þar fari ríki og Alþingi fremst í flokki en launahækkanir í síðustu kjarasamningum séu einnig íþyngjandi.
Spegillinn
Sveitarfélög með loftslagsmál í fanginu
Mikið hvílir á sveitarfélögum vegna loftslagsbreytinga og í nýrri stefnu ríkis um aðlögun að breytingunum eru þau þungamiðjan. Losun frá úrgangi, fráveitumál, skipulagsmál, fræðsla, búsetuúrræði fyrir loftslagsflóttamenn, allt eru þetta dæmi um verkefni sveitarfélaga í loftslagsmálum. Þau eru sem sagt fjölbreytileg og flókin. Spegillinn hefur undanfarið fjallað um þessi verkefni.
Morgunvaktin
Rúmur helmingur sveitarstjórnarmanna verða fyrir áreiti
Ríflega helmingur sveitarstjórnarfulltrúa hefur orðið fyrir áreiti eða neikvæðu umtali vegna starfa sinna. Samfélagsmiðlar eru helsti vettvangurinn en sveitarstjórnarfólk er líka áreitt á götum úti, í verslunum og á skemmtunum.
21 sveitar- eða bæjarstjóri hætt á kjörtímabilinu
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir það áhyggjuefni hversu stutt kjörnir fulltrúar endast í starfi. Þar af leiðandi byggist upp lítil reynsla meðal þeirra. 21 sveitar og bæjarstjóri hefur ýmist látið af eða verið sagt upp störfum á þessu kjörtímabili.
Segja sveitarfélögin draga lappir í vinnuvikustyttingu
Starfsgreinasamband Íslands segir sveitarfélögin hafa dregið lappirnar í styttingu vinnuvikunnar og fái algera falleinkunn. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ályktun Starfsgreinasambandsins sorglega.
Fjárhagsstaða sveitarfélaga betri en reiknað var með
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að rekstur og fjárhagsstaða sveitarfélaga sé betri en flestir gerðu ráð fyrir. Hún segist styðja tillögur starfshóps sem kveða á um að aðeins kjörnir fulltrúar séu gjaldgengir sem formenn sambandsins og stjórnarmenn.
Myndskeið
Ríkissjóður tæmist ef hjúkrunarheimili eru eina úrræðið
Ríkissjóður tæmist ef litið verður á hjúkrunarheimili sem eina valkost eldri borgara, segir heilbrigðisráðherra. Ríki og sveitarfélög þurfi í sameiningu að fjölga úrræðum. Sveitarfélögin vilja verulega aukið fé til hjúkrunarheimila. Ríkið þarf að stíga stór skref til að rétta af rekstur hjúkrunarheimila, segir fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, í starfshópi heilbrigðisráðherra um rekstur hjúkrunarheimila.
Vikulokin
Frumkvæðisskylda vegna fjölda sveitarfélaga afnumin
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að með þeim tillögum sem nú er unnið að í þinginu verði frumkvæðisskylda ráðherra afnumin um að bregðast við með beinum hætti þótt sveitarfélög telji ekki 250 manns núna eða eitt þúsund árið 2026.
Sveitarfélögin vilja fund með velferðarnefnd Alþingis
Samband sveitarfélaga hefur óskað eftir fundi með velferðarnefnd Alþingis til að ræða rekstur hjúkrunarheimila. Framkvæmdastjóri sambandsins segir ótækt að sveitarfélög borgi með þessum rekstri.
Fleiri mega skíða frá og með deginum í dag
Reglum um sóttvarnaaðgerðir á skíðasvæðum hefur verið breytt og nú mega fleiri vera á skíðasvæðum landsins eða helmingur af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Þá er veitingasala heimil á skíðasvæðum. Þetta kemur fram í reglum sem sóttvarnalæknir, Samtök skíðasvæða og Samband íslenskra sveitarfélaga sendu frá sér í morgun.
Sveitarfélög fengu þremur milljörðum of mikið
Sveitarfélög fengu óvart greitt þremur milljörðum of mikið í staðgreiðslu frá ríki nú um mánaðamótin. Í desember fengu þau líka þrjá milljarða, sem þau áttu að fá en vissu ekki af.
Minni sveitarfélög landsins sameina krafta sína
Tuttugu fámenn sveitarfélög hafa nú hafið formlegt samráð sín á milli. Þau neyðast til að sameinast ef boðaður þúsund manna lágmarksíbúafjöldi gengur eftir.
Morgunútvarpið
Staða sveitarfélaganna svartari nú en eftir hrun
Tekjur sveitarfélaganna hafa dregist verulega saman á árinu og frekari tekjusamdráttur er viðbúinn. Á sama tíma aukast útgjöld þeirra verulega vegna kórónuveirufaraldursins.Óvissa hefur einkennt gerð fjárhagsáætlana og mörg þeirra munu þurfa að leita allra leiða til að geta veitt lögbundna þjónustu.
