Færslur: Samband íslenskra sveitarfélaga

Vilja verða formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga gefur kost á sér sem formaður sambandsins. Heiða Björg tilkynnti um framboðið á Facebook-síðu sinni í dag.
13.07.2022 - 16:11
Telur umræðu um há laun sveitarstjóra ósanngjarna
Nýráðnir sveitarstjórar fámennra sveitarfélaga fá á aðra milljón króna í mánaðarlaun. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur umræðu um há laun sveitarstjóranna ósanngjarna og segir þau í samræmi við þá ábyrgð sem á þeim hvílir.
Viðtal
Húsnæði verði ekki lengur áhættufjárfesting
Rúmur þriðjungur af þeim 35 þúsund íbúðum sem stefnt er að því að byggja á vegum ríkis og sveitarfélaga á að verða íbúðir á viðráðanlegu verði eða félagslegar íbúðir, segir innviðaráðherra.
Ríki og sveitarfélög byggja 35 þúsund íbúðir
Ríki og sveitarfélög stefna að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu tíu árum. Innviðaráðherra undirritar rammasamning þess efnis á morgun.
Mikil nýliðun í kjörstjórnum um allt land
Sveitarfélög landsins eru í óða önn að manna kjörstjórnir fyrir sveitarstjórnarkosningar í næsta mánuði. Sum sveitarfélög hafa farið þá leið að auglýsa í stjórnirnar til að reyna að manna þær stöður sem losna vegna nýrra hæfisreglna.
Segir nauðsynlegt að breyta kosningalögum
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að nýjar hæfisreglur kjörstjórnarmanna hafi sett kosningaundirbúning í mörgum sveitarfélögum í algjört uppnám. Hún telur að mistök hafi verið gerð þegar kosningalögum var breytt.
Spegillinn
Höfum trassað að fylgja börnunum á milli skólastiga
Grunnskólinn er stór og fjárfrekur málaflokkur sem sveitarstjórnir um land allt þurfa að sinna. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í maí og í tilefni af því að rúmur aldarfjórðungur er liðinn frá því að grunnskólinn var færður frá ríki til sveitarfélaga, þá hélt Samband íslenskra sveitarfélaga skólaþing nú í mars.
Spegillinn
Sláandi munur á skólaþjónustu
Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga fyrir 25 árum var gæfuspor fyrir stór, öflug sveitarfélög og minni vel stæð sveitarfélög. Þetta segir Ingvar Sigurgeirsson fyrrverandi prófessor í kennslufræði. Börn í litlum og/eða fjárhagslega illa stæðum sveitarfélögum líða tíðum fyrir ójöfnuð því baktryggingu vantar.  
Strætókort í skiptum fyrir frestun bílprófs
Meðal hugmynda sem ámálgaðar eru í skýrslu um aðgerðir gegn kolefnisfótspori höfuðborgarsvæðisins er að bjóða ungu fólki árskort í strætó um allt að þriggja ára skeið gegn því að það fresti því að taka bílpróf.
Sveitarfélög keppast við að bæta úrgangsmál
Í júní á síðasta ári tóku í gildi viðamiklar breytingar á lögum tengdum úrgangsmálum. Um 60 prósent sveitarfélaga telja líklegt að þau þurfi að breyta fyrirkomulagi sérsöfnunar vegna nýju laganna.
Kennarar vilja fá greitt - sveitarfélög segja nei
Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar kröfu Félags grunnskólakennara um að greiða kennurum útkall samkvæmt kjarasamningi fyrir smitrakningu. Félagið er þegar með tvö mál gegn sveitarfélögunum fyrir félagsdómi tengd covid-vinnu. Formaður Félags grunnskólakennara segir útkallsgreiðslur líka enda fyrir dómi, takist ekki að semja. 
Spegillinn
Segir niðurstöðuna dapurlega og mikil vonbrigði
Grunnskólakennarar kolfelldu í dag kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn lauk á hádegi í dag og var niðurstaðan sú að nei sögðu tæp 74% og tæpur fjórðungur sagði já.
Spegillinn
Gengur ekki að þingmenn slái sig til riddara
"Lögð verður áhersla á uppbyggingu sjálfbærra og öflugra sveitarfélaga sem hafa burði til að standa undir þeirri þjónustu sem íbúar hafa rétt á". Svo segir í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Enn fremur að beitt verði fjárhagslegum hvötum til þess að stuðla að sameiningu sveitarfélaga.
Spegillinn
Ágreiningur um styttingu vinnutíma kennara
Kjaradeila Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga er komin á borð ríkissáttasemjara. Samningurinn sem undirritaður var í byrjun september 2020 rennur út um áramótin.
Sjónvarpsfrétt
Fáheyrt að svona sé brugðist við
Stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga hefur verið skipt út og tveir stjórnendur sendir í leyfi í tengslum við úttekt á starfsemi stofnunarinnar. Slíkt er fáheyrt en ábendingar Ríkisendurskoðunar voru þess eðlis að nauðsynlegt þótti að bregðast við með þessum hætti.
Stöðugar kröfur um aukin útgjöld
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sveitarfélögin ekki standa undir síauknum útgjaldakröfum sem lagðar eru á þau. Þar fari ríki og Alþingi fremst í flokki en launahækkanir í síðustu kjarasamningum séu einnig íþyngjandi.
Spegillinn
Sveitarfélög með loftslagsmál í fanginu
Mikið hvílir á sveitarfélögum vegna loftslagsbreytinga og í nýrri stefnu ríkis um aðlögun að breytingunum eru þau þungamiðjan. Losun frá úrgangi, fráveitumál, skipulagsmál, fræðsla, búsetuúrræði fyrir loftslagsflóttamenn, allt eru þetta dæmi um verkefni sveitarfélaga í loftslagsmálum. Þau eru sem sagt fjölbreytileg og flókin. Spegillinn hefur undanfarið fjallað um þessi verkefni.
Morgunvaktin
Rúmur helmingur sveitarstjórnarmanna verða fyrir áreiti
Ríflega helmingur sveitarstjórnarfulltrúa hefur orðið fyrir áreiti eða neikvæðu umtali vegna starfa sinna. Samfélagsmiðlar eru helsti vettvangurinn en sveitarstjórnarfólk er líka áreitt á götum úti, í verslunum og á skemmtunum.
21 sveitar- eða bæjarstjóri hætt á kjörtímabilinu
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir það áhyggjuefni hversu stutt kjörnir fulltrúar endast í starfi. Þar af leiðandi byggist upp lítil reynsla meðal þeirra. 21 sveitar og bæjarstjóri hefur ýmist látið af eða verið sagt upp störfum á þessu kjörtímabili.
Segja sveitarfélögin draga lappir í vinnuvikustyttingu
Starfsgreinasamband Íslands segir sveitarfélögin hafa dregið lappirnar í styttingu vinnuvikunnar og fái algera falleinkunn. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ályktun Starfsgreinasambandsins sorglega.
Fjárhagsstaða sveitarfélaga betri en reiknað var með
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að rekstur og fjárhagsstaða sveitarfélaga sé betri en flestir gerðu ráð fyrir. Hún segist styðja tillögur starfshóps sem kveða á um að aðeins kjörnir fulltrúar séu gjaldgengir sem formenn sambandsins og stjórnarmenn.
Myndskeið
Ríkissjóður tæmist ef hjúkrunarheimili eru eina úrræðið
Ríkissjóður tæmist ef litið verður á hjúkrunarheimili sem eina valkost eldri borgara, segir heilbrigðisráðherra. Ríki og sveitarfélög þurfi í sameiningu að fjölga úrræðum. Sveitarfélögin vilja verulega aukið fé til hjúkrunarheimila. Ríkið þarf að stíga stór skref til að rétta af rekstur hjúkrunarheimila, segir fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, í starfshópi heilbrigðisráðherra um rekstur hjúkrunarheimila.
Vikulokin
Frumkvæðisskylda vegna fjölda sveitarfélaga afnumin
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að með þeim tillögum sem nú er unnið að í þinginu verði frumkvæðisskylda ráðherra afnumin um að bregðast við með beinum hætti þótt sveitarfélög telji ekki 250 manns núna eða eitt þúsund árið 2026.
Sveitarfélögin vilja fund með velferðarnefnd Alþingis
Samband sveitarfélaga hefur óskað eftir fundi með velferðarnefnd Alþingis til að ræða rekstur hjúkrunarheimila. Framkvæmdastjóri sambandsins segir ótækt að sveitarfélög borgi með þessum rekstri.
Fleiri mega skíða frá og með deginum í dag
Reglum um sóttvarnaaðgerðir á skíðasvæðum hefur verið breytt og nú mega fleiri vera á skíðasvæðum landsins eða helmingur af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Þá er veitingasala heimil á skíðasvæðum. Þetta kemur fram í reglum sem sóttvarnalæknir, Samtök skíðasvæða og Samband íslenskra sveitarfélaga sendu frá sér í morgun.