Vilja að ríkið og Seðlabankinn styðji sveitarfélögin
Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórnendur stærstu sveitarfélaga landsins fara fram á að Seðlabankinn og ríkissjóður aðstoði sveitarfélögin við að leysa úr fjárhagsvanda þeirra. Þann vanda megi enda að miklu leyti rekja til vanfjármögnunar í ákveðnum málaflokkum, sem færðir hafa verið til sveitarfélaganna frá ríkinu á síðustu árum. Frá þessu er greint í Markaðinum, viðskiptakálfi Fréttablaðsins í dag.
Hugað að sameiningu sveitarfélaga í flestum landshlutum
Formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga fara nú fram á tveimur landsvæðum á Norðurlandi og meirihluti er fylgjandi sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi. Á fjórum landsvæðum til viðbótar eru ýmsir kostir til skoðunar.
Átta tímar á leikskóla kosta 2,8 milljónir á barn á ári
Átta klukkustunda vistun fyrir eitt leikskólabarn kostaði að meðaltali 2,75 milljónir á síðasta ári. Kostnaðurinn er mismunandi á milli leikskóla. Lægstur var hann um 1,4 milljónir og þar sem hann var hæstur var hann tæpar 12,6 milljónir. Á þeim leikskóla var einungis eitt barn.
Vinnumálastofnun: 25.000 manns atvinnulaus í árslok
Vinnumálastofnun hefur hækkað spá sína um fjölgun atvinnulausra á landinu og telja sérfræðingar stofnunarinnar að um 25.000 manns verði án atvinnu um áramótin, eða á bilinu 11 - 12 prósent vinnuaflsins. Þetta kom fram í erindi Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar á fjármálaráðstefnu íslenskra sveitarfélaga í gær. Morgunblaðið greinir frá.
Risavaxið verkefni að glíma við heimsfaraldur
Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði við upphaf fjármálaráðstefnu sambandsins í dag að leita þurfi aftur til styrjalda og hamfara til að finna samsvörun við það efnahagslega áfall sem heimsbyggðin glímir við vegna Kórónuveirunnar. Þar séu sveitarfélögin ekki undanskilin.
Í BEINNI
Staða sveitarfélaga rædd á fjármálaráðstefnu
Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir fjármálaráðstefnu í dag. Farið verður yfir stöðu sveitarfélaga á tímum kórónukreppu og efnahagshorfur til næstu ára. Ráðstefnan verður líkt og flest önnur mannamót í gegnum fjarfundarbúnað og hægt er að fylgjast með honum í beinu streymi.
Spegillinn
Ný þjóðarsátt lífsnauðsynleg
Fjárhagsstaða sveitarfélaganna hefur versnað talsvert vegna ástandsins sem nú ríkir. Tekjurnar hafa lækkað og útgjöldin hækkað. Launakostnaður er um helmingur af útgjöldum sveitarfélaga. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga, segir að áætlað sé að á þessu ári vanti um 33 milljarða króna í rekstur sveitarfélaganna og annað eins á næsta ári. Hún segir að víðtæk þjóðarsátt sé lífsnauðsynleg vegna þeirra aðstæðna sem nú ríkja.
24.09.2020 - 17:00
Kennarar krefjast aukins sveigjanleika í starfi
Aukinn sveigjanleiki er forsenda nýs kjarasamnings grunnskólakennara við sveitarfélögin. Kjaraviðræður standa nú yfir, en kennarar hafa verið samningslausir síðan í júlí í fyrra og eru orðnir óþolinmóðir.
Staða sveitarfélaganna gríðarlega misjöfn
Skýrsla starfshóps um áhrif COVID-19 á fjármál sveitarfélaga sýnir svart á hvítu að áhrif kórónuveirufaraldursins eru umtalsverð. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í samtali við fréttastofu.
Greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimila
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að greina raungögn um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunarheimila. Nokkuð hefur borið á óánægju meðal sveitastjórna undanfarin misseri vegna fjárveitinga til hjúkrunarheimila og hafa nokkur sveitarfélög ýmist ákveðið eða undirbúa að slíta samningum við ríkið um reksturinn.
Fjárhagsáætlanir gætu orðið flókið verkefni
Árið 2020 er þegar í uppnámi og væntingar sveitarfélaganna um aukið útsvar í ár verða á fæstum stöðum að veruleika. Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hún að gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaganna í haust gæti reynst flókið verkefni og segist treysta því að ríkið muni styðja við sveitarfélögin, gerist þess þörf.
Grunnskólakennarar búast við að semja í haust
Samningar Félags grunnskólakennara hafa nú verið lausir í rúmt ár. Skrifað hefur verið undir framlengingu á viðræðuáætlun við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg og er markmið hennar að skrifað verði undir nýjan kjarasamning 1. október